Alþýðublaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 1
Framtíð íslands í Evrópu fréttaefni Reuters - Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hafnar sýn um Island sem skattaparadís - Jónas Kristjánsson} ritstjóri DV, líkir EB við mafíuna og telur að Islandi vœri betur borgið innan hennar en utan ÍSLENDINGAR STANDA FRAMMI FYRIR KALDRITILVERU í FRAMTÍÐ UTAN EVRÓPU Eftirfarandi er frétt sem Reuter fréttastofan sendi frá sér nýlega: „Islendingar eru að velta fyrir sér hvort þeir eigi að verða skattaparadís í Monte Carlo stíl til að forðast fátækt og einangrun í miðju norður Atlants- hafi. Hin fámenna eyja sem byggir allt sitt á því sem upp úr sjó kemur íhug- ar nú vandlega framtíðina. Samtökin sem ísiand hefur lengi verið aðili að - EFTA, NATO og Norðurlandaráðið - virðast líkleg til að færast nær Evr- ópubandalaginu, en ísland hefur útilokað það að svo komnu.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „Island stendur frammi fyrir napri og einmanalegri tilveru ef öll önnur Evrópuríki ákveða að ganga í EB,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, að- stoðarprófessor í stjómmálafræði. „Eini valkosturinn fyrir ísland fyrir ul- an EB aðild þegar til lengri tíma er lit- ið,“ segir Gunnar, „væri að verða stikkfrí ffá samsteypunum og bjóða skattafvilnanir sem ekki eru fáanlegar í stæni ríkjum - eins og Mónakó, Liechten- stein og Ermarsunds- eyjar gera.“ Þessi stragetfa var skoðuð af ríkisstjórn- inni en utanríkisráð- herrann ''Jóii Baldvin Hannibalsson sagði að hann væri persónulega andvígur henni, ekki síst vegna x þeirrar hættu sem íslenskri menningu og fullveldi stafaði af henni. „Eg get ekki séð Is- land sem miðstöð pen- ingaþ'vottar og paradís skattsvikara," sagði Jón Baldvin í samtali við Reuters. EB aðild er ekki á dagskrá eins einasta stjómmálaflokks eða samtaka á íslandi þótt skoðanakannanir gefi til kynna að um 20 prósent atkvæðabæira manna myndi vilja at- huga aðild en 45 pró- sent standa gegn aðild eða em óákveðnir. „Það er fyrirsjáan- legt að Island gæti gerst aðili einn dag- inn, en það em ekki raunsæjar horfur á því á þessari öld,“ sagði Jón Baldvin. „ísland er mjög lítið land sem hefur rétt nýlega öðl- ast fullt sjálfstæði og sagan á sér sterkar rætur hér. Andstaða er mikil við því að láta nokkuð eftir af full- veldinu," sagði hann. Sjávarafurðir, sem svara fyrir 80 prósent vömútflutnings, hafa gert Islandi kleift að vera eitt hagsælasta JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON, utanríkisráöherra - hafnar skatta- paradjsarleiðinni fyrir ísland. Vill bíða og sjá hvað Norðmcnn fá út úr aðildarsamning- um við EB. JÓNAS KRISTJÁNSSON, ritstjúri DV - scgir í viötali við frétta- mann Reuters að Islendingum væri hctur borgið innan EB en utan enda væru íslcnskir stjórnmálamenn snillingar í inn- byrðisdeilum. land veraldarinnar þrátt sex ára sam- dráttarskeiði undanfarið sem enn er ekki séð fyrir endann á. Lykillinn að hagsældinni var einhliða útfærsla ís- lendinga á fiskveiðilandhelgi sinni í 200 mílur setn leiddi til „þorskastríðs- ins“ við Bretland snemma á áttunda áratuginum. „EB aðild ntyndi hala hið óhugsan- lega í fór með sér, það er að segja ís- lendingar myndu gefa eftir 200 mflna landhelgina og yfirráð yfir náttúmauð- lindum sínum. Við gætum ekki búist við að EB veitti okkur nauðsynlegar undanþágur frá sameiginlegri flsk- veiðistefnu sinni," sagði Jón Baldvin. ísland hefur fylgst náið með aðild- arviðræðum norrænnu nágranna sinna Noregs, Svíþjóðar og Finnlands að EB. „Nái Norðmenn fram ásættanleg- um samningum varðandi sjávarút- vegsmál, sem mér finnst ólíklegt, má vera að við skoðum málið upp á nýtt,“ sagði utanríkisráðherrann. „Þegar til skemmri tíma er litið, er þörfum okkar hvað verslun varðar fullnægt með samningnum unt EES milli EFTA og EB þar sem Island skipti á fiskveiði- réttindum fyrir tolla EB á fiskaíurðir." Jónas Kristjánsson, ritstjóri dag- blaðsins DV sagði: „EB er eins og ma- fían, stríðandi við alla utanaðkomandi. Og eins og Sikileyingamir gera, þá eigum við að ganga til liðs við maff- una til að koma í veg fyrir að hún geri okkur óleik. I staðinn gætum við vald- ið þeim vanda innan frá. Stjómmála- menn okkar yrðu mjög hæfir til þessa.“ RAPSODIA - íslensh hönnun á stól fyrir veitingahús FJÖLDAFRAMLEIÐSLA í ÞÝSKALANDI íslenskur veitingahúsastóll, - RAPSODIA - fer í fjöldaframleiðslu í Þýskalandi um næstu áramót. Sigurjón Pálsson, innanhússarkitekt og sölustjóri í innréttingadeild IKEA er höfundur þessa stóls. „Eg sýndi stólinn á húsgagnasýningunni í Bella Center í Kaup- mannahöfn og þar kom til mín forstjóri fyrir Bmne Möbelfa- brik GMBH. Forstjór- inn, Wolfgang Bmne, var mjög áfjáður í að fá samning strax á staðnum, en ég vildi bíða fram yfir sýn- ingu. Það reyndust margir hafa áhuga, en Bmne var ákveðinn og þegar ég heimsótti aðalverksmiðju hans í þorpi sem heitir Kön- igswinter-Oberpleis, rétt við Köln, gerðum við samning- inn“, sagði Sigurjón Pálsson í samtali við Alþýðublaðið í gær. I þessari verksmiðju vinna hátt á 4. hundrað starfs- menn. Stóllinn er hugsaður fyrir veitingahús sérstaklega, en getur eigi að síður hentað vel á heimilum og annarsstað- ar. Ekki aðeins gott útlit vakti athygli, heldur einnig að stafla má stólunum í stæður þannig að lítið fer fyrir þeim, sem og snjöll lausn og lítt áberandi við að læsa stóla saman án þess að lýta hönnunina. Fyrirtækið Brune Möbelfabrik er nteð verksmiðjur á þrent stöðum í Þýskalandi, þar af eina í Austur-Þýska- landi, sem hefur verið byggð upp að nýju og er afar nú- tímaleg. Þá rekur fyrirtækið verksmiðju í Suður-Amer- íku. Verksmiðjan er þegar byrjuð á markaðsátaki sínu og mun dreifa bæklingum um Rapsodia-stólinn til arki- tekta, veitingahúsa og annan-a vænlegra kaupenda. „Eg tel mig vera með góðan samning í höndununt. Samið var um greiðslu fyrir hvem seldan stól, ég kaus það frekar en að fá eina heildargreiðslu. Nú vonar mað- ur bara það besta um framhaldið", sagði Sigurjón Páls- son í gær. Afmœlisþing SÍR í Háskólabíói á morgun FRÓDLEIKUR OG SKEMMTUN FYRIR ALLA „Þetta verður óhefðbundin hátíð og dagskráin sniðin með áhuga almennings í huga,“ sagði Þor- steinn Hilmarsson hjá Landsvirkjun í samtali við blaðið. Það verður mikið um að vera í Háskólabíói á morgun þar sem 50 ára afmælisþing Sambands ís- lenskra rafveitna fer fram. Fjölbreytt erindi verða flutt í öllum sölum hússins auk sýninga inn húss og utan. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á af- mælisþingið. Afmælisþingið hefst klukkan 10.30 í sal 2. Þar munu kórar starfsmanna Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins syngja. Aðalsteinn Guðjohnsen fomiaður SÍR setur þingið og Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra flytur ávarp. Síðan munu Sveinbjöm Bjömsson rektor og Jóhannes Nordal flytja erindi. Einnig ntun Roger Farrance framkvæmdastjóri breska rafveitusambands- ins ræða um framtíð raforku í Evrópu. Eftir hádegi verða flutt tjölmörg stutt erindi af lands- þekktum mönnum sem em í fremstu röð á sínu sviði. Tilgangur þingsins er að gefa almenningi kost á að sjá og heyra hugmyndir manna um stöðu íslands og mögu- leika í náinni framtíð. Á þinginu verða tekin fyrir mál- efni sem snerta framtíð lands og þjóðar. - Sjá nánar umfjöllun um SIR á blaðsíðum 4og 5 RAPSODIA - hugverk Sigur- jóns Pálssonar, innanhússarki- tekts, - stóllinn er úr stálgrind, sctan bóistruð, bak úr mahóní eða beyki, einnig möguleiki á lit- uðu baki. Hliðarlæsingin vakti mikla athygli á Bella Center. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.