Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. október 1993 NEYTENDAMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 NUTIMALEGIR VIÐSKIPTAHÆTTIR - rœða Jóns Magnússonar, hœstaréttarlögmanns, formanns Neytendafélags höfuðborgarsvœðisins áfundi félagsins um óréttmœta skilmála í neytendasamningu „OSCAR WILDE sagði eitt sinn, að ekkert sem gerðist hefði minnstu þýðingu. Þó að Oscar Wilde sé einn af mínum uppá- haldsskáldum, þá get ég ómögu- lega verið þessari hugsun sam- mála, því hún er einfaldlega röng. Margt af því sem gert er og gerist hefur enga þýðingu, en iðu- lega eiga hlutir sér stað, sem við gefum ef til vill lítinn gaum en hafa verulega þýðingu og breyta rás þróunarinnar. Neytendaréttur og neytendalög- gjöf hefur verið í þróun alla þessa öld. Þar hafa margir hlutir reynst skipta máli, sem menn veittu ekki efitirtekt í upphafi. Lengst af gilti sú regla í kaupum milli manna, að kaupandanum bæri að gæta sín. Ce- veat impfor var þessi regla kölluð. Hún fól það í sér, að léti kaupand- inn hjá líða að kanna þá hluti, sem hann keypti, gat hann engum um kennt nema sjálfum sér. I þjóðfé- lagi fábreytileikans þar sem kaup- andi og seljandi stóðu jafnfætis í þekkingu á því sem fram var boðið var þessi regla skiljanleg og að mörgu leyti eðlileg. En í þjóðfélagi margbreytileikans, þar sem fram eru boðnar tæknivörur, hættulegar efnavörur og sérfræðiþjónusta, þá gildir þessi regla ekki nema að hluta. Hér skal staldrað við og lögð áhersla á, að enginn gætir hlutar neytandans betur en hann sjálfur. Sú skylda er ávallt lögð á herðar hans, að hyggja vel að því, sem hann ætlar að festa kaup á. Neytandinn er veikari aðilinn í viðskiptum I þjóðfélagi margbreytileikans, sem við lifúm í, er nauðsynlegt að setja reglur sem tryggja jafna stöðu aðila markaðarins. I dag er viður- kennt, að neytandinn er almennt veikari aðilinn í viðskiptum. A stundum er hann tilneyddur til að kaupa vörur, til dæmis lífsnauð- synjar. En hvort sem um það er að ræða eða þær vörur, sem neytand- inn getur valið um hvort hann kaup- ir eða ekki, þá er neytandinn venju- legast að kaupa vörur eða þjónustu af jjeim sem hefur meiri þekkingu á því sem er í boði en hann sjálfur. Nútímalegir viðskiptahættir miða að því að aðilar markaðarins séu jafnt settir og þá er í auknum mæli við setningu löggjafar tekið tillit til þessarar veiku stöðu neyt- andans. Sett hafa verið ákvæði í lög um samninga, sem geta valdið ógildingu þeirra, ef þeir eru ber- sýnilega ósanngjamir. I lögum flestra þjóða í okkar heimshluta um lausafjárkaup er sérstakur kafli um neytendakaup og slík ákvæði þurf- um við að fá lögfest hjá okkur. Brýn þörf fvr ikna neytenda' , - - /nr , aukna neytendavernd Með vaxandi millirikjaverslun og þátttöku þjóða í fjölþjóðlegum viðskiptatengslum eins og EES, hefur þörfm tyrir aukna neytenda- vemd orðið brýnni en áður. Ráð EB hefur því sett fjölmargar tilskipanir sem lúta að aukinni neytendavemd og við höfum notið góðs af því vegna þeirra breytinga, sem nauð- synlegar vom í kjölfar samningsins um Evrópska efhahagssvæðið. Við þær breytingar skipti miklu að þá- verandi viðskiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, sýndi neytendamálum meiri alúð, en neytendur hafa al- mennt getað vænst af hálfu stjóm- málamanna. Islensk löggjöf í neyt- endamálum hefur því á sfðustu ár- um komist í mun betra horf en áður var og nú emm við hvað jietta varð- ar í kallfæri við önnur Norðurlönd í þessu efni. Þann 3. apríl síðastliðinn gaf Evrópuráðið út tilskipun um órétt- mæta skilmála í neytendasamning- um. Þessi tilskipun er tvímælalaust mikilvæg viðbót sem réttarbót fyrir neytendur. Þessi tilskipun er nauð- synleg til að koma á nauðsynlegri samræmingu í viðskiptum Evrópu- þjóða og tryggja hagsmuni neyt- andans í viðskiptaheimi, sem hann hefúr minni möguleika á að átta sig á, en þar sem viðskiptin em ein- göngu við innlenda seljendur. Lög og fyrirmæli stjórnsyslu samræmd Tilgangur tilskipunarinnar er að samræma lög og stjómsýslufyrir- mæli aðildarríkjanna um óréttmæta samningsskilmála milli seljanda eða veitenda og neytenda. Neytandi er sá samkvæmt tilskipuninni, sem gerir viðskipti í öðm skyni en vegna starfa síns, en seljandi eða veitandi er sá, sem á viðskipti vegna starfa síns, hvort sem þar er opinbert starf að ræða eða ekki. Þetta síðasta er athyglisvert og skiptir miklu fyrir okkur. Þannig falla til dæmis rafmagnsveitur, vatnsveitur, póstur og sími, og fleiri opinberir þjónustuaðilar undir ákvæði tilskipunarinnar og samn- ingsskilmálar jieirra geta verið jafn óréttmætir og ógildanlegir og bíla- salans svo dæmi sé tekið. I 3. grein tilskipunarinnar er rak- ið hvaða samningsskilmálar teljast óréttmætir. í fyrsta lagi er samn- ingsskilmáli sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, óréttmætur ef hann veldur umtalsverðu ójafn- vægi réttinda og skylda samnings- aðila samkvæmt samningum neyt- enda til tjóns. Meginrejglur undirstríkaðar Héma er undirstrikuð sú megin- regla, að jafnræði skuli ríkja á markaðnum milli neytenda og samningsaðila þeirra. Það sem rýrir kosti neytandans í jtessu sambandi og raskar jafnstöðu aðila svo um- talsvert sé er því ógildanlegt. I öðru lagi er kveðið á um það, að ekki teljist hafa verið samið um samningsskilmála ef hann hefur verið saminn fyrirfram og neytandi því ekki haft tækifæri til að hafa áhrif á efni skilmálans, einkum þegar um er að ræða fastorðaða staðalsamninga. Seljandi eða veit- andi hefur lika sönnunarbyrðina íyrir því, að samið hafi verið sér- staklega um staðalskilmála. Þetta ákvæði er mikilvægt vegna fæss, að iðulega hefur neytandinn ekkert val um með hvaða skilmál- um hann kaupir vöru eða þjónustu. Við samningsgerð er honum færður fullbúinn samningur sem gerður er af seljanda og neytandinn hefur venjulegast í nútíma viðskiptum hvorki tíma né þekkingu til að gera sér fulla grein íyrir einstökum ákvæðum slíks samnings. Þetta ákvæði miðar því einnig að því að jafnræðisregla aðila markaðarins sé virt. I þriðja lagi er leiðbeinandi skrá, viðauki við tilskipunina, leiðbein- andi en ekki tæmandi, yfir samn- ingsskilmála, sem teljast óréttmæt- ir. Þessi leiðbeinandi skrá er nauð- synlegt að skoða gaumgæfilega, en ég mun ekki fjalla um hana frekar, þar sem annar framsögumaður hér í kvöld mun gera henni skil. Hafa verður hliðsjón af öllum aðstæðum Nú er eðlilegt að spurt sé vegna þessarar leiðbeinandi skrár, hvaða gildi hún hafi fyrst hún er eingöngu leiðbeinandi en ekki hluti tilskipun- arinnar. Þá er fyrst til að taka, að málsvarar neytenda munu reyna að fá þessa skrá viðurkennda, sem hluta tilskipunarinnar og ná fram breytingu á tilskipuninni í þá veru. Þá kann að vera ágreiningur hvort það sé nauðsynlegt eða æskilegt. Annarsvegar er bent á nauðsyn þess að hafa sem skýrastar reglur og því beri að taka þess skrá inn í tilskip- unina og lög aðildarríkjanna. Hins- vegar er á það bent, að skráin er ekki tæmandi og því geti það orðið til tjóns að binda hana í tilskipun- inni og löggjöf þar sem hún hljóti að breytast verulega að fenginni reynslu. Jafnframt er á það bent að þessi leiðbeinandi skrá um órétt- mæta samningsskilmála hljóti að hafa fullt gildi komi upp vafi hvort meta eigi samningsskilmála órétt- mæta eða ekki. Dómstólar hljóti og muni taka tillit til þessara leiðbein- ingarreglna. Eg felst á þetta síðast- nefnda sjónarmið og sé þvf að svo stöddu ekki brýna nauðsyn til að taka skrána beinlínis inn í tilskipun- ina eða löggjöf, en huga verður að því samt sem áður að gera það í framtíðinni með þeim breytingum, sem reynslan kemur til með að sýna aðgera þurfi. I 4. grein og 5. grein tilskipunar- innar er bent á að hafa verði hlið- sjón af öllum aðstæðum á þeim tíma, sem samningurinn er gerður. Þó skiptir máli að samningar séu á eðlilegu og skiljanlegu máli og í vafamálum urn túlkum skilmála, gildir sú túlkun sem neytandanum kemur best. Matið á því hvort samningsskilmálar séu óréttmætir nær ekki til skilgreiningar á aðal- efni samnings né samræmi milli verðs og vara eða þjónustu og greiðslu fyrir hana ef þessir skil- málar eru orðaðir á eðlilegu og skiljanlegu máli. Kaupandinn verð- ur því enn sem fyrr að gæta sín. Þrátt fyrir að settar séu reglur sem þessar um óréttmæta samningsskil- mála, þá geta þeir ekki tekið til skýrra samningsatriða um aðalat- riði eins og þau, sem hér eru nefnd. Komið í veg fyrir notkun óréttmætra skilmála 16. og 7. grein tilskipunarinnar er mælt fyrir um þær ráðstafanir, sem aðildarríkin skuli gera til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun óréttmætra samningsskilmála. f 8. grein er síðan kveðið á um heimild einstakra ríkja úl að tryggja neyt- endum enn öflugri vemd í þessu efni en mælt er fyrir um í tilskipun- inni, að því tilskildu að ákvæðin samræmist Evrópusáttmálanum. En þá er spumingin hvenær þessi ákvæði taki gildi og um það segir í tilskipuninni að þessi ákvæði skuli gilda um alla samninga sem gerðir em eftir 31. desember 1994. Þannig að 1. janúar 1995 gilda þessi ákvæði. Þetta kann mörgum að finnast langur tími - og hann er langur. Hvað svo sem því líður þá geta einstök ríki tileinkað sér þessar reglur þegar í stað. Við gemm þá kröfu að þegar verði hafist handa um að nýta íslenska löggjöf til sam- ræmis við þessa tilskipun. Léleg neytendalöggjöf hefur namlað framþróun Ég tel að það hafi hamlað fram- þróun íslenskrar ffamleiðslu hve lé- leg neytendalöggjöfm hefur verið og hvað aðhald neytandans að framleiðandanum vegna þess og takmarkaðs skilnings stjómvalda hefúr verið lítið. Ströng gæða- ákvæði, ákveðin neytendalöggjöf, virkt aðhald stjómvalda og neyt- enda að ffamleiðendum hefði skil- að okkur betur ffam á veginn en nú er raun á. Við Islendingar emm að- allega seljendur, seljum aðallega matvæli á erlenda markaði. Við viljum að vömr okkar verði verð- lagðar í hæsta gæðaflokki og lítum sjálf svo á, að þær vömr sem við seljum séu í þeim gæðaflokki. Því miður er það ekki rétt. Við höfum hinsvegar alla möguleika á að framleiða hér og selja vömr í besta gæðaflokki. Leiðin að þvf mark- miði er að veita framleiðendum sem mest aðhald á innanlandsmark- aði og það gemm við með víðtækri neytendavemd. Neytendastefna er að þessu leyti þjóðhagslega hag- kvæm og skilar sér þegar litið er til framtíðar þó einhverjum kunni að finnast sem slíkir hlutir rýri kosti hans í núinu. Sú tilskipun sem ég hef hér fjall- að um er einn þátturinn í því að auka neytendavemd. Við stefnum að því að búa við góð lífskjör. Nú- tímalegir viðskiptahættir þar sem réttur neytandans er virtur til jafns við aðra aðila markaðarins er for- senda hvomtveggja”. Millifyrirsagnir: Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.