Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 8
HANKOOK sumarhjólbardarnir vinsælu á lága verðinu Leitiö upplýsinga og geriö verðsamanburð Barðinn hf. Skútuvogi 2 # simi 68 30 80 HANKOOK sumarhjólbaröarnir vinsælu á lága veröinu Leitiö upplýsinga og gerið verösamanburö Barðinn hf. Skúturogi 2 • sími 68 30 80 Ódýrari matvörur Fólk hugar mikið að spamaði um þess- ar mundir. Ein leiðin til verulegs spam- aðar er svokallað Heimiliskort á vegum Heimilisklúbbsins. Með kortinu er hægt að gera ódýrari innkaup í formi afsláttar. Núna er boðið upp á 50% afslátt af brauðum og kökum, auk ótrúlega hag- stæðra verða á nautakjöti, kjúklingum og fleiru. Afsláttargjafar á kortunum em nú orðnir 150, en korthafar á um 20 þúsund. Heimilisklúbburinn er í Bolholti 6, sím- inn er 682706. Verkalýðsfélögin hafa keypt Heimilis- kortin fyrir félaga sína, enda mikil kjara- bót. Hér tekur Krístján Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, við kortinu af Hákoni Há- konarsyni, framkvæmdastjóra Heimilis- klúbbsins. Góð verkefni - góð sala Borgarleikhúsið virðist ætla að bjóða upp á margt áhugavert á ijölunum í vetur. Það hefur þýtt gífurlega aukningu á sölu aðgangskorta Leikfélags Reykjavíkur, eða um rúmlega 45% miðað við í fyrra. Greinilega líst almenningi vel á verkefnavalið í ár. í fyrra skákaði Þjóðleikhúsið keppinautum eftirminnilega og þar loguðu rauðar luktir yfir aðaldyrum veturinn langan, merki um að uppselt er í húsið. Hjá LR er Spanskflugan gífurlega vinsæl, alltaf uppselt; Elín Helena eftir Arna Ibsen nýtur vinsælda eins og Alþýðublaðið spáði, - uppselt er einar 15 sýningar fram í tímann! Þá er Ronja Rœningjadóttir gífurlega vinsælt verk. Ahugi á leikhúsi þessa dagana er mikill, - til dæmis koma 3-4 þúsund manns í Borgarleikhúsið í viku hverri. Tvær frá Gana vilja pennavini og ást Afríkustúlkur vilja greinilega eignast íslenska eiginmenn eftir bréfum til blaðs- ins að dæma. Tvær stúlkur frá Cape Coast sendu okkur bréf og óska eftir pennavin- um: Betty Abaidoo, 25 úra, P.O.Box 49, Cape Coast, Ghana, WestAfrica. Hún hef- ur áhuga á sundi, tónlist, póstkortum, myndum, ferðalögum - og hjónabandi. Pro- spin Ayeley, 26 úra, P.O. Box 49, Cape Coast, Gliana, West Africa. Hún hefur gaman af að elda, elskar myndir, póstkort, ferðalög, ást og hjónaband. Góð loðnuveiði Síðustu dagana hefur loðnuveiði gengið með miklum ágætum. Frá fimmtudegi fram á daginn í gær komu á land 16.418 tonn og vitað um rúm þúsund tonn á leið- inni til lands. Smám saman saxast á heildarkvóta loðnunnar sem er rúm 700 þúsund tonn. Búið er að veiða rúm 423 þúsund tonn. Hrefnan lagði sig á milljón Það virðist vera á við happdrættisvinning að fá hrefnu í netin. Samkvæmt Víkur- fréttum í Keflavík var kjötið sem skipveijar á Farsœli GK-162 fengu í netin í Hcels- vík undir Krísuvíkurbjargi virði einnar milljónar króna, eða eins og tíu tonn af þorski. Fréttin er þó ekki staðfest. Kjötið af dýrinu var selt í fiskbúð í Kópavogi og seldist nánast á stundinni. Bein markaðssókn Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir tveim námstefnum um beina markaðssókn, eða Direct Marketing eins og það heitir á ensku. Þær fara fram dagana 19. október, í dag og 21. október. Hefur félagið fengið til liðs við sig John Frazer-Robinson til að stjóma námstefnunum. Nánari upplýsingar hjá Stjómunarfélaginu. Fræðslukvöld um þjáninguna Séra Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur við Borgarspítalann mun ræða um efnið Gúta þjúningarinnar á fyrstafrœðslukvöldi Reykjavíkurprófastsdœmis, sem verður í kvöld kl. 20.30 í Laugarneskirkju. Séra Sigfinnur hefur víðtæka reynslu úr starfi sínu í að ræða við fólk í mikilli sorg og angist. Allir velkomnir á fundinn. Matvæladagur hjá matglaðri þjóð íslendingar hafa á síðari ámm lagst í bílífi mikið í mat og drykk, enda matur oft og einatt umræðuefni þar sem fólk kemur saman. Nú er blásið til Matvœladags, sem haldinn verður á laugardaginn kemur. Matvœla- og nœringarfrœðingafélag Islands stendur fyrir deginum áHótel Loftleiðum, ráðstefnu og vörusýningu. Dag- urinn verður helgaður gæðum íslenskrar matvælaframleiðslu. Amnesty International ÁKALL UM HJÁLP! BRASILÍA Sjö „götubörn“ og ungur maður, sem með þeim bjó, voru skotin til bana - að því er sagt af lögreglunni - í miðborg Rio de Janeiro, hinn 23. júlí síðastliðinn. Að minnsta kosti 328 börn og unglingar féilu í valinn í fylkinu Rio de Janeiro á fyrstu sex mánuðum ársins. I dagrenningu hófu byssumenn skothríð á hóp 50 bama og unglinga sem sváfu und- ir bemm himni nálægt Candelaria- kirkju. Fimm þeirra vom drepin á staðnum, örðum tveimur var banað á lóð Nýlistasafnsins. Áttunda fómarlambið lést af sámm sfnum fjórum dögum síðar. I kjölfar háværra mótmæla frá innlend- um og erlendum aðilum gegn Candelaria- blóðbaðinu, einsog það er nefnt, hafa fjórir menn - þeirra á meðal þrír lögregluþjónar - verið ákærðir fyrir glæpinn, leitað er að öðr- um sem gmnaðir em. Þeir sem létu lífið vom: Paulo Roberto Oliveira (11 ára), Anderson Thome Per- eira (13 ára), Marcelo Candido de Jesus og Valderino Miguel de Almeida (báðir 14 ára), Gambozinho og Nogento (báðir 17 ára), Paulo José da Silva (18 ára) og Marcos Antonio Alvez da Silva (22 ára). Aftökur án dóms og laga á fullorðnu fólki jafnt sem bömum eiga sér stað í þétt- býli Brasilíu og em framkvæmdar af „dauðasveitum", sem oft em borgaralega búnir lögregluþjónar. Þessar sveitir em fjár- magnaðar af kaupsýslumönnum sem hafa hug á að „hreinsa" nágrenni sitt af félags- lega óæskilegu fólki, ræningjum og smá- þjófum sem og götubörnum sem sjálf kunna að hafa leiðst út á glæpabraut. Dómsmúlarúðuneytið hefur tilkynnt að lögreglan sé að rannsaka framferði „dauða- sveita" í Rio de Janeiro og öðmm fylkjum. Hingað til hafa yfirvöld í Brasilíu ekki lok- ið þvílíkum rannsóknum né sótt sökudólga til saka. Sendið kurteisislegar áskoranir og látið í ljós óánægju með ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að rannsaka Candelaria- morðin, og hvetjið til þess að allt verði gert til að vemda bömin sem bera vitni í málinu. Ennfremur að öll slík mál verði rækilega rannsökuð og sökudólgar sóttir til saka. Utanáskriftin er: President Itmar Franco Palácio do Planalto Brasilia D.F. Brazil EGYPTALAND Sa’d al-Din al-Shazli, 71 árs gamall fyrrverandi sendiherra og yfirmaður eg- ypska hersins, var handtekinn 14. mars 1992 á flugveilinum í Kaíró eftir 14 ára sjálfvalda útlegð í Lýbíu og Alsír. Okunnugt var um dvaiarstað hans í all- margar vikur eftir handtökuna. Að sér fjarverandi hafði Sa’d al-Din al— Shazli verið dætndur árið 1983 í þriggja ára fangelsi fyrir að gera uppskátt um hernaðar- leyndarmál varðandi stríð Araba og ísraelu 1973 í bók sem gefin var út 1981. I ágúst 1992 úrskurðaði Hœstiréttur ör- yggismúla, að dómurinn frá 1983 skyldi vera skilorðsbundinn. En fáum dögum eftir þann úrskurð staðfesti Æðsti herréttur að dómurinn skyidi standa óbreyttur. Æðsti stjórnlagadómstóll hefur haft þess tvo ósamhljóða dóma til rannsóknar en ekki enn getað lagt fram úrskurð sinn. Meðan þessu fer fram er Sa’d al-Din al-Shazli haldið í algjörri einangmn á spítala herfang- elsis fyrir utan Kaíró. Amnesty Intemational hefur vemlega áhyggjur af sanngimi úrskurðarins frá 1983. Starfshættir réttarins vom ekki í sam- ræmi við viðteknar alþjóðlegar reglur um hlutlausa dómsmeðferð einsog þær em skráðar í Alþjóðasamningnum um borg- araleg og stjórnmúlaleg réttindi, sem Eg- yptaland staðfesú árið 1982. Sa’d al-Din al-Shazli var dæmdur að sér fjarverandi og var að sögn synjað um rétt úl að áfrýja máli sínu. Auk þess vom réttarhöldin haldin fyr- ir luktum dyrum og lögmanni sakbomings meinað að koma í réttarsalinn. Egypsk stjómvöld skrifuðu Amnesty Intemational í lok júlí 1992 og fullyrtu að réttarhöldin 1983 hefðu verið óhlutdræg og sanngjöm og að sakbomingurinn hefði áfrýjað mál- inu, en áfrýjun hans verið synjað. Sendið áskoranir og hvetjið til þess að mál Sa’d al-Din al-Shazli verði þegarí stað tekið upp að nýju í samhljóðan við alþjóð- legar reglur um óhlutdræga dómsmeðferð eða hann verði að öðmm kosti látinn laus án tafar. Utanáskriftin er: His Exellency Muhammed Hosni Mubarak President of the Arab Republic ofEgypt ’Abedine Palace Cairo Egypt MÝANMAR U Shwe Ohn, sjötugur lögfræðingur og leiðtogi stjórnmálaflokks sem herfor- ingjaklíkan hefur bannað, var handtek- inn í desember 1992 fyrir að láta í ljós efasemdir um hlutverk hersins í stjórn- málum og æskja þess að völdin í landinu væru fengin í hendur kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Hann var að sögn dæmdur í eins árs fang- elsi í febrúar síðastliðnum, en Amnesty Int- emational hafa ekki borist neinar nánari fregnir af réttahöldunum yfir honum né sökum sem á hann vom bomar. Gagnrýni hans á afskipti hersins af stjómmálum landsins kom fram í ritgerð sem hann sendi þjóðþingi sem kvatt var saman fyrr á þessu ári af Endurreisnarráði laga og reglu, skipuðu herforingjum sem með völdin fara. Þjóðþingið svonefnda var kvatt saman úl að semja drög að nýrri stjómarskrá. Endur- reisnarráðið hafði þegar lagt fram sín eigin fyrirmæli um inntak stjómarskrárinnar sem tryggja skyldi að herinn færi með veiga- mikið hlutverk í stjómmálum landsins í framtíðinni. Eftir að EndurreisnaiTáðið herti tök sín á stjóm Mýanmars árið 1988, nam það stjómarskrána úr gildi og hefur síðan stjómað með herlögum. Enda þótt það leyfði almennar kosningar árið 1990, þá neitaði það að kalla saman kjörið þjóð- þing landsins. U Shwe Ohn er formaður Lýðrœðis- bandalags þjóðlegra kynþátta í Shan-fylki og bannað var sem löglegur stjómmála- flokkur af Endurreisnarráðinu í febrúar 1992. Hann er samviskufangi sem fangels- aður var fyrir það eitt að láta með ffiðsam- legum hætti í ljós pólitískar skoðanir sem em andvígar hverskyns ofbeldi. Sendið kurteisislega orðaðar áskoranir og farið fram á að U Shwe Ohn verði tafar- laust og án allra skilyrða látinn laus. Utanáskriftin er: Senior General Than Shwee, Chairman, State and Order Restoration Council Ministry of Defence Signal Pagoda Road Yangon (Rangoon) Union of Myanmar (Burma) Vinningstölur laugardaginn: 16. okt. 1993 VINNINGAR 5 af 5 m +4af5 m 4 af 5 m 3 af 5 FJÓLDI VINNINGA 107 3.309 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 2.233.513 55.377 6.249 471 Aðaltölur: T)(* 12 22 31 BÓNUSTALA: (26Í Heildarupphæð þessa viku: kr. 4.848.334 UPPLÝSINGAB, SÍMSVARI91-68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.