Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKILABOÐ Þriðjudagur 19. október 1993 R A Ð AUGI LÝSI I N G A R MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Frá Menntamálaráðuneytinu Umsókn um orlof í framhaldsskólum fyrir skólaárið 1994-5 þarf að hafa borist ráðuneytinu á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1. nóvember nk. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla. Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 813560. Tjarnarborg v/Tjarnargötu, s. 15798. Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólana: Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290. Ösp v/lðufell, s. 74500. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla við Reyrengi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda- stjóri og Margrét Valiý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. NORÐURLANDARÁÐ ÍSLANDSDEILD Forstöðumaður Alþingi auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns skrifstofu íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Starfslýsing Forstöðumaðurinn veitir skrifstofu íslandsdeildar Norður- landaráðs forstöðu og sér um rekstur hennar í samstarfi við rekstrarskrifstofu Alþingis. Hann er fulltrúum í íslandsdeild Norðurlandaráðs til aðstoðar og ráðuneytis um störf þeirra í ráðinu. Jafnframt sér hann um undirbúning þeirra funda, þinga og ráðstefna Norðurlandaráðs sem haldinn eru hér á landi og tekur þátt í undirbúningi annarra funda, þinga og ráðstefna ráðsins. Starfinu fylgja ferðalög innan Norður- landaráðs. Hæfniskröfur Krafist er háskólamenntunar, starfsreynslu og kunnáttu - munnlegrar og skriflegrar - í einu öðru norrænu máli en ís- lensku og í ensku. Jafnframt er krafist reynslu af alþjóðlegu samstarfi, helst á norrænum vettvangi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 3. janúar 1994. Nánari upplýsingar veitir Snjólaug Ólafsdóttir, núver- andi forstöðumaður skrifstofunnar, í síma 630771. Um- sóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf send- ist til íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Alþingi, og berist þangað fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 27. október. Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Staða heilsugæslulæknis Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina Sól- vangi í Hafnarfirði er laus til umsóknar frá 1. mars 1994. Starfsmenn heilsugæslustöðvarinnar sinna íbúum Hafnar- fjarðar og Bessastaðahrepps. Verkefni eru samkvæmt ákvæðum í lögum og reglugerðum um heilbrigðisþjónustu. Starfið er unnið í teymisvinnu og samskiptaskráning fer fram í tölvuvæddri sjúkraskrá. Vegna kennslu og rann- sóknaskyldu stöðvarinnar á vegum Háskóla íslands, eru kennsla og vísindastörf mikilvægir þættir starfsins. Óskað er eftir lækni með sérfræðiréttindi í heimilislækningum. Lögð er áhersla á reynslu við rannsóknastörf. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1993. Eyðublöð liggja fyrir á skrifstofu landlæknis. Umsókn ásamt ítarlegum upplýsingum um starfsferil, kennslu, vísindastörf og ritverk, sendist til framkvæmda- stjóra Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi, 220 Hafnarfirði. ‘W Útboð Hvítárvallavegur, Tunguá - Hvanneyri Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 6,8 km kafla Hvítárvallavegi frá Tunguá og Hvanneyri. Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlag 60.000 m3, sker- ingar 14.000 m3 og klæðing 43.000 m2. Verki skal lokið 30. september 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgar- nesi og Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 19. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 1. nóvember 1993. Vegamálastjóri. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Umsókn um framlöq úr Framkvæmdasjóði aldraðra 1994 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsókn- um um framlög úr sjóðnum árið 1994. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskusam- lega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréf- lega einingum húsnæðis, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1992 endurskoðaður af löggiltum endur- skoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1993. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóð- stjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1993, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, Laugavegi 116,150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. FÉLAG STARFSFÓLKS í VEITINGAHÚSUM ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 2. þing Þjónustusambands íslands. Lista ber að skila til skrifstofu F.S.V. fyrir kl. 10.00, laugar- daginn 23. október nk. Stjórnin. SUJ BRÝNIR SVERÐIN Samband ungra jafnaðarmanna hefur ákveðið að standa fyrir stóru málefnaþingi í byrjun næsta árs þar sem stefna SUJ verður skerpt. Málefnaundirbúningur þingsins mun fara fram í 7 málstofum: # 1. Stjórnskipan # 2. Atvinnumál # 3. Velferðarmál # 4. Utanríkismál # 5. Umhverfismál # 6. Menning og menntir # 7. Ríkisfjármál. Vinnunni verður þannig háttað að hver málstofa heldur einn stór- an og opinn fund með virtum fyrirlesurum og síðan verður unnið úr þeim fundi á lokuðum vinnufundum málstofanna. Allir þeir sem mæta á opna fundinn verða boðaðir á vinnufundina. STJÓRNSKIPAN LÝÐVELDISINS - K JÖRDÆM AMÁLIÐ Fundur 1. málstofu (um stjórn- skípan) verður í Rósinni nk. fímmtudagskvöld (21.10.) kl. 20.30. Forseti málstofu: Eiríkur Bergmann Einarsson (hs. 611320) Fyrirlesarar auglýstir síðar. Ungir jafnaðarmenn eru hvattir til að koma á fundi mál- stofanna og taka þátt í umræðu framtíð lands og þjóð- ar. Fundurinn er öllum opinn. Veitingar. FJÖLMENNUM Nánari upplýsingar gefa Sigurður Pétursson - formað- ur SUJ - í síma 13959 og Magnús Árni Magnússon -varaformaður SUJ - í sfma 14123. Stjórn fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í fulltrúaráði Alþýðuflokksfé- laganna í Reykjavík fimmtudaginn 21. október klukkan 20.30 á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti. DAGSKRÁ 1. Framboð Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík 1994. 2. Framkvæmd prófkjöra. 3. Önnur mál. Fulltrúaráðsmenn eru hvattir til að mæta. - Stjórnin. /jSk Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík FRAMHALDS-AÐALFUNDUR Framhalds-aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 26. október klukkan 20.30 í Rósinni - félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík. DAGSKRÁ 1. Samþykkt reikninga. 2. Stefnuskrá FUJ í Rvk. 3. Málstofur Sambands ungra jafnaðarmanna. Gestur fundarins verður Sigurður Arnórsson - kosn- ingastjóri Alþýðuflokksins fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 1994. FJÖLMENNUM! - Formaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.