Alþýðublaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, REIMAR & ALÞINGI Fimmtudagur 21. október 1993 ÆLÞYBUBLAÐIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Siðabótarprelátinn ✓ Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, hefur átt í pólitískri tilvistarkreppu. Hann er í vaxandi mæli umdeildur innan eigin flokks, og bæði fyrrverandi formaður flokksins, Svavar Gestsson, núverandi varaformaður hans, Steingrímur J. Sigfússon, auk óbreyttra þingmanna úr flokkn- um, hafa á liðnu sumri talið sig knúna til að efast um hæfi- leika hans til að leiða Alþýðubandalagið. Gagnrýnin á Olaf er skiljanleg. í mörgum helstu átakamálum þjóðmálanna hefur formaðurinn sérskoðanir, sem eru aðrar en flokksins. Þar nægir að nefna afstöðuna til Nató og hersins, viðhorfin til EES, stjómunar fiskveiða, auk annarra. Snar þáttur í gagnrýni flokksmanna á Ólaf er að forysta hans einkennist af stöðugum, handahófskenndum upphlaupum en skorti málefnalega dýpt. Hann verður því að reka af sér slyðruorðið gagnvart óánægðum flokksmönnum, og sýna að hann dugir til annarra hluta en eilífra upphlaupa. Þar er Ólafi Ragnari hins vegar nokkur vandi á höndum, Fyrir formann flokks, sem hefur annað hvort enga eða þá tvær stefnur í flest- um málum, er nefnilega erfitt að beita sér af þunga í málefna- legri umræðu. Nú hefur formaður Alþýðubandalagsins fundið ráð við þessu. Lausn hans felst í því að leggjast í mikla siðbótarher- ferð. Hann hefur af því tilefni sveipað sig kufli vandlætarans, og fer mikinn í ræðum í þinginu, þar sem hneykslan hins heil- aga drýpur af hverju orði. Hann hefur jafnvel lagst svo lágt, að ýja á eldhúsdegi að sögusögnum um ónafngreinda ráð- herra. REIMffR CINDIR RÓS - Ólafur Gunnarsson Kannski muna fáir eftir Reimari Eiríkssyni frá Isafirði. En það gerir ekkert. Ég hafði steingleymt honum sjálfúr þar til síminn hringdi í gær. - Svo þú ert farin að skrifa í Alþýðublaðið, sagði ffekjuleg rödd. - Nei, sæll ffændi. - Ég er að hugsa um að segja blaðinu upp. - Hvað gengur á? sagði ég. Hefurðu ekki tekið eftir því að ég hef verið með fasta þætti að undanfömu og sala blaðsins hefur stóraukist í kjölfarið? - Mér er skítsama um það, gjammaði Reimar. Ég hef ekk- ert áframhald séð á ævintýmm mínum. - Ef þú heldur Reimar, svar- aði ég. Að ég sé einhver fastur hirðskrifari hjá þér. Þá hefurðu illilega missldlið hlutina dreng- urinn minn. - Mér fannst helvíti hart að hætta í Pressunni án þess að fólk fengi að vita hver framdi morð- ið. Þannig hafði viljað til að Reimar var rétt í þann mund að upplýsa morð þegar við vomm reknir af Pressunni. - Reimar! sagði ég. Við hætt- um ekki á Pressunni. Þú hlýtur að muna að við vomm reknir. - Og hver stóð fyrir því? - Nú ritstjórinn maður. Hann Gunnar Smári. - Ég get sagt þér eitt góði, hvæsti Reimar. Það rekur mig enginn. Pressan er skítasnepill, bætti hann við beisklega. - Heyrðu vinur, sagði ég. Ég hef ekki tíma til að sitja hér og hlusta á þig brúka ljótt orðbragð í símann. Ritstjórinn minn var að hringja. Ég þarf að skila pistli í Alþýðublaðið. Ég lagði á. Síminn hringdi affur. - Það slitnaði hjá okkur, sagði Reimar. — Nei, félagi ég skellti á þig. Hann byijaði að æpa og veina svo ég lagði aftur á. Ég hafði rétt dýft fjöðurstaf mínum í blek þegar Reimar hringdi í þriðja sinn. Ég lagði á og tók símann úr sambandi. Ég fór að hugsa um allt sem á daga Reimars hafði drifið efitir að ég sleppti hendi af honum í Pressunni í sextugasta og fyrsta kapítula og vomm við þó ekki komnir lengra en ffam til ársins 1963. Mér gafst aldrei tækifæri til þess að skýra frá því þegar Reimar gifti sig. Hvað þá þegar hann gerðist róttækur og stóð fyrir sendiráðstökunni í Sví- þjóð. Aldrei komst ég til þess að segja ffá því þegar vinurinn bmddi LSD eins og hvítasykur í Christianíu. Og svo mætti lengri telja. Nei, af nógu var að taka og ekki ástæða til að sitja örvin- glaður af því að einhver fjárans pistill vildi ekki fæðast. Ég held því áfram að færa í letur ævin- týri Reimars eins og þau vom lesin mér fyrir af bemskuvini hans og frænda af amerísku fað- emi Jónasi Johnes. Sextugasti og annar kapítuli: Skrásetjari minn Olafur Gunnarsson, veit að ég fer ekki með neitt fleipur frekar en Pétur Hoffmann þegar hann las Stef- áni Jónssyni fréttamanni fyrir æviminningar sínar. AJlt er hér sannleikanum samkvæmt. Við Reimar vomm staddir á Sel- fossi. Ég hafði sofnaði eins og steinn um hábjartan dag á Hótel Tiyggvaskála en þangað vomm við ffændumir komnir eins og sagði frá síðast. Þegar ég vakn- aði undir kvöld var það mitt fyrsta verk að líta út um glugg- ann. Pontiac 1959, svarta skmggukerran hans Reimars stóð virðuleg á hlaðinu. Við snæddum karbúnaði og baunir og rauðkál og fínt fínt í matsaln- um um kvöldið og borguðum með beinhörðum peningum. Eftir matinn tendraði Reimar í rettu. - Hér er nóg að reykja en nú vantar okkur tvennt. - Aðdrekkaog....? - Einmitt vinur, sagði Reim- ar. Og hvemig gekk að redda því? Allt um það í Alþýðublað- inu eftir viku. En hvemig er ferill hins nýja siðbótarpreláta, - þolir hann sama kvarða og hinn nýi Lúter Alþýðubandalagsins vill leggja á aðra stjómmálaflokka? Sem ráðherra gekk Ólafur Ragnar miklu lengra en nokkur ráðherra núverandi stjómar í bílasukki hálaunaðra yfirmanna í ríkisgeiranum. Hann heimilaði ekki einum, heldur tveimur slíkum að fá undir sig fokdýra jeppa. Þess utan skrifaði hann uppá frægan jeppa Júlíusar Sólnes. Hefur slíkur maður efni á að gagnrýna aðra fyrir jeppabmðl? Sem ráðherra réði hann ekki einn, heldur þijá, pólitíska að- stoðarmenn inn í fjármálaráðuneytið, þó heimild sé einungis fyrir einum. Hefur slíkur maður efni á að tala um einkavina- væðingu? Sem ráðherra notaði hann dæmalausar aðferðir til að bjarga vinum sínum hjá Svörtu og hvítu í erfiðum söluskattsmálum. Hefur slíkur maður efni á að tala um að aðrir hygli gæðing- um? Sem ráðherra réði hann sömu auglýsingastofu í rándýr verk- efni fyrir ijármálaráðuneytið, og sá síðar um auglýsingar fyr- ir Alþýðubandalagið. Hefur slíkur maður efni á að tala um sukk? Formaður Alþýðubandalagsins hefur haft hljótt um Ind- landsferð sína síðastliðið vor. Ferðin tengdist í engu störfum Alþingis. En meðan á henni stóð hélt hann eigi að síður Iaun- um sínum sem þingmaður. Hefur slíkur maður efni á að tala um sóun á íjármunum skattborgaranna? Það segir kannski sína sögu um hræsnina, að meðan hann sló sig til riddara sem ráðherra fyrir að nota ekki ráðherrabíl og - bflstjóra hélt hann hvorutveggja á laun. Því miður, - hinn sjálfskipaði siðabótarpreláti íslenskra stjómmála nær ekki lágmarkseinkunn á sjálfs sín prófi, og væri sæmst að láta öðr- um eftir siðbótina. fiLÞÝÐUBLfiÐIÐ fí fiLÞINGI VALDASTÓLAR Alþýðublaðsmynd /ElnarÓlason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.