Alþýðublaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
s
I tilefni af 70 ára afmœli
AFMÆLISBÓK
JÓNASAR
- og skemmtun í
Borgarleikhúsinu á mánudag
Skáldið góða á Kópareykjum í Reykholtsdal, Jónas
Arnason, varð 70 ára á síðasta vori. I tilefni af því
merkisafmæli gaf Hörpuútgáfan út afmælisbók um
Jónas og kom hún út í gær. Bókin heitir Á landinu
bláa - hvað annað?
Það var Ólafur Haukur Símonarson sem bjó bókina undir
prentun og ritar hann formála um Jónas og gildi verka hans.
Hann segir frá því að á siglingu á litlum vélbáti um Breiðafjörð
hafi áhöfnin tekið að syngja, og hvað mest var sönggleðin og
tilfinningin fyrir kvæðinu um sumarið á landinu bláa.
„Allir virtust kunna textann og njóta þess að fara með þessar
grátbroslegu söngvísur. Þá rann það upp fyrir mér að tími þjóð-
skáldanna var ekki liðinn þótt eftir lifði aðeins fjórðungur tutt-
ugustu aldar“, segir Ólafur Haukur í lok formála síns.
í bókinni Á landinu bláa er úrval af verkum Jónasar Áma-
sonar og það má lofa því að það er góð lesning. Sennilega hafa
leikrit hans slegið eftirminnilegast í gegn. Og það ekki bara hér
á landi, heldur einnig á erlendum leiksviðum. Þau eru hinsveg-
ar ekki í þessari bók.
Á ntánudagskvöld verður haldin skemmtun í Borgarleikhús-
inu klukkan 20.30. Sveitungi Jónasar, enginn annar en Flosi
Ólafsson, verður kynnir. Margir mætustu leikarar okkar, flytja
leikþætti, sögur úr bókinm og kvæði Jónasar. Auk þess verður
mikið sungið af textum skáldsins, meðal annars verður þar
mætt Rfótríó svo eitthvað sé nefnt.
Færri en vildu komust að í vor þegar haldin var skemmtun í
Borgarleikhúsinu í tilefni sjötugsafmælis Jónasar, en sú
skemmtun hét „Á landinu bláa“, eins og bókin nú. Sala að-
göngumiða er haftn í leikhúsinu.
JÓNAS ÁRNASON, - úrval úr bókum hans kom út í gær.
Á mánudagskvöld mæta margir bestu leikara og skemmti-
krafta okkar og rifja upp sitthvað úr verkum hans. Mynd-
in var tekin í gífurlegri sveiflu á afmælishátíðinni síðastlið-
ið vor.
Alþýöublaðsmynd / Einar Ólason
„ Aðalfundur
Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvœðinu
VILJA TVÖFÖLDUN
REYKJANESBRAUTAR
Nýverið var haldinn aðalfundur sveitafélaga á höf-
uðborgarsvæðinu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundurinn
ályktaði meðal annars að brýnt væri að tvöfalda
Reykjanesbrautina frá Breiðholtsbraut suður fyrir
Vífilsstaðaveg sem fyrsta áfanga. Skorað var á sam-
göngumálaráðherra að beita sér fyrir því að þessari
framkvæmd yrði flýtt svo kostur væri því með því
yrðu umferðamál á Reykjanessvæðinu stórbætt.
Fundurinn beindi ennfremur tilmælum sínum til aðildar-
sveitafélaganna að kann stofnun byggðasamlags eða stjómar-
nefndar um akstur fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og unnið
verði í nánu samstarfí við svæðaskrifstofur um málefni fatl-
aðra.
Fundurinn segir að markmið með slíku samstarfi verði að
bæta þjónustu við fatlaða á höfuðborgarsvæðinu sem og að
minnka heildarkostnað sveitarfélaganna við þessa þjónustu.
MPTÐIÍBLMÐ
Fimmtudagur 21. október 1993
Þú getur vallð um
lægs taví irðið
6
s
I'
eða besta búnaðinn
WaVVA '' VICT. R WABT
486SX/25 MHz 486DSX/33 MHZ BraVO LC-2 486SX/25MHZ
innifalið í verði: innifalið í verði: innifalið í verði:
] • 4MB innra minni ' ] • 4MB innra minni 1 • 4MB innra minni
• 130MB harður diskur ’ • 107MB harður diskur • 120MB harður diskur < 15ms
• Cirrus skjákort, 1MB • Local Bus Cirrus skjákort,1MB • Local Bus Cirrus skjákort, 1MB
(einnig Locai Bus) • 14" 1024X768 Nl, 72Hz, • AST14" 1024X768 Nl, 72Hz,
• 14" 1024x768 Nl, 72Hz, lággeislaskjár, flöktlaus lággeislaskjár, flöktlaus
lággeislaskjár, flöktlaus • 3.5" disklingadrif • 3.5" disklingadrif
• 3.5“ disklingadrif • Hljóðlát vifta • Hljóðlát vifta, 238 pinna PCA sökkull
• Hljóðlát vifta • 1 árs ábyrgð • 3ja ára ábyrgð
• 1 árs ábyrgð
Kynningarverð
r. stgr.
Microsoft word 2.0 og Excel 4.0
á tilboðsverði með hverri tölvu
kr.39.900,-
og meiri ábyrgð
ef þú vilt
"f ImtMmtmt 'ImÍMtÍémÍ -mtmtmt 1
laöaií
hm£U\Í
Komdu í verslun okkar eða hringdu í sölumenn
og fáðu nánari upplýsingar
EJS
EINAR J. SKULASON HF
Grensásvegi 10, 108 Reykjavík Sími 63 3000
Creiðsluskilmálar Glitnls, CM)