Alþýðublaðið - 22.10.1993, Qupperneq 1
Grófar dylgjur ígarð Amal Qase í kjölfar sjónvarpsþáttar
sendar formanni Sjálfstœðisflokksins
„ÞETTA FÓLK HEFUR
EINHVERJU AÐ LEYNA"
- segirAmal Qase frá Sómalíu, íslenskur ríkisborgari
„Þetta er nú reyndar ekki svaravert,
nafnlaust skítkast, sem á ekki við nokkur
rök að styðjast“, sagði Amal Qase, sem
þekkt er í þjóðlífinu fyrir skrif sín um
málefni svokallaðra nýbúa á Islandi, sem
og fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþætti í
fyrrakvöld.
Alþýðublaðinu barst í gærmorgun bréf
hlaðið gífuryrðum um Amal Qase. Bréfið er
nafnlaust, undirritað „Reiðir Asíu- íslend-
ingar og Sjálfstæðismenn", og stílað á for-
mann Sjálfstæðisflokksins. I bréfinu er
Davíð Oddssyni bent á að „Sjálfstæðis-
flokkur vill tapa nokkrum þúsundum af at-
kvæði í næstu kosningu vegna Svartra Af-
risku Kynþáttahatara sem laug að ijölmiðl-
um um saklaust Asíu Fólk og mökum
þeirra“, eins og segir orðrétt í bréfinu.
í bréfinu er Amal Qase vænd um sitthvað,
allt frá því að hafa stofnað til stríðs í Sómal-
íu til þess að vera „þekkt gleðikona í nætur-
klúbbum, hotelum og heilsuræktarstöðv-
um“.
„Þessi skrif eru ótrúleg. Þetta hlýtur ein-
hver að skrifa sem hefur einhverju að leyna
og hefur sitthvað á samviskunni. Það mega
allir, sjálfstæðismenn og aðrir sem vilja,
kanna minn feril. Eg er ekki neinn engill
frekar en margir aðrir, en ferill minn er
flekklaus. Eg er líka sjálfri mér samkvæm
og stend alltaf við það sem ég segi. Eg þori
líka að skrifa undir nafni“, sagði Amal Qase
í viðtali við Alþýðublaðið.
Amal sagði að það segði allt um bréfið og
bréfritara að hann heldur því fram að hún
hafí komið af stað stríðinu í fyrrum heima-
landi hennar, Sómalíu. Þangað hafi hún ekki
komið í 22 ár. Aðrar ásakanir væru álíka
gáfulegar og hatursfullar.
„Og gleðikona hef ég aldrei verið“, segir
Amal og hlær við, „ég hef áreiðanlega eng-
AMAL QASE, - verður fyrir miklu skítkasti fyrir
það eitt að viðra skoöanir sínar.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
an persónuleika til að stunda slíkf‘.
Hún segir að ásakanir í bréfinu um að hún
hafi verið ólöglegur innflytjandi í Bretlandi
hreina firru eins og annað sem reynt er að
halda fram um hana. Amal segir að í Lond-
on hafi hún verið við nám og var þá á sóm-
ölsku vegabréfi. Nú er hún við nám í stjóm-
málafræði við Háskóla Islands og hefur ís-
lenskt vegabréf og er með íslenskan ríkis-
borgararétt.
I bréfinu segir: „Allir gátu séð hversu
ógeðslega ljót hún var á sjónvarpinu í gær.
Hún var að geisla út Öfundsýki og Hatur“.
Flestum áhorfendum þótti Amal Qase
reyndar Ijómandi hugguleg.
„Ég hata engan kynþátt. Það sem ég hef
leyft mér er að benda á leiðir til að gera líf
asíubúa og annarra útlendinga hér á landi
betra. Því miður nenna margir útlendingar
ekki að læra íslensku, sem er erfitt tungu-
mál. Ég vil ekki láta skylda neinn til að læra
íslensku, nema þá sem ætla að setjast hér að.
Margir útlendinganna eru alltaf á leiðinni
heim til sín. Mér finnst ömurlegt að horfa
upp á böm, sem læra ekki tungumál lands-
ins, þeim gengur illa í skóla og verða því
fyrir aðkasti og eiga ekki góða framtíð.
Þessu kynntist ég í Englandi. Öll þurfum við
nauðsynlega að geta tjáð okkur. Mér er
óskiljanlegt hvers vegna örfáar konur og ís-
lenskir karlar hafa bmgðist svona við.
Margir úr hópi asíufólksins er alveg á mínu
bandi. Þetta mál hefur verið mikið rætt inn-
an SUS þar sem ég starfa. Ég ætla að flytja
tillögu um þetta efni á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins um helgina og skora á mennta-
málaráðherra að beita sér í málinu, áður en
það er um seinan. Þetta verður ekki gert
nema með lagasetningu fyrir kosningar.
Hugmyndir mínar em róttækar, en munu
verða til góðs“, sagði Amal Qase að lokum.
SJALLA-RAUNIR
Fylgið hefur hrunið af Sjálfstæðis-
flokknum í öllum skoðanakönnunum síð-
ustu árin. Það má því búast við að margir
sitji heima og komi ekki á fundinn. Eins
og fjölmiðlamógúllinn Friðrik bendir
réttilega á, þarf flokkurinn að koma til
fólksins þegar fólkið neitar að koma til
flokksins. Hingað til hefur það verið yfir-
lýst stefna Sjálfstæðisflokksins að fólkið
ætti að koma til hans. Flokkurinn sem all-
ir vita að er regnhlífasamtök þrýstihópa,
hefur oft kallað sig „flokka allra stétta.“
Lausafylgið í dag hefur hins vegar rýrt
flokkinn þessari nafnbót og miklu réttara
að kalla kjósendur „stétt allra flokka.“
— Sjá Rökstóla
Ælþýðiiblaðsins
á blaðsíðu 2.
Ríkisreikningur 1992
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ SPARAR
Ríkisreikningur sem birtir niður-
stöður í ríkisbúskapnum fyrir 1992
hefur verið lagður fram og er mikil
bók. Niðurstöðutölur ríkisreiknings
segir til um hvernig áætlunargerð
ráðuneyta og einstakra stofnanna
hefur staðist í reynd. í fljótu bragði
séð virðist utanríkisráðuneytið fá
góða einkunn fyrir frammistöðuna
samkvæmt þeim tölum sem þarna
birtast.
Gjöld utanríkisráðuneytisins reyndust
tæpum 100 milljónum króna lægri árið
1992 en árið 1991. það þýðir að útgjöld-
in hafa lækkað að raungildi milli 1991
og 1992 um 6,3%. í samanburði við
önnur ráðuneyti er lækkunin hlutfalls-
lega mest hjá utanríkisráðuneytinu.
Útgjöld forsætisráðuneytisins lækka
að vísu um 90,1% milli þessara ára en
það er svo stórtæk lækkun að á henni er
sérstök skýring: hér er um að ræða „for-
tíðarvanda gjaldfærslu“ Framkvæmda-
sjóðs og Byggðastofnunar á árinu 1991
en þessar stofnanir heyra sem kunnugt
er undir forsætisráðuneytið.
Utgjöld utanríkisráðuneytisins á árinu
1992 voru sem svarar 53 milljónum
króna innan íjárlagaheimilda fyrir það
ár. Yfirstjóm var 27,2 milljónir króna
innan heimilda, þróunarmál og framlög
til alþjóðastofnanna 29,5 milljónir inn-
an heimilda. Einu liðimir sem voru um-
fram heimildir vom löggæsla á Kefla-
víkurflugvelli (0,5 milljónir) og sendi-
ráð og fastanefndir (3 milljónir).
ALÞÝÐUBLAÐIÐ í DAG ER
HELGAÐ SAUÐÁRKRÓKI
Unnið að endurskipulagningu
hjá Loðskinni
„VONUM AÐ
DÆMIÐ GANGIUPP
Á NftSTU DÖGUM"
- segir Birgir Bjarnason fram-
kvœmdastjóri Loðskinns sem veitir
50 manns atvinnu ogframleiðir nœr
eingöngu til útflutnings
„Það er búið að leggja mikla vinnu í endurskipulagn-
ingu fyrirtækisins en þetta hefur tekið lengri tínia en áætl-
að var. Við eigum í samningum við lánardrottna og von-
umst til að málið gangi upp á næstu dögum. Starfsemi er í
fullum gangi en launagreiðslur hafa hins vegar tafíst,“
sagði Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri hjá sútunar-
verksmiðjunni Loðskinn hf. á Sauðárkróki.
Fyrir nokkmm vikum ríkti mikil óvissa um framtíð skinna-
iðnaðar hér á landi. Sútunarverksmiðjan á Akureyri varð
gjaldþrota og námu lýstar kröfur í þrotabúið yfir 600 milljón-
um króna. Nú hefur nýtt fyrirtæki verið stofnað um þann
rekstur. Rætt var um að sameina verksmiðjurnar á Akureyri
og á Sauðárkróki í eitt fyrirtæki. Af því varð hins vegar ekki
og hafa Loðskinnsmenn róið lífróður til bjargar fyrirtækinu.
Framleiðslan flutt út
„Við ákváðum að fara ekki sömu leið og verksmiðjan á Ak-
ureyri, það er að segja að láta gera fyrirtækið upp. Þess í stað
var farið í endurskipulagningu og sanmingaviðræður við lán-
ardrottna. Starfsemin hefur hins vegar ekki stöðvast og hér
vinna 50 manns. Framleiðslan hefur nær alfarið verið flutt út,
meðal annars til Ítalíu, Bretlands og Bandaríkjanna,“ sagði
Birgir.
Hann sagði að nægt hráefni væri fyrir hendi og taldi gmnd-
völl fyrir rekstri fyrirtækisins í framtíðir.ni. Loðskinn var
stofnað árið 1969 og hefur starfað óslitið síðan. Meðal hlut-
hafa hafa verið Sauðárkrókskaupstaður, sláturleyfishafar og
fleiri, en með endurskipulagningunni er von á nýju hlutafé í
fyrirtækið. Á síðasta ári vom 150 þúsund gæmr sútaðar hjá
Loðskinni og er stefnt að því að framleiðslan verði ekki minni
á þessu ári.
Birgir Bjarnason framkvæmdiLstjóri hcfur úr nægu hráefni að moða.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason