Alþýðublaðið - 22.10.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. október 1993 SKAGAFJORÐUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 SAMEINAÐUR SKAGAFJÖRDUR - er framtíðarsýn Björns Sigurbjörnssonar bœjarfulltrúa Alþýðuflokksins á Sauðárkróki og formanns umdœmisnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Það hefur verið góður stöðugleiki í bæjarmálapólit- íkinni á Sauðárkróki undanfarin ár, en sami meiri- hluti hefur verið þar starfandi síðustu tvö kjörtíma- bil. Það er samstarf Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og K-listans, sem eru óháðir frambjóðendur. Björn Sigurbjörnsson, skólastjóri gagnfræðaskólans á Sauðárkróki, er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á staðnum, en hann hefur einnig gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir samtök sveitarfélaga á svæðinu. Hann var formaður Fjórð- ungssambands Norðurlands í nokkur ár og hefur verið formaður Sambands sveitarfélaga á Norður- landi vestra frá upphafi. Þá er hann formaður um- dæmisnefndar um sameiningu sveitarfélaga í kjör- dæminu. Alþýðublaðið heimsótti Björn og ræddi meðal annars við hann um atvinnumálin, bæjarmál- in og sameiningu sveitarfélaga. En umræðan barst fyrst að atvinnumálunum, sem heitast brenna á bæjarbúum. Bjöm Sigurbjörnsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Sauðárkróki. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „Það má eiginlega segja að vam- arbarátta í atvinnumálum sé það sem við höfum þurft að glxma við hér á Sauðárkróki á því kjörtímabili sem brátt fer að ljúka. Þetta hefur gengið erfiðlega, en við höfum svona getað haldið sjó í þeim efn- um. Við höfum verið heppin að því leyti að við höfum nánast alveg ver- ið laus við atvinnuleysisdrauginn, Atvinnuleysið hefur að sjálfsögðu stungið niður fæti hér eins og ann- arsstaðar, en það hefur ekki verið neitt teljandi. Enda hefur það verið okkar megin verk að halda uppi at- vinnustiginu í bænum.“ Fjölbreytt atvinnulíf - Með hvaða hœtti hafa bæjar- yfirvöld gripið inn í atvinnulífið með það að markmiði að halda uppi atvinnu? „Þetta hefur gerst meðal annars með markvissri þátttöku okkar í at- vinnurekstrinum, við höfum komið inni í fyrirtæki eins og Loðskinn og saumastofuna Vöku. Þetta eru vinnustaðir sem em nokkuð fjöl- mennir og því yrði það afar slæmt fyrir bæjaifélagið ef reksturinn stöðvaðist. Nú síðan höfum við hér mörg sterk og stöndug fyrirtæki sem hafa sannað ágæti sitt með því að standa af sér þessa erfiðu tíma. Það sem hefur í raun bjargað okkur hér á Sauðárkróki er marg- breytileiki atvinnulífsins. Við erum ekki bundin einni atvinnugrein eins og víða gerist. Við emm því ekki bara háð sjávarútvegi eða bara landbúnaði. Við höfurn hér mjög sterkt bakland sem em sveitir Skagafjarðar. Þær skapa mörgum vinnu, eins og til dæmis hjá Mjólk- ursamlaginu. Nú, við emm með tvö sláturhús sem skapa einnig mjög mikla atvinnu meðan það er. Þó má geta þess að núorðið em þau starf- andi í einhverri mynd allan ársins hring. Það gerir stórgripaslátrunin. Það er semsagt margbreytileik- inn sem gildir í atvinnulífinu og svo verður auðvitað einnig að geta þess að tilkoma Fjölbrautaskólans uppúr 1980 heíúr haft mikil áhrif á fólks- fjölgun, atvinnulífið og samsetn- ingu bæjarfélagsins. Hér hefur orð- ið umtalsverð fólksfjölgun á hveiju ári í mjög langan tíma og í því sam- bandi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að á þessum samdráttar- tímum sem nú ríkja, þá em margar íbúðabyggingar f gangi hér í bæn- um á vegum einstaklinga. Þetta er til viðbótar þeim íbúðum sem ríki og sveitarfélag hafa verið að byggja í félagslega- og kaupleigukerfínu." Erfið skuldastaða - Hefur þetta haft áhrif á skuldastöðuna, eða hefur ykkur tekistað bœta stöðu bœjarsjóðs? „Það var yfirlýst stefna allra lista sem buðu fram fyrir síðustu sveitar- stjómarkosningar að reyna minnka skuldir bæjarins. Menn komu síðan til starfa með það að markmiði að standa við þessar yfirlýsingar, en hin ytri skilyrði í þjóðfélaginu hafa því miður ekki orðið til þess að við höfum náð að borga okkar skuldir. Við höfum því stefnt að því að auka ekki við skuldimar, en þrátt fyrir aðhald á mörgum sviðum þá höfúm við þurft að taka enn meiri þátt í uppbyggingu atvinnulífsins en áð- ur, eins og ég nefndi fyrr. Þetta hef- ur orðið til þess að ijárhagsstaða bæjarins hefur ekki lagast en hún hefur heldur ekki versnað mikið. En það er alveg ljóst að það verður ekki lengi við unað að þurfa reka sveitarfélag með þessa skulda- stöðu. Það þarf að taka á þessu, en það er spuming hvemig það er gert á sama tíma og sífellt er krafist meiri þjónustu af sveitarfélaginu. Við getum til dæmis bent á það að á þessu kjörtímabili þá höfum við tekið við þjónustu fyrir fatlaðra inni í Grunnskólunum, sem kostar sveit- arfélagið 4-6 milljónir á ári. Þetta skapar sex ný störf innan skólans. Þetta er allt saman jákvætt en engu að síður verður bærinn að leggja fram töluvert af peningum. Við er- um að fara af stað með aukna þjón- ustu í félagsmálageiranum, stefnum að því að ráða annað hvort sálffæð- ing eða félagsráðgjafa til að vinna að þessum málefnum í bænum. Allt kallar þetta á aukið Ijármagn úr bæjarsjóði." Styrkur sameiningar - Umrœðan um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er nátengd sameiningu sveitarfélaga. Nú ert þú formaður umdœmisnefndar hér í kjördœminu, ertu bjartsýnn á að þessar sameiningartillögur nái fram að ganga? „Ég tel að þessar tillögur séu mjög raunhæfar og komi til með að skila okkur miklu ef þær verða samþykktar. Það er hins vegar stór spuming hvort þær verða sam- þykktar í öllum sveitarfélögum og hreppum á svæðinu. Eg hef ákveðnar efasemdir um að svo verði, því sumir sveitarstjómar- menn hafa hreinlega lýst því yfir að þeir muni leggjast gegn öllum til- lögum um sameiningu sveitarfé- laga. „Við viljum fá að vera í friði,“ segja þeir. En ég er hins vegar sannfærður um það að stækkun sveitarfélaga er af hinu góða. Þetta gefur aukna möguleika á ýmsum sviðum, til dæmis hvað varðar uppbyggingu atvinnulífsins. Þetta getur eflt þjón- ustu á svæðinu og síðast en ekki síst getur þetta styrkt sveitarstjómar- stigið sjálft, sem gerir það að verk- um að við verðum með betri stöðu við að koma fram sem samnings- aðili við ríkisvaldið. Það gefur okk- ur tækifæri á að yfirtaka verkefni frá ríkinu. Það er mín bjargfasta trú að mörg verkefni sem nú em hjá ríkinu væru betur komin hjá sveit- arfélögunum, sem em nær vett- vangi þeirra sem eiga að njóta þjón- ustunnar sem verið er að veita.“ Löng þróun - Kannanir sýna að almenning- ur er fremur hlynntur samein- ingu, en andstaðan virðist mest vera hjá sveitarstjórnarmönnun- um sjálfum, þeir virðast til dœmis vera hrœddir um að tekjustofnanir verði eftir hjá ríkinu. Hvað seg- irðuum þessar raddir? „Eg held að þetta sé nú ekki rétt athugað. Menn em hins vegar mjög varkárir og það er bara eðlilegt því þetta era náttúmlega stórkostlegar breytingar á stjómsýslu landsins. Það er því ekkert óvenjulegt við það að menn sem hafa lifað og hrærst í þessari umræðu vilji velta málinu fyrir sér og séu kannski ekki tilbúnir að samþykkja hlutina án þess að fá að skoða þá svolítið. Það er þó aiveg á hreinu að umræðan ein út af fyrir sig hefur haft jákvæð áhrif. Þannig geta ýmsir sveitar- stjómarmenn verið hlynntir sam- einingu þó þeir vilji ekki sameinast í dag. Ég vil hins vegar benda á það að þessi umræða um sameiningu sveitarfélaga er ekkert ný til komin. Það em mörg ár sfðan þetta var tek- ið upp og þetta hefur til dæmis lengi verið á stefnuskrá okkar alþýðu- flokksmanna. Þetta hefur verið á verkefnalista margra félagsmála- ráðherra og sameiginlegar ályktanir samtaka sveitarfélaga um þetta mál skipta tugum. Þróunin hefur verið löng en það var ekki fyrr en á sfðasta þingi að félagsmála- ráðherra fékk sitt frumvarp samþykkt um það hvemig standa skuli að sameiningu 20. nóvember. Hvað varðar verkefnatil- færsluna þá hef ég enga ástæðu til að efast um heil- indi ríkisins í því máli, því það er í raun jafn mikið kappsmál fyrir sveitarfélögin að taka til sín aukin verkefni eins og fyrir ríkið að losna við þau.“ Lýðræðið í hættu? - Nú hefur verið ákveðið að fœkka bœjarfulltrúum á Sauðárkróki úr níu í sjö. Hver var ástœðan fyrir þessu? „Megin hugsunin á bak við þetta var að gera stjóm- sýsluna skilvirkari og einnig var það hugmyndin að þeir sjö fúlltrúar sem verða í bæj- arstjóm fái greitt eitthvað hærri laun fyrir meiri vinnu. Þeir gætu því sinnt sveitar- stjómarmálunum meira. Það em aftur á móti aðrir aðilar sem telja þetta skerðingu á lýðræði vegna þess að færri hópar komist að til þess að - láta sín sjónarmið í íjós og hafa áhrif á bæjarmálin. Það er til dæmis líklegt að einn eða tveir af þeim listum sem nú eiga fulltrúa í bæjarstjóm koma til með að detta út. Það var fyrst og fremst á þessum lýðræðislegu ástæðum sem ég sat hjá við afgreiðslu á þessu máli.“ Kratar öflugir - Nú hefur þú gengt mörgum trúnaðarstöðum fyrir bæjarfélagið og samtók sveitarfélaga á Norður- landi. Mega menn eiga von á að þín njóti við áfram og hverja telur þú vera rnöguleika Alþýðuflokks- ins íþessu nýja fyrirkomulagi? „Það verða auðvitað aðrir að dæma um mín störf í bæjarstjóm og fyrir landshlutasamtök sveitarfé- laga hér á Norðurlandi. En ég get hins vegar sagt það að miðað við það sem gert hefur verið í bæjar- stjóm á undanfömum ámm þá tel ég að rödd Alþýðuflokksins hafi heyrst mjög greinilega inni í bæjar- stjóminni og ég teldi það miður ef niðurstöður sveitarstjómarkosninga 1994 yrðu á þá leið að rödd jafnað- armanna þagnaði í bæjarstjóm Sauðárkróks. Ég hef hins vegar ekki gert það upp við sjálfan mig hvort ég muni gefa kost á mér í næstu kosningum og það er náttúrulega Alþýðu- flokksfélagið hér á staðnum sem tekur endanlega ákvörðun um það hvemig staðið verður að framboðs- málum. En þú bentir réttilega á það að ég hef gengt fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir bæjarfélagið og Norðurland í heild sinni og meðal annars leitt sameiningarmálin hér á Norðurlandi vestra. Eg hef því mik- inn áliuga á að fylgja þessum sam- einingarmálum vel eftir.“ Sameinuð framtíð - Hvernig sérð þú framtíðina Jyrir þér á þessu svæði og hvaða verkefni eru framundan á nœsta kjörtímabili? „Já, burtséð frá því hvort ég verð áfram í bæjarstjóm eða ekki þá er mín framtíðarsýn sameinað sveitar- félag í Skagafirði. Ef það tekst þá em framundan mörg vemlega spennandi verkefni sem þyrfli að sinna og þar myndi ég telja að Hér- aðsnefnd Skagfirðinga hafi sýnt mjög gott fordæmi um það að þessi stóm verkefhi hafa verið vel leyst sameiginlega. Ég legg því alla áherslu á sameiningu Skagafjarðar. Það myndi efla stjómsýsluna og styrkja byggðina á svæðinu til móts við suðvesturhom landsins þangað sem fjöldinn hefúr leitað undanfar- in ár. Sameining er öflugasta vopn- ið til þess að tryggja búsetu á þessu svæði og landsbyggðina í heild sinni. Það má svo líka geta þess að þrátt fyrir mikla erfiðleika í okkar þjóð- félagi og efnahagsmálum, þá sér maður töluverða uppbyggingu og nýbreytni hér í kjördæminu. Ég hef áður nefnt þessa þróun hér á Sauð- árkróki sem meðal annars hefur gert staðinn að einskonar byggða- og þjónustukjama á svæðinu. En mér finnst líka athyglisvert að sjá hversu mikil umskipti hafa orðið á stað eins og Siglufirði á síðustu ár- um. Með auknum afla til dæmis í loðnu og rækju þá hefur fjölbreytn- in í atvinnulífinu aukist og yfir- bragð bæjarins gjörbreyst. Ég hef því trú á að þar fari aftur að verða fólksfjölgun í stað fækkunar eins og verið hefur allt of lengi. Það er því margt jákvætt að gerast hér hjá okk- ur á Norðurlandi vestra." BÆNDASKOLINN Á HVANNEYRI ENDURMENNTUN VAKIN ER ATHYGLI Á EFTIRTÖLDUM NÁMSKEIÐUM Á HAUSTÖNN Bútækni Rafgirðingar 28. - 29. okt. Málmsuða 1.-3. nóv. Búfjárrækt Nautgriparækt - mjólkurgæði og júgurheilbrigði 11.-12. nóv. Sauðfjárrækt - rúningur 15.-17. nóv. Hrossarækt - meðferð, fóðrun og hirðing 22. -24. nóv. Kanínurækt - fóðrun og hirðing - klipping og úrvinnsla 27. - 29. jan. Handverk Tóvinna I. 3. - 5. nóv. Spjaldvefnaður I. 17.-19. nóv. Flókagerð 24. - 26. nóv. Tóvinnall. 12. -14. jan. Spjaldvefnaður II. 19.-21.jan. Loðdýrarækt Stig Anderson, danskur sérfræðingur í lífdýra- flokkun og skinnaverkun, leiðbeinir bændum og ráðunautum vikuna 1.-5. nóv. Námskeið fyrir ráðunauta 1.-2. nóv. Lífdýraflokkun á mink 3., 4. og 5. nóv. Lífdýraflokkun á ref 16. nóv. Upplýsingar og skráning í síma 93-70000 á skrifstofutíma. Geymið auglýsinguna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.