Alþýðublaðið - 22.10.1993, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Innflutningur
BRETIAND
REYKJAVÍK
Aðeins 3 dagar!
Áætlanaskip Eimskips sem lesta vörum í
Immingham á föstudegi eru komin til
Reykjavíkur á mánudegi
- gott dæmi um hraða og örugga þjónustu!
Nánari upplýsingar um innflutning er að íá á
skrifstofum og hjá umboðsmönnum Eimskips.
<
a
Innflutningsdeild Eimskips
Sími: 91-69 72 40
Símbréf: 91-62 26 53
M.G.H. Ltd. í Bretlandi
Sími: 90-44-469-571-880
Símbréf: 90-44-469-571-878
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ
SAUÐARKROKUR___________________________
Föstudagur 22. október 1993
Steinullarverksmiðjan veitir 40 manns atvinnu
„AUKIN SALA ÞRÁTT
FYRIR YTRI AFOLL77
- segir Einar Einarsson framkvœmdastjóri - Heildarútflutningur hefur
aukist um 10% á árinu þrátt fyrir hrun á Fœreyjamarkaði
„Salan á innanlandsmarkaði
hefur ekki dregist saman hjá
okkur þrátt fyrir samdrátt í ný-
byggingum sem hefur meðal
annars valdið mun minni sölu á
sementi. Það hjálpar okkur að
menn eru mikið að endurein-
angra eldri hús og sinna við-
haldi sem kallar á viðskipti við
okkur. Heildarútflutningur hef-
ur aukist um 10% það sem af er
árinu en við seljum mest til Eng-
lands. Færeyjamarkaðurinn
hefur hins vegar nánast hrunið
og þarf ekki að koma á óvart,“
sagði Einar Einarsson fram-
kvæmdastjóri Steinullarverk-
smiðjunnar á Sauðárkróki.
Steinullarverksmiðjan er sú
eina sinnar tegundar á landinu.
Hún hóf framleiðslu í september
1985 og hefur verið rekin óslitið
síðan. Ríkið á um 30% hlutaijár,
finnska fyrirtækið Partek 29%,
Sauðárkrókskaupstaður 24% og
síðan er fjöldi smærri hluthafa.
Einar sagði að fjárfesting í verk-
Einar Einarsson framkvæmda-
stjóri Steinullarverksmiðjunnar á
Sauðárkróki.
Alþýðublaðsmynd / Elnar Ólason
smiðjunni væri mikil og alfarið
fjármögnuð með lánum. Þó hefði
tekist hingað til að standa við
skuldbindingar fyrirtækisins.
Sposkur á svip við netaviðgerðir
niðri við Sauðárkrókshöfn.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Óhagstæð gengisþróun
„Það má segja að þetta gangi
þokkalega miðað við allar aðstæð-
ur þótt nokkur óvissa ríki þegar
litið er framá við. Það sem af er
þessu ári höfum við selt 3.930
tonn miðað við 3.570 miðað við
sama tíma í fyrra. Þetta hefur tek-
ist þrátt fyrir að í ár hafa Færey-
ingar aðeins keypt af okkur 180
tonn en við seldum þangað um
550 tonn á ári þegar mest var. Að-
almarkaður okkur erlendis er á
Englandi. Það hefur hins vegar
valdið okkur nokkrum vandræð-
um hvað pundið er veikt. Þrátt fyr-
ir tvær gengisfellingar hérlendis
erum við að selja núna á nánast
sama gengi og fyrir 15 mánuðum.
Samkeppnin hefur líka harðnað
og þar má nefna að Svfar og Finn-
ar hafa stórlækkað gengi sinna
gjaldmiðla sem hefur treyst þeirra
framleiðslu í sessi. Þá hafa gengis-
fellingar hér á landi ekki bætt
stöðu okkar gagnvart erlendum
lánum. Það er því margt sem hef-
ur áhrif á þennan rekstur,“ sagði
Einar.
Hjá Steinullarverksmiðjunni
starfa 40 manns og sem fyrr segir
er þetta eina. steinullarverksmiðja
landsins.
Öflugt mjólkursamlag á Sauðárkróki
FRAMLEIÐIR SEX TEGUNDIR AF OSTUM
Nú standa yfir tilraunir með framleiðslu á Cheddar- osti sem mikið er spurt um
„Innvegið magn mjólkur sem
við fengum í fyrra nam átta
milljónum lítra sem var 1%
samdráttur frá árinu áður. Um
15% af þessu fer beint í sölu en
hitt í vinnslu svo sem osta,
smjör, smjörva og ávaxtasúr-
mjólk. Gott jafnvægi er nú á
milli framleiðslu og sölu,“ sagði
Snorri Evertsson mjólkursam-
lagsstjóri KS á Sauðárkróki í
samtali við Alþýðublaðið.
Ostar frá Sauðárkróki eru vel-
þekktir meðai ostaunnenda. Auk
hefðbundinna brauðosta má nefna
nýja ostinn Gretti sem hefur hlot-
ið góðar viðtökur, en mjólkur-
samlagið framleiðir sex tegundir
af ostum.
„Eg get líka nefnt Maribo-kú-
menost sem þykir ákaflega góður
þótt salan mætti vera meiri. Núna
erum við að gera tilraunir með
framleiðslu á Cheddar-osti sem
lofa góðu. Þá má nefna að við
hálfvinnum Mozarella-ost sem
við sendum svo lil Hornafjarðar
þar sem hann er fullunninn,"
sagði Snorri.
Þess má geta varðandi
Cheddar-ostinn að veitingastað-
urinn McDonalds hefur fengið
leyfí til að flytja slíka osta til
landsins frá Englandi og nota á
hamborgara sína. Í kjölfarið hefur
Hagkaup sótt um leyfi til inn-
flutnings á þessum osti þar sem
mikil eftirspum sé fyrir hendi á
þessari tegund osta. Bciðni Hag-
kaups hefur ekki hlotið endanlega
afgreiðslu í kerfinu en Osta- og
smjörsalan hefur einkaleyfi á
dreifingu osta og innflutningi.
Minni mjólkurdrykkja
„Neysla á osti er vaxandi sem
og á öðrum unnum mjólkurvör-
um. Þessar vinnsluvörur vega upp
á móti minni mjólkurdrykkju og
því þarf ekki að draga úr fram-
leiðslu. Sala á nýmjólk hefur
dregist saman en meira selt af létt-
mjólk og undanrennu. Arleg
mjólkurframleiðsla á landsvísu
mun vera um 100 milljónir lftra.
Snorri mjólkursamlagsstjóri í ríki
sínu.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Þetta er eflaust í hærri kantinum
miðað við fólksfjölda ef við ber-
um okkur saman við aðrar þjóðir.
En við íslendingar erum stórtækir
á þessu sviði sem öðrum,“ sagði
Snorri Evertsson mjólkursam-
lagsstjóri að lokum.
Starfsmenn mjólkursamlags
Kaupfélags Skagfirðinga eru um
20 auk þriggja bílstjóra. Starfsf-
mönnum hefur heldur fækkað á
undanfömum árum f kjölfar hag-
ræðingar.
Þessir kampukátu piltar voru að
vinna við dýpkun hafnarinnar þcg-
ar Ijósmyndarann bar að.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Stjórnsýsluhús á Sauðárkróki
FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA
- segir Snorri Björn Sigurðsson bœjarstjóri. Húsið var
tekið formlega í notkun fyrir viku og er miðstöð fyrir
margháttaða þjónustustarfsemi
„Stjórnsýsluhúsið hýsir bæði stofnanir scm
ekki voru áður til hér og einnig aðrar sem voru
á hrakhólum víðs vegar um bæinn. Við lögðum
talsvert upp úr því að stjómsýslan fengi inni í
þessu húsi sem hafði staðið autt en er á mjög
góðum stað, beint á móti skrifstofum bæjar-
ins,“ sagði Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri
í spjalli við blaðið.
Stjómsýsluhúsið var fonnlega tekið í notkun á
fösludaginn í síðustu viku. Bæjarstjóri sagði að í
húsinu væru meðal annars skrifstofur íþróttafull-
trúa og félagsmála.stofnunarbæjarin.s. Þar væri líka
gert ráð fyrir aðsetri sálfræðings og félagsráðgjafa
sem ætlunin væri að ráða til starfa.
„Síðan get ég nefnt að í húsinu er skrifstofa heil-
brigðisfulltrúar og einnig byggingafulltrúa og
vinnueftiriits. Þetta hús var byggt um 1960 og þar
voru lengi verslanir og kjötvinnsla á vegum kaup-
félagsins sem átti húsið. Bærinn á nú 35% f húsinu
og Byggðastofnun á einnig 35%. Síðan á Héraðs-
nefnd Skagfirðinga 35% en raunar á bærinn 50% í
Snorri Iíjörn Sigurðsson bæjarstjóri við stjórnsvslu-
húsið á Sauðárkróki.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ótason
þeirri stofnun svo það má segja að bærinn eigi
helminginn í húsinu. Eg held að það sé almenn
ánægja meðal bæjarbúa að fá þetta stjómsýsluhús
og það er mikill akkur í að geta veitt víðtæka þjón-
ustu undir sama þaki,“ sagði Snorri Bjöm Sigurðs-
son bæjarstjóri.