Alþýðublaðið - 22.10.1993, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 22.10.1993, Qupperneq 7
Föstudagur 22. október 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 FÁRVIÐRI, TlPPr MÚSIK & SKILABOÐ PfiLLBORÐIÐ EFTIR FÁRVIÐRK), HVAÐ ÞÁ? Á þessu hausti erfiðleika og samdráttar í íslenska þjóðarbú- inu, sýnist ungu jafnaðarsinn- uðu fólki vera rétti tíminn til að horfa fram á við og gera upp við sig í hvernig þjóðfélagi við getum ætlast til að búa. Það er enginn vafi í mínum huga og margra annarra að sú eldskím svartsýni og barlóms sem þjóð- in hefur gengið í gegnum að undanfömu hafi verið óumflýj- anleg í ljósi fyrirhyggjuleysis þeirra kynslóða er brátt skila okkur landinu í verra ástandi en þeir tóku við því. Megi guð gefa að slík verði ekki örlög minnar kynslóðar. En vitaskuld er ekki nóg að stíga á brems- umar, því menn verða að vita hvert skal stefna þegar hraðinn er orðinn viðráðanlegur. Ósérhlífín forysta Jafnaðarmenn hafa verið ósérhlífnir í baráttunni við þensluvanda rikisútgjalda. Svo ósérhlífnir að mörgum stuðn- ingsmanni jafnaðarstefnunnar hefur þótt nóg um og spurt sig: Hversvegna ættum við að stýra Alþýðuflokknum sem sjálfs- morðsflugvél, meðan aðrir sitja hjá og fitna á bitanum? Menn spurðu sig af hverju Sighvatur Björgvinson hagaði sér eins og „fíll í postulínsbúð" og menn spyrja nú hversvegna hinn ungi og vinsæli bæjarstjóri í Hafnar- firði virðist vera að „skera sig á háls pólitískt" í þessu „postu- línsráðuneyti", eftir farsælan feril í sveitarstjóm. Sagan mun dæma verk jafnaðarmanna í þessari rikisstjóm og það er viðbúið að sá dómur verði á annan veg en flokksbræður okkar í Færeyjum hafa nú feng- Ungt fólk með hugsjónir Félög ungra jafnaðarmanna hafa að undanfömu verið sá vettvangur sem flestir nýir stuðningsmenn Alþýðuflokks- ins hafa valið sér. Er það tilvilj- un? Hvers vegna gengur ungt fólk tilliðs við „sjálfsmorðsvél- ina“. Eg held að það sé vegna þess að við eigum erindi við þjóðina. Við emm ekki ýkja mörg, náum ekki þúsundinu, en við höfum vilja til að takast á við þjóðarmeinin. Okkur blóð- langar til að breyta þessu þjóð- félagi. Við höfnum þjóðemis- sinnaðri einangmnarstefnu. Við höfnum gengdarlausri fjársóun í miðstýrða byggðapólitík. Við kæmm okkur ekki um að sitja uppi með gjaldþrota lýðveldi og nauðungarsamninga við Al- þjóða gjaldeyrissjóðinn snemma á næstu öld (þó svo að einn af vitringunum þremur á vegum hans í Færeyjum sé fyrr- verandi formaður SUJ). Við viljum hafa efni á að halda hér úti þjóðfélagi sem veitir íbúum - Magnús Árni Magnússon skrifar sínum mannsæmandi þroska- skilyrði, burt séð frá aldri, kyn- ferði eða líkamlegu atgervi. Við höfnum einnig því virðingar- leysi sem einkennir samskipti manns við móður náttúru. Hún er okkur fslendingum allt og við verðum að umgangast hana í samræmi við það Lýðræðisleg stefnumótun Við í SUJ höfum undanfarið reynt að brjóta okkur leið út úr pýramídaskipulagi því sem ein- kennir flestar stjómmálahreyf- ingar og er í anda þess tíma sem þær vom stofnaðar á. Við höf- um að vísu ekki stigið skrefið til fulls og lagt niður stjómaremb- ætti, en pólitísk stefnumótun skal nú færð út í hreyfmguna, frá fámennum málefnanefnd- um, kjömum á tveggja ára fresti. Nú mun málefnaumfjöll- unin færast út í svokallaðar málstofur, sem ÖLLUM ung- um jafnaðarmönnum standa opnar og þar sem sú ágæta regla „þeir ráða sem mæta á fundi“ verður í hávegum höfð. Vinna málstofanna verður loks sam- ræmd á veglegu málefnaþingi, sem haldið verður í febrúar á næsta ári. Þetta er að vísu ekki í fyrsta sinn sem þessi málstofu- leið er farin, því hún hefur verið reynd í einstaka málaflokkum fyrir síðustu tvö sambandsþing með stórgóðum árangri. Fyrstu fundir hverrar málstofu fyrir sig verða með þekktum fyrirlesur- um úr þjóðlíftnu og verða aug- lýstir rækilega f Alþýðublað- inu. Á þessa fundi eru allir vel- komnir, ungir sem misungir. Það sem sameinar okkur er jú það að vilja veg jafnaðarstefn- unnar sem mestan. Hölundur er varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna Sá mcrkilegi listviðburður mun eiga sér stað í kvöld að tvöfaldir útgáfutónleikar verða haldnir á vegum HLJÓMALINDAR í Valsheimilinu. Annars vegar er það breska stórhljómsvcitin FREAKY REALISTIC sem tryllir lýðinn með lögum af gripn- um FREALISM og hinsvegar hinir ungu og efnilegu víkingar í alíslensku hljómsveitinni BUBBLEFLIES. Geislaplata landa okkar nefnist því bjartsýn- islcga nafni THE WORLD IS STILL ALIVE. Breska hljóm- sveitin er ekki af síðri sortinni og hcfur notið fádæma athvgli engil- saxneskra poppskríbenta síðasta árið eða svo. BUBBLEFLIES lofa góðu. Alþýðublaðið fékk eintak af tvcimur lögum þcirra í hcndur fyrir sköminu. Þrátt fyrir með- fædda íhaldssemi og tortryggni gagnvart nýjungum verður að segjast að þessi tvö runnu Ijúflega í gegnum hlustirnar eftir nokkrar tilraunir. Gangi þeim allt í haginn og svo framvegis. Sérstök til- kynning: Þess bcr að geta að góð- kunningi Alþýðublaðsins verður kynnir á tónleikum þessum, ncfnilega enginn annar en Frið- rik Wcisshappel, barþjónn „par exellance11 á Bíóbarnum og fata- kaupmaður í skemmtilegri búllu .. . — við Smiðjustíginn. Vel þess virði að kíkja á Valsslóðir í kvöld. Auglýsing Frá fjárlaganefnd Alþingis Viðtalstímar nefndarinnar Fjárlaganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viðtöku erindum frá stofnunum, félögum, samtökum og einstaklingum er varða fjárlög ársins 1994. Fjárlaganefnd gefur þeim aðilum, sem vilja fylgja erind- um sínum eftir með viðræðum við nefndina, kost á að eiga fundi með nefndinni á tímabilinu 8. til og með 19. nóvember nk. Þeir, sem óska eftir að ganga á fund nefndarinnar skulu hafa samband í síma 91-630700 eigi síðar en mánudaginn 1. nóvember nk. Því miður gefst ekki tími til þess að sinna viðtalsbeiðn- um, sem fram kunna að koma síðar eða að veita viðtöl ut- an þess tíma, sem að framan greinir. KJÖRSKRÁ til kosninga um sameiningu sveitarfélaga, er fram eiga að fara 20. nóvember nk., iiggur frammi al- menningi til sýnis í Manntalsskrifstofu Reykjavíkur- borgar, Skúlatúni 2,2. hæð, á almennum skrifstofu- tíma, frá 27. október til 20. nóvember nk. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 6. nóvember nk. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 20. október 1993. Borgarstjórinn í Reykjavík. EINN - EX - TVEIR „SPfiÐ í SPflRKIÐ!" 1 AIK - TRELLEBORG Nú er keppnistímabilið í sænsku úrvalsdeildinni að verða búið og munum við spá- menn fagna því vel vegna þess að ekki emm við manna fróðastir um sænska knatt- spymu. AIK varð sænskur mcistari í fyrra og er nú í þriðja sæti og tclst það góður ár- angur. Trelleborg hafa staðið sig sömuleiðis vel því þeir em nýliðar í deildinni og em rétt fyrir aftan AIK. X BRAGE - ÖREBRO Þetta cm tvö lið sern hafa þurft að berjast fyrir tilvemrétti sínum í deildinni. Oftast hafa leikmenn liðanna labbað daprir af leikvelli. Brage er næstum ömgglega fallið og Örebro þarf væntanlega að keppa um sæti í úrvalsdeildinni. Það hjálpaði semsagt ekki mikið að hafa íslending í liðinu í þetta skiptið. 2 DEGERFORS - NORRKÖPING Á milli þcssara liða er stór munur. Norrköping cr miklu betra lið einsog þeir sýndu í Evrópukeppninni þar sem þeir töpuðu naumlega fyrir Mechelen frá Belgíu. I deild- inni em þeir í baráttu við Gautaborg um titilinn. Við fáum semsagt að vita hverjir sigra í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 1 HACKEN - HELSINGBORG Amór hefúr verið að gera það gott í Svíþjóð. Dæmi um það er þegar sænsku blöð- in tala um besta útlendinginn þá em þau að tala um Amór. Hann hefur verið á skot- skónuni og lagt upp gríðarlegan Ijölda marka fyrir félaga sína í Hácken. Liðið er í efri hluta deildarinnar og má segja að það sé gott. 1 MALMÖ FF - FRÖLUNDA Fyrir nokkmm ámm síðan var Malmö með langbesta liðið i' Sviþjóð. Þeir stóð sig vel í Evrópuleikjunum og þénuðu peninga. Það var meira að segja prófað að fara út í hálf- atvinnumennsku en það gekk ekki vel. Eftir þessa tilraun hefur Malmö-liðið ekki alveg náð sér á strik enda liafa margir leikmenn farið frá liðinu í atvinnu- mennsku á meginiandi Evrópu. 1 (X) ÖRGRYTE - HALMSTAD Gautaborgarliðið Örgryte er í baráttu við Degerfors um að verða í 12. sæti. Það myndi þá þýða að þeir fengu að spila um sæti í deildinni einsog sagt var fní áðan. Ekki hefurgengið vel hjá gömlu kempunni Torbjöm Nilsson sem erþjálfari Örgryte. Torbjöm var leikmaður Gautaborgar á sínum tíma og var þar í sérklassa. 2 ÖSTER - GAUTABORG Ef Gautaborg sigrar í þessum leik þá fagna þeir sænska meistaratitlinum. Öster. sem ekki hefur leikið sannfærandi mun verða auðveld bráð á leið Gautaborgar að litl- inum. Þeir mega þó ckki fara í þennan leik með hálfunt hug því þá getur allt gerst. Sænska deildin hefur oft boðið upp á spennu í lokin og rnunu knattspymuáhugamenn fylgjast grannt með leikjunum hér að ofan. 1 (X) ASTON VILLA - CHELSEA Heimasigur eða jafntefli virðist vera það eina skynsantlega hér. Chelsea tapaði á móti Norwich síðast á nteðan Aston Vilia gerði jafntefli á útivelli á rnóti West Ham. Chelsea byijaði vel og var meðal efstu liða eftir nokkrar umferðir en em núna á nið- urleið. Ekki bætti Wise uppá vandamál þeirra þegar hann lét reka sig út af í síðasta deildarleik. 2 EVERTON - MANCHESTER UNITED Manchester United er nú sjö stigum á undan næsta liði og ef þetta heldur svona áffam verður deildin ekkert spennandi. Væntanlega fara þeir ekki að lúta lægra haldi á móti Everton, fómarlambi þeirra þessa vikuna. Everton náði aðeins jafntefli á móti Swindon og em ekki til stórræðanna líklegir í þessum leik. 1 LEEDS-BLACKBURN Leeds spilaði á Poitman Road um síðustu helgi sem er heimavöllur Ipswich Town. Leikurinn fórO-O og þrátt lyrir góða lilburði tókst jjeim ekki að skora. Fyrir þann leik höfðu þeir unnið fimm leiki í röð. Blackbum er frekar ofarlega í deildinni og til alls líklegir í deildinni. Þeir vinna þcnnan leik samt ekki. X (2) MANCHESTER CITY - LIVERPOOL Liverpool var mjög heppið þegar jreir tóku á móti Oldham á Anfield Road. Gest- imir voru yfir þangað til 3 mínútur vom til lciksloka. Þá skoruðu heimamcnn tvö ntörk og var Fowler á ferðinni nteð fyrra niarkið af jjessum tveimur síðari. Barlow skoraði síðan þriðja rnark Liverpool en sá kappi er í liði Oldham. Manchester City spilaði góðan leik á móti Arsenal sem endaði með markalausu jafntefli. 2 OLDHAM - ARSENAL Einsog sagt var hér að ofan klúðmðu Oldham-menn þremur stigunt á þremur rm'n- útum. Þeir eru í þriðja neðsta sæti með sjö stig. Þetta er nógu gott miðað við hvað andstæðingar þeirra hafa náð að sýna. Það er nefnilega Arsenal sem er í þriðja sæti 21 stig. Þeir verða sterkari í þcssum lcik. Engin spuming. 1 (2) SHEFFEELD UNITED - SHEFF. WEDNESDAY Það er kallað „Derby-leikur" þegar tvö lið frá sömu borg eða bæ mætast. Þetta orð er notað í Englandi og í öðmm löndum og því er alit í lagi að nota það einni hér á ís- landi. Hvomgt liðið hefur fagnað velgengni það sem af er liðið u'mabilinu. Það kem- ur sérstaklega á óvart þegar talað unt Sheffield Wednesday því einsog fram hefur komið var jteim spáð titlinum í upphafi tímabilsins. Það getur allt gerst í þessum der- by-leik því jjetta em sérsutkir leikir ✓ - Olafur Lúther Einarsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.