Alþýðublaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 1
GATT-tilboð til Genf
JÓK BALDVIN OG HALLDÓR
NÁÐU LOKS SAMKOMULAGI
Verði nýr GATT-samningur staðfestur verður heimilt að flytja inn allar
landbúnaðarvörur nema hrátt kjöt, hrá egg og hráa mjólk
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra
hafa náð samkomulagi um þá
þætti sem ágreiningur var um
varðandi tilboð íslands til
GATT- samninganna. Tilboðið
var sent út til Genfar í gær eftir
að það var kynnt á ríkisstjórnar-
fundi. Gert er ráð fyrir að nýr
GATT-samningur taki gildi 1.
janúar 1995 með aðlögunartíma
til ársins 2001 ef það tekst að
ljúka viðræðunum fyrir 15. des-
ember næst komandi eins og
stefnt er að. Verði samningurinn
að veruleika verður heimilt að
flytja hingað inn allar erlendar
landbúnaðarvörur nema hrátt
kjöt, hrá egg og hráa mjólk.
Öllum ríkjum sem eiga aðild að
GATT-viðræðunum ber að leggja
fram töflur yfir það hvemig þau
hyggjast framkvæma skuldbind-
ingar sínar samkvæmt landbúnað-
arhluta samningsdraganna. Þessar
skuldbindingar varða markaðsað-
gang, innanlandsstuðning, útflutn-
ingsstuðning og hertar reglur um
JÓN BALDVIN
innflutningshömlur á grundvelli
heilbrigðis- og sjúkdómavama.
Meginniðurstaðan varðandi
markaðsaðgang er að tollar skuli
leysa af hólmi magntakmarkanir og
aðrar innflutningshindranir. Jafn-
framt skal leyfa tiltekinn lágmarks-
aðgang á lægri tollum auk þess að
tryggja þann markaðsaðgang áfram
sem fyrir hendi var á viðmiðunar-
tímanum 1986 til 1988. Þá er gert
ráð fyrir að dregið verði úr toll-
HALLDÓR BLÖNDAL
vemd í áföngum á ámnum 1995 til
2001 að meðaltali um 36%, þó
þannig að fyrir enga vöru verði
lækkunin minni en 15%. Lág-
marksaðgangur á lægri tollurn á að
vera 3% af innanlandsneyslu við
gildistöku samningsins og aukast í
5% á sex ámm.
IIiíii' hér
GATT-samningurinn tekur til
allra sviða alþjóðaviðskipta og
tryggir okkur bestu kjör á mörkuð-
um 108 viðskiptaþjóða. Þannig hef-
ur núverandi GATT-samningur
tryggt okkur greiðari aðgang að
Bandaríkjamarkaði, Japansmarkaði
og víðar fyrir sjávarafurðir. Nái nýr
samningur fram að ganga vekur
innflutningur landbúnaðarvara
hvað mestan áhuga hér á landi.
Innflutningur verður óheftur
hingað með þeim undantekningum
sem áður em nefndar.
Þegar nýi samningurinn tekur
gildi getum við flutt inn 3% af þeim
landbúnaðarvömm sem hér em á
lægri tollum en afgangurinn verður
hátollaður sem fer síðan lækkandi.
Tollamir eiga að jafna þann mun
sem er á heildsöluverði innanlands
og heimsmarkaðsverði. Sem dæmi
má nefna að leggja má 216% toll á
3% lágmarksmarkaðsaðgang á
smjöri en allt að 674% toll á það
sem flutt er inn umfram þessi 3%.
Segir þetta sína sögu um muninn á
smjörverði hér og á heimsmarkaði
sem og á öðmm lar.dbúnaðarvör-
um.
Skattrannsóknastjóri fœr aukinn mannafla til rannsóknastarfa
11 MILUARÐA SVÖRT ATVINNUSTARFSEMI
SKATTRANNSÓKNASTJÓRl
og starfsfólk hans vinnur aö því að
herja á 11 milljarða króna neðan-
jarðarhagkerfi. Hann hefur fengið
fimm nýjar stöður við embættið
samþykktar af fjármálaráðherra.
Þessu lofaði Friðrik Sóphusson á
blaðamannafundi í haust, og hefur
staðið við það loforð. Skúli Eggert
Þórðarson, skattrannsóknastjóri,
sagði í viðtali við Alþýðublaðið í
gær að stöðugildum við embættið
hefði þá fjölgað á þessum síðustu og
erfiðustu tímum samdráttar úr 12 í
17, eða nærfcllt um 50%.
Skúli Eggert sagði að rannsókna-
menn einbeittu sér ekki hvað síst að
svokallaðri „svartri atvinnustarf-
VINNUVEITENDA-
SAMBAND ÍSLANDS
semi“, undanskoti frá greiðslu á virð-
isaukaskatti. Hann sagðist hafa lagt
fram við ráðuneytið einskonar sókn-
aráætlun, en í sókn gegn undanbrögð-
um frá greiðslu virðisaukaskattsins
þyrfti að kalla eftir samráði og sam-
vinnu við ýmsa aðila í þjóðfélaginu.
1 gær greindi Alþýðublaðið frá
blygðunarlausri tilraun til að stela
undan virðisaukaskatti, sem blaða-
ntaður varð vitni að um helgina. Skúli
Eggert Þórðarson sagðist þekkja
dæmi sem þessi. Því miður virtust
þeir margir sem ekki skammast sín
hið minnsta fyrir að svíkja undan
skatti.
„Ráðherra hefur tekið fast á þessu
máli og ég á von á að góður árangur
þegar umboðsmaður Alþingis
komst að þeirri niðurstöðu að þrír
fulltrúar í nýskipuðu samkcppnis-
ráðs uppfylltu ekki skilyrði sam-
keppnislaganna. I framhaldi af því
sögðu fulltrúarnir sig frá störfum
og aðrir skipaðir í þeirra stað. Nú
hefur Sighvatur Björgvinsson við-
skiptaráðhcrra ákveðið að leggja
fram stjórnarfrumvarp til laga um
breytingu á samkeppnislögum og
er frumvarpið til nteðferðar hjá
þingflokkum stjórnarfiokkanna.
Þar er lagt til að hið stranga hæfis-
skilyrði 1. málsgreinar 6. grcinar
laganna „að vera óháður fyrir-
tækjum og samtökum þeirra“ falli
niður. Jafnframt er bráðabirgða-
ákvæði þar sent gert ráð fyrir að
skipunartími núverandi sam-
keppnisráðs til fjögurra ára falli
niður. Auk þess er ákvæði þess efn-
is að samkeppnisráð setji starfs-
reglur.
A grundvelli þessarar málsgreinar
komst umboðsmaður Alþingis að
þeirri niðurstöðu að Ingibjörg Rafnar,
Magnús K. Geirsson og Þórarinn V.
Þórarinsson uppfylltu ekki þetta al-
menna skilyrði laganna.
Brynjólfur Sigurðsson prófessor
formaður samkeppnisráðs og Atli
Freyr Guðmundsson skrifstofustjóri
varaformaður ráðsins töldust hins
náist í kjölfarið", sagði Skúli Eggert
Þórðarson. Hann sagði að margir
hringdu í embættið til að tilkynna
meint skattsvik. Ekki væri þó neitt á
mörgum slíkum viðtölum að græða.
Hinsvegar væri mikilvægt að embætt-
ið hefði samband og samvinnu við
allan almenning. Nauðsynlegt væri
að hræða þá menn til hlýðni, sem
stunduðu svöit viðskipti.
M-----------------------------------
SKÚLIEGGERT ÞÓRÐARSON -
skattrannsóknastjóri herjar á 11
milljarða neðanjarðarhagkerfi og
hefur nú fengið fimni manna liðs-
auka scm kemur sér vel í baráttunni.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
vegar hæftr að mati umboðsmanns. í
framhaldi af þessu voru Snorri Jóns-
son, Þórhallur Asgeirsson og Ólafur
Isleifsson skipaðir í samkeppnisráð í
stað þremenninganna.
í áliti umboðsmanns Alþingis er
því beint til viðskiptaráðherra að
hann taki til athugunar hvort leggja
beri til við Alþingi að endurskoða
orðalag áðumefndrar hæfisreglu.
Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að
fella ákvæðið niður sem fyrr segir og
jafnframt fella niður skipunartíma
þess ráðs sem nú situr.
Verði þetta samþykkt hefur ráð-
herra því frjálsar hendur um að skipa
nýtt ráð.
Breyting á lögum um samkeppnisráð
UMDEILT HÆFISSKILYRÐI FELLT NIÐUR
— og skipunartími núverandi samkeppnisráðs sem var til fjögurra ára
ÞAÐ VAKTI MIKLA athygli
Kostnaður við lyf og lœknishjálp
Endurgreiðsla tekur
mið af árstekjum
Þeir sem hafa undir milljón í árstekjur fá endur-
greitt 90% af kostnaði umfram 36 þúsund á ári
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS hefur ákveðið að endur-
greiða 122 einstaklingum og fjölskyldum hluta af útgjöldum sínum
vegna læknishjálpar og lyfja fyrri hluta ársins. Af þeim sem fá end-
urgreitt voru 17 með yfir 50 þúsund í þennan kostnað og tveir
þeirra með yfir 100 þúsund krónur. Heilbrigðisráðuneytið hefur
ákvcðið viðmiðunarmörk vegna endurgreiðslna á læknis- og lyfja-
kostnaði.
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið gekk frá reglugerð 10. júní um
endurgreiðslu á umtalsverðum útgjöldum sjúkratryggða vegna læknis-
hjálpar og lyfja, en reglumar vom settar með heimild í nýju ákvæði í lög-
um frá Alþingi. Þar er gert ráð fyrir að Tryggingastofnun sé heimilt að
endurgreiða kostnað við lyf og læknishjálp hjá fólki sem hefur mikinn
kostnað af þeim sökum og ber í því sambandi að taka mið af tekjum og
greiðslugetu viðkomandi.
Um 500 n iTisækjentl u r
Auglýst var eftir umsóknum samkvæmt reglugerðinni og bámst um
500 umsóknir. Meðalútgjöld umsækjenda vom tæpar 22 þúsund krónur
fyrstu sex mánuði ársins vegna læknis og lyfjakpstnaðar, en útgjöld 98
umsækjenda vom innan við 10 þúsund krónur. Útgjöld 17 umsækjenda
voru yftr 50 þúsund krónur og af þeim vom tveir með yfir 100 þúsund
krónur í lyfja- og lækniskostnað.
Alls höfðu 40 umsækjendur tekjur yfir þrjár milljónir króna á árinu
1992 og vom meðalútgjöld þeirra á fyrra helming þessa árs vegna lyfja-
og lækniskostnaðar 25 þúsund krónur. Samkvæmt reglum sem settar
hafa verið fá 122 einstaklingar/fjölskyldur hluta af útgjöldum sínum
endurgreidd og em þar með sá hluti umsækjenda sem em yfir viðmiðun-
armörkum. A næstunni mun Tryggingastofnun svara öllum umsækjend-
um skriflega og láta vita um niðurstöður vegna hverrar einstakrar um-
sóknar.
Tekj uviðmiðun
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið hver skulu vera viðmiðunarmörk
vegna endurgreiðslna á læknis- og lyfjakostnaði. Þeir sem em með árs-
tekjur undir eina milljón fá endurgreitt 90% útgjalda umfram gmnn-
kostnað sem er 18 þúsund krónum í hálft ár og 36 þúsund í heilt ár. Þeir
sem em með tekjur á bilinu ein til tvær milljónir bera gmnnkostnað upp
á 30 þúsund í hálft ár og 60 þúsund í eitt ár en Tryggingastofnun endur-
greiðir 75% af umframkostnaði. Þeir sem hafa tekjur á bilinu tvær til
þtjár milljónir bera gmnnkostnað sem nemur 42 þúsundum á sex mán-
uðum og 84 þúsund á einu ári. Eftir það endurgreiðir Tryggingastofnun
60% kostnaðar. Þeir sem hafa yfir þtjár milljónir fá enga endurgreiðslu.
Tekjur miðast við árstekjur árið á undan en gmnnkostnaður miðast
við hálft almanaksár í senn. Ekki verður greidd út lægri upphæð en 500
krónur. Grunnkostnaður skal fylgja breytingum á bótum almannatrygg-
inga.