Alþýðublaðið - 17.11.1993, Side 2

Alþýðublaðið - 17.11.1993, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, BÓKAFLÓÐ & KRINGLAN Miðvikudagur 17. nóvember 1993 filMIHtíftlHB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjóm, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 ]ÓLfiBÓKfiFLÓÐ fiLÞÝtHlBLfiÐSINS MÁL OQ MENNINQ Heildarverk franska skáIdjöfiirsins Frangois Rabelais (fvUpMtÚi óý PtiMfaýutfl Fylgi Alþýðuflokksins Skoðanakannanir um fylgi stjómmálaflokkanna sem birtar hafa verið nýlega gefa ekki vísbendingum sterka stöðu Al- þýðuflokksins. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Há- skólans sem birt var um síðustu helgi sýnir, að Alþýðuflokk- urinn fengi nú rúmlega 8% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn og Kvennalistinn auka hins vegar fylgi sitt en aðrir flokkar tapa lítillega fylgi. Skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði um komandi borgarstjómarkosningar og fýlgi flokk- anna í Reykjavík er heldur ekki uppörvandi fyrir jafnaðar- menn. Þar fær Alþýðuflokkurinn aðeins 5% fylgi sem þýðir engan mann í borgarstjóm. Vissulega ber að taka skoðanakönnunum með ákveðnum fyrirvara. Lausafylgi flokkanna hefur aukist á undanfömum ámm og sveiflumar á milli skoðanakannana verða æ meiri. Engu að síður hlýtur það að vera Alþýðuflokksfólki áhyggju- efni að fylgi flokksins mælist ekki meira en raun ber vitni. Þar ber sérstaklega á að líta að samstarfsflokkur Alþýðuflokksins í ríkisstjóm, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur rétt talsvert hlut ífá fyrri skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé minna en jafnan áður. Því virðist sem jákvæð viðbrögð frá aðgerðum ríkisstjómar- innar, einkum í vaxtamálum, hafi komið Sjálfstæðisflokkn- um til góða en ekki Alþýðuflokknum. Þá er einnig athyglis- vert, að flest þau stóra atvinnumál sem nú er óðum að nást þjóðarsamstaða um, eins og veiðileyfagjald í sjávarútvegi og stóraukinn niðurskurður á ríkisútgjöldum til landbúnaðar- mála, hafa verið helstu baráttumál Alþýðuflokksins í árarað- ir. Þótt þessi erfiðu baráttumál sem hafa kostað Alþýðuflokk- inn margt á undanfömum áram og áratugum, séu nú flestöll að komast í höfn, virðist Alþýðuflokkurinn ekki njóta upp- skerannar. Ein skýringin á minnkandi fylgi Alþýðuflokksins er hin slæma og ósanngjama umræða sem Alþýðuflokkurinn hefur hlotið vegna stöðuveitinga. Það virðist vera gefíð lögmál að minni flokkar séu viðkvæmari fyrir neikvæðri umræðu en hinir stóra þar sem hagsmunatengslin era meiri og víðfeðm- ari. Ekki er heldur ósennilegt að Alþýðuflokkurinn hafí orðið fyrir meiri gagnrýni en samstarfsflokkurinn í ríkisstjóm vegna nauðsynlegs niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Alþýðu- flokkurinn fer með þau ráðuneyti sem viðkvæmust era fyrir niðurskurði, það er heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og fé- lagsmálaráðuneyti. Niðurskurður í hinum félagslega geira samfélagsins mætir iðulega mikilli gagnrýni. Fari jafnaðar- mannaflokkur með stjóm þessara ráðuneyta á niðurskurðar- tímum, jafngildir það landráðum að margra dómi. Það er vissulega ósanngjamt að dæma Alþýðuflokkinn fyrir niðurskurð ríkisstjómarinnar, ekki síst þar sem þær aðgerðir era til vamar okkar sameiginlegu sjóðum og era nú að skila árangri án þess að þurft hafí að grípa til stórfelldrar erlendrar lántöku. En hver hefur sagt að pólitík sé sanngjöm? Alþýðuflokkurinn þarf að mæta þessum andbyr af festu. Það gerir flokkurinn best með því að blása til samstöðu inn á við og móta heillega stefnu út á við. Órói og átök innan efri laga veikir flokkinn. Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í þingliði Alþýðuflokksins og ugglaust hafa ekki allir strengir enn ekki verið stilltir saman. Það er mikilvægt fyrir Alþýðu- flokkinn og framgang jafnaðarstefnunnar að full samheldni náist innan flokksins um stefnu og samstarf svo flokkurinn megi rífa sig upp úr þeirri lægð sem skoðanakannir gefa óneitanlega vísbendingu um að hann sé staddur í þessa stund- ÚT ER KOMIÐ eitt af höfuðverkum heimsbók- menntanna, skáldverkið GARGANTÚI OG PANTAGRÚLL eftír franska snillinginn Frangois Rabelais (1484-1553). Þetta cr flokkur fimm skemmtí- sagna sem löngum hafa verið settar á stall með verkum helstu höfunda mannkynsins svosem Shakespeare, Dante og Cervantes. Höfundurinn, Rabelais, var munkur, læknir, húmoristí og mannvinur. Hann var einn þeirra sem lögðu grunninn að Endurrcisn- inni á sínum tíma og margir eru þeirrar skoð- unar að hann hafi í þessu verki lagt grunninn að evrópsku skáldsögunni. Þar sem Rabelais var munkur áttaði hann sig á því að verk hans myndu verða fordæmd af kirkjunni og skrifaði því fyrstu tvö þeirra undir dulnefni. For- dæmd? Já, ástæðan þess var sú að jafnframt því sem verk hans innihéldu mikinn lærdóm og visku þá vom þau full af glettnislegum húmor og gerðu dátt grín að prestum og öðmm kirkj- unnar mönnum. Rabelais hæðist að valdapoti, mennt- asnbobbi, vanahugsun, helgislepju og hverskonar hindurvitnum og staðnaðri skólaspeki. Ekki ráðist á garðinn þar sem hanri er lægstur. Það sagði sig því sjálft að þegar loksins vitnaðist um hver höfundurinn var þá féll hann í ónáð hjá yfir- völdum þess tíma. En al- menningur var langt ffá því sama sinnis. Verk Rabelais náðu strax feiknamiklum vinsældum í Frakklandi og þaðan barst hróður franska snillingsins yfir til Eng- lands þegar þar birtust fyrstu þýðingamar á verk- um hans, uppúr 1650. Rabelais byggði sagnir sínar á gömlum furðusög- um þar sem lesandinn er leiddur inn í heim skringi- legheita og töfra hvar allt getur gerst: bam fæðist út um eyra móður sinnar, risi drekkir sex hundmð þús- und og fjórtán Parísarbúum í hlandflóði, maður leggur af stað í langferð til að leita sér kvonfangs en þorir ekki að láta til skarar skríða af ótta við að verða kokkálað- ur. Sögumar em sagðar af mikilli frásagnargleði og húmor sem fáir hafa síðan leikið efidr. Að baki glettni höfundar býr viska og snörp ádeila höfundar sem var fjölfróðari en flestir samtímamenn hans. Ádeila hans kom því illa við kaun- inn á mörgum samtíma- mönnum hans, einkum valdamönnum kóngs og kirkju. Verk Fran^ois Rabelais em háskaleg fyrir allt skoskynslaust fólk en fyrir alla aðra em þau gríðarleg veisla. Ekki að furða því þetta er „Hin stór-hrikalega ævisaga Gargantúa hins mikla - Föður Pantagrúls - Samin forðum tíð af meist- ara Alkóffíbasi uppgötvara fimmtarkjama - Bók fúll af pantagrúiisma.“ Það var Erlingur E. Halldórsson sem íslensk- aði af kunnáttusemi og Ro- bert Guillemette gerði kápu bókarinnaraf alkunnri list og smekkvísi. (Til gam- ans má geta þess að það er Rabelais sjálfur sem er á innfelldu myndinni á káp- unni.) Bókin var unnin Prentsmiðjunni Odda og er 907 blaðsfður. „Lesarar góðir, sem lesið þetta kver, leggið til htiðar rök sem fara vtiti, ogforðist hneykslun, hvað sem fyrirher; án heiftar er bókin, og ctils óspilti! Satt er að fágœtur fullkomletiánn er, en fœri gefast mörg að hlœja dátt: það mesta happ sem hjartað œskir sér, ef hryggðin slœr og tœrirykkar mátt. Hlátur er betri en harnia-tölur numns, því hláturinn er dýpst í eðti lmns." - MMMMMMMMMMMM.... ELSKIÐ ÞIÐ EKKI STÓRMARKAÐI? tna. Alþýðublaðsmynd / Einar áason

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.