Alþýðublaðið - 17.11.1993, Síða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1993, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LESTRARHESTAR & SKILABOÐ Miðvikudagur 17. nóvember 1993 Bókaklúbburinn Lestrarhesturinn — Bókaútgáfan Skjaldborg Átak tíl að auka lestur barna og unglinga Gerð hefur verið gerð könnun á lestrarvenjum barna og unglinga hér á landi — A tímabilinu 1985 til 1991 hefur bókalestur þessa hóps dregist saman um 40% — Þetta varð Skjaldborg hvatning til að stofna bókaklúbbinn Lestrarhestinn og gefa út vandað efni fyrir þennan aldurshóp — Hér er um rœða frœðslubókaflokk sem gerður er fyrir aldurshópinn 5 til 15 ára og fengið hefur heitið LIFIÐ OG TILVERAN Á SÍÐASTA ári varð allnokkur um- ræða í fjölmiðlum og víðar um lestrar- áhuga og lestrarvenjur barna og ung- linga. Kom þar meðal annars f'ram að verulega hefur dregið úr bókalestri þessa hóps og eins var bent á að vöntun væri á góðu les- og fræðsluefni. Undir forystu ÞORBJÖRNS BRODDASONAR dósents við Háskóla Islands, hefur verið gerð könnun á lestrar- venjum bama og unglinga hér á landi og kemur þar fram að á tímabilinu 1985 til 1991 hefur bókalestur þessa hóps dregist afar mikið saman, eða um allt að 40 pró- sent. Þorbjöm ályktar sem svo að þar sem þetta hrun sé svo verulegt þá sé það raun- verulegt og brýnt áhyggjuefni, hmnið geti vel verið undanfari þess að hér sé að spretta upp ólæs eða illa læs minnihluti meðal bókaþjóðarinnar. „Líílð og tilveran64 Niðurstöður þessara kannanna urðu for- ráðamönnum bókaútgáfunnar Skjaldborg hvatning til að gefa út vandað fræðsluefni fyrirþennan aldurshóp. Eftir allvíðtækar at- huganir á hentugu efni var gerður samning- ur við hið virta ítalska útgáfufyrirtæki DAMI EDITORE. Hér um ræða útgáfu á fræðslubókaflokki sem gerður er fyrir aldurshópinn frá 5 til 15 ára og fengið hefur íslenska heitið LIFIÐ OG TILVERAN. 17 bækur um ... allt Alls em bækumar í þessum flokki 17 talsins og fjallar hver þeirra sjálfstætt um eftirtalda þætti: Plöntur og gróður jarðar; Dýraríkið; Risaeðlur; Hafið; Jörðin; Uppgötvanir; Himininn og stjörnurnar; Mannslíkaminn; Sagan; Húsdýrin; Dýrin í náttúrunni; Ferðalög; Listir; Tónlist; --------------------------------► I.ESTRARHESTUR? Þaö getur reynst æsku- fólki nútímans sárara en tárum taki aö vera illa læs eða ólæs þegar fram í sækir í lífinu. Bókaútgáfan Skjaldborg leggur sitt af mörk- um til að auka lestur íslenskra barna og ung- linga og gefur nú út vandaðan fræðslubóka- llokk LIFID OG TILVERAN fyrir aldurshóp- inn 5 til 15 ára. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Matreiðsla; Mannasiðir; Þjóðsögur og þjóðtrú. Svalar forvitni Ákvörðun Skjaldborgar að bjóða þennan fræðslubókaflokk í áskriftarklúbbi, sem heitir LESTRARHESTURINN, byggist á því að ná fram hagkvæmni sem U'yggði lægsta verð til kaupenda. Bækumar em þýddar aí Óskari Ingi- marssyni en höfundar efnis em ýmsir sér- fræðingar hver á sínu sviði. Þær em ýmist 48 eða 96 blaðsíður og er verð hverrar bók- ar aðeins 1300 krónur. Með útgáfu fræðslubókallokksins LÍFIÐ OG TILVERAN hér á landi væntir útgáfan þess að bætt verði úr úrvali bóka sem sér- staklega er ætlað bömum og unglingum. Lögð er áhersla á efnisval sem er fræðandi og vekur forvitni lesandans. Bókaklúbburinn LESTRARHESTUR- INN leitast við að höfða til forráöamanna bama og unglinga því það er jú þeirra að eiga fmmkvæðið að kynna börnum sínum góðar bækur og hvetja til aukins bókalest- urs. Nóvembertilboð WaUVA 486/33DX Local BUS t með öflugum búnaði 200 MB diskur 4 MB innra minni 256K cache 14" SVCA lággeisla litaskjár S31Mb skjáhraðall 2 raðtengi, 1 hliðtengi og leikjatengi DOS 6.2, Windows 3.1 og mús á aldeilis ótrúlegu verði Greiðsluskilmálar Giitnis d) qb Ej^ - Aðeins 139.966,- Komdu í verslun okkar eða hringdu í sölufólkið og fáðu nánari upplýsingar. kr. stgr. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.