Alþýðublaðið - 17.11.1993, Page 8

Alþýðublaðið - 17.11.1993, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HPWIÍIMIIII Miðvikudagur 17. nóvember 1993 Skip frá Jyrrverandi Júgóslavíu Gerð upp- tækleiti þau hafnar hérlendis SKIP í EIGU lýðvetda fyrr- verandi Júgóslavíu eru ekki vel- komin í íslenskar hafnir, þau ber að gera upptæk, samkvæmt ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 1991. Hannes Valdimarsson, hafnar- stjórinn í Reykjavík, sagði að væntanlega þyrfti aldrei til slíkra aðgerða að koma. Júgóslavnesk skip leggi leið sína nánast aldrei til íslenskra hafna og hafa ekki lengi gert. Hafnarstjómir um allt land hafa hinsvegar fengið bréf samgöngu- ráðuneytisins varðandi skip þessi, ásamt lista yfir nöfn þeirra, og hafa verið beðnar um að láta listann liggja frammi hjá hafnarverði. Ráðstöfun þessi mun aðallega tilkomin vegna óvissu um trygg- ingar og ábyrgðir vegna skipa frá ríki sem á í stríði. Samtök herstöðvar- andstœðinga LANDSRÁÐ- STEFNA -OPIÐ MÁLÞING LANDSRAðSTEFNA Sam- taka herstöðvarandstæðinga (SHA) verður hatdinn næstkom- andi laugardag, 20. nóvember, í Félagsheimili heyrnarlausra að Klapparstíg 28, II. hæð, og hefst kiukkan 10 árdegis. Fyrir hádegi er á dagskrá skýrsla formanns SHA, Sigþrúðar Gunn- arsdóttur, og skýrsla gjaldkera, einnig aðalfundarstörf og almennar umræður ásamt kjöri ályktunar-, verkefna- og uppstillinganefndar. Klukkan 12.30 verður gert hádeg- ishlé. Eftir hádegi, klukkan 13, verður opið málþing um „Heirnsmálin, herstöðvar og umhverfi“. Frum- mælendur verða Albert Jónsson, deildarstjóri utanríkismála í forsæt- isráðuneytinu, Sveinn Rúnar Hauksson læknir og Einar Valur Ingimundarson umhverfisverk- fræðingur. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður. Þar sitja fyrir svörum: Össur Skarphéðins- son umhverfisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingiskona, Agnes Bragadóttir blaðamaður og það er Arnþór Helgason deild- arstjóri sem stjómar umræðunum. Klukkan 16 lýkur málþinginu og við tekur lokaumræða, afgreiðsla ályktana og kjör miðnefndar SHA. Kodak-framköllunarþjónustan sendir spilliefni til viðurkenndrar eyðingar Of margir hella eitrinu í niðurföll EITUREFNI frá framköllunarfyrir- tækjum eru talin hafa skilað sér treglega til þeirra ábyrgu aðila sem ganga eiga frá þeim endanlega. Nú hefur Kodak Ex- press gæðaframköllunarhópurinn, fyrir- tæki sem bjóða þjónustu allt kring um landið í umboði Hans Petersens hf., tekið sig saman um skil á spilliefnum þessum. Umræðan um umhverfisvemd verður sí- fellt fyrirferðarmeiri og fólk gerir sér sífellt betri grein fyrir því að forðast ber á allan hátt að skaða umhverfi sitt með óæskilegum úrgangi. Fyrirtæki í framköllunariðnaði sem og dagblöð, tímarit og aðrir sem stunda fram- köllun á myndum, hafa til þessa bmgðist við þessari umræðu með mismunandi hætti. Vitað er að efni frá mörgum hveijum renn- ur eftir niðurfallinu til sjávar og veldur þar án efa umhverfisspjöllum. I framköllunar- vökva er meðal annars að finna eitrað efni, hýdrókínon, sem er hvítt kristallað efni, sem getur valdið tjóni á augum og húð. Kodak Express hópurinn hefur um skeið sýnt þá ábyrgð að skila notuðum framköll- unarvökvum til viðurkenndra aðila, sem annast um að ganga tryggilega frá þeim. Þetta hefur talsverðan kostnað og óþægindi í för með sér, ekki síst fyrir framköllunar- iyrirtæki úti á landsbyggðinni. Verslanir Hans Petersen hafa skilað vökvunum síðan í febrúar. Kringlan, Sími689955 Vörur fyrir alía Faxafeni v/Suöuriandsbraut, Sími 6840 20

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.