Alþýðublaðið - 26.11.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 26.11.1993, Page 3
Föstudagur 26. nóvember 1993 Æ, ég er bannsettur Út eru komin hjá Máli og menningu Ljóðmœli Hrólfs Sveins- sonar. Þetta er fyrsta bók höfundar seni einkum er kunnur fyrir að standa uppi f hárinu á Helga Hálfdanarsyni í langlífum blaðadeil- um um alla skapaða hluti. Undirtitill bókarinnar er: Mikið magn af limrum, og á bókar- kápu er því haldið fram fullum fetum að um só að ræða andleg ijóð og veraldleg, grafljóð og sorgíirkvæði, söguijóð, ástarljóð og kveðskap um heimspekileg efni. Mörður Ámason, scm kynntur var sem æskuvinur Hrólfs, las úr bókinni í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldið. Ekki var annað að heyra en skáidskapur Hrólfs félli í góðan jarðveg. Hér á eftir fara þrjár af limrum Hrólfs Sveinssonar: Geðflækja Stra Sœfinnur homtni var sjálfstœðismaður og konimi; eý' hann fékk sér eintt skakkan í felum, þá drakk blöndu af bleki og romtni. Kimtrulást fiann Bjössi, se/n kyssti Boggu á vör brúkar í ástum handtök snör og ekkert hik, eftir augnablik hafði’ hann elskað hana úr hverri spjör. Ég, Mrólfur Sveinsson Æ, ég er bannsettur hjálfi setn bruðlað hef eigin sjálfL „í hvað gazt þú eytt því sem aldrei var neitt?“ spyrfrcendi minn ffelgi ffálji. Eg þckkti mann sem var snillingur í að lcika gamla hunda úr Vopna- firði...“ Gyrðir Elíasson vann hug og hjörtu áheyrenda með upp- lcstri úr nýju smásagnasafni, Tregahominu. Leikarahjónin Helga Bachmann og Helgi Skúlason vom mcðal áhcyr- enda í Þjóðlcikhúskjallaranum, ásamt dótturinni Helgu Völu. Heiga Vala las skemmtilegan kafla úr smásagnasafni Sindra Freyssonar, scm Forlagið gefur út. Húsfyllir. Góð stemmning ríkti í Þjóðleikhúskjallaranum og greinilega er mikill áhugi á nýjum íslenskum skáldskap. Alþýðublaðsmyndir/Einar Ólason Forlagið og Mál og menning Húsfyllir á skáldakvöldi Um þrjú hundruð manns sóttu vel heppnaða bókmennta- kynningu Forlagsins og Máls og menningar í Þjóðleikhús- kjallaranum á miðvikudagskvöld. Lesið var úr nítján nýj- um íslenskum skáldverkum sem geyma ýmist smásögur eða skáldsögur. ____BOKAFLOÐ__________alþýðublaðið 3 „BÓKMENNTAÁHUGI ungs fólks að aukast“ - segir Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar sem gefur út um 150 titla á árinu „Það liggur að öllum líkindum þegar fyrir hver er metsölubókin í ár. Sálfræðibókin sem við gáfum út í vor hefur selst í rúmlega tíu þús- und eintökum,“ segir Halldór Guð- mundsson útgáfustjóri Máls og menningar í spjalli við Alþýðublaö- ið. Til samanburðar nefnir hann að metsölubækur síðustu jólavertíðar seldust í um það bil fimm þúsund eintökum. Mál og menning er stærsta bóka- forlag landsins og gefur á þessu ári úti í kringum 150 bækur. Halldór segir að innan forlagsins hafi verið tekin sú ákvörðun að draga ekki saman seglin þrátt fyrir erfiða tíma, á hinn bóginn sé kappkostað að hafa útgáfuna sem fjölbreyttasta. ,Jig hef lengi verið þeirrar skoðun- ar að ekki sé hægt að reka forlag sem einvörðungu gerir út á jólavertíðina. Þá þurfa menn að lifa í tólf mánuði á tekjum tveggja vikna. Við gefum út smábækur, klúbbbækur og kennslu- bækur svo nokkuð sé nefnt; og sumar verða gjafabækur í vor. Utgáfa okkar dreifist yfir allt árið þótt vissulega sé bóksalan mest í desembcr." Þegar Halldór er spurður um metn- aðarfyllstu bók Máls og menningar á árinu vefst honum tunga um tönn, enda af nógu að taka. „Eg verð að nefna að minnsta kosti fjórar bækur: Sögu daganna eftir Áma Bjömsson, Gargantúa og Panta- grúl eftir Frangois Rabelais og Sál- fræðibókina; og okkur tókst að koina út öðm bindi Islenskrar bókmennta- sögu. Fyrsta bindið kom út í fyrra en undirbúningur að þessu mikla riti hef- ur staðið ámm saman.“ Ekkert fórlag sinnir nýjum íslensk- um skáldskap í jafn ríkum mæli og Mál og menning. Halldór er spurður hvað forlagið hafi að leiðarljósi í þeim efnum. „Fyrst og fremst reynum við að hafa gæðin að leiðarljósi. Við sýnum líka höfundum okkar tryggð og höld- um áfram að gefa verk þeirra út eftir Halldór Guðmundsson við stafla af verðandi jólapökkum: „Óneitanlega óþægi- lcg tilfinning að örlög bóka skuli ráðast á tveimur vikum.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason gefandans er vitaskuld sú að honum sjáist yfir talentið, rétt eins og þegar T.S. Elliot hafnaði Dýrabæ Orwells! Okkur berst hins vegar aragrúi hand- rita: Á þessu ári skoðuðum við yfir hundrað aðsend og óumbeðin handrit og hugmyndir að bókum.“ En er ekki svo, að tiltölulega fáir nýir höfundar hafa komið fram á sjónarsviðið síðustu árin? , Jú, það er rétt. Héma hjá okkur er hinsvegar þröng á þingi; við emm með marga íslenska höfunda fyrir. Oft berast okkur hlutir sem eiga fullt erindi á prent en við höfum hreinlega ekki tök á að gefa út. Hvað varðar unga höfunda þá hef ég á tilfinning- unni að von sé á nýrri bylgju í kjölfar vaknandi bókmenntaáhuga ungs fólks. Uppatískan og hin eilífa sæla líkamsræktarstöðvanna er farin að láta á sjá. Ungt fólk hefur áhuga á bókmenntum eins og glögglega kom í Ijós á bókmenntakynningu Máls og menningar og Forlagsins í Þjóðleik- húskjallaranum. Þar var mjög mikið af ungu fólki. Samkvæmt öllum lög- málum mun aukinn áhugi geta af sér nýja höfunda." En hvemig líður útgáfustjóra stærsta bókaforlags landsins þegar flóðbylgja jólabókaflóðsins er að dynja yfir? „Mér finnst ein tilfinning alltaf jafn merkileg," segir Halldór. „Nú koma út bækur sem menn hafa unnið að síð- asta árið, eða jafnvel í mörg ár. Og það er alltaf jafn einkennileg og óneit- anlega óþægileg tilfinning að örlög þeirra skuli ráðast á tveimur vikum." Hvað sem þvf líður er Halldór bjartsýnn á góð bókajól: „Annað er ekki hægt. Eftir svona velheppnaða bókakynningu hlýt ég að vera bjartsýnn. Það sýndi að það er umtalsverður áhugi á bókmenntum. Eg vona að okkur takist mæta þessum áhuga, og uppfylla þær vonir og kröf- ur sem fólk gerir." að þeir em komnir til okkar. En við finna nýja höfúnda sem skrifa vel og höfum líka mjög gaman af því að frumlega. Hin mikla martröð bókaút- - U.J Umsögn um íslenskt skáldverk: FLUGMANNSÆVI eftir Þorstein Jónsson flugstjóra FLUG OG FLOTTHEIT Þorsteinn Jónsson flugmaður skrif- ar léttan, hraðan og áferðarfallegan stfl. Hann skrifar ævisögu á þann hátt að engum dylst að þar fer ævintýra- maður en ekki dæmigerður flugmað- ur í áætlunarflugi. Þorsteinn er ekkert að skafa utan af hlutunum. Hann við- urkennir ýmsan mannlegan breysk- leika sinn, kvennaför og gleðskap, og einnig ýrnsa þá fiugmennsku sem eft- ir á að hyggja mun vera talin fremur gálaus. I fyrra var bók Þorsteins um æsku- árin í Reykjavík og stríðsárin hjá kon- unglega enska flughemum (RAF) metsölubók. Sú bók fékk góða dóma í Alþýðublaðinu og víðar. Seinni bók- in, Viðburðarík jlugmannsœvi, er ekki síður skemmtileg aflestrar. Þar fjallar Þorsteinn um það sem tók við þegar stríðinu lauk. Ekki kemur á óvart þótt þessi bók blandi sér barátt- una um mestu sölu fyrir þessi jól. Flugmannsævi Þorsteins hefur ver- ið um margt sérstök og óhefðbundin. Hann sinnti lítið sem ekkert venju- bundnum og viðburðalitlum skyldum farþegafiugmannsins á „mjólkurrút- unni“ sem kölluð er. Hann tók til við að fljúga innanlands fyrir Flugfélag íslands hf. á árdögum þess flugs. Á þeim tíma flugu menn aðallega sjón- fiug, ekki var nútíma tækni fyrir að fara og aðallega stuðst við veðurlýs- ingar bænda á flugleiðinni áður en lagt var upp. Síðan tók við fyrsta millilandaflug félagsins, sem Þor- steinn tók ennfremur þátt í. Munaðarlíf flugmanna Þorsteinn lýsir launabasli flug- manna og finnst, eins og flugmönn- um yfirleitt, að íslenskir flugmenn hefðu átt rétt á sömu launum og koll- egar þeirra í öðrum löndum, líklega einir stétta! Þetta launaþras sem Þor- steinn tók þátt í sem „verkalýðsfor- ingi“ varð til þess að hann yfirgaf hólmann í þriggja ára fríi frá vinnu- veitanda sínum og hélt til starfa í belgíska Kongó. Einnig þar var flug- starfsemin nokkuð frumstæð og lend- ingarskilyrði víða hættuleg, en launin góð. Lýst er lífi flugmanna þar í landi og virðist golf, barlif, veiðiskapur og annar munaður hafa fyllt upp í tóm- leika dagana milli flugferða. Verður raunar ekki annað séð en að tóm- stundir flugmannsins séu margar og vel nýttar. Síðan liggur leiðin heim, þegar innfæddir hafa varpað af herðum sér oki Belgíumanna. Þorsteinn er þá „lánaður" til Loftleiða, auk þess sem hann er meira ög minna í flugi á Grænlandi og eru frásagnir þaðan sér- lega skemmtilegar, enda landið Þor- steini mjög hugleikið. Stríðið í Biafra Þorsteinn lýsir nokkuð tildrögum þess að honum og félaga hans er sagt upp störfum hjá Flugfélagi íslands eftir furðulega og óafsakanlega uppá- komu sem varð við komu fyrstu ís- lensku farþegaþotunnar hingað til lands undir lok sjöunda áratugarins. Hér verða skil milli þeirra flugstjór- anna tveggja, enda sitthvað gæfa og gjörvileiki. Annar leiðist út í hörm- ungar, en Þorsteinn hverfur til Hol- lands og tekur að starfa hjá félagi þar í landi við að stjóma loftbrú frá Sao Tome til hins stríðshrjáða Biafraríkis. Vann Þorsteinn þar sannarlega rnikið þrekvirki ásamt flugmönnum fjöl- margra þjóða, þar á meðal ntargra ís- lendinga. Undirritaður hefur það eftir Ijölmörgum sem málið þekkja að þar hafi Þorsteinn unnið ótrúlegt afrek, en santtarlega er hann ekki að hælast yf- ir þvt' í bókinni. Lokakafli bókarinnar er um störf Þorsteins hjá nýstofnuðu fyrirtæki, Cargolux, og flug þess vítt um veröld, allt þar til höfundurinn lætur af störf- um eftir langa og um flest farsæla flugmannsævi. Engin hetjuímynd Eins og fyrr segir er þessi bók snyrtilega skrifuð. Stfllinn er greini- lega höfundar, dálftið kæmleysisleg- ur, en einlægur svo af ber. Þorsteinn er ekki maður sem reynir að móta sér hetjuímynd. Öðru nær. Hann nálgast persónu st'na jafnvel á fremur ónær- færinn hátt og gagnrýnir margargerð- ir sínar. Að langmestu leyti er tjallað um flug og flugmenn í bókinni, en margir koma þó við sögu, frægir menn jafnt sem aðrir minna kunnir. En einnig er rætt um einkamálin, - þrjú hjónabönd, framhjáhöld og drykkju. Skemmtileg er lýsing hans á samskiptum við Ólaf Thors, tengda- föður númer tvö. Bókin greinir frá ótrúlega mörgum og merkilegum uppákomum sem urðu í lífi Þorsteins frá 1947 fram undir þennan dag. Það er engan dauð- an punkt að finna. Frásögnin er hröð og engin lognmolla. Aðalstyrkur höf- undar er einlægni hans og heiðarleiki í frásögninni. Af öllum þeim aragrúa flugmannabóka sem undirritaður hef- ur lesið er Þorsteinn langbestur. Hef- ur hann enda frá mun fleiru að segja en aðrir flugmenn þessa lands. Ljóst er að Þorsteinn er mikill flugmaður, sérstaklega þcgar óhefðbundið flug er annars vegar, þegar erfiðleikar koma upp, og menn verða að reiða sig á sjötta skilningarvitið í baráttu við óút- reiknanleg náttúruöfl. - Jón Birgir Pétursson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.