Alþýðublaðið - 02.12.1993, Side 1

Alþýðublaðið - 02.12.1993, Side 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Vandamál blaðakosts Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins - Gífur- legar skuldir í Landsbankanum - Ný og ný fyrirtœki taka við útgáfustarfsem- inni - Tímasprengja við Hverfisgötuna - Nú vill Alþýðubandalagið gera VIKUBLAÐIÐ DAGBLAÐ VIKUBLAÐIÐ vill að Al- þýðubandalagið reiði fram 5 til 10 milljónir króna til að styðja við rekstur blaðsins. Þetta kom fram á landsfundi Alþýðu- bandalagsins um síðustu helgi. Svo virðist sem nokkurt tap hafi orðið á rekstri Vikublaðs- ins. Til að bjarga málum er hugmyndin að auka útgáfu- tíðnina, gcfa blaðið út 3-4 sinn- um í viku, það verði dagblað. Sérstök nefnd, svokölluð flokksstarfsnefnd sem starfaði á aðalfundi Alþýðubandalagsins telur að stefna skuli að áfram- haldandi útgáfu Vikublaðsins og felur framkvæmdanefnd llokks- ins jafnframt að íhuga möguleika á að gefa blaðið út oftar í viku hverri. Nefndin telur að efla þurfi tjárhagsstöðu Vikublaðsins. Einnig er bent á að aðeins helm- ingur flokksmanna kaupi blaðið. Fráfarandi gjaldkeri sagði á landsfundi að blaðið „stæði í raun undir sér“ en hinsvegar að bæta þyríti fjárhagsstöðuna um 5-10 milljónir króna. Þetta mun þýða að Vikublaðið hefur verið rekið með nokkm tapi. Vandséð er hinsvegar að ntargra mati hvemig staðan lag- ast með þvf að fjölfalda vanda- málið með þremur eða fjómm út- komum í viku. Tímanum og Mótvægi hf. var gefið langt nef á landsfundi Al- þýðubandalagsins. Að dómi flokksstarfsnefndar er ekki talinn gmndvöllur til þátttöku flokksins í því fyrirtæki eins og í pottinn er búið. Alþýðubandalagið sé enn- þá jákvætt í garð þeirrar tilraun- ar. Aðstandendur félagsins verði hinsvegar að sýna fram á að þar geti starfað traustur og starfshæf- ur meirihluti. En eins og kunnugt er virðast þeir félagar Olafur Ragnar og Svavar Gestsson vera að tapa persónulegum fjármun- um á þátttöku í þeirri útgáfu. Útgáfumál Alþýðubandalags- ins og Framsóknarflokksins em því í hinu mesta klúðri. Eitt fyrir- tækið tekur við af öðm. Gamli Þjóðviljinn er allur, Vikublaðið á í erfiðleikum, og allir vita um til- raun Tímans, sem tifar nú eins og tendmð tímasprengja við eina aðalumferðargötu borgarinnar. Heimildir Alþýðublaðsins segja að hjá Landsbanka Islands sé pottar fullir af skuldasúpu þessara tveggja aðila, trúlega samanlagt á þriðja hundrað millj- ónir. Þetta eru afleiðingar ævin- týra Þjóðviljamanna í hinum ýmsu útgáfufyrirtækjum, - og Tímans og Nútímans, einnig undir hinum ýmsu nöfnum og nafnnúmerum. Viðskiptavinir Landsbankans undrast margir að ekki skuli gengið fastar eftir greiðslum hjá stjómmálaflokkum þessum, sem alfarið bera ábyrgð á skuldunum, enda venja bankans að ganga hart fram í slíku við venjulegt fólk. Bankamenn bera því hins- vegar fyrir sig að þeir hafi „- ábyrgð“ í höndum, þar sem er ríkisstyrkur sem merktur er dag- blöðunum. Mat kunnugra er að það verði að teljast afar ótrygg ábyrgð. Málamiðlun um kvóta á Alþingi — sagði Össur Skarphéðinsson á fundi FFJ á Kornhlöðuloftinu Ýmislegt bendir til þess að hægt sé að ná sæmilegri sátt um stjórnun fisk- veiða á Alþingi, þannig að kvótakerfið verði áfram að minnsta kosti næsta fiskveiðiár og veiðiheimildir króka- leyfisbáta verði auknar. Þetta kom meðal annars fram í máli Össurar Skarphéðinssonar umhverfísráðherra á afar fjölmennum fundi Félags frjáls- lyndra jafnaðarmanna á Kornhlöðu- loftinu í fyrrakvöld. Össur og Þröstur Ólafsson gagnrýndu mikið kvótabraskið sem átt hefur sér stað í núverandi kvótakerfi, og sagði Þröstur það dæmi um mikið siðleysi þegar kvóti væri seldur inn- an sörnu útgerðar þannig að það kæmi niður á hlut sjómanna. Þeir töl- uðu báðir með veiðileyfagjaldi. Stuðningur við það kom einnig úr óvæntri átt þegar Brynjólfur Bjamason framkvæmdastjóri Granda hf. lýsti því yfir að veiðileyfagjald kæmi til greina. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason mmmm.mmm.mmmm % r HANSKAR I GJAFAUMBUÐUM HERRAHANSKAR: meö prjónafóðri HERRAHANSKAR: meö prjónafóöri (svínaskinn) HERRAHANSKAR: meökanínufóöri HERRAHANSKAR: meö lambaskinnsfóöri HERRAHANSKAR: meö akryl loöfóöri (kínverskir) HERRAHANSKAR: meö prjónafóöri (kinverskir) HERRAHANSKAR: meö kanínufóðri (kínverskir) HERRAHANSKAR: meölambaskinnsfóöri (kínverskir) HANSKAR I GJAFAUMBUÐUM DÖMUHANSKAR: meö prjónafóöri randsaumaöir DÖMUHANSKAR: meö prjónafóöri (svlnaskinn) DÖMUHANSKAR; meö prjónafóöri DÖMUHANSKAR: með silkifóðri DÖMUHANSKAR: meðkaninufóðri DÖMUHANSKAR: meö lambaskinnsfóöri DÖMUHANSKAR: meðprjónafóðri(kínverskir) DÖMUHANSKAR: með lambaskinnsfóðri (kínverskir) f'ýflúlávötðuitujl, IOIýfbjlfaiÁ, ffimi 15814 immmmmmmmmm mmmmmmmmmtm.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.