Alþýðublaðið - 03.12.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 03.12.1993, Page 3
Föstudagur 3. desember 1993 BOKABLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 BÓK6C1MSÖGN fiLÞÝÐUBLfiÐSINS PERLUR OG STEINAR eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Kjarkur sem aldrei bregst Jóhanna Kristjónsdóttir hefur skrifað merkilega bók. Hún sýnir mikinn kjark og dirfsku þegar hún skrifar og gefur út bók um hjónabands- ár sín með skáldinu Jökli Jak- obssyni, tólf ljúfsár ár með gáfuðum snillingi og ungum börnum þeirra þrem. Við vit- um að Jóhanna er raungóð kona og sannkölluð hetja sem barist hefur við lausn ýmissa verkefna með ótrúlegum ár- angri. Hvað á þetta að þýoa? Það þarf vissulega kjark til að opinbera einkalíf sitt með þeim hætti sem hér hefur verið gert. Areiðanlega munu margir hneykslast á því að svo sé gert. Nú þegar hefúr undirritaður heyrt setningar eins og Hvað á þetta að þýða að segja fólki frá öllu þessu? Já, hvað á það að þýða? Lýsingar Jóhönnu á eigin- manni sínum, lífi þeirra saman, ijölskylduhögum, bömum, vin- um og vandamönnum, er afar hreinskilin frásögn. Þar er áreið- anlega fátt látið kyrrt liggja og kemur margt þar á óvart. Eflaust hefur Jóhanna þurft að íhuga það lengi hvort hún ætti að gefa út þessa sögu. En kjarkurinn hefur ekki brugðist henni. Og bókin á vissulega erindi við margt fólk. Jökull Jakobsson var brokk- gengur í einkalífinu, ljúfur drengur í augum þeirra sem hon- um kynntust, en afar veikur fyrir víni og konum. Snilligáfan leyndist fæstum, en það var eins og hann ætti oft erfitt með að leysa hana úr læðingi. Snillingar eru fágætir og ekki lekur rit- snilldin látlaust úr penna góðs skálds. Eftir Jökul liggja hins- vegar nokkur prýðisgóð ritverk, leikrit, smásögur og skáldsögur. Einnig prýðis blaðamennska. Þau hefðu eflaust getað orðið fleiri og kannski betri verkin hans, ef lífemið hefði verið reglusamara. Drykkjusýkin og þolendurnir Þessi bók Jóhönnu Kristjóns- dóttur leiðir lesandann inn í heim sem fæstir þekkja af eigin raun. Heim ljölskyldu sem á við að stríða mikið mein, alkóhólis- mann, sem svo er kallaður í dag. Á þessum ámm var fátt um Iækningar á þessum sjúkdómi og í raun niðrandi fyrir mann að þurfa að leita inn á Klepp til að fá bót meina sinna. Fyrir undir- Jóhamut Kristjónsdáttir rimðum var það nýtt sjónarhom, að lesa um alkóhólistann séðan með augum eiginkonunnar, þol- andans. Þær lýsingar sem upp em dregnar em ógnvekjandi og sorglegt dæmi um það hvemig sjúkdómur eins leggst á íjöl- skylduna alla. Ást við fyrstu sýn Afar ung hitti Jóhanna vænt- anlegan eiginmann sinn á Adl- on, kaffistofu listamanna að Laugavegi ellefú, sem þeir fé- lagar Silli og Valdi ráku í eina tíð. Hún sextán, hann tuttuguog- þriggja og lífsreyndur maður. Af beggja hálfu var þetta ást við fyrstu sýn. Ári síðar vom þau gift og innan við tvítugt var hún orðin tveggja bama móðir. Ljóst er af bókinni að Jökull hefur treyst hinni ungu eiginkonu sinni í hvívetna. Hann var henni um margt háður, ekki bara í hinni eiginlegu lífsbaráttu, held- ur var hún einnig ráðgjafi og vinur við ritstörfin. Hún jarð- bundin, hann draumóramaður. Þegar ástin fjarar út Bókin Perlur og steinar segir frá því hvemig áfengissýkin leiðir til illra hluta í sambúðinni. Smám saman grefur sjúkdómur- inn sig um fjölskylduna alla, eiginkonu og böm. Fjarvera eig- inmannsins frá heimilinu sólar- hringum saman er beinlínis orð- in öllum Iéttir. Ástin fjarar út og við tekur fyrirlitning og fjand- skapur, eilíft nudd og nag út af nánast hveijum hlut. Líf þeirra Jóhönnu og Jökuls saman í nærri tólf ár er lagt fyrir dóm lesandans. Frásögnin er hvort tveggja í senn, hugljúf þegar allt er í góðu gengi og ógnvekjandi þegar áfengisdjöf- ullinn kemst á kreik, og það ger- ist allt of oft. Undirritaður er með þeim ósköpum gerður að eiga erfitt með að nasa um of af einkamál- um annarra og vill síður liggja á skráargötum. Með því að lesa þessa bók Jóhönnu Kristjóns- dóttur verður þó ekki vikist und- an því að fá vitneskju um ýmsa afar nærgöngula hluti úr per- sónulegu sambandi tveggja þjóðkunnra persóna, sem og vina þeirra og vandamanna. En Jóhanna skrifar bókina af mikl- um heiðarleika og yfirleitt af smekkvísi, þó ekki í öllum til- vikum. Henni hefur tekist að skapa sögu sem á erindi til fólks. Jón Birgir Pétursson. Heimreið Hundarnir létu sem ég vœri móðir þeirra. Og bróðir. Þó þekkti ég þá ekki. Eg gekk eftir þessum vegi tilað hitta þig. Tungur þeirra tóku á móti mér. Og loppur. Ég þekkti þá ekki. Taska mín var ekki þung. Aðeins landakort og ást. Gjöfsem ég œtlaði að gefa. Við anddyri húss þíns biðu mín börur. Þetta ljóð er úr bók Kristínar Óniars- dóttur, þerna á götnlti veitingahúsi, sem nýverið kom út hjá Máli og menn- ingu. Kristín (f. 1962) er eitt athyglis- vcrðasta skáld sinnar kynslóðar. Hún fer ævinlega eigin leiðir, enda frumlegt skáld að upplagi. Kristín notar einatt hversdagsleg orð en nær að magna úr þeim galdur sem lætur fáa ósnortna. Barna- og unglingabœkur frá Fróða Spor i myikri Þorgríms Þráinssonar Auk þess sögur eftir Jónínu Leósdóttur og Helgu Möller og Spennandi spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna Þorgrfmur Þráinsson átti tvær mest seldu bækur síðasta árs og nú er komin út sjötta bók þessa vinsæla höfundar. Bókin heitir Spor í myrkri og fjallar um sex unglinga sem dvelja í eyðibýli á Snæfellsnesi um verslunar- mannahelgi. Þetta eru lífsglaðir og kátir krakkar, fullir ei'tir- væntingar og tilhlökkunar. En ferðin á eftir að taka óvænta stefnu og krakkarnir lenda í al- varlegri og dulmagnaðri at- burðarás sem þeir gátu engan veginn séð fýrir. Hlátur breytist í grátur og stríðni í skelfingu þegar krakk- arnir átta sig á því að saga húss- ins tengist voveiflegum atburð- um. Þegar unt líf og dauða er að tefla verða ástamál og ósætti að víkja fyrir sameiginlegri baráttu við óvænta gesti. Það reynir vcrulega á vináttu og samheldni krakkanna og þeir verða sam- eiginlega að leggja fram alla krafta sína til þess að sigrast á vandamálunum sem við er að etja. Inn í söguna fléttast síðan atvik frá æskuámm krakkanna þarsent hver hefur sína sögu að segja. Fyrsta skáldsaga Jónínu Leósdóttur Sundur og saman er heiti fyrstu unglingabókar Jónínu Le- Þorgrímur Þráinsson. Skrifar um ungan vinahóp sem dvelur á eyði- býli yfir verslunarmannahclgi þegar válegir atburðir fara að ger- ast... ósdóttur, en hún er alkunn fyrir blaðantennsku og ritstörf. Sögu- hetjur bókar Jónínu hafa lokið gmnnskólanánti og er að hefja nám í menntaskóla í Reykjavík. Það em vitanlega töluverð við- brigði og hefur ýmis vandamál í för með sér. Aðalsöguhetjan, Birna. er nýflutt utan af landi með föður sínum og bróður og margt í borgarlíftnu og um- hverfmu erhenni framandi. Hún er þó fljót að aðlagast breyttum aðstæðum og eignast góða vini í Jónína Leósdóttir. Fyrsta skáld- verk hcnnar fjallar um unglinga á krossgötum í lífinu... skólanum, Heimi og Hildi sem mynda „þremenningaklíkunna" með henni. En þótt skólalífið sé skemmtilegt og ýmislegt spenn- andi gerist þar í samskiptum við aðra nemendur og kennara er líf unga fólksins þó ekki áhyggju- laust. Bima hefur áhyggjur af sambandi foreldra sinna og hugsar oft til gömlu félaganna fyrir norðan. Hildur á einnig við erfiðleika að etja sém félögum hennar gengur illa að koma auga á og skilja. Ljúfsár ást er að kvikna hjá unga fólkinu og því fylgja ýmsar spumingar, hugsanir og vandamál. Ásta- málirt köma einnig við sögu hjá eldri söguhetjum sem ganga hreinna til verks í sínum málum. Spennandi spurningakeppni Spennandi spumingakeppni er heiti á bók sem áreiðanlega á eftir að vekja lukku í jólaboðun- um. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson, og er Spennandi spumingakeppni er hagað þannig að hún hentar vel fyrir alla aldurshópa. Bókinni er skipt í nokkra efnisflokka þann- ig að keppendur geta valið sér spurningar eftir áhugasviði. Þá em spumingamar þannig að vel hentar að leggja þær fyrir-tvö lið eða tvo einstaklinga sem keppa því jafnan em tvær spurningar í senn sem sncrta áþekkt efni og em álíka þungar. Uppbygging bókarinnar er með þeim hætti að auðvelt er fýrir þann sem stjómar leiknum að hafa svörin á reiðum hönd- um, og skera úr um réttmæti svara. Spumingar ern á vinstri síðu bókarinnar og svörin við þeim á hægri síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.