Alþýðublaðið - 03.12.1993, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 03.12.1993, Qupperneq 8
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BOKABLAÐIÐ Föstudagur 3. desember 1993 BÓKfKIMSfK5NIR fiLPÝÐCJBLfiÐSINS Sá kuldi sem kallaður er þjóðfélag Einar Már Guðmundsson Englar alhcimsins Aimenna bókafélagið 1993 í nýrri skáldsögu, sem áreiðan- lega mun vekja mikla athygli, ferð- ast Einar Már Guðmundsson um dimma dali geðveikinnar; sýnir les- endum veröld sem flestum þykir trúlega framandi og ógnvekjandi. Sögumaðurinn heitir Páll og les- endur fá snemma að vita að hann er kominn yfir móðuna miklu þegar sagan er sögð. Þetta er hinsvegar engin draugabók; og þá eru draug- amir af þessum heimi en ekki öðr- um. Uppvexti og umhverfi Páls er lýst, og því hvemig hann sekkur æ dýpra í fen geðveikinnar, uns svo er komið að hann situr með félögum sínum á Kleppi. Lýsingar Einars Más á meðhöndlun geðsjúklinga em oft og tíðum einsog hrollvekja. Mestur hryllingur er þó fólginn í þeirri óþægilegu tilfínningu að Ein- ar Már sé einfaldlega að segja frá hlutunum einsog þeir vom í raun - og em kannski enn. Að þessu leyti er skáldsaga Ein- ars Más einhver sterkasta ádeila sem íslenskur rithöfundur hefur sent frá sér í háa herrans tíð. Hún er áfellisdómur yfir mannfélagi sem sýnir skepnum meiri ræktarsemi og alúð en sínum minnstu bræðmm og systmm. I raun er bókin ákæra á hendur þeim sjálfumglaða meiri- hluta sem telur sig normal og út- skúfar þeim sem em á einhvem hátt „öðmvísi“; lokar þá inni og drepur í þeim allt tilfinningalíf og vitsmuni vg ran Pelskapur í miklu úrvali. Verð fyrir alla Pelsfóðurs- kápur Pelsjakkar og húfur Fatnaður frá í miklu úrvali / PEISINN raðgreiðslur Greiðslukjör við allra hæfi. Kirkjuhvoli • simi 20160 I—JL.HJ Þar sem vandlátir versla með læknadópi. Deyfð samfélagsins þarf að vera orðin æði mikil til þess að bókin veki ekki umræðu um ömurlegt hlutskipti engla alheimsins, „klepparanna", - þeirra sem grimm þögnin umlykur. En Englar alheimsins er ekki kol- svört hrollvekja mestanpart. Fyrst og fremst er þetta sallafínn skáld- skapur; saga um mannleg örlög, vissulega nöturleg á köflum og miskunnarlaus, en við fáurn líka að kynnast sannri elskusemi og sam- stöðu þeirra sem kallaðir eru minnimáttar. Margt í frásögn Einars er leiftrandi af gamansemi og óborganlegum húmor. Þannig er stöðunni lýst hjá Páli og félögum hans á Kleppi: Oli bítill er í hugskeyta- sambandi við Bítlana, Pét- ur er að bíða eftir doktors- najhbót frá Kína og ég er í sambandi við ýmsa afstór- meisturum fortíðarinnar: aðallega Vincent van Gogh og Paul Gauguin, á meðan Viktor, sem ekki hefur mikið álit á Bítlun- um, talar fjálglega um gríska harmleiki og son- „Englar alheimsins er einhver sterkasta ádeiia sem íslenskur höfundur hefur sent frá sér í háa herrans tíð... besta skáldsaga Einars Más,“ segir í umsögn Al- þýðublaðsins. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason nettur Shakespeares, auk þess sem liann er lyfjafrœðingurinn í okkar hópi og veit allt um AdolfHitler og bregður sér stundum í gervi hans. Þessir strákar þrífast allsekki úti í þeim „kulda sem kallaður er þjóð- félag“. Þeir eru huldumenn nútímans. „Venjulegt" fólk sér þeim bregða fyrir en þekkir ekki heiminn þar- sem þeir lifa og deyja; þeir tilheyra annarri vídd sem fæstir vilja vita af. Englar alheimsins er óumdeilan- lega besta skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, og sú skáldsaga ársins sem mest tíðindi hefur að flytja. Hrafn Jökulsson Heilræði og rúmfræði Gottskúlks læknis Óttar Guðmundsson og Erna Einarsdóttir: Það sem máli skiptir og Orðabók ástarinnar Forlagið 1993 Til þess að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning: Þetta er ekki „rúmfræði", ekki kennslubók í stellingum eða bólfimi. Hér er meira skrifað um tilfinningar og tilfmninga- líf, vandamál og uppgötvanir unglingsáranna. Reyndar á bókin ekki bara erindi til lög- giltra unglinga, fólk .á öllum aldri getur haft af henni bæði gagn og gaman. Dr. Ottar hefur áður sýnt að hann er yfirburðamaður þegar kemur að því að skrifa á mannamáli um vandmeðfarið efni, og í þessari bók hefur honum sýnilega bæst góður liðsauki. Þekking, innsæi og óborganleg kímni skapa skemmtilega blöndu; stíllinn er einatt skáldlegri en flest skáld geta státað sig af. í bókinni er sögð saga Evu og Adda sem eru að reyna að fóta sig á hálum ís unglingsár- anna. Þau leita bæði til furðu- fuglsins Gottskálks læknis sem sér lengra en nef hans nær. Hann á að baki langt ferðalag gegnum aldimar og getur því óspart miðlað af reynslu sinni: hann hefur víða komið við á spjöldum sögunn- ar, allt reynt og gert. Persóna Gottskálks ætti sem best heima í góðri skáldsögu en hann er ekkert síður í sveit settur í þessu góða fræðiriti. Milli þess sem höfundar segja okkur af Evu og Adda og uppgötvunum þeirra er íjallað um óteljandi hliðar kynlífs og tilfinningalegra samskipta. Mikil áhersla er lögð á gagnkvæma virðingu Úr bók Ottars Guömundssonar og Ernu Einarsdóttur. „Reyndar á bókin ekki bara erindi til löggiltra unglinga, fólk á öllum aldri getur haft af henni bæði gagn og gaman,“ segir Hrafn Jökulsson í ritdómi sínum. einstaklinga sem undirstöðu góðs kynlífs; fjallað um ýmis tabú af stöku hispursleysi og leitað svara við erfiðum spum- ingum unglingsáranna. Áreiðanlega er þetta kær- komin bók fyrir ungt fólk: þessi lesandi hér hefði gjaman viljað njóta ráða Gottskálks læknis á unglingsárunum. En bókin á erindi langt út fyrir einn aldursflokk, einsog fyrr sagði. Orðabók ástarinnar er annar helmingur ritsins; fróðlegt uppflettirit þarsem fjölmörg hugtök eru útskýrð, orð og orðatiltæki sem tengjast ást og kynlífi, sagt af frægum ástar- sjúklingum og fleiru og fleiru. Niðurstaða: Ein athyglis- verðasta bók ársins. Unnin af metnaði og innsæi, afar vel skrifuð og prýdd aragrúa skemmtilegra mynda. Hrafn Jökulsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.