Alþýðublaðið - 07.12.1993, Page 6

Alþýðublaðið - 07.12.1993, Page 6
14 ALÞYÐUBLAÐIÐ SKILABOÐ Þriðjudagur 7. desember 1993 R A D AUGLÝSI I MGAR Laus staða Staða aðstoðarmanns framkvæmdastjóra flugvalladeildar hjá Flugmálastjórn er laus til umsóknar. Starfið felst í umsjón og eftirliti með rekstri flugvalla, við- haldi tækja og mannvirkja, gerð rekstraráætlana, söfnun tölfræðilegra upplýsinga o.fl. Nánari upplýsingar um starf- ið veitir starfsmannastjóri Flugmálastjórnar í síma 694100. Óskað er eftir að umsækjendur hafi háskólapróf á sviði rekstrartækni eða sambærilega menntun, reynslu af stjórnunarstörfum, gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðuneytinu fyrir 31. desember 1993. Reykjavík, 2. desember 1993, samgönguráðuneytið. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR TIL SÓLU Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar og vélar vegna Véla- miðstöðvar Reykjavíkurborgar: 1. Subaru Justy árg. 1987 2. VW Golf árg. 1986 3. M. Benz L 608 með 6 manna húsi og palli árg. 1977 4. M. Benz L 608 með 6 manna húsi og palli árg. 1984 5. M. Benz L 608 með 6 manna húsi og palli árg. 1983 6. Toyota Hi Lux árg. 1984 7. Subaru E 10 sendibifreið árg. 1988 8. Mitsubishi L 300 sendibifreið árg. 1984 9. Volvo F 609 með flutningskassa árg. 1977 10. Toyota Hi ace sendibifreið árg. 1985 11. Cedar Rapids malbikunarvél 12. Case 485 dráttarvél árg. 1985 Bifreiðarnar og vélarnar verða til sýnis í porti Vélamiðstöðv- ar Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, frá mánudegi 6. desem- ber. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 9. desember kl. 14.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Frí- kirkjuvegi 3. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti forstöðumanns Stofnunar Arna Magnússonar á íslandi er laust til umsóknar, Umsóknarfrestur er til 1. janúar 1994. Forstöðumaðurinn er jafnframt prófessor í heimspeki- deild Háskóla íslands með takmarkaðri kennsluskyldu, sbr. 4. gr. laga nr. 70/1972, um Stofnun Árna Magnús- sonar á íslandi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur um embættið skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Menntamálaráðuneytið, 2. desember 1993. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Málþing um vísindastefnu í dag, þriðjudaginn 7. des. 1993, kl. 14-18 í Borgartúni 6 DAGSKRÁ 1. Ráðherra setur málþingið og flytur inngangserindi. 2. Viðhorf til vísindastefnu ríkisstjórnarinnar: Pétur Stefánsson, formaður Rannsóknaráðs ríkis- ins. Jóhannes Nordal, formaður Vísindaráðs. Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands. Helgi Valdimarsson, formaður vísindanefndar Há- skóla íslands. Guðrún Kvaran, formaður Vísindafélags íslend- inga. Jón Þórðarson, forstöðumaður Rannsóknastofn- unar Háskólans á Akureyri. Kristján Kristjánsson, formaður vísindanefndar Há- skólans á Akureyri. Baldur Hjaltason, tæknilegur framkvæmdastjóri, Lýsi hf. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar íslands. 3. Viðbrögð vísindastefnunefndar 4. Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri. Þórólfur Þórlindsson prófessor.Umræður. 5. Ráðherra flytur lokaorð og slítur málþingi. Fundarstjóri: Dr. Sigmundur Guðbjarnarson prófessor. Málþingið er öllum opið. LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður TOLVUDEILD TÖLVUNARFRÆÐINGUR / KERFISFRÆÐINGUR Tölvunarfræðingur, eða starfsmaður með sambærilega menntun, óskast til starfa við tölvudeild Ríkisspítala frá 1. janúar 1994. Upplýsingar gefur Gunnar Ingimundarson yfirverkfræðingur í síma 602380. HANDLÆKNINGADEILDIR HJUKRUNARFRÆÐINGAR Lausar verða tvær stöður hjúkrunarfræðinga frá árámót- um og tvær frá 1. mars 1994 á handlækningadeild 3, 11- G. Handlækningadeild 3 er brjóstholsaðgerðadeild, sem er í örri þróun m.a. vegna fjölgunar hjartaaðgerða hér á landi. Byrjað var með einstaklingshæfða hjúkrun um miðjan september sl. Haldin verða námskeið fyrir nýtt starfsfólk í hjúkrun hjarta- og lungnasjúkdóma í mars, sem fela m.a. í sér markvissa aðlögun með leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Jafn- framt eru fyrirlesarar einn eftirmiðdag í viku, í sex vikur. Nánari upplýsingar veita Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunar- deildarstjóri í síma 601340 og Anna Stefánsdóttir hjúkrun- arframkvæmdastjóri í síma 601300. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn Qölmennasti vinnustaöur á Islandi meö starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meöferö sjúkra, fræöslu heðbrigöisstétta og fjölbreyttri rannsóknarstarfsemi. Okkur er annt um velferö allra þeirra, sem viö störfum fyrir og meö, og leggjum megin áherslu á þekkingu og virö- ingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi rikisspftala er helguö þjónustu viö almenning og viö höfum ávallt gæöi þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni aö leiöarijósi. Hafnarfjörður Hamraberg - Vörðuberg Breyting á deiliskipulagi Bæjarstjóm Hafnarfjarðar samþykkti 19. október 1993 breytt deiliskipulag á svæðinu milli Hamrabergs - Vörðu- bergs - Tinnubergs skv. uppdrætti skipulagsdeildar dags. 06.10.’93. Breytingin felur í sér að deiliskipulag fyrir iðnað og þjón- ustu, sem samþykkt var 1987, verður að deiliskipulagi íbúðabyggðar. í stað tveggja og hálfs hæðar iðnaðarhús- næðis er gert ráð fyrir 18 íbúðum í tveggja hæða rað- og parhúsum. í götustæði Tinnubergs komi akfær göngustíg- ur. í samræmi við gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér með auglýst eftir athugasemdum og ábendingum varðandi þessa breytingu. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu bæjarverkfræðings á Strandgötu 6, Hafnarfirði, frá 3. desember 1993 til 2. janú- ar 1994. Ábendingum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnar- firði fyrri 8. janúar 1994. Þeir, sem ekki gera athugasemd- ir við tillöguna, teljast samþykkir henni. Hafnarfirði, 30. nóvember 1993, Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. FJARMALARAÐUNEYTIÐ HUSNÆÐI OSKAST Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði á ÍSAFIRÐI. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 170-200 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 30. desember 1993. Fjármálaráðuneytið, 3. desember 1993. Félagsráðgjafi - félagsmálafulltrúi Auglýst er staða félagsráðgjafa og félagsmálafulltrúa hjá Heilsugæslustöðinni á Húsavík og Húsavíkurkaupstað. Um er að ræða eina stöðu og skiptist verksvið jafnt milli framangreindra starfa. Umsækjandi þarf að hafa menntun sem félagsráðgjafi og haldgóða þekkingu á skipulagningu fjármála. Starfið er laust frá næstkomandi áramótum. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Upplýsingar veita Sigurður Guðjónsson í síma 41333 og Einar Njálsson í síma 41222. Heilsugæslustöðin á Húsavík. Húsavíkurkaupstaður. alMþwla&þ 62-9Z-44

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.