Alþýðublaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 1
Heilbrigðisráðherra í samstarf við BSRB Ákveðið að gera könnun og úttekt ó velferðarkerfinu Myndun samstarfshóps til aðfreista þess að finna farveg til að ná sam- komulagi og sátt um breytingar og ryðja nýjum hugmyndum braut Rúðherrann og landlæknirinn kanipakátir mcð væntanlegt sam- starf þeirra tveggja og BSRB um myndun samstarfshóps til að freista þcss að finna farvcg til að ná samkomulagi og sátt um brcyt- ingar, ásaint því að ryðja nýjum hugmyndum braut. Alþýðublaðsmynd / Nenni Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Guð- mundur Árni Stefánsson og Ögmundur Jónasson for- maður BSRB hafa ákveðið að mynda samstarfshóp ráðuneytisins og BSRB, ásamt embætti landlæknis, sem á að starfa að könnun og úttekt á viðgangi velferð- arkerfisins á undanfórnum árum og til framtíðar. Sér- stök áhersla verður lögð á hina ýmsu þætti hcilbrigðis- kerfisins eins og þjónustu, kostnað, framlag og kjör starfsfólks svo og aðstæður sjúklinga. Þessi ákvörðun var kynnt á fréttamannafundi í gær. I máli heilbrigðisráðherra kom fram að heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið hefur staðið fyrir erfiðunt aðgerðum á undan- fömum áram vegna minnk- andi tekna þjóðarbúsins. Þessar aðgerðir hafi ekki síst legið undir harðri gagnrýni frá forystu BSRB. Það væri því fagnaðarefni að þessir að- ilar skuli sjá efni til þess að ræða ágreiningsmálin af fullri einurð með það að markmiði að ná sameiginlegum niður- stöðum. Samstarfshópurinn verður myndaður undir formennsku Jóns Sæmundar Sigurjóns- sonar hagfræðings í heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytinu. Hópurinn mun kalla þá aðila sér til ráðuneytis sem ætla má að styrki umræðuna. K jölf'esf a velferöarkerlis I bréfi sem Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðis- ráðherra sendi Ögmundi Jón- assyni formanni BSRB þann 3. desember segir: „Heilbrigðis- og trygginga- mál em kjölfestan í því vel- ferðarkerfi sent Jslendingar hafa byggt upp á undanförn- um áratugum með víðtækri sátt. Allar breytingar á þeini þjóðfélagsgerð velferðar og jafnræðis em því bæði við- kvæmar og varða alla þjóðfé- lagsþegna. Heilbrigðisráðherra fagnar þeirri ályktun bandalagsráð- stefnu BSRB að gerð skuli út- tekt á skipulagi og þróun heil- brigðiskerfisins undanfarin ár, könnuð verði þróun kostn- aðar og þjónustu við sjúk- linga, sem og laun og vinnu- álag starfsfólks. Ráðuneytið lýsir sig reiðubúið til að taka þátt í þessari vinnu með BSRB og embætti Landlækn- is. íslenskt velferðarkerfi er sameign okkar allra og það er eindreginn vilji stjómvalda að standa vörð um velferðarkerf- ið. Liður í því verður það samráð sem nú er efnt til. Samráðsvettvangur ráðuneyt- isins og BSRB, þar sem unnt verður að ræða framangreind málefni og önnur hliðstæð, sem ekki tengjast beint kjara- samningum, er góður grund- völlur. Þar geta aðilar gert grein fyrir viðhorfum sínum, lagt sameiginlega drög að frekari meðferð einstakra mála og boðið þeim til þátt- töku hverju sinni, sem líklegir þykja til að styrkja umræð- una. Hér er þess freistað að finna farveg til að ná sam- komulagi og sátt um breyt- ingar og ryðja braut fyrir nýj- ar hugmyndir til dæmis til að auka hagræðingu og bæta þjónustu við þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu velferðar- kerfisins að halda.“ MESTI HITI: 58,0°C MESTIKULDI: -89,2°C ALMANAK Hins ís- lenska Þjóðvinafélags (1994) með Arbók Islands (1992) er kontið út. Til marks um hve mikinn fróð- leik er að finna í þessu handhæga kveri Þjóðvina- félagsins er hér brot úr kafl- anum Veðurmet: „Mesti hiti sem mælst hefur á íslandi við staðalað- stæður er 30,5°C, mælt á Teigarhomi 22. júní 1939. Mestur kuldi mældist á Grímsstöðum 22. jan. 1918:-37,9°C. Daginn áður mældist mestur kuldi í Reykjavík: -24,5°C. Mesta sólarhringsúrkoma mældist á Kvískerjum 30. sept. til 1. okt. 1979: 243 mm...Mesti hiti sem mælst hefur á jörð- inni við staðalaðstæður er 58,0°C, mælt í San Luis Potosí í Mexíkó 11. ágúst 1933. Mesti kuldi mældist við stöðina Vostok á Suð- urskautslandinu 21. júlí 1983: -89,2°C. Mest sólar- hringsúrkoma mældist á eynni Réunion á Indlands- hafi 15.-16. mars 1952: 1870 mm.“ x FRAMHALDSSKÓLINN í REYKHQLTI: Tökiim á móti nýjum fjölbrautaskólanemendum ávol’Önn 1994. Bóknámjýrirallarbrautir Matvœlanám Uppeldisnám — Harður rammi Sjúkralidanám --- --- Mjúkur kjami Viðskipttmám Fomám Listanám Innritun er hafin fyrir vorönn 1994. Upplýsingar í símtim: 93-51200/51201/51210/51112 Skólaineistari Heiraavist-hestaiiieiinska-ljölmiðlun-kviltiiiyndagerð-blaðaútgáfa-ljósmyndun-íþróttir-líkamsræktarstöð-sundlaug-leiklist-nýjar tölvur-Idúbbar-nemendalýðræði GEIR - íþróttamaður órsins meðal fatlaðra GEIR SVERRISSON, 22 ára íþrúttamaOtir. var í gær kjörinn íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Þrátt fy rir fötlun sína húf Gcir snemma að stunda íþrúttir, fútbolta, sund, seglbrcttasiglingur og frjálsar íþrúttir. Fötlun Geirs er sú að við fæðingu vantaði á hægri handlegg neðan olnboga. Gcir hefur cngu að síður gcrt garðinn frægan, bæði í sundi og frjálsíþrúttum, í keppni fatlaðra jafnt sem úfatlaðra. Hann Icggur megináherslu á að æfa frjálsar íþrúttir í dag, ekki síst 400 metra hlaup og má búast við gúðum fréttum af honum af því sviði næsta sumar, cnda vel æfL - Mvndin var tekin af Geir í blúmahafí með viður- kcnningu sína i gærdag. Alþýðublaðsmynd / Nenni Hafrannsóknastofnun gagnrýnd fyrir lokun á grunn- slóð Siglfirðinga - Fordœmi fyrir að hœtt hafi verið við skyndilokun vegna „dvergýsu“ við Garðskaga Dvergþorskur fyrir norðan? Rannsóknir sem Jón Jónsson fiskifrœðingur gerði staðfesta fullyrðingar sjómanna um að fiskurinn hafi alltafverið smár á þessu svœði Sjúmenn á Siglufirði og víðar á Norðurlandi hafa gagnrýnt Hafrannsúkna- stofnun harðlega vegna fyr- irhugaðrar lokunar á grunnslúðinni frá austur- kanti Skagafjarðar í Eyja- fjarðarál verði lokað fyrir línuveiðar. Þeir hafa krafist þess að hluti af svæðinu verði opinn, enda er hér um að ræða einu miðin sem þeir geta sútt. Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir þetta mikið úréttlæti og að sam- bandið muni fara af hörku í þetta mál. Ástæðan fyrir lokuninni er sú að veiðieftirlitsmenn gerðu mælingar á svæðinu í haust, en reglur Hafrannsóknastofn- unar gera ráð fyrir lokun ef ijórðungur af afianum er 55 sentimetrar eða smærri. Svo reyndist vera á þessu svæði en sjómenn sem sótt hafa þessi mið í áratugi segja að fiskur- inn sé dæmigerður „Norð- lendingur", enda hafi fiskur- inn alltaf verið smærri úti fyr- ir Norðurlandi en annarstaðar við landið. Aldursmælingar hafa staðfest þessar frásagnir þeirra. Sjómenn segja að þorskur- inn á þessu svæði vaxi hægar og þess vegna þurfi önnur viðmiðunarmörk þegar tnið- unum sé lokað. Fordæmi er fyrir því að hætt hafi verið við skyndilokun vegna smáfiska- dráps út af Garðskaga fyrir nokkrunt árum. Niðurstaða Hafrannsóknastofnunar var sú að um svokallaða „- dvergýsu" hafi verið að ræða, en fiskifræðingar segja að þama hafi veiðst gömul hæg- vaxta ýsa. „Þetta gæti því ver- ið „dvergþorskur" fyrir norð- an“, sagði trillusjómaður í samtali við Alþýðublaðið. Eldri rannsóknir á stærð þorskafla sýna að Bretar veiddu mikið af 40 til 55 sentimetra þorski á meðan togarar þeina sóttu rniðin við Norður- og Austurland. Þess- ar veiðar virðast ekki hafa haft nein áhrif á hrygningar- stofninn eða nýliðun þorsks- ins. - Sjá umjjöllun á blaðsiðu 3,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.