Alþýðublaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. desember 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 FITA, SÚKKAT / KK OG SMÁFRÉTTIR Breyting og stórhœkkun á verði hollra mjólkurafurða er kölluð „að laga markaðsveruleikann“ - Breytingarnar stríða gegn hollustusjónarmiðum og hagsmunum neytenda, og eru í andstöðu við manneldis- og neyslustefnu sem Alþingi hefur ályktað um Hollustcm hækkar,- meðan fitan lækkar „Augljóst er að þessar breytingar stríða gegn holl- ustusjónarmiðum og hags- niunum neytenda. Þær eru í andstöðu við manneldis- og neyslustefnu sem Alþingi ályktaði um 19. maí 1989 þar sem segir að dregið skuli úr neyslu á fitu, einkum mettuð- um fituefnum. Jafnframt ganga breytingarnar beint gegn manneldismarkmiðum Manneldisráðs. Eftir þessar breytingar verður dýrara fyrir neytendur að velja mjólkurafurðir af skynsemi þar sem hollustusjónarmið eru höfð í heiðri“, segir í ályktun Manneldisráðs sem gerð var þann 1. desember þegar ljóst var í hverju breyt- ingar á verði mjólkurafurða voru fólgnar, - að gera holl- ustuna dýrari fyrir neytend- ur. Fitulitlar og próteinríkar af- urðir mjólkurinnar hækka í verði, verðið á hinum fituminni hækkar. Það voru verðlagsnefndir landbúnaðarins, fimm og sex- mannanefnd, sem ákvörðuðu nú grundvallar- og heildsölu- verð fyrir helstu búvörur, eins og þeim ber að gera fyrir 1. des- ember ár hveit. En hver er ástæða þess að landbúnaðurinn vill snúa neyt- endum til óhollari fæðuteg- unda? Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins svarar því: „Með þessari breytingu er verið að laga verð mjólkurvara að markaðseftirspurn en á und- anförnum árum hefur eftirspum eftir próteini, það er fiturýrum vömm, aukist jafnt og þétt á „Þessi ákvörðun hinna finim vísu manna stríðir því algcrlega gegn heil- brigðri skynsemi, og er í fullkominni andstöðu við það sem vísindalegar athuganir staðfcsta um hollustu. Hún cr líka í algerri mótsögn við yfir- lýsta manneldisstefnu Alþingis Islendinga og ríkisstjórnarinnar frá 1989, þar sem ákvcðið var að draga eins og kostur væri úr neyslu á harðri fitu. Enda hafa í senn Manneldisráð, talsincnn Hjartavcrndar og Ncytendasamtökin harðlcga mótmælt þessari frálcitu ákvörðun,“ sagði í lciðara Alþýðublaðsins síðastliðinn föstudag. Alþýðublaðsmynd / Nenni kostnað fituríkari afurða. Þessi þróun hefur skapað spennu inn- an verðmyndunar mjólkurvara þar sem fituhluti mjólkurinnar hefur verið verðmeiri en pró- teinhluti hennar". Þetta þýðir að venjuleg markaðslögmál gilda ekki leng- ur. Neytandanum er gert erfið- ara fyrir að spara peninga og gæta um leið heilsu sinnar. Þetta kallast á tungumáli verð- lagsnefndanna tveggja „mark- aðsveruleiki", en um þann veruleika segja nefndimar: Ljóst er að horft hefði til vem- legra vandræða innan mjólkur- iðnaðarins ef þessar verðbreyt- ingar hefðu ekki verið gerðar og verð mjólkurvara lagað markaðsvemleikanum". Grófustu hækkanimar em á undanrennu, sem hækkar úr 45 krónunt í 62, eða um nærri 38%, - og á skyri sem hækkar úr 120 krónum kílóið í 146 krónur, eða um nærri 22%. Fituminni brauðosturinn hækk- ar um 8,45% úr 592 krónum í 642 krónur. Nýmjólk og léttmjólk lækka í verði um eina krónu lítrinn, úr 66 krónum í 65 krónur. Fjör- rnjólk sem nýtur nú þegar vin- sælda sem kjamgóður hollustu- drykkur, hækkar um 2 krónur lítrinn í 68 krónur. Rjómi lækk- ar um 2 krónur úr 136 krónum pelinn í 134 krónur - og feitur 26% ostur lækkar úr 709 krón- um á kílóið í 697 krónur. Lækkanir em litlar, þetta um 1,5%, en alveg upp í 28,2% á smjöri. En hækkanir em vem- legar á undanrennu og skyri. Fitufíklar landsins fagna, en heilsufríkin hugsa fimm- og sexmannanefndum eflaust þegjandi þöifina. SUKKAT OG KK: K...(biiiíip) ILAUGINNI! Dúettinn SÚKKAT og KK-BANDIÐ héldu sameiginlega útgáfutónleika í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM síðastliðið fimmtudags- kvöld. Tónleikarnir þóttu frábærlega velheppnaðir og stemmningin með ólíkindum. Meðal fastra liða á dagskránni var hið frábæra lag KÚKUR í LAUGINNI sem yljað hefur landanum undanfama mánuði og notið fádæma vinsælda eftir að þeir Súkkat-kappar kynntu þessa afurð sína á tónleikum. Alþýðublaðsmynd / Nenni UR EINU I fiNNRÐ Innlendur SKIPAIÐNAÐUR fái aö bjóöa í verk Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur sent bréf til samtaka útgerðar- manna, viðskiptabanka og Fiskveiðasjóðs þar sem því er beint til viðkom- andi aðila að innlendur skipaiðnaður fái tækifæri til jafns við erlenda aðila að bjóða í eða semja á annan hátt um nýsmíðar eða endurbætur skipa. Ráðuneytið segir að það hafi borið á því að undanförnu að nýsmíðar og endurbætur á fiskiskipum hafi verið fratnkvæmdar erlendis án undangengins útboðs Ínnanlands. Islenskum skipasmíðastöðvum hafi þannig ekki verið gefin kostur á að bjóða í viðkomandi verkefni og því ekki Ijóst hvort þær hefðu verið samkeppnisfærar. Það er von ráðuneytisins að með sameiginlegu átaki viðkomandi aðila á þessu sviði niegi stuðla að auknum verkefnum fyrir innlendan skipaiðnað, en ekki síður að aukinni hagkvæmni fyrir verkkaupendur að nýsmíðum og endurbótaverkefnum. Alþýðublaösmynd / Nenni RODIN framlengdur Vegna gífurlegrar aðsóknar á sýningu á verkum eftir franska myndhöggv- arann Auguste Rodin að Kjarvalsstöðum hefur verið ákveðið að framlengja hana um eina viku eða til sunnudagsins 12. desember. Alls hafa nú utn 25 þúsundmanns séð sýningu þessa enda er hér um ein- stæðan listviðburð að ræða. Á sýningunni eru rúmlega 60 verk eftir Rodin sem fengin eru að láni hjá Rodinsafninu í París. Sunnudaginn 12. descmber klukkan 16 verður síðasta leiðsögn fyrir almenning um sýninguna. Opiö hús í BORGARLEIKHÚSINU Leikfélag Reykjavíkur býður til sín gestum laugardaginn 11. desember frá klukkan 14 til 17. Þar verða á boðstólum ýmis atriði til skemmtunar og veit- ingar að auki, bæði ókeypis og á vægu verði. Leikarar úr Ronju rceningjadóttur ganga um Kringlu og Borgarleikhús og syngja síðan nokkur lög í forsal leikhússins. Á stóra sviðinu verður opin æfing áEvu Lunu, nýju leikriti með söngvum eftir Kjaitan Ragnarsson og Oskar Jónasson sem byggt er á skáldsögu Isabel Allende. Söngva og tón- list semur Egil! Ólafsson en dattsaliöfundur er Michaela von Gegerfeld. Þá verður hægt að líta inn á Litla sviðið og fylgjast með leikstjóra og leikurum æfa atriði úr Elínu Helenu eftir Árna Ibsen sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í allt haust. Leikarar úr SpanskJJugunni skemmta gestum rneð söng í forsalnum. Tveir fastráðnir leikarar Leikfélagsins, Guðmundur Ólafsson og Jón Hjartarson lesa úr nýútkomnum barnabókum stnum, Emil og Skundi og Snoðhausar. Boðið verður upp á skoðunarferðir um leikhúsið og staldrað við þar sem Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason æfa leikritið Gleðigjafa eftir Neil Simon undir stjórn Gísla Rúnars Jónssonar. KK-bandið mætir á staðinn klukkan 16 og skemmtir í klukkutíma. Kaffi og vöfflur verða til sölu og böm fá gott í tilefni dagsins. Sul Eaw B I VmI© IwIÍlðtlsO Myndlistarkonan Ríkey Ingimundardóttir opnaði sýningu á nýjum postulíns-lágmyndum og olíuverkum í CaféMílanó við Faxafen síðastliðinn laugardag. Um er að ræða handmótaðar andlitsmyndir og mótar listakonan myndit nar eftir því sem hún sér í hverri fyritmynd. Ríkey hefur sýnt hér heima og erlendís og er þetta 31. sýning hennar, en hún rekttr eigin vinnu- stofu og Gallery að Hverfisgötu 59.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.