Alþýðublaðið - 17.12.1993, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 17. desember 1993
fmiiiinmiiii
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140
Sigur frjálsrar
verslunar
Síðustu meiriháttar hindruninni í vegi nýs GATT samnings um
stóraukið frelsi í viðskiptum milli landa heimsins var rutt úr vegi
í vikunni, eftir óhemju stranga og tvísýna samningalotu. Niður-
staðan var ótvíræður sigur fijálsrar verslunar um heim allan. í
mörgum löndum, þar sem innflutningur ákveðinna vörutegunda
hefur nánast verið álitinn dauðasynd var djúprættum höftum á
milliríkjaverslun varpað fyrir róða. Nægir að nefna innflutning á
hrísgrjónum í löndum í suðaustur Asíu, þar sem vísasta leiðin til
glötunar fyrir sérhverja ríkisstjóm hefur þó til þessa einmitt ver-
ið að ljá máls á slíkum innflutningi.
Deila Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins um styrki þess
síðarnefnda til landbúnaðar var síðasta langvinna deiluefnið í
samningalotunni, þar sem Frakkar beittu forystu EB fyrir sig til
að vemda franska smábændur. Jafnvel sá hnútur leystist undir
lokin; Frakkar hrósa sigri, þó deilt sé um hver hin raunverulega
niðurstaða var. En það er ef til vill til marks um hvar Islendingar
standa þegar frjáls heimsverslun er annars vegar, að síðustu
þjóðimar til að falla frá fyrirvömm um magntakmarkanir á inn-
flutningi á landbúnaðarvörum vom einmitt Island og Noregur.
Einnig þau vígi féllu að lokum. Fyrir Island er hin sögulega nið-
urstaða ekki síst sú, að innflutningur á vömm úr hefðbundnum
landbúnaði er orðinn að staðreynd.
Enn eru óleyst nokkur vandamál sem varða þróunarlöndin,
einkum kröfur ríkja í Suður Ameríku um aukinn aðgang fyrir
ávexti og aðrar landbúnaðarvömr, og Asíuþjóðir vilja að hefð-
bundin framleiðsla þeirra úr veíjariðnaði fái meiri aðgang að
mörkuðum Vesturlanda. Þrátt fyrir þessa hnökra er ljóst, að
GATT samningurinn verður mikil lyftistöng fyrir þær þjóðir sem
eru komnar skemmra áleiðis á braut iðnvæðingar en Vesturlönd.
Þau ríki, sem áður tilheyrðu áhrifasvæði hins hmnda kommún-
isma, og flest þróunarlandanna, munu í framtíðinni hagnast
vemlega á GATT. Fyrir gömlu kommúnistarikin mun ávinning-
urinn ekki síst birtast í því, að þegar markaðir þeirra opnast mun
aukin samkeppni um síðir leiða til meiri skilvirkni og hærri
framleiðni í þessum löndum.
Fyrir tilverknað GATT samningsins er talið að verslun milli
ríkja heimsins muni aukast um 1 prósent á ári næsta áratuginn,
eða allt að 300 milljörðum bandaríkjadala. Hagur neytenda mun
meðal annars vænkast vegna vemlegra tollalækkana, sem lækka
vömverð, auk þess sem hvers kyns viðskiptahindrunum er mtt
úr vegi, þannig að óbein áhrif til lækkunar á neysluvöm munu
brjótast fram gegnum harðnandi samkeppni á mörkuðum.
Þó samningurinn taki ekki formlega gildi fyrr en í upphafí árs-
ins 1995, þá mun samþykkt hans þegar í stað hafa örvandi áhrif
á mörkuðum heimsins. GATT verður vítamín á þann efnahags-
bata, sem þegar er víða hafinn og jafn háð og Island er alþjóð-
legri þróun efnahagsmála, þá er Ijóst að þessara jákvæðu áhrifa
mun fljótlega gæta á íslandi líka. Hér á landi hefur mesti styrrinn
staðið um innflutning landbúnaðarafurða, og ýmsir forsjármenn
greinarinnar hafa málað dökkum litum þau áhrif, sem GATT
hefur á íslenskan landbúnað. Staðreyndin er hins vegar sú, að
með GATT er að vísu opnað fyrir innflutning á landbúnaðarvör-
um - sem í orði kveðnu er fijáls - en hins vegar verður heimilt
að leggja á há jöfnunargjöld, að minnsta kosti fyrst um sinn.
Bein verðsamkeppni við íslenska framleiðslu verður því lftíl,
þó að vísu verði leyfilegt að flytja inn 3 til 5 prósent af innan-
landsneyslu í lágum tollaflokkum. Hin fijálsa samkeppni á
þessu sviði verður því í fyrstu einkum á grundvelli gæða, frem-
ur en verðs. Að þessu leyti er tryggt, að íslenskur landbúnaður
fær tíma til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.
LEIÐARI & UNDIR RÓS
(INDIR RÓS; ÓLfiFUR GUNNfiRSSON
SKÁLDFÍFLA HLUTUR
Hún lét bjórflösku fyr-
ir Per Hugger og stökk
til og greip með ótrúlegri
snerpu í gítarleikarann
að aftanverðunni og
snaraði honum af bar-
stólnum. Sean burðaðist
við að rísa á fætur en hún
sparkaði í rassinn á hon-
um áður en hann kom
fótunum fyrir sig, hann
hrökklaðist til dyranna
með spaugilegu göngu-
lagi. Sean slæmdi til
stúlkunnar án þess að
hitta. Hann náði taki á
peysu hennar og þeytti
henni í gólfið og spark-
aði fast í læri hennar og
hún öskraði af bræði
með hárið í flækju fyrir
andlitinu. Nú reis Per
Hugger, skáld frá Hirts-
hals á fætur.
Englendingurinn
bandaði hendi til skálds-
ins og sagði á hörmu-
legri dönsku: - „Bland
dig udenom, hun er en
luder.“ Hugger settist.
Hún rak gítarkassann í
fang Sean. Hann klofaði
til útidyranna gapandi af
drykkju. Hún varð að
sækja lykla til að hleypa
honum út.
Per Hugger var sorg-
mæddur að hafa ekki
þorað að hjálpa. Hún lét
kerti í stjaka á borðið
hans og sótti sér snaps-
flösku og sígarettur og
stakk við. Hárið var
blautt af svita og klesst
við kinnamar. Þau sátu
og drukku. Hún haltraði
af og til að gá á glugg-
ann. Loks taldi hún
óhætt að fara af kránni.
Þau skimuðu bæði um
þrönga götuna. Enginn
beið þeirra. Per Hugger
hélt yfir um hana en hún
hélt á snapsflöskunni.
Hún skalf þótt hlýtt væri
í veðri. - Ég get ekki far-
ið heim. Hann drepur
mig.
- Kondu með mér,
sagði Per Hugger og
ekki laust við að gætti
skjálfta í röddinni.
Þau lögðu af stað. Hún
haltraði. Hann bjóst við
að mæta Sean á hverju
horni. Þau settust á bekk
á Ráðhústorginu og létu
flöskuna ganga. I stigan-
um á Stampesgade fékk
hún sáran verk í lærið og
varð að fara eina tröppu í
einu og styðja sig við
handriðið. Stíginn var
bæði brattur og háll.
Per Hugger opnaði
dymar á risherberginu.
Eitthvað hvítt og ílangt
lá á gólfinu og ljómaði
dauflega í myrkrinu. Það
var umslag. Hann tók
það upp. Hún settist
stynjandi á rúmið hans.
Hann reif upp umslagið
og las bréfið í birtu frá
tungli: Skáldið Per
Hugger frá Hirtshals til
heimilis að Stampesgade
6 hefur fengið styrkveit-
ingu frá Dansk Islands
Fond að upphæð kr.
25.000 til að vinna að
skáldverki um den is-
landske digter Hall-
grímsson og hans venner
Fjölnismænd.
Stúlkan var sest á rúm-
ið og néri á sér lærið. -
Mikið er ég feginn að fá
að vera. Ég heiti Taida.
Ég er Pólsk.
- Ég heiti Per Hugger,
svaraði skáldið. - Og ég
er rithöfundur.
Fjórði Kapítuli
Per Hugger vaknaði í
birtingu. Þau höfðu
kúldrast á bekknum þar
til hann flutti sig á gólfið
undir morgun. Hann
hafði sofið hjá stúlku í
fyrsta sinn. Ekkert hafði
gerst nema einmitt það:
Þau höfðu sofið.
Hún vaknaði æst á
taugum og þorði ekki
heim. Þau fóm á morg-
unbúllu. í stiganum
mættu þau gamla mann-
inum, hann var árla á fót-
um til að missa ekki af
góðgætinu sem til féll í
öskutunnurnar. Hann
horfði á eftir þeim gap-
andi. Per Hugger fann til
gleði að láta þennan
sóðalega durg sjá að nú
var hann með kvenn-
mann á sínum snæmm.
Þau dmkku gammel-
dansk og Guldöl á
Jæmebanekránni. Taida
sagði skáldinu sögu sína.
Hún átti móður á lífi í
Krakov. Hún átti átján
ára dóttur í Póllandi sem
hún hafði ekki séð í
fimmtán ár. Hún átti tólf
ára son í Svíþjóð. Hann
bjó hjá föður sínum. Ég
setti auglýsingu í blað.
Ef þið viljið kynnast fag-
urri Pólskri stúlku send-
ið þá bréf ásamt mynd.
Flestir sem sendu mynd
voru of gamlir. Jan var
lögfræðingur. Það var
ást við fyrstu sín. Hvaða
karlmaður getur staðist
svona ljóshærða gálu
eins og mig?
- Ekki nokkur maður,
samsinnti Per Hugger.
- Það var engin fram-
tíð í Póllandi. Ég svaf hjá
útlending þegar ég var
fimmtán ára og fékk
rússkinsjakka fyrir.
Finnst þér ég agaleg?
Við Jan áttum stærðar
hús í Svíþjóð. Það var á
tveim hæðum. Þama var
ágætt að vera en til
lengdar fannst mér ein-
angmnin þreytandi. Ég
var ekki skotin í mannin-
um mínum lengur. Ég
þarf að vera skotin í
manni til að vera með
honum. Sjáðu til, innst
inni er ég hóra í eðli
mínu og ég hef alltaf vit-
að það. Þess vegna get
ég ekki verið mjög lengi
með sama kallinum. Nú
verð ég að losna við Se-
an, hann hangir utan á
mér eins og ógeðsleg
hvelja. En hann var dá-
samlega brjálaður þegar
ég hitti hann fyrst. Þá
spilaði hann með Pretty
Things sem vom á síð-
asta snúning. Skrítið
hvað venjulegir karlar
geta orðið sætir þegar
þeir em í hljómsveit. Þú
verður að koma með mér
heim, ég þori ekki ein.
En segðu mér nú frá
sjálfum þér. Ég hef
aldrei áður verið með
listamanni.
Hér verð ég, höfundur
þessarar sögu, Ólafur
Gunnarsson að stöðva
frásögnina. Lesetidum
mínum, ef einhverjir eru,
get ég sagt að nú hefur
það gerst sem ekki hefur
áður hent á aldarfjórð-
ungs skáldskaparferli
mínum. (Ég byrjaði að
yrkja 23. apríl 1967) Ég
kemst ekki lengra. Ég hef
setið í þrjá daga yfir
tölvunni og hárreitt mig.
Ég er kominn íþrot með
þennan bólvaðan asna-
kjálka Per Hugger og
þennan heldur vafasama
kvenmann Taidu sem
hann er að eltast við.
Rithöfundur ríkir yfir
sögupersónum sínum
eins og Guð og mér er
skapi nœst að láta loft-
stein falla í höfuðið á
þessu heimska pari þar
sem það situr á vertshúsi
einn sumardagsmorgun
1987. Man einhver les-
andi eftir klámblaðinu
sem gamli karlfauskur-
inn var að hampa? Það
átti eftir að snerta sögu-
hetju vora með þunga.
Einnig átti gítarleikar-
inn enski eftir aðfá upp-
reisn œru. Ray Davis í
Kinks bauð honum í
Kinks. Þau Taida byrj-
uðu aftur saman. Grím-
ur og Eiríkur? Ekkert
fékk haggað þeim for-
stokkuðu mönnum. Ég
hafði hugsað mér að láta
Per Hugger missa svein-
dóminn og skrifa skikk-
anlegt skáldverk. Ég tek
það af honum. Ég tek
það allt af honum. Því
málið er: Ég er sammála
föður Per Hugger, kaup-
manninum jóska, sonur-
inn er asni og ætti að
drífa sig heim til Hirts-
hals og þiggja vinnuna
og herbergið sem faðir
hans vill borga. En sjáið
nú til lesendur góðir,
mikið er vald höfundar-
ins. Ég er að hugsa um
að stinga Per Hugger
undir strœtisvagn. För-
um aftur á krána.
- Mig langar í rettu,
sagði Taida.
- Þjónn sígarettu, kall-
aði Per Hugger.
Þjóninn kom að borð-
inu með pakka af Prins.
- Ég reyki ekki Prins,
sagði Taida og gretti sig.
- Bara Vinston.
- Ég skal sækja handa
þér einn pakka af Vin-
ston, ástin mín. Per
Hugger reis á fætur og
hljóp út en rétt í því
sveigði gulur strætis-
vagn, leið íjögur fyrir
horn, skáldið rann á ban-
anahíði, vagnstjóranum
tókst ekki að hemla
nægilega snöggt, bílinn
rann yfir Per Hugger
skáldfífl frá Hirtshalds
sem lá eftir á götunni
eins og dauður háhym-
ingur. Bflstjórinn bakk-
aði ofan af honum, hljóp
út og sagði skjálfraddað-
ur: - Ma- ma-maðurinn
er látinn.
Taida grét. Svartur
maskarinn lak í taumum
niður andlit hennar. - Ég
elskaði þetta skáld sagði
hún við þjóninn. - Sam-
band okkar var það eina
góða sem hefur skeð fyr-
ir mig.
Nú fer gœsahúð um
mig, höfundinn. Úff,
hvað helvítis merin er
fölsk. Og að lokum:
Hinn raunverulegi endir
sögunnar, eins og ég
hafði hugsað mér hann,
og þar leikur sjálfur Jón-
as Hallgrímsson aðal-
hlutverkið:
Kaupmannahöfn. Hlý
vomótt þann 25 maí árið
1845. Jónas Hallgríms-
son hefur setið á Hvvids
Vinstue og hugsað heim.
Glas er í hönd skáldsins.
Vínið logar í kverk. Jón-
as Hallgrímsson er
dmkkinn. Innra ólga
kvæði. Allir em horfnir
af kránni nema þjónustu-
stúlkan og ástvinur
hennar. Sá er mæddur
finnskur maður. Hann
hefur flutt sig á borðið til
Jónasar. Astkona hans
sér um að uppvarta á
Hvít. Kertaljós stendur á
borðinu. Andlit Finnans
er ömm sett. Helst mætti
halda að einhver hefði
gamnað sér við að rista
vangana lóðrétt með
hníf.
- Du skal ud, kallar
konan að skáldinu. Hún
er þreytt og sorgmædd
enda vinnudagurinn
langur og ástvinurinn
duglítill límkassaleikari.
- Ut með þig, það er bú-
ið að loka. Skilurðu það
íslendingur. Er det sa
forstaaet? Vi har lukket
nu.
Jónas Hallgrímsson
tekur að hafa yfir hend-
ingar úr ástarljóðinu
mikla. Hann mælir yfir
glas sitt tómt. - Greiddi
ég þér lokka við Galtará.
Vel og vandlega.
- Jeg gider ikke höre
pa det islandske piss,
hrópar stúlkan. - Er det
sa forstaaet? Vi har lukk-
et.
En nú reis Jónas Hall-
grímsson á fætur þéttur á
velli og brá við það hart
að stóll hans hraut um
koll. Nú er skáldi þessu
nóg boðið þótt dmkkið
sé og snautt. Hann greip
þétt með báðum höndum
um vanga stúlkunni og
horfði í andlitið. Hún leit
á móti. Annað augað var
sigið af raunum. Svo
mælti skáldið á sínu ást-
kæra ylhýra máli. - Ég
var bara að hafa yfir
gamalt kvæði. Vertu nú
góð.