Alþýðublaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI & RÖKSTÓLAR Þriðjudagur 21. desember 1993 HmiBIHBIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 140 RÖKSTÓLfiR LISTIN AÐ VEKJA Á SÉR ATHYGLI Ríkisstjórnin og atvinnufyrirtækin Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur fylgt hreinum línum hvað varðar uppbyggingu atvinnulffs í landinu. Rrkis- stjórnin hefur ekki talið það hlutverk sitt að hafa afskipti af málefnum einstakra atvinnufyrirtækja. Ríkisstjómin hefur ekki dulbúið starfsumhverfí atvinnufyrirtækja með greiðslum frá skattgreiðendum til að efla rekstur þeirra eða forða þeim frá því að stunda innra aðhald og haga rekstur sinn að markaðasaðstæðum. Stjómarandstaðan hefur gagnrýnt svokallað afskiptaleysi ríkisstjómarinnar af at- vinnumálum. Það er kannski ekki nema von. Það hefur æt- íð einkennt ríkisstjórnir sem Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið hafa átt aðild að, að atvinnufyrirtækin hafa notið ríkisvemdunar og tekin hafa verið mikil erlend lán á tímum samdráttar jafnt sem góðæris til að styrkja þau. Útkoman hefur þó alltaf verið sú sama: Fyrirtækin hafa lent í miklum rekstrarerfiðleikum og sum orðið gjaldþrota en þjóðin situr uppi með skuldimar. Nú skuldar hver ís- lendingur eina milljón króna í erlendum lánum. Þessi hrikalega skuldastaða er ekki síst afleiðing stórfelldra rík- isafskipta í atvinnurekstri á svokölluðum Framsóknarára- tugum. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur hins vegar litið á það sem hlutverk sitt að setja' almennar starfsreglur fyrir at- vinnulífið. Ríkisstjómin hefur barist fyrir því að afnema síðustu leifar hafta og forsjárhyggju í atvinnulífinu. Það er aftur á móti hlutverk atvinnufyrirtækjanna að taka mið af raunverulegum aðstæðum í þjóðfélaginu hverju sinni og laga sig að efnhagi landsins á hverjum tíma. Samtímis hef- ur ríkisstjómin einbeitt sér að þátttöku í alþjóðlegum samningum á sviði verslunar og viðskipta. Árangurinn er meðal annars sá að EES-samningurinn gengur í gildi um áramótin og GATT-samkomulagið sem nýlega tókst opn- ar íslendingum nýja leið til hagsældar. I tíð síðustu ríkisstjómar tókst að koma böndum á verð- bólguna. Núverandi ríkisstjóm hefur tekist að festa þann árangur í sessi. Fyrir áratug var verðbólga á Islandi um 80%. í dag er hún rúmlega 5% og fer lækkandi. Þjóðhags- stofnun hefur spáð því að verðbólgan verði lægst allra OECD ríkja á Islandi á næsta ári. Þetta er raunhæfur árang- ur; mikilsverðari en nokkur skammtímabjörgun í anda Framsóknar og á kostnað skattgreiðenda. Fyrirtæki geta nú skipulagt rekstur sinn fram í tímann í skjóli stöðugleika og lágrar verðbólgu í stað þeirra tíðu umskipta og sviptinga er skyndiákvarðanir stjómvalda ollu fyrir nokkrum ámm. Núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir raunverulegum efnahagslausnum til framtíðar. Ríkisstjómin hefur orðið fyrir óréttlátum og heiftarlegum árásum stjómarandstöð- unnar vegna stefnufestu sinnar. Stjómarandstaðan hefur magnað krepputalið og álasað ríkisstjóminni fyrir það að koma ekki með hinar hefðbundnu framsóknaraðferðir. Fjölmiðlar hafa keppst um að taka upp hið óábyrga tal stjómarandstöðunnar og kynt undir óánægjuöflum í þjóð- félaginu. Víst hefur þetta verið erfíður tími fyrir fjölskyld- ur jafnt sem fyrirtæki. Langtímasjónarmið ríkisstjómam- innar em nú farin að skila árangri. Búast má við að næstu misseri verði áfram erfið en allt bendir nú til þess að hag- sæld muni aukast hægt og sígandi á næsta ári. Og það sem mikilvægast er: Sú hagsæld byggist á raunvemlegum markaðsaðstæðum og er varanleg til framtíðar í stað pólit- ískra og óábyrgra skyndilausna er koma ætíð þjóðinni margfalt í koll síðar. Stjómmálamenn nota ýmis tækifæri til að vekja á sér at- hygli. Þeir vita að lífsvon þeirra felst í því að láta ávallt ljós sín skína - líka þegar slökkt er á perunni. Nú er það svo að stjórnmála- mönnum er misjafnlega gefið að láta á sér bera. Sumir gera það á afskaplega klaufskan hátt, aðrir með miklum elegangs. Þ a n n i g vakti Stein- grímur at- hygli með flottum h æ t t i þ e g a r hann sag- aði af sér n o k k r a putta (jap anska aðferðin) en með afleitum hætti þegar að hann missti minnið (íslenska aðferðin). uppa- það hálfmisheppnaðar komur. Það var til að mynda ekki mjög snjallt að vekja á því athygli að Alþýðubandalagið væri ekki lengur á móti NATO. Og sök- um þess að Ólafur Ragnar þarf alltaf að vera að vekja athygli á sér, þarf iðulega nýtt tilefni svo að frétta- menn nenni að koma á hina lát- lausu blaða- mannafundi. Þess er Ragnar búinn að endurskíra Alþýðubanda- lagið tíu sinn- um á síðasta ári og flestir telja að flokkurinn sé ekki lengur kommaflokk- ur heldur trúarsöfnuður í Vestamannaeyjum. vegna Ólafui kalla bókina Jámhausinn. Matti hefur ekki þurft að taka neitt í máls fyrir jólin vegna þess að bókin aug- lýsir hann sjálfkrafa út um allt. Og nú er Matthías kominn á vinsældarlista jólabókanna. Það hefði hann aldrei gert á Sýn. Og nú berast þær fréttir að bandarísk sjónvarpsstöð vilji gera sjónvarpsþáttaröð um bók- ina sem ber heitið „Matty - The Iron Man.“ Kápan hans Halldórs og skýlan hans Jóns Framsóknarmenn ein yfirleitt ekki mjög flínkir í því að vekja á sér athygli með glæsi legum hætti. Þannig skemmst að m i n n a s t þegar Halldór Ásgríms- son vakti umtal og athygli er hann gekk um í sel- skinnskápunni, en varla myndi sú uppákoma teljast til stór- viðburða í tískuheiminum. Það taldist aftur á móti til stórviðburða þegar Jón Baldvin setti upp hattinn í fyrsta skipti. Sá atburður gjörbreytti „pólit- ískunni" á Islandi. Hins vegar var það misheppnað bragð að láta mynda sig á lánaðri sund- skýlu úr Kópavogslauginni. Sérstaklega þegar maður er staddur í heita poltinum í Vest- urbæjarlauginni. Skýlan náði ekki að skapa nýja sundtísku hjá pólitísku deildinni. Athyglissýki Ólafs Ragnars Allaballar hafa alltaf verið seinheppnir hvað varðar að vekja á sér athygli. Þannig hefur Ólafur Ragnar lagt meira kapp á að vekja á sér athygli en nokkur annar núlifandi (og grafinn) stjórnmálamaður. Yfirleitt eru Framsóknarmenn lesa úr Húsfreyjunni og Matti úr Jórnkallinum Stundum taka þingmenn sig saman úr sama flokk og vekja á sér hópat- hygli. Þetta gerðist í fyrrakvöld þeg- ar þingflokkur Framsóknar lagðist í mál- þóf og las upp úr Húsfreyj- unni og Sam- vinnunni í heila nótt til að tefja eðlileg þingstörf. Þetta gekk svo langt að stjómarliðar töldu ekki lengur ástæðu að leggja með- ferðargjald á alkana. En ekkert dugaði og framsóknarmenn héldu áfram langlokunum úr ræðustól. Þeim tókst þar með að vekja á sér athygli. Ekki vegna inni haldsins heldur hins langa forms Sjálfstæðismenn hafa aldrei haft burði í löng ræðuhöld. Hins vegar hafa þingmenn flokksins alltaf verið miklir einstaklingshyggjumenn og taka upp á sértækum og sér- stökum aðferðum til að vekja á sér athygli. Þannig hefur Matthías Bjamason látið sér detta í hug að fá mann til að skrifa endur- minningar sínar og kalla þær Járnkallinn. Nær hefði verið að * Arni syngur (vonandi) sitt síðasta Sá sem hefur skotið öllum ref fyrir rass er Ami Johnsen. Það er orðið all langt síðan Ámi söng sig úr hjörtum þjóðarinnar en honum þykir greinilega enn ástæða til að sanna það að lag- lausir menn hafa einnig rétt til að gefa út plötur. Þetta er jú spuming um mannréttindi. Ámi er einnig kominn inn á vinsældalista jólaplatnanna í ár - sumir segja vegna þess að Eggert Haukdal hafi keypt upp- lagið og dreift á hvem einasta bæ á Suðurlandi. En Ámi lætur ekki þar við sitja. Hann lætur einnig gera um sig sjónvarpsþátt og senda út á sunnu- degi meðan þingið situr bullsveitt í andófi. Og innan um myndir af b r i m i , happafley- um og þver- h n í p t u m klettum, birtist þingmaðurinn þrautgóði, syngjandi (eða þannig) meðan hann tekur nokkur velkunn vinnu- konugrip. Og allir ákveða undireins að kjósa Áma í næstu þingkosn- ingum í veikri von um að mað- urinn hætti að syngja og snúi sér að þingstörfum. En þá er náttúrulega hætta á að maðurinn vekji eins mikla at- hygli. RÖK- STÓLAR: „Stjórnmála- menn nota ýmis tœkifœri til að vekja á sér athygli. Þeir vita að lífsvon þeirra felst í því að láta ávallt Ijós sín skína - líka þegar slökkt er á perunni. Ná er það svo að stjórnmála- mönnum er misjafnlega gefið að láta á sér bera. Sum- ir gera það á afskaplega klaufskan hátt, aðrir með miklum elegangs. Þannig vakti Steingrímur athygli með flottum hœtti þegar hann sagaði afsér nokkra putta (japanska að- ferðin) en með afleitum hœtti þegar að hann missti minnið (íslenska að- ferðin). “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.