Alþýðublaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. desember 1993 SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 AUGLÝSINGAR Flugmálastjórn Bóklegt námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst í byrjun febrúar 1994, ef næg þátttaka verður. Kennt verður í kennsluhúsnæði Flugmálastjórnar á Reykjavík- urflugvelli. Rétt til þátttöku eiga handhafar atvinnuflugmannsskírteinis og blindflugsáritun- ar. Væntanlegir nemendur innriti sig í loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar á Reykjavík- urflugvelli fyrir 20. janúar 1994. Flugmálastjórn. Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi lögfræði- eða viðskiptamenntun og reynslu á sviði stjórnunar. Umsóknir sendist til gjaldheimtustjóra fyrir 7. janúar 1994. Stjórn Gjaldheimtunnar í Reykjavík. TRYGGINGASTOFNUN Kp RÍKISINS Viðskiptavinir Tryggingastofnunar ríkisins athugið Afgreiðsla og skrifstofur Tryggingastofnunar ríkisins verða opnaðar kl. 10.00 fh. mánudaginn 27. desember og 3. janúar. Tryggingastofnun ríkisins. E LANDSVIRKJUN DÍSILRAFSTÖÐVAR TIL SÖLU Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í eftirtaldar dísilrafstöðvar ásamt varahlutum og rafbúnaði sem þeim fylgir: a) Dísilrafstöð: Tegund: Ruston & Hornby: gerð18ATC Argerð: Hestöfl: kW: Snúningshraði: Keyrslutími frá upphafi: 1968 4.880 3.500 600 snúningar / mínútu 18.362 klst. Rafali: b) Dísilrafstöð: (Komið hefur í Ijós leki á kælivatni niður í smurolíu vélar- innar og selst hún með þeim ágalla.) Tegund: kVA: Volt: Rafali: Tegund: Ruston & Hornby: Árgerð: Hestöfl: kW: Snúningshraði: Keyrslutími frá upphafi: Tegund: kVA: Volt: AEJ 4.375 6.600 gerð 12 ATC 1964 2.750 2.000 500 snúningar / mínútu 15.088 klst. AEJ 2.500 6.600 Vélarnar eru staðsettar á Oddeyri, Akureyri og þeir sem vilja skoða þær og fá nánari upplýsingar hafi samband við aflstöðvadeild Landsvirkjunar, Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-11000. Tilboð óskast send innkaupadeild Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir 8. janúar 1994. 6Z-92-44 Látið ekki jólaljósin kveikja í heimilinu. Brunamálastofnun ríkisins. Jl Ef þú ert bindindiskona þá er hin sérstaka EVU-TRYGGING HAGSTÆÐASTA bílatryggingin fyrir þig ef þú ein ekur bílnum, því þú færð 20% afslátt af kaskóiðgjaldi og I 0% afslátt af ábyrgðartrygg- / ingu með 17.000 kr. eigin áhættu. tryggmgdfélag bindindismanna Lágmúla 5 - Reykjavík - sínii 67 97 00 RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR AUGLÝSING UM STYRKI ÁRIÐ 1994 Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki úr Rannsóknasjóði til rannsókna- og þróunarstarfsemi. Þrenns konar styrkir verða veittir árið 1994 H Rannsókna- og þróunarverkefni. h „Tæknimenn í fyrirtæki“. H Forverkefni. Umsóknareyðublöð fyrir allar tegundir styrkja fást hjá skrifstofu Rannsóknaráðs ríkisins, Laugavegi13, sími 621320. Rannsókna- og þróunarverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni, vöru eða aðferðum. Að uppfylltum kröfum um gæði verkefnanna og hæfni umsækjenda skulu að jafnaði njóta forgangs verkefni, sem svo háttar um að; H niðurstöður gætu leitt til umtalsverðs efnahagslegs ávinnings; H stefnt sé að umtalsverðri breytingu á tæknistigi fyrirtækis og bættri samkeppnisstöðu þess en ekki lausn almennra stjórnunarverkefna; H verksviðið falli að áherslum í stefnu Rannsóknaráðs um almenna styrki úr Rannsóknasjóði. „Tæknimenn í fyrirtæki" Um er að ræða nýjan flokk styrkja, sem Rannsóknaráð hefur samþykkt að taka uþp. Um styrk geta einungis sótt fyrirtæki. Veittir verða 5 styrkir á árinu. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Styrktarupphæð nemur hálfum launum sérfræðings með meistaragráðu. Miðað er við launaflokk BHMR 150 og 40 tíma fasta yfirvinnu á mánuði ásamt launagjöldum. Tæknimaðurinn skal ráðinn í fullt starf hjá viðkomandi fyrirtæki, sem greiði helming launanna. Forgangs skulu njóta umsóknir sem svo háttar um að; H umsækjandi er fyrirtæki sem er að hefja nýsköpun og ekki hefur vísinda- eða tæknimenntað starfsfólk í þjónustu sinni; H stefnt sé að umtalsverðri breytingu á tæknistigi fyrirtækis og bættri samkepþnisstöðu þess en ekki lausn almennra stjórnunarverkefna; H verksviðið falli að áherslum í stefnu Rannsóknaráðs um almenna styrki úr Rannsóknasjóði. Forverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til forverkefna. Hlutverk forverkefna er að kanna nýjar hugmynd- ir og skilgreina tæknileg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áð- ur en lagt er í umfangsmikii rannsókna- og þróunarverkefni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rann- sóknasjóði. Styrkir þessir eru einnig ætlaðir til minni rannsókna- og þróunarverkefna. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Gert er ráð fyrir að upþhæð stuðnings við forverkefni geti numið allt að 1.000.000 krónum. Um- sóknarfrestur er oþinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.