Alþýðublaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 1
Útlit fyrir marga og góða frambjóðendur í kjöri um sæti Alþýðuflokksins á sameiginlega listanum S JÖ HAFA ÁKVEÐID SIG,- r 7 MARGIR AÐ HUGSA MALIÐ Allt bendir til að Alþýðu- flokksfólk fái að velja milli margra og góðra frambjóðenda í kjóri í þau sæti sem flokkur- inn mun skipa í á samciginleg- an framboðslista til borgar- stjórnarkosninganna í maí. Frestur til að tilkvnna þátttöku rennur út á hádegi á þriðjudag- inn kemur, cn kjörið fer fram dagana 5. og 6. febrúar næst- komandi og er opið Alþýðu- flokksfólki í Reykjavík, sem var flokksbundið fyrir 15. janúar síðastliðinn. Sjö Alþýðuflokksmenn hafa gefið kost á sér í kjörinu. Þeir eru Bolli Runólfur Valgarðsson, Gunnar Gissurarson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Gylfi Þ. Gíslason, Skjöldur Þorgríms- son, Rúnar Geirmundsson og Þorlákur Helgason. Rætt er um nokkra til viðbótar, sem nú eru sagðir hafa lagst undir feld að hugsa sitt mál. Meðal þeirra sem nefndir eru hvað oflast er Pétur Jónsson formaður full- trúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Að sögn má sterklega búast við að hann verði í fram- boði. Þá er rætt um Arnór Be- nónýsson leikara sem neitar ekki að hann hugleiði framboð. Nafn Braga Guðbrandsson- ar, aðstoðarmanns félagsmála- ráðherra. er líka heitt í umræð- unni og búist við framboði hans. Bragi sagði léttur í bragði í gær: „Fara í framboð? Ég kann miklu betur við að vera í eftirspum. Ætli ég haldi mér ekki í eftirspum eins lengi og kostur er“. Einnig heyrast nöfn Ingvars Sverrissonar, nema í stjómmála- fræði, Hlínar Daníclsdóttur, sem sögð er stefna á 9. sætið, Bryndísar Kristjánsdóttur, blaðamanns, og Helga Daníels- sonar, yfirlögregluþjóns. Enn- fremur hafa verið nefndir til sög- unnar þeir Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, Cecil Haralds- son, frikirkjuprestur, og Ingólfur Margeirsson, blaðamaður. Allir þessir munu hafa vísað því á bug að þeir hyggi á framboð en stuðn- ingsmenn ýta á. Hlín þykir líkleg- ust til að gefa eftir og fara í fram- boð samkvæmt heimildum. Blankír iðnnemar mótmæla harðlega stórauknum gjaldtökum Látnir greiða tugþúsundir - umfram það sem þeir telja að iðn- og verknámsnemendur eigi að greiða reglum samkvæmt Iðn- og verknámsnemendur, lægstir allra lágra launastétta í landinu, kvarta sáran. Fram- kvæmdastjóm Iðnnemasam- bands íslands hefur mótmælt harðlega stóraukum gjaldtök- um sem sóttar em í vasa iðn- nemanna. „Það nýjasta í þessum gjald- tökum er að nemendur sem eru að undirbúa sig undir að þreyta sveinspróf eru látnir greiða allt að 35 þúsund krónur fyrir upprifjun- amámskeið, sem skólamir strmda fyrir", segir framkvæmdanefndin. Það er álit nefndarinnar að gjaldtaka stangist á við reglugerð um iðnfræðslu, sem sen er af menntamálaráðherra. Þar segir að meistari skuli greiða allan kosm- að nema við sveinspróf, sé það ekki greitt af opinbem fé. Meist- ari greiði fyrir lærling sinn, en skólinn er meistari þess sem lærir fag sitt án meistara, og þá er það skólans að greiða kostnaðinn. Það hefur hinsvegar breyst með skert- um fjárveitingum. „A undanfömum missemm hafa námsmenn þurft að sætta sig við miklar kjaraskerðingar í tengslum við breytingar á náms- lánum, skólagjöld hafa verið stór- hækkuð, prófagjöldin hafa verið stórhækkuð, nemendum er gert að kaupa sín eigin verkfæri og svo bætist það við að nú er iðn- nemum ætlað að greiða kosmað vegna námskeiða sem þeir eiga ekki að gera samkvæmt gildandi reglum“, segir framkvæmda- stjóm Iðnnemasambandsins. BROTIST í GEGNUM HRÍÐINA í GÆRDAG. Alþýðublaösmynd / Einar Ólason Sjálfstæðismenn í Reykjavík glíma við tilvistarkreppu „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í meiri vanda en nokkm sinni fyrr. Andspænis sameinuð- um lism minnihlutaflokkanna virðist ekkert annað en hmn blasa við í kosningunum til borgarstjómar í vor. Auðvitað er ljóst, að á þetta mikla forskot hins nýja lista mun saxast þegar kemur í sjálfa kosninga- baráttuna, en eigi að síður hafa nú tvennar skoðana- kannanir í röð sýnt, að sameinaður listi á mikla möguleika til að fella Sjálfstæðisflokkinn. Þessi tíðindi virðast alveg hafa svipt sjálfstæðis- menn í borginni sjálfstraustinu. Dvínandi gengi flokksins kemur ekki síst fram í því algera áhuga- leysi sem rikir í borginni um prófkjör sjálfstæðis- manna. Að vísu má vera að litleysi frambjóðenda skipti þar miklu; en fyrir utan gamla borgarfulltrúa, sem forystan hafði áður sett út í kuldann, er þar fátt um fína drætti.“ - Sjá leiðara á blaðsíðu 2. Rúnar Geirmundsson TEKUR ÞÁTT í PRÓFKJÖRINU Rúnar Geirmundsson tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í kosningu fulltrúa Alþýðuflokksins á sameiginlegan framboðs- lista í Reykjavík í bæjar- stjórnarkosningunum í vor. Rúnar stefnir ekki á tiltekið sæti, cn óskar eftir sæti á hinum sameiginlega lista sem Alþýðuflokksmaður og vill taka þátt í undirbúningsvinnu vegna framboðsins og öllum góðum málum sem þar verður unnið að. ,J3g hef lengst af átt heima í Arbæjarhverfi, einu af þessum vanræktu úthverfum borgarinnar. Ég á ekki von á að Sjálfstæðisflokkurinn ríði feitu hrossi frá því hverfi í kosningunum, enda á hann það ekki skilið. Borgarstjórinn brást reiður við á fundi á dög- unum, skammaði okkur fyrir að vera vanþakklát fyrir sundlaugina góðu. Sundlaugin er vel þegin og kemur vonum seinna. En það sem vantar fyrst og fremst er íþróttahús í þessu líflega hverfi. Sundlaugin er gæluverkefni reist í rangri röð, átti að kosta 450 milljónir - nú stefnir allt í 800 milljónir. Hvar er fjármálavitið þeirra sjálfstæðismanna, spyr ég. Það vita allir að hægt hefði verið að reisa bæði góða sundlaug og prýðis íþróttahús fyrir jtetta fé. I dag em foreldrar akandi út og suður með bömin á æfmgar í öðmm hverfum og hugsa íhaldinu um leið þegjandi þörf- ina“, segir Rúnar. Hann segir að úthverfi borgarinn- ar þurfi að eiga fleiri raddir í borgarmálaumræð- unni, einskonar útverði þeirra. Þau séu um margt ótrúlega afskipt og íbúamir fái litlu ráðið um mál- efni sín, þau séu ákveðin á skrifstofum borgarappar- atsins. Rúnar þekkir vel til íþróttamála, hefur tekið þátt í íþróttum í Fylki frá stofnun félagsins 1967 og var um skeið framkvæmdastjóri félagsins. Hann hefur tekið þátt í starfi jafnaðarmanna frá unga aldri og mjög virkur síðusm árin. Er nú meðal annars gjald- keri í stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Hann rekur sjálfstæða útfararþjónustu í Reykjavík. <m MYmwtm I Rúmgóður fjölskyldubíll á verði smábíls - |_ILII iy 916.000,-kr! göt V°tR„«^ÖNUS! Wckk rrann .>íalin ivcrðiútþi HYunoni ...til framtíðar BílarnÍr fást til afhendingar strax! Verið velkomin - Gerið verðsamanburð og reynsluakið HYUNDAI PONY árgerð '94. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.