Alþýðublaðið - 20.01.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 20.01.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI & PALLBORÐIÐ Fimmtudagur 20. janúar 1994 niPYinmnnim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Borgarstjóri í vanda Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í meiri vanda en nokkru sinni fyrr. Andspænis sameinuðum lista minnihlutaflokkanna virðist ekkert annað en hrun blasa við í kosningunum til borgar- stjómar í vor. Auðvitað er Ijóst, að á þetta mikla forskot hins nýja lista mun saxast þegar kemur í sjálfa kosningabaráttuna, en eigi að síður hafa nú tvennar skoðanakannanir í röð sýnt, að samein- aður listi á mikla möguleika til að fella Sjálfstæðisflokkinn. Þessi tíðindi virðast alveg hafa svipt sjálfstæðismenn í borginni sjálfstraustinu. Dvínandi gengi flokksins kemur ekki síst fram í því algera áhugaleysi sem rikir í borginni um prófkjör sjálfstæð- ismanna. Að vísu má vera að litleysi frambjóðenda skipti þar miklu; en fyrir utan gamla borgarfulltrúa, sem forystan hafði áð- ur sett út í kuldann, er þar fátt um fína drætti. Engin tíðindi em úr prófkjörinu nema þau, að forystan kaus að lýsa sérstöku van- trausti á konumar, sem buðu sig fram, með því að senda sérstak- an fulltrúa sinn, Ingu Jónu Þórðardóttur, inn í kjörið, eftir að framboðsfrestur rann út. Slík yfirlýsing um vangetu hinna kvennanna er ekki líkleg til að skapa traust á listanum að kjörinu loknu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafa jafnan verið góður upptaktur fyrir sigursælar kosningar til borgarstjómar. Svo verður greini- lega ekki að þessu sinni; ljóst er að út úr því kemur einkar dauf- legur og lítt áhugaverður listi. Það þarf ekki annað en skoða frambjóðendur í kjörinu til að skilja það. Eina spennan sem teng- ist prófkjörinu er útkoma borgarstjórans sjálfs, - hversu hátt eða lágt hlutfall atkvæða hann fær í fyrsta sætið. Davíð Oddsson fékk við síðasta prófkjör yfir 90 prósent atkvæða, og fái Markús Öm minna en 75 prósent verður tæpast hægt að túlka það öðm vísi en vantraust stórs hluta flokksmanna á getu hans til að leiða listann. Nú er það svo, að í röðum sjálfstæðismanna ríkir mikill efi um forystu Markúsar. Frambjóðendur sjálfir liggja ekki á þeirri skoðun, að farsælla hefði verið að einhver annar en hann hefði á sínum tíma valist til- að taka við embætti borgarstjóra. Þeir - og raunar borgarbúar - hafa fremur styrkst í þeirri skoðun en hitt, þegar leið á kjörtímabilið. A sínum tíma bitust sterkir borgarfull- trúar um hnossið; þau Ámi Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son og Katrín Fjeldsted. Stuðningsmenn allra telja að það hafi reynslan sýnt, að valið á Markúsi hafi verið rangt. Ferli Katrínar lyktaði raunar þannig, að hún áformaði að bjóða sig fram gegn Markúsi, en forystan lagðist gegn því af slíkum ofurþunga að Katrín fór í fússi; og kvaddi með kjaftshöggi, sem var fyrst og ífemst beint gegn Markúsi. Innan Sjálfstæðisflokksins er hátt og í hljóði talað um að sam- einast um að kjósa annan en Markús í efsta sætið. Það verður þó að teljast ólíklegt að stuðningsmenn Ama Sigfússonar og Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar sameinist um annan hvom. En þetta getur hins vegar leitt til þess, að báðir fái talsvert magn atkvæða í efsta sæti listans, og kjör Markúsar verði að sama skapi lélegt. Þetta skapar mikla hættu fyrir bæði borgarstjórann og listann. Rýrt fylgi við Markús opinberar þá vantrú og óánægju sem er innan raða Sjálfstæðisflokksins með borgarstjórann, og kjósend- ur munu þá væntanlega spyrja; hvers vegna að kjósa lista sem er undir forystu manns, sem stór hluti flokksins treystir ekki? Sjálfstæðismenn óttuðust að vonum niðurstöðumar úr saman- burði Reykvíkinga á Markúsi Emi annars vegar, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hins vegar. Engum sem fylgst hefur með stjómmálum dylst, hver niðurstaðan verður í honum. Ingibjörg Sólrún mun vinna þá keppni með annarri hendi. Flokknum er því nauðsynlegt að styrkja Markús eins og kostur er, áður en kemur í stóra slaginn. Vaxandi óánægja með Markús hefur hins vegar leitt til þess, að forystan óttast mjög, að útkoma hans í prófkjörinu verði léleg. Þessi taugaveiklun hefur nú leitt til þess, að hver borgarfulltrúinn á öðmm er dreginn á síður blaðanna til að sverja hollustueiða við borgarstjórann. í fyrradag var það Anna K. Jónsdóttir, og í gær var það Páll Gíslason. En dugar það Markúsi? Reykvfldngar bíða spenntir eftir því að Árni Sigfússon og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson verði líka látnir vitna á síðum Morgun- blaðsins. PALLBORÐIÐ: Ingvar Sverrisson skrifar DRAUMURINN HEFUR RÆST! Árið 1994 er gengið í garð og hefur nú þegar sett mark sitt á íslenska stjómmálasögu. þessa árs verður seinna minnst sem upphafsárs breyt- inga til hins betra fyrir íbúa þessarar litlu stór- borgar, Reykjavðcur. Allt síðan borgarstjóm tók til starfa hefur Sjálf- stæðisflokkurinn setið að völdum í borginni, ut- an eitt kjörtímabil þegar minnihlutaflokkarnir náðu á ótrúlegan hátt að sigra í kosningum og mynda sín á milli meiri- hluta sem stjómaði í 4 ár. Ekki hefur náðst að nýta atkvæðin Ein helsta ástæða þess að ekki hefur náðst að sigra oftar er sú, að at- kvæði minnihlutaflokk- ana hafa ekki náð að nýt- ast sem skyldi, utan það eina skipti sem áður var nefnt. Þannig hafa sjálf- stæðismenn fengið hreinan meirihluta þrátt fyrir að hafa aðeins feng- ið um 46% atkvæða. Þetta stafar af því að því fleiri sem framboðin em, því fleiri atkvæði fara til spillis. Á allt þetta hefur verið bent í ýms- um blaðaskrifúm og á mörgum fundum undir lok síðasta árs. Raunhæfur möguleiki á nýjum meirihluta Sýnt hefur verið fram á að eina leiðin til að nýta atkvæði þeirra sem virðast að langflestu leyti sammála um mál- efni borgarinnar og krefjast breytinga, það er kjósendur Alþýðu- flokks, Framsóknar- flokks, Kvennalista og Alþýðubandalags, sé sú að sameina fyrmefnda flokka í eitt framboð og nýta þannig atkvæðin og eiga loks raunhæfan möguleika til þess að ná meirihluta í kosningum. Ungt fólk tókaf skarið Þetta hefur verið rætt mikið á undanfömum ár- INGVAR SVERRISSON: „Möguleikar á sameiginlegu framboði félagshyggjuaflanna voru svo rœddir áfram en segja má að ekki hafi komist skrið á fyrr en síðastliðið haust þegar ungtfólk úr öllum ungliðahreyfing- um þessara flokka, ásamt fulltrúum frá Nýjum Vettvangi, Grœnu framboði og Flokki mannsins, hófu þessa umrœðu upp, kröfðust aðgerða og sýndu þannigfram á eindreginn vilja ungs fólks í borginni til þess að láta drauminn rœtast. “ um og var fyrsta tilraun- in gerð þegar Nýr Vett- vangur bauð frarn í fyrsta skipti. Á þeirri stundu gengu málin ekki upp. Jafnmargir flokkar vom í framboði og venjulega svo að tilraun- in mistókst og sömu stjómhafar sátu við völd enn um sinn. Möguleikar á sameig- inlegu framboði félags- hyggjuaflanna vom svo ræddir áffam en segja má að ekki hafi komist skriður á málið fyrr en síðastliðið haust þegar ungt fólk úr ungliða- hreyfmgum félags- hyggjuflokkanna, ásamt fulltrúum frá Nýjum Vettvangi, Grænu fram- boði og Flokki manns- ins, hófu þessa umræðu upp, kröfðust aðgerða og sýndu fram á eindreginn vilja ungs fólks í borg- inni til þess að láta drauminn rætast. Loksins tóku flokkarnir við sér Undirskriftarlistar, fundir og greinaskrif sannfærðu æ fleiri um ágæti þess að sameinast en það var ekki fyrr en Félagsvísindastofnun og síðar DV gerðu skoðana- kannanir sem sýndu að sameiginlegur listi myndi sigra að fulltrúar flokkana tóku við sér. Það var svo á nýju ári að þetta fólk settist niður og hóf viðræður sem nú hafa leitt til þess að sögulegur atburður hefur átt sér stað: Minnihluta- flokkamir, félags- hyggjuöflin í borginni, hafa sameinast um einn lista. Aðgeta skipt um skoðun Það sýnir mikinn styrk í stjómmálum þegar menn geta skipt um skoðun um leið og nýjar upplýsingar hafa komið fram sem sýna ótvírætt að viðkomandi hafi haft rangt fyrir sér. Sjá má á öllum fram- gangi Sjálfstæðismanna að þeir em hræddir, log- andi hræddir, og nota klisjur eins og „sósíalísk samsuða“og „tískufyrir- brigði“. Þetta er hinsvegar til einskis, allir vita að þetta er bara merki um þá hræðslu sem hefur náð yfirhöndinni í herbúðum íhaldsins. Þetta er hræðslan um að missa sitt helsta vígi þar sem raunverulega kommún- ískir stjómarhættir sjálf- stæðismanna hafa verið við lýði í allt of langan tíma. Sundurlaus framboðslisti íhaldsins Borgarbúar hafa nú loks val um tvo kosti en ekki aðeins einn sterkan og marga veika sem aldrei hefðu getað náð meirihlutanum fyrr en nú með sterkum sameig- inlegum lista, sem vinna mun í þágu borgarbúa en ekki að hagsmunum eig- in félaga og flokks eins og tíðkast hefur í valda- tíð sjálfstæðismanna. I skoðanakönnun DV á dögunum var sýnt fram á að borgarbúar vilja breytingar og er sameig- inlegt framboð miklum mun líklegra til að verða við þeirri ósk heldur en sundurlaus framboðslisti íhaldsins. íbúar í Reykjavík: Til hamingju! Ég vil óska borgarbú- um til hamingju með hið nýja framboð því nú hef- ur draumurinn ræst og raunverulegt mótvægi verið myndað við meiri- hlutann. Að sjálfsögðu verður að taka allar skoðanakannanir með fyrirvara og halda ótrauð áfram í baráttunni gegn spillingarsinnum íhalds- ins. Sýnum fólki fram á að alvara er á ferð og breyt- ingar eru í vændum borgarbúum til hags- bóta. Höfundur er starfandi í stjómum Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og Sambands ungra jafn- aðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.