Alþýðublaðið - 11.02.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.02.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Föstudagur 11. febrúar 1994 minnnim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Lætur verkin tala Hinar skörpu áherslur nýs iðnaðar- og viðskiptaráðherra í málefnum vaxta og íslensks iðnaðar hafa vakið verðskuldaða athygli meðal þjóðarinnar. Á skömmum tíma hefur Sighvatur Björgvinsson náð þeim árangri, að landsmönnum hefur skil- ist, að þar fer maður sem notar ekki orðin tóm, heldur lætur verkin tala. Sjö íslensk sjávarútvegsfyrirtæki með sjötta hluta kvótans ítarlega könnuð af Handsali hf. Þormóður rammi spjarar sig best þeirra: FJÖGUR REKIiN MEÐ HAGNAÐI - þrátt fyrir aflasamdrátt, háa vexti og lægri afurðaverð, en afkoman er þó talin óviðunandi Undir forystu viðskiptaráðherra hefur ríkisstjóminni tekist að lækka vexti hratt og örugglega, og markmiði ríkisstjómar- innar um fímm prósent raunvexti af skuldabréfum sínum hef- ur þegar verið náð. Auðvitað er það ekki verk hans eins, held- ur allrar ríkisstjómarinnar, - ekki síst forsætisráðherra. En sem viðskiptaráðherra, og yfírmaður Seðlabankans, þá hefur Sighvatur veitt þá forystu, sem nauðsynleg var til að mark- miðið næðist. Með vaxtalækkuninni rann í fyllingu þrautseigt starf að fjár- málum ríkisins, sem stjómin hefur unnið á kjörtímabilinu. Viðskiptahalli við útlönd hefur hjaðnað ótrúlega, og í fyrsta skipti í áratugi em íslendingar nú byrjaðir að greiða niður lán erlendis. Áhlaupið á inrilenda fjármagnsmarkaðinn gekk upp, enda lá fyrir skorinorð yfirlýsing ríkisstjómarinnar um að hún myndi ekki skirrast við að leita á erlenda lánamarkaði, ef inn- lendi markaðurinn hlýddi ekki forystu ríkisins í vaxtamálum. Af óskiljanlegum ástæðum streittust lífeyrissjóðimir gegn vaxtastefnu ríkisins um sinn, og reyndu um stund að brjóta hana á bak aftur, þrátt fyrir að það kæmi engum eins vel og umbjóðendum þeirra að vextir lækkuðu duglega. Andspyma þeirra kom hins vegar fyrir lítið andspænis einbeittri ríkis- stjóm. Sighvatur Björgvinsson gerði þeim ljóst með skímm hætti, að mótþrói þeirra yrði ekki liðinn, og að lokum hlýddu þeir. Sömuleiðis vom ríkisbankamir teknir á teppi viðskipta- ráðuneytisins með þeim afleiðingum að nafnvextir lækkuðu, eftir nokkra mótspymu bankanna. Fyrir fyrirtækin og heimil- in í landinu þýðir þetta lækkaða greiðslubyrði sem nemur mörgum milljörðum á ári. Sighvatur Björgvinsson hefur sömuleiðis látið til sín taka í málefnum iðnaðarins. Skemmst er að minnast þeirrar yfirlýs- ingar hans í kjölfar heimsóknar í Slippstöðina Odda á Akur- eyri, að núverandi iðnaðarráðherra hyggðist ekki standa yfir rústum íslensks skipasmíðaiðnaðar. Ráðherrann hefur sýnt í verki að við þau orð hyggst hann standa. Hann beitti sér með- al annars fyrir því, að ríkisstjómin greiddi niður viðhaldsverk- efni á íslenskum skipum sem næmi undirboðum erlendra skipasmíðastöðva. Með því er tryggt, að verkefni upp á hálf- an milljarð verða eftir í landinu á þessu ári, sem ella hefðu verið unnin erlendis. Hann hefur sömuleiðis boðað, að refsitollar verði lagðir á ný skip sem keypt verða erlendis frá, ef sýnt þykir að þar sé um undirboð að ræða. Þar er um mikilsverða vöm að ræða fyrir innlendan skipaiðnað; tímabæra - og fullkomlega sjálfsagða. Ennfremur er ljóst, að ráðherrann telur rangt miðað við núver- andi aðstæður í innlendum iðnaði, að hið opinbera veiti fyrir- greiðslu vegna kaupa á skipum erlendis frá. Þar er hann á réttri leið. Auðvitað er ekki hægt að banna innlendum aðilum að kaupa skip í útlöndum, svo fremi þeir afli sjálfir tilskilinna lána á erlendum mörkuðum. En þegar skipasmíðar innan- lands ramba á bjargbrúninni er það einfaldlega heimska, að opinberir aðilar skuli stuðla að slíkum kaupum með lánum úr sjóðum fólksins í landinu. Það er skynsamlegt að breyta stefnu, þegar innri aðstæður í landinu em breyttar. Andspænis vaxandi atvinnuleysi verður að gera allt sem hægt er til að skapa atvinnu, - ekki síst að halda störfum í landinu, sem áður hafa flust út. Afstaða iðnað- arráðherra speglar því í senn kjark, og framsýni. Hann er á réttri leið, og þjóðin kann að meta verk hans. „Ef aflaheimildir verða aukn- ar mun afkoma ailra fyrirtækj- anna að öllum líkindum batna verulega. Einnig mun lækkun vaxta í Evrópumyntum og lækk- un olíuverðs væntanlega hafa já- kvæð áhrif á afkomu þeirra“, segir Edda Helgason, forstjóri Handsals hf. í úttekt fyrirtækis- ins á sjö stórum, íslenskum fyrir- tækjum í sjávarútvegi, sem gefin hefur verið út. Edda segir að af- koman í sjávarútvegi sfðustu tvö ár sé óviðunandi, það eigi einnig við um viðmiðunarfyrirtækin sjö. Sjö íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem skráð eru á Verðbréfaþingi ís- lands og Opna tilboðsmarkaðnum eru þau könnuð ítarlega í úttektinni. Þau eru handhafar um það bil eins sjötta hluta útgefinna veiðiheimilda auk þess sem þau fá úthlutað úr hagræðingasjóði. Þrátt fyrir ýmsa óáran á síðasta ári, hafa fjögur þess- Edda Helgason. ara fyrirtækja skilað hagnaði. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Ámes hf., Haraldur Böðvarsson hf., Grandi hf., Síldarvinnslan hf., Skagstrendingur hf., Útgerðarfélag Akureyringa hf., og Þormóður rammi hf. I fyrra voru þrjú þessara sjö fyrir- tækja rekin með tapi á meðan hin ljögur skiluðu hagnaði á bilinu 1,7 til 13,6% af eigin fé. Þar var Þor- móður rammi á Siglufirði með besta afkomu og talinn skila 70 milljón króna hagnaði. Bent er á til viðmiðunar að árin 1990 og 1991 skiluðu fyrirtækin sjö hagnaði sam- tals að upphæð 358 milljónum króna og árið 1990 758 milljónum. Heildartap fimm fyrirtækjanna 1992 nam 550 milljónum. Það ár voru tvö fyrirtækjanna í raun ekki til, Ámes hf. og Haraldur Böðvars- son, en þar hefur átt sér stað sam- mni fyrirtækja. Handsal vinnur sitt verk af mik- illi vandvirkni og skyggnist aftur í tímann til að hægt sé að átta sig bet- ur á afkomunni í dag. Fyrirtækin sjö hafa öll aukið hlutafé sitt á síðustu 3-4 ámm, samtals um 1.672 millj- ónir króna miðað við verðlag í des- ember síðastliðnum. Innborganir nýs hlutafjár á tímabilinu 1991-1993 var samtals 982 millj- ónir króna. „Þrátt fyrir þessar innborganir til styrktar eiginíjárstöðu, hefur heild- ar eigið fé þessara fyrirtækja á tíma- bilinu 1991 til 1993, miðað við milliuppgjör, minnkað um 93 millj- ónir króna, eða sem jafngildir 1,8%“, segir Edda Helgason. Bent er á að afkoma greinarinnar sé slæm. Niðurskurður á aflaheim- ildum ásamt háum vöxtum, gengis- fellingunt og ofljárfestingum hafi skapað erfiðan rekstrargrundvöll fyrir mörg fyrirtæki í sjávarútvegi. En ekki öll. Dæmi séu um „sérlega vel rekin fyrirtæki í greininni, þrátt fyrir erfið skilyrði", segir í úttekt- inni. „Endanlega ráða stjómendur fyrirtækjanna ferðinni og afdrifa- ríkar ákvarðanir eru teknar af ein- staklingum", segir Edda Helga- son hjá Handsali hf. I FOSTUDAGSSKAPI! Alþýöublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.