Alþýðublaðið - 11.02.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.02.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BILA.SIÐA.N Fðstudagur 11. febrúar 1994 MOLAR: McLAREN Svo haldið sé áfram að velta upp bfi- um sem fæst okkar hafa efni á að eignast þá vantar ekki að lítt sé hogg- ið í knérunn (hraða og orku). McLaren hinn frægi rekstraraðili For- mulu 1 kappakstursbíla er nú að ljúka reynsluakstri á sportbíl sínum sem er byggður að tniklu leyti á þeirri reynslu sent fengist hefur í Formula 1 kapp- aksuinum. Bfllinn sló hraðastuðul Bugatti um 20 mílur = 32 kílómetra og kont- ast í 231 mflu á klukkustund, en það em 362 kflómetrar á klukkustund. Vélin í McLaren bflnum er að sjálfsögðu 12 cylindra, 6,1 lítra og 580 hestöíl; þó ekki sé minnst á viðbragð í þeim plöggunt sem undirritaður leit á, þá má ætla að rétt rúmar 3 sekúndur taki að koma bflnum úr 0-100 kílómetra á klukkustund. ROLLS ROYCE Þeir hjá Rolls Royce hafa ekki verið tunguliprir þegar forvitnast hefur ver- ið um hestöll og hröðun þeirra bíla: sem þeir hafa verið með í framleiðslu. Svat' þeirra hefur jafnan verið það að afl bílsins sé nægílegt og hröðun hans í sanirænti við þáð. Nýir ttmar og við- horf hafa þó neytt þá til þess að opna upplýsingagátlina og eitthvað eru þeir famir að linast og því eru allar upplýsingar varðandi Bentley, sem ber sama svip og Rollsinn, nú fáanlegar. Þeir hafa ekki lcgið á tölulegum staðreyndum varðandi sófann Bentley Turbo R sem er 5300 punda gæðingur en vélin sem knýr hann áfrant er 6,8 lítra og skilar um 400 hestöflum. Hrttðun þessa þunga btls frá 0-100 kflómetra á klukkustund er um 6 sekúndur, og hántarkshraöinn er rétlu megin við 200 kflómetrana. FRUMHERJI Fæst okkar sem áhuga hafa á bflum vita hver Henry Martin Leiand var, samt á hann þá merku sögu að vera upphafsntaður að framleiðslu Cadillac-bflanna. Frumkvöðull þess að startari var settur í bfl, og þeirrar miklu nákvæmni sem bílaiðnaðurinn þurfti til þess að slíta bamsskónum. Cadillac Automobile var stofnað árið 1902, og sneru eigendur þess sér til Lelands og varð úr að fyrirtæki hans tók að sér að stníða vélar, gírkassa og stýrisvél í bflinn. Árið 1902 vom tveir bílar smfðaðir en f byrjun árs 1903 til 1904 voru tæplega 19(X) eintök sett saman og var það upphaf þeirrar sigurgöngu sem enn stendur. Það er garnan að geta þess að Leland átti ekki aðeins heiðurinn af eðalvagnin- um, Cadillac, heldur stóð hann lfka fyrir smíði helsta keppinautar hans í dag bflsins sem seinna varð stolt og flaggskip þeirra hjá Ford-verksmiðjunum. En það er glæsivagninn Lincoln, í september 1920 sá fyrsti bfllinn af þeirri gerð dagsins ljós. Akkilesarhæll Lelands var sá mikli metnaður sem hann setti varð- andi gæði. Reyndist bíllinn því of dýr í framleiðslu, og þar sem hún nam ekki nema um 400 bílum á mánuði, seig á ógæfuhlið og fór fyrirtæki hans yftr um og var þrotabúið selt Ford-verksmiðjunum árið 1922. VW-BJALLAN Nýja Volkswagen-bjallan, sem kynnt var á alþjóða bflasýningunni í Detroit í lok sfðasta árs, var hönnuð í Kaliforníu. Þó hún sé nú aðeins sýnd sem hönnun- arhugmynd, þá telja þeir hjá Volkswagen lítil vandkvæði á að koma henni í framleiðslu fyrir aldamót. Vélin í nýju bjöllunni er staðsett að framan. En gamla Bjallan var með vélina að aftan. Rafmótor mun knýja þá nýju en eins og allir vita var gamli „orginalinn" knúinn loftkældri bensínvél. Þó hætt haft verið að framleiða gömlu góðu Bjölluna í Evrópu þá er hún eftir því sem ég best veit enn framleidd í Brasilíu og nú er haftn ffamleiðsla á henni í Mexíkó. Á bílasýningunni í Frankfurt vakti athygli að Fiat er enn að sýna Uno en arftaki hans Punto var frumsýndur þar. Ástæða þess að Unoinn hefur ekki verið settur í safnkistuna er sú að sala hans er enn all drjúg og líklegt talið að hún verði það næstu árin. LISTER STORM Hann er meiri háttar hvort sem honum er ekið sem lúxus sófa eða sem urr- andi tæki í stíl Ferrari. Aflið er meiri háttar, eða 600 hestöfl. Hámarkshrað- inn er 330 kílómetrar á tímann og við- bragðið tæpar ftmm sekúndur frá 0-100. Bíllinn er knúinn 12 cylindra Jagúar-vél, með tveimur forþjöppum. Síðan 1983 hafa þeir hjá Lister Cars sérhæft sig f því að kreista meira afl út úr Jagúar-kappakstursvélum, en Listcr Storm er fyrsti bfllinn sem þeir fjöldafram- leiða. Þótt útlit bendi til að hér sé um að ræða hraðakstursbíl með miðjuvél, þá er svo ekki, því Storm er 100% götubfll og með vélina að framan. V I K I N G A imm Vinningstölur miðvikudaginn: 9. febr. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 6 af 6 3 28.800.000 Ef| 5 af 6 Effl+bónus 1 645.765 EJ 5 af 6 15 33.825 □1 4af6 490 1.647 r=| 3 af 6 tyj+bónus 1.473 235 Aðaltölur: 8^)fl7)(24! BONUSTOLUR Heildarupphæð þessa viku: 88.706.325 á Isl.: 2.306.325 JjJjj wnningur fór til: Sviþjóðar, Finnlands og Noregs UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 0IRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR REYNSLUAKSTUR: Hyundai Elentra & nýi Escortinn JÓNAS S. ÁSTRÁÐSSON: „Auðvitað viðurkennir maður ekki að hafa farið þrem- ur kílómetrum ofhratt eða rúmlega það. Samt skalfullyrt að efleyfilegt hefði verið, og þar með verið ekið á þriggja stafa tölu, þá hefði Elentran verið eins og hugur manns ígegnum beygjurnar, rétt sig skemmtilega af og vakið með ntanni þá hugsun aðþað væri ekki aðeins bíllinn sem vœri frábœr við þessar aðstœður, heldur og öku- maðurinn líka.“ Alþýðublaðsmynd / Elnar Ólason HYUNDAI ELENTRA í Hyundai Elentra eru nokkuð góð kaup, bíllinn er skemmtilega aflmikill með 126 hest- afla vél, fer vel á vegi, skiptingin er létt og lip- ur og bfllinn fallegur á götu, þá er hann ágæt- lega rúmgóður. Ekki er vindgnauð til ama þó greitt sé ekið og hljóðeinangrun góð. Fjöðrun- in er þægileg á malbiki og kom mjög á óvart þegar ekið var á malarvegi. Þó ekki haft El- entran verið lengi hér á markaðnum og því ekki hægt að miða endingu og bilanatíðni við innlenda reynslu, þá er komin reynsla á hann annars staðar. Hann hefur reynst mjög vel í Kanada og fleiri löndum. Ef við lítum á varahlutamál þá fer ekki á milli mála að Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hafa á liðnum árum unnið sér gott orð bæði fyrir varahlutaval og lágt varahlutaverð. Það er mikið unnið þegar hægt er að ganga að varahlutum vísum hjá umboði og hafa á til- finningunni að verð þeirra sé á sanngjömu nótunum. Þegar akstur er í styttra lagi þá er ekki hægt að fara djúpt í málin og ætlum þvf hér að segja t stuttu máli frá því sem undirrit- uðum fannst við þessi snöggu kynni. Bflnum var ekið við ýmsar aðstæður og reyndist ekki síður en undirritaður átti von á. Hestöflin 126 skiluðu sfnu, skiptingin lék í hendi, hvort sem hún var sett upp eða látin hvína niður í gírunum, bíllinn fór mjög vel á malarvegi og betur en allmargir bflar sem skrifari hefurekið, hann krafsaði sig skemmti- lega í gegnum beygjumar og svaraði ótrúlega vel. Auðvitað viðurkennir maður ekki að hafa farið þremur kílómetmm of hratt eða rúmlega það. Samt skal fullyrt að ef leyfilegt hefði ver- ið, og þar með verið ekið á þriggja stafa tölu, þá hefði Elentran verið eins og hugur manns í gegnum beygjumar, rétt sig skemmtilega af og vakið með manni þá hugsun að það væri ekki aðeins bfllinn sem væri frábær við þessar aðstæður, heldur og ökumaðurinn líka. Bíllinn er femra dyra, aðgengi ágætt, hvort sem er fyrir ökumann eða farþega. Skottið er 352 lítra og er það í hópi margra annarra. En svo við snúum okkur að því sem innan far- þegatýmis er þá er vinnurými gott, það fer vel um ökumann sem og farþega, auðvelt er að ná til stjómrofa, aðvörunarljós em haganlega sett fyrir neðan mæla, en þeir em stórir og auðles- anlegir, snúningshraðamælir til vinstri og kflómetramælir til hægri. Hitunarkerfið er f góðu lagi, Ijögurra hraða miðstöð með snún- ingsrofum sem auðvelda mjög alla notkun. Sætin veita góðan stuðning þegar sest er inn, auðvelt er að lyfta sæti og halla, aíitursætin era skiptanleg svo skíði eða álíka hlutir em vel flytjanlegir í auknu farangursrými en skipting aftursæta er 40/60. All mörg atriði mætti telja til viðbóta og eflaust gefst tækifæri til þess þegar fram í sækir og Elentran verður tekin í nákvæman reynsluakstur. Að líkum má ekki gleyma því að Elentran fæst beinskipt með fimm gíra kassa eða sjálfskipt með fjögurra hraða rafeindastýringu. Verkmiðjumar gefa upp sjö lítra eyðslu á jöfnum 90 km hraða, ekki var farið út í að mæla eyðslu, enda ekið við ýmsar og lítt við- miðanlegar aðstæður. En bensínmælir lækk- aði ekki að ráði svo undirritaður sér ekki ástæðu til þess að efast um að við bestu hugs- anlegar aðstæður eyði þessi spræki og kraft- mikli bfll ekki meim. Ekki fráleitt að í Hyund- ai Elentra séu betri kaup en í mörgum öðrum. NÝl ESCORTINN Þau eru orðin nokkuð mörg árin síðan jap- anska innrásin hófst hér á bflamarkaðinn. Fyr- ir þann tíma mátti sjá bandaríska og evrópska bíla skipta með sér efstu sölusætunum hér á landi og margir þeirra áttu ekki langt stopp á bflasölum þegar kom að því að eigendur vildu skipta um bfl. Escort var eríitt að fá í þá tíð og enn er erf- itt að fá hann á bflasölu. Ástæðan var þó önn- ur í þá daga og skemmtilegri en nú til dags, því innflutningur þessara eðalvagna hefur ver- ið sáralítill undanfarinn áratug. Nú horfir þó til batnaðar því sjaldan hefur verið hægt að fá Escortinn á jafn hagstæðu verði frá umboði og nú. Samt má telja lfklegt að einhvem tíma taki að snúa þróun Escort í hag en alla burði hefur Escortinn nýi til þess að ná viðunandi sölutöl- um, og myndi ég ætla að það sé helst spuming um sölutækni umboðsins sem kemur til með að ráða árangri. Escortinn nýi er fallegur bfll og sama er með hann og nýja VW að ekki var farið mjög langt frá útliti frá eldri gerð við hönnun þess nýja. Verð Escortsins er mjög samkeppnisfært við þá bfla sem hann berst við um markaðinn, en 1600 bfllinn kostar um 1350 þúsund. Staðalbúnaður er samlæsingar, vökvastýri, rafmagnsupphalari í rúðum ffamhurða og að auki hitaðir speglar en byltingin er þó upphit- un á ffamrúðu, en framleiðendur tala um að 30 til 90 sekúndur taki að þíða hrím af framrúð- um. Kemur það sér vel, ekki síst í þeim garra sem nú herjar á landann. Buick var einn þeirra bfla sem vakti hvað mesta athygli ungviðisins hér á landi eftir 1950. Innflutningur var hvorki mikill né fjölbreyttur enda þurfti leyft fyrir hverjum einstök- um bfl sem var fluttur inn til landsins. Það var því ekki mikið um innflutning og svo mikJa athygli vakti hver nýr bíli á þeim árum að nafn eiganda hans fór ekki á milli mála hjá bfla- áhugamönnum. En árið 1955 varð bylting hér á landi í innflutningsmálum og allt í einu fylltust götur borgarinnar af hverri glæsikerrunni af annr tí. Ford, Mercury, Chevrolet, Pontiac, Oldsmobile, Chrysler, Dodge, De Soto, Plymouth, Pacard og fleiri. Meiri háttar bflar og spennandi. En það sem mína athygli vakti var Buick, þessi stóri þungi glæsivagn með urrandi áttu undir vélarhlífmni. Þetta voru uppgangsár hjá Buick-verksmiðjun- um og má geta að heildarsalan af árgerð 1955, var 738.814 bflar, en snögglega seig á ógæfuhliðina og árið 1958 var sal- an á þessum kostagripum komin niður í 241.908 eintök. Árið 1960 var svo komið að Buick var dottinn niður í 9. sæti á bandaríska listanum og útlit fyrir að þessi fomfrægi eð- alvagn væri að renna sitt skeið á enda. Umfangsmiklar björg- unaraðgerðir voru hafnar. Dregið var úr framleiðslu stóm sófanna og byijað var að ffamleiða það sem við, þessir for- föllnu aðdáendur, kölluðum kettlinga, smáhorn sem enginn óbrenglaður íslenskur unnandi áttunnar vildi kannast við. En um þetta leyti var Bandaríkjamarkaður farinn að kalla á minni og léttari bfla. Árið 1962 var Buick Special með V sex vél kosinn bfll ársins af hinu virta blaði Motor Trend. Það skal nú játað að með blendnum hug var þeirri nafnbót fagnað af tryggum aðdáendum hér á Fróni. En árið 1963 léttist brún- in því þá settu verksmiðjumar nýtt módel af alvöru Buick á markaðinn. Buick Rivera, með átta cyl 401 cu in vél, sem sló hressilega í gegn. Viðtökur vom það góðar að árið 1969 kom Riveran með 360 hestafla 430 cu in vél, og GS útbúnað mátti fá en þá var Riveran 455 cu in og 370 hestöfl. Þeir létu ekki deigan síga hjá Buick. Nú var liðið á líftíma stóm háþrýstu vélanna, 10.20:1. Svo kom að árgerð 1971, dýrið, var boðið með 455 cu in vél, heit- trúaðir stunduðu bókabúðimar og biðu eftir þeim blöðum sem veittu tækniupplýsingar. Nokkuð löng fannst manni bið- in þar til sú sára staðreynd kom í ljós að aflið sem verið hafði 360 hestöfl í 430 cu in vélinni, hafði verið skotið niður í skit- in 360 hestöfl í 430 cu in vélinni. Allt vegna einhverra vand- ræðagemsa sem vom með eldsneytisspamað á heilanum. En það var harður heimur sem barist var í og salan á Riverunni sem var árið 1970,37.366 bflar, var komin niður í 17.306 bíla árið 1975. Á þessum tíma var hugur Bandaríkjamanna upp- tekinn af eyðslugrönnum smábflum og þeir erlendu voru bytjaðir að vinna sér sess.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.