Alþýðublaðið - 11.02.1994, Síða 5
Föstudagur 11. febrúar 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
FÖSTUDAG SVIÐTALIÐ
INGVAR SVERRISSON:
ENGINN
SETUR OKKUR
ÚTÍ KULDAHH!
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Ingvar Sverrisson var sá
jafnaðarmaður sem einna
mest bar á í tengsium við
hugsanlcgt sameiginlegt
framboð félagshyggjuaflanna
á síðasta ári. Allavega ef taid-
ir eru þeir sem studdu slíkt
framboð á þeim tíma. Eftir að
samningar um framboðið
tókust á miili flokkanna hefur
hinsvegar lítið borið á Ing-
vari, sem áður virtist óþreyt-
andi við að leiða menn úr
flokkunum saman, tala fyrir
málinu á fundum og ráðstefn-
um, taka þátt í að mynda
fyrsta umræðuhópinn um
málið ásamt þvi' að safna und-
irskriftum á listann „Ungt
fólk krefst árangurs!“. Auk
þessa skrifaði hann fjölmarg-
ar greinar um málið. Margir
hafa velt því fyrir sér hvað
hafl orðið um unga hugsjóna-
manninn sem á tímabili virt-
ist einn á báti sem jalnaðar-
maður er barðist af öllum sín-
um krafti fyrir sameiginlegu
framboði. I þeirri vinnu var
fátt um skoðanabræður inn-
an flokkanna á löngu tíma-
bili. Afhverju hvarf Ingvar út
úr myndinni, var honum ýtt
út í kuldann, gafst hann upp
eða taldi ef til vill að hlutverki
sínu væri lokið eftir að sam-
eiginlegt framboð félags-
hyggjuaflanna í Reykjavík -
Reykjavíkurlistinn - varð
staðreynd? Alþýðublaðið tók
hús á Ingvari og spjallaði við
hann um þetta og fleira.
- Ingvar, afliverju höfum
við séð svona lítið íil þín upp á
síðkastið. Varstu settur út í
kuldann?
„Nei, alls ekki. Ekkert slíkt.
Málin þróuðust hinsvegar
þannig að eftir skoðanakannan-
ir, sem ég átti meðal annars þátt
í að láta framkvæma, tóku full-
trúar flokkanna við sér og það
var ekki sérstaklega leitað eftir
mínum starfskröftum við þá
vinnu. Maður tekur það samt
ekkert óstinnt upp því svona er
lífið. Þeir njóta víst sjaldan eid-
anna sem fyrstir kveikja þá,
ha...“
- Ertu þá orðinn einn af
þessum bitru og lífsþreyttu
ungu mönnum?
„Já, og hangi á reykfylltum
kaffihúsum allan daginn við
ljóðaskriftir... Nei, nei, eftir á
að hyggja býst ég við að undir
niðri hafi maður vitað að svona
færi eftir að brautin hefði verið
rudd. En ég hætti fráleitt barátt-
unni. Enginn setur okkur unga
jafnaðarmenn útí kuldann - af-
hverju skyldu þeir gera það?
Maður hélt áfram að sannfæra
og snúa þeim vantrúuðu og tók
fullan þátt í umræðunni framan
af.
Hinsvegar má svo sem segja
að ég hafi dottið svolítið út eftir
að ákvörðun var tekin um að
lokað prófkjör yrði viðhaft inn-
an Alþýðuflokksins urn 4. og 9.
sæti sem komu í hlut fiokksins
á Reykjavfkurlistanum. Ég hef
aðeins starfað innan flokksins í
rúm tvö ár og átti því litla
möguleika í prófkjöri af þessu
tagi. Allavega var lítil von til
þess að maður yrði ofarlega á
listanum. Ég taldi mig hafa gert
mitt í bili og dró mig þessvegna
aðeins til baka og fylgdist með
úr fjarlægð. Það var ágætis til-
breyting efúr streðið mánuðina
þar á undan.“
- Sem sagt, lokað prófkjör
útilokaði meðal annars þig
sem frambjóðanda. Ertu þá
ekki bara fylgjandi opnum
prófkjörum vegna þess að þú
hefðir hagnast á að slíkt yrði
viðhaft?
„Kannski að öðrum þræði.
Eru menn ekki í pólitík til að
komast áfram, til að komast í þá
stöðu að geta unnið beint að
stefnumálunum? Ég er hins-
vegar vitaskuld fylgjandi opn-
um prófkjörum því að fyrst og
fremst tel ég þau vera hluta af
þeirri þróun að gera Alþýðu-
flokkinn opnari og ákvarðana-
tökuna innan hans lýðræðis-
legri. Samband ungra jafnaðar-
manna hefur til að mynda und-
anfarin misseri verið að opna
starf sitt. Lokaðar málefna-
nefndir heyra nánast sögunni til
og það hefur sýnt sig að fólk
kann að meta þetta og nýir fé-
lagar bætast við á hverjum degi.
Ég er sáttur við minn hlut í
Reykjavíkurlistanum og mun
halda þar áfram að vinna við
málefnin. Prófkjör Alþýðu-
flokksins í Reykjavík þetta árið
er búið mál og það gengur bara
betur næst. Engin sárindi af
minni hálfu, þvert á móti. Mér
fannst að vísu leiðinlegt að sjá
hversu hlutur ungra jafnaðar-
manna var lítill og konur hefði
ég einnig viljað sjá fá fleiri at-
kvæði.
Einn stærsti punkturinn við
að hafa opin prófkjör er síðan
sá að fólki fjölgar til muna í
flokkunum í loingum þau. Ekki
endilega vegna smölunar held-
ur vegna þess að almenningur
eygir þama tækifæri til að hafa
bein áhrif á ákvarðanatökuna.
Viljum við hafa Alþýðuflokk-
inn lítinn og lokaðan? Leið
ykkur á Alþýðublaðinu eitt-
hvað sérstaklega vel meðan
blaðið var ein opna og búið?“
- Nei. Samband ungra jafn-
aðarmanna hefur nokkuð
gagnrýnt innra starf Alþýðu-
flokksins, talið það of lokað og
á köflum helst til í dauflegri
kantinum. Margir hafa and-
mœlt þessu og bent SUJ-urum
að líta í eigin barm. Hvað seg-
irðu um þessi mál?
„Samband ungra jafnaðar-
manna er á góðri leið með að
verða virkasta hreyfmgin á
vinstri kantinum og ekki orð
um það meir. Við erum auðvit-
að misáberandi eftir sveitarfé-
lögum en sækjum stöðugt í
okkur veðrið. Frá 150 manns og
upp í 800 á þremur árum er ekki
slakur árangur hreyfingar er
starfar innan flokks sem sjaldan
hefur notið mikils fylgis ungs
fólks."
- Er þá allt í himnalagi hjá
Sambandi ungra jafnaðar-
manna og Alþýðuflokknum?
„Nei. Hvað hefði maður þá
að gera þar?! í fullkomnum
flokki er hundleiðinlegt að
vera. Ekkert hægt að bæta eða
breyta. Engin fjöldahreyfing er
fullkomin. Guðimir hafa forðað
okkur frá fullkomnum heimi.“
- En aftur til upphafsins:
Afhvetju sameiginlegt fram-
boð?
„Ég sannfærðist um að sam-
eiginlegt framboð félags-
hyggjuaflanna í Reykjavík væri
eina raunhæfa leiðin til að ná
árangri þegar ég sá útreikninga
sem lagðir vom fram á fundi
hjá Nýjum vettvangi um það
hvemig flokkamir fæm út úr
kosningum, miðað við 6 til 7
framboð. Borgin myndi ekki
vinnast með því móti. Þess-
vegna varð að koma til sameig-
inlegt framboð félagshyggju-
aflanna."
- Hver voru nœstu skref.?
„Eftir þetta fór ég að vinna
með Hrannari B. Amarssyni
(NV) og Helga Hjörvar (Verð-
andi). Við fómm yfir stöðuna
og vomm allir jafnvissir um að
sameiginlegt framboð væri
rétta leiðin til að ná settu mark-
miði - að fella íhaldið. Það
hlýtur að vera gmndvallaratriði
í stjómmálum, að ná völdum til
að koma sínurn stefnumálum
fram. Það styrkti einnig trú
okkar á að'þetta væri möguleiki
að stefnumál minnihlutaflokk-
anna vom nokkum veginn þau
sömu það er, enginn gmndvall-
armunur var þar á.
Það sem við gerðum þá var
að ræða við samstarfsfólk okk-
ar í pólitík um hvemig mönnum
litist á þetta. Þessi þriggja
manna grúppa safnaði smám
saman utan á sig jafnt óháðu
sem flokksbundnu ungu félags-
hyggjufólki. Við settum niður
fasta fundartíma og hittumst á
Hótel Borg í hádeginu hvem
laugardag. Með hverri vikunni
sem leið stækkaði hópurinn.
Greinaskrif fóm af stað og hver
um sig talaði fyrir málinu innan
sinnar hreyfmgar á fundum og
ráðsteínum."
- Hvenœr hófust síðan við-
rœður hópsins við fulltrúa
flokkanna?
„í október og nóvember hóf-
um við skipulegar viðræður við
fulltrúa allra minnihlutaflokk-
anna, nema Kvennalistann.
Nei, þær vom ekki viljandi
skildar útundan. Þvert á móti
því þær tjáðu okkur aðspurðar
að þær hefðu ekki tfma til að
elta hvaða saumaklúbb sem er.“
- Saumaklúbb?
,Já, fólk hafði mismikla trú á
okkur. Sigrún Magnúsdóttir
kallaði okkur til að mynda
„þvermóðskufull unginenni".
Þetta var reyndar viðkvæðið hjá
langflestum, nema hjá Birtingu
þar sem Arthúr Morthens tók
vel f málið. Einnig virtust með-
limir í fulltrúaráði Alþýðu-
flokksins opnir fyrir umræð-
unni. Jafnaðamtennimir vom
þó varir um sig. Næstu skref
vom að safna undirskriftum
ungs fólks sem birtist í Alþýðu-
blaðinu og Vikublaðinu með
yfirskriftinni Ungt fólk krefst
árangurs.
I kjölfar þeirrar herferðar
héldum við sfðan opinn fund
um sameiginlegt framboð á
Komhlöðuloftinu sem Kvenna-
listinn og Framsóknarflokkur-
inn hunsuðu þrátt fyrir að hafa
Iýst yfir að þeir myndu koma.
Þegar við hringdum í fulltrúa
jreirra af fundinum þá fyrst
sögðust þau ekkert hafa að gera
á fundinn. Mikið vomm við
vonsvikin yfir þessum við-
brögðum. Fundarsókn var samt
ágæt en útkoman ekki nógu góð
þar sem að tvo flokka af fjómm
vantaði."
- Og áfram var haldið, eða
hvað?
„Mikil ósköp. Það var enn
langt í land. Næst gerðist það að
fulltrúaráð Alþýðuflokksins
samþykkti að hafa samband við
alla minnihlutaflokkanna og
leita eftir viðræðum sem þeir og
gerðu en fengu neikvæð svör.
Eftir það missti Alþýðuflokkur-
inn í raun fmmkvæðið og áhug-
ann á þessu máli. Nýr vettvang-
ur hélt þó uppteknum hætti og
pressaði á sameiginlegt fram-
boð. Hóf meðal annars viðræð-
ur við Alþýðubandalagið.
Við unga fólkið gáfumst þó
ekki upp og pöntuðum skoð-
anakönnun hjá Félagsvísinda-
stofnun sem var fylgt eftir með
skoðanakönnun sem DV gerði.
í þeim báðum kom í ljós að
sameiginlegt framboð myndi
gjörsigra meirihluta íhaldsins.
Þetta undirstrikaði málflutning
okkar og það kom enda í ljós að
boltinn rúllaði af stað og óform-
legar viðræður hófust milli
flokkanna, aðallega þó í fyrstu
rnilli Framsóknarflokks og
Kvennalista. Alþýðubandalag-
ið bættist síðan í þann hóp og
loks kom Alþýðuflokkurinn. Úr
þessum viðræðum kom síðan
sameiginlegur framboðslisti.
Voila.“
- En hvað finnst þér um þá
staðreynd að þeir sem börðust
einna harðast gegn sameigin-
legu framboði fyrir aðeins
nokkrum mánuðum síðan eru
nú flestirá leið á framboðslista
sameiginlegs framboðs?
„Það er bara hið besta mál í
sjálfu sér þótt skondið sé. Að
mínu mati er hugrekkið besti
eiginleiki sem stjómmálamaður
getur haft til að bera, að hafa
kjarkinn til að skipta um skoð-
un þegar það er sannað mál að
maður hefúr rangt fyrir sér. Ég
hef alltaf verið ófeiminn við
slíkt. Maður er jú breyskur. Það
er annars stórfyndið í dag að
hitta og spjalla við þá sem ann-
aðhvort börðust áður hatramm-
lega gegn sameiginlegu fram-
boði eða voru skíthræddir við
allt saman. Menn verða undir-
furðulegir þegar maður heils-
ar.“
- Þannig að það hlakkar
aðeins íþér?
„Að sjálfsögðu. Hver myndi
ekki glotta við tönn? Það kemur
nú á daginn að allir J>eir, úr röð-
um minnihlutaflokkanna, sem
voru á móti sameiginlegu fram-
boði eru nú hlynntir því og hafa
sumir jafnvel gengið svo langt
að sækjast eftir sæti á listanum.
Ég tel það hinsvegar til góðs.
Það er mikið af góðu fólki sem
sækist eftir þessum sætum og
ég trúi því að allt þetta fólk eigi
eftir að geta starfað saman sem
ein heild.
Það er J>ó alveg ljóst að mik-
ið á eftir að ganga á komandi
vikur og mánuði. Það verða ótal
hindranir lagðar í veg Jjessa
framboðs. Sjálfstæðisflokkur-
inn er þar fremstur í flokki and-
stæðinga að sjálfsögðu og mál-
flutningur [rcirra hefur verið
yfirgengilega ósvífinn á köfl-
um.
Það ríður á að fólkið sem
stendur að Reykjavíkurlista fé-
lagshyggjufólks sé samstillt og
vinni saman að lausn J>eirra
vandamála sem upp kunna að
koma.
- Varnaðarorð?
„Auðvitað, félagshyggjufólk
þarf að gæta sín. Það er ekki
bara nú í kosningabaráttunni
sem menn verða að stilla
strengi sína saman heldur líka
þegar sigur hefur unnist, ef
hann vinnst!
Það má ekki gleyma því að
hugsunin bak við sameiginlegt
framboð er ekki að ná völdum
og hjakka svo í sama farinu líkt
og núverandi meirihluti heldur
er þetta gert borgarbúum til
góðs. Ekki má láta flokkadrætti
og þvermóðskuhátt eyðileggja
þessa göfugu tilraun sem miðar
að breyttum stjómarháttum,
ekki eiginhagsmunapólitík sem
hefur verið við lýði í of langan
tíma í borginni og reyndar í
landsmálunum líka.
Meirihluti sjálfstæðismanna
hefur eins og allir vita rekið
þessa borg áfram á spillingu
fyrst og fremst. Það er bara svo
merkilegt að flestir fjölmiðlar
þessa lands láta það afskipta-
laust, þó að þeim finnist þeir
eiga að taka á spillingarmálum,
þetta er mjög svo undarlegt. Al-
þýðublaðið sker sig þó nokkuð
úr að þessu leyti ásamt Tíman-
um og DV á köflum.
Það er kominn tími til að
gerðar verði breytingar á stjóm-
un borgarinnar og valdinu verði
dreift til fólksins. Langbesta
leiðin til þess að stjóma þannig
að allir verði ánægðir er að
leyfa fólkinu að eiga þátt í
ákvörðunum og fá að koma
hugmyndum sínum á framfæri
og fá að vinna að J>eim.
Sjálfstæðismenn hafa „átt“
Reykjavíkurborg og stjómað
með eigin hag og vina sinna
fyrir bijósti sem vitaskuld hefur
leitt til þess að sameiginlegir
sjóðir borgarbúa hafa lent í vö-
sum örfárra manna. Einnig em
borgarbúar orðnir þreyttir á
minnisvörðum á borð við Ráð-
hús og Perlu þar sem peningum
er sóað í óþarfa hluti og engin
framkvæmdaáætlun stenst. það
væri nær að byggja hús og hall-
ir sem gætu nýst öllum borgar-
búum eins og til dæmis tóm-
stundahús eða eitthvað slíkt.
Hús þar sem möguleiki væri á
að stórar hljómsveitir gætu ver-
ið með tónleika og íþróttavið-
burðir eins og heimsmeistara-
keppnin í handbolta gætu farið
fram svo dæmi séu nefnd. Þess
má geta að ég flutti J>essa til-
lögu á ári æskunnar 1985 í svo-
kallaðri borgarstjóm iings fólks
en það er eins og með allar til-
lögumar sem þar vom lagðar
fram, enginn Jx;irra var svo
mikið sem skoðuð af meirihluta
ihaldsins."
- Eitthvað að lokum?
„Ég vil bara óska fólkinu
sem kemur til með að skipa
Reykjavíkurlistann alls góðs.
Ég hef trú á þessu dæmi. Maður
er nýbyrjaður að þreifa fyrir sér
í þessum harða heimi stjóm-
málanna og 23 ára gamall mað-
ur á eftir hartnær hálfa öld í pól-
itík ef allt fer að óskum. Tími
okkar unga fólksins rennur allt-
af upp. Það er lögmál lífsins.
Það sem ég vil sjá í framtíð-
inni er skilningur Jreirra eldri á
að ungt fólk sættir sig ekki
lengur við að vera lokað inni í
ungliðahreyfingum til hálffer-
tugs. Vitjunartími ungs fólks f
stjómmálum rennur ekki fyrst
upp á fertugsaldri. Við erfum
þetta land og viljum komast að
ákvarðanatökunni fyrr en verið
hefur viðtekin hefð. Við leggj-
um ómælt starf á okkur til að ná
settum markmiðum. Hjá okkur
brennur eldur hugsjónanna
heitast og skærast.
Við emm orðin það mörg til
að mynda innan Alþýðuflokks-
ins að framhjá okkur verður
ekki gengið svo auðveldlega.
Samband ungra jafnaðarmanna
er helsti vaxtarbroddur Alþýðu-
flokksins - þess sama flokks og
kannanir hafa *Sýnt að hefur í'
undanfömum kosningum
mælst með minnst fylgi ungs
fólks.
Þessu emm við að breyta og
forystumenn flokksins ættu að
hafa í huga að rétta leiðin til að
snúa vöm í sókn er ekki að stíga
á, gera lítið úr eða hunsa ungt
fólk. Það verður ekki liðið. Eg
minnisl Jress reyndar að Jón
Baldvin Hannibalsson skrifaði
eitt sinn grein í blað ungra jafn-
aðarmanna og sagði að ungt
fólk ætti ávallt að vera föður-
betrungar. Ég tek undir Jtessi
orð formannsins. Við höfum
lært af mistökum Jjeirra eldri.
Það er aukin harka að færast f
kröfúgerð ungra jafnaðarmanna
um meiri áhrif og völd. Enginn
ýtir okkur útí kuldann. Ungt
fólk krefst árangurs!“