Alþýðublaðið - 11.02.1994, Síða 7

Alþýðublaðið - 11.02.1994, Síða 7
Föstudagur 11. febrúar 1994 HELGIN ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Ráðunautar ræða um gæði ferðaþjónustu Ráðunautar landbún- aðarins hafa setið á rök- stólum þessa viku og rætt ýmis mál er varða bænd- ur og landbúnað. Síðasti fundardagurinn er í dag og þá verður rneðal ann- ars rætt um gæðamál ferðaþjónustu og tölvu- væðingu sölukerfa, fjár- festingar og afþreyingu fyrir ferðamenn. Meðal þeirra erinda sem flutt verða á fundinum í dag eru erindi um afþrey- ingu fyrir ferðamenn í sveitum. I íslenskri ferða- þjónustu hefur verið stefnt að því að auka afþreyingu fyrir ferðamenn því ljóst er að það eykur tekjur. Ymsir möguleikar eru í boði á þessu sviði, svo sem vél- sleðaferðir, bátsferðir og hestaferðir. Stefnt er að aukinni afþreyingu meðal annars með því að bjóða upp á ævintýraferðir og skipuleggja ferðir um söguslóðir. Ferðaþjónusta á vegum bænda er mikilvægur og arðsamur þáttur í íslenskri ferðaþjónustu. Fjöldi ferðaþjónustubæja er nú 127 og gistiním eru um tvö þúsund. • • • • • Gagnkvæm tillitssemi alíra vcgfarcnda U UMFERÐAR RÁÐ ALÞYÐUFLOKKURINN HAFNARFIRÐI Hádegisfundur með kv enframbj óðendum Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur hádegisfund í Hafnarborg á morgun, laugardaginn 12. febrúar, klukkan 11. Kvenframbjóðendur í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, 26. og 27. febrúar, verða kynntir. í boði er léttur hádegisverður. Verð krónur 600.- Fundarstjóri verður Jóna Ósk Guðjónsdóttir. F J ÖLMENNUM! Stjórnin. Helga Hafdís Magnúsdóttir. Anna María Guðmundsdóttir. Brynliildur Birgisdóttir. Inga Dóra Ingvadóttir. Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir Anna Kristin Jóhannesdóttir. Guðlaug Sigurðardóttir. Hrafnhildur Jónsdóttir. Kristín IJst Malmberg ValgerðurM. Guðmundsdóttir. GETRAUNIR - „SPÁÐ í SPARKIГ X Aston Vílla—Swíndon Swindon vann ágætan sigur á Coventry síðastliðinn laugardag og var þá Norðniaðurinn Fjörtoft í aðalhlutverki. Hann skoraði öll mörkin þrjú f 3-1 sigri sem gerði það að verkum að Swindon er komið með 22 stig eins og Sheffield United. Aston Villa var líka að spila um helgina og í þetta sinn kom Leeds í heimsókn, Andy Townsend skoraði eina mark leiksins fyrir Villa á 70. mínútu leiksins. Swindon hefur verið að gera góða hluti undanfarið en í þetta skipti er bitinn of stór. 1 X Everton—Ipswich Mike Walker virðist vera á réttri leið með að koma mönnum Everton á réttan kjöl aftur. Þeir hafa núna unnið tvo leiki af þremur síðan Walker tók við og geta alveg bætt við þriðja sigurleiknum á laugardaginn. Ipswich spilaði ekki sérlega vel í sjónvarpsleiknum á laugar- daginn og er vfst að meira þarf til ef ganga á betur. Á meðan Ipswich tapaði fyrir Manchest- er City, 2-1, þá sigraði Everton Chelsea 4-2. 1 2 Manchester City—West llam Þrátt fyrir að Manchester City hafi unnið sinn Ijórða sigur í 21. leik þá má ekki bjartsýn- isveikin ná tökum á manni. City spilaði reyndar vel í þessum leik en nú eru allt aðrir mót- herjar. West Ham er ágætis útilið og er í miðri deildinni með 35 stig eftir 27 leiki. Manchcst- er er hinsvegar með 24 stig eftir 26 leiki og er í 18. sæti af 22 liðum. Þetta er að vísu erfiður leikur að spá um svo best er að tvítryggja hann á einhvem hátt. 2 Oldham—Chelsea Oldham vann botnslaginn í síðustu viku þegar þeir spiluðu við Southampton á heintavelli sínum. Le Tissier byrjaði á því að skora fyrir Southampton en stuttu seinna skoraði Oldham tvö mörk sem dugði til sigurs. Chelsea tapaði fyrir Everton 4-2 og var það fyrsti ósigurinn í tíu leikjum. Það var litli framhcrjinn Stcin sem skoraði bæði rnörk Chelsea íþessum leik en liann er nijög hættulegur fyrir framan markið. X Sheflield United-Coventry Mjög erfiður leikur þar sem bæði liðin eru í lélegu fonni um þessar mundir. Það varein- mitt Coventry sent tapaði fyrir Swindon í síðustu viku. Leikurinn fór 3-1 fyrir Swindon og það var Darby sem gerði eina ntark Coventry. Coventry er í ellefta sæti með 34 stig en mót- herjar þeirra, Sheffteld United, em mcð 22 stig og em í 21. sæti. Þeim hefur ekki gengið of vel hingað til og bráðurn er of seint að bjarga málunum. X 2 Tottenham—Blackburn Þegar Tottenham tapaði fyrir Sheffield Wednesday á laugardaginn var þá var það fimmti ósigurinn í röð á heimavelli. Þeir keyptu um daginn Ronnie Rosenthal frá Liveipool til að styrkja liðið og skoraði hann eina mark liðsins. leikurinn fór 3-1. Blackbum tók Wimbled- on í kennsiustund og vann með 3-0 og vom það Shearer, Wilcox og Ripley sem skoruðu. Þeir duttu hins vegar út úr bikarnum í vikunni með því að tapa fyrir Charlton sem er í 2. sæti í I.deild. 1 X Wimbledon—Newcastle Svolítil áhætta. Wimbledon hafði ekki séns f Blckburn á laugardaginn var og tapaði leikn- um 3-0. Þeir hafa hins vegar sýnt það að þeir em til alls líklegir og geta unnið hvaða lið sem er Newcastle er sterkt lið þar sem Cole er í aðalhlutverki í sambandi við markaskomnina. Newcastle er núna í 4. sæti með 45 stig og Wimbledon er í 13. sæti með 33 stig. X Barnsley—Stoke Stoke lék erfiðan ieik um helgina þegar þeir kepptu við Úlfana og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það hefði verið betra fyrir Þorvald Örlygsson og félaga hans í Stoke ef sigur hafði náðst því þeir mega ekki ntissa af lestinni sent fer upp í Úrvalsdeildina. Bamsley tók Sout- hend í bakanið þegar þeir unnu 3-0 á útivelii. Það var frekar óvænt því Bamsley er í 22. sæti af 24 liðum en Stoke er hins vegar í 9. sæti með 43 stig. 1 X Grimsby—Cristal I’alace Gengi liðanna í 1. deildinni virðist vera mjög sveiflukennt. Það sést best á því þegar Grimsby sigrar Charlton sem síðar í vikunni sigrar Blackbum sem er í 2. sæti í úrvalsdeild- inni. Það geta allir unnið alla. Cristal gerði jafntefii við Derby eftir að hafa verið undir í smá tíma. Leikurinn fór 1-1. Grimsby er ekkert voðalega ofarlega í stigatöflunni en það þarf ekki að þýða að liðið sé lélegt enda er ekki mikill stigamunur á liðunum í 1. deild. 2 Notts County—Nottingham Forest Nottingham lék við Leicester um helgina og vom þeir virkilega á skotskónum því þeir gerðu fjögur mörk á rneðan Leicester náði ekki að koma tuðmnni f netið. Nottingham skaust upp í 3. sæúð með þessum sigri og á nú góða möguleika á að komast upp í næstu deild. Notts County lék við Portsmouth og gerði markalaust jafntefli. Eins og allir aðrir leikir í I. deild þá er ekki hægt að segja að eitthvað lið sé alveg ömggt með sigurinn. 2 Oxford-Charlton Charlton er komið áfram í bikamum og mætir Bristol City eða Stockport. Charlton komst áfrarn með því að sigra Blackbum á útivelli 1-0 og má segja að það sé mjög góður árangur hjá liðinu. Blackbum hefur ncfnilega aðcins tapað tveimur leikjum á heimavelli í deildinni. Charlton er í 2. sæti í 1. deild. oxford er í 23. sæti í sömu deild og tapaði síðasta leik fyrir Lu- ton. Leiknum lyktaði með 3-0 sigri Luton. X Sunderland—Iii'istol City Sunderland er ekki ofarlega í deildinni en er ekki langt á eftir miðað við súgaljölda. Það munar aðeins 11 stigum á Sunderland og liðinu sem er í 2. sæú. Það er ekki mikið þegar lið- in fá 3 stig fyrir hvern sigur. Bristol City fékk Tranmere í heimsókn og þakkaði fyrir hana með því að vinna leikinn með 2-0 sigri. Sunderland spilaði einnig en tapaði leiknum 2-1 fyr- ir WBA. 1 Wolves—Soutlicnd Úlfarnir fóm í heintsókn urn hclgina til Stoke og l'engu eitt stig með sér heirn. Úlfarnir em f 8. sæti nteð 43 súg. Liðið er þekkt fyrir að vera mjög erfitt heirna og sést það best á að þeir hafa aðeins tapað einum lcik heima. Southend var fyrir stuttu meðal Ireirra efstu en hafa nú hrapað niður um ljölmörg sæti. Þeir töpuðu á laugardaginn fyrir Bamsley á heimavelli mcð 3-0 og þá er ástandið vægast sagt alvarlegt. - Ólafur Uíther Einarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.