Alþýðublaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 1. mars 1994 HIMBllRIIlfllfl HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 ÖNNUR SJÓNARMIÐ Um hvað snýst þessi búvörudeila? Um lífskjör almennings - matarverð, EKKI lögfræði Hagsmunir allra eða hagsmunir sumra ✓ Island er á krossgötum. Þær stjómmálalegu hefðir sem sköpuðust á fyrri hluta aldarinnar og komu skýrast fram í íslensku flokkakerfi, eru óðum á undanhaldi. Þeir hags- munir sem mismunandi hópar hafa staðið vörð um hafa breyst. Markmiðin eru önnur, sumum er náð, önnur hafa fjarlægst með nýjum tímum. Að mörgu leyti er íslensk pól- itík í dag bergmál liðinna tíma og því á misskilningi byggð. Það er þekkt staðreynd að því eldri sem menn verða, þeim mun erfiðar eiga þeir með að aðlaga sig nýjum tíma og nýj- um veruleika. Menn halda fast í það sem þeir telja sig þekkja og finna öryggi í hinu liðna. Þetta gildir einnig um stjómmál. Stjómmálaflokkar em ekkert annað en fólk. Fá- ir stjómmálaflokkar hafa víðsýni, djörfung og aðlögunar- hæfni til að horfast í augu við samtímann. Fæstir hafa get- una til að horfa af raunsæi til framtfðar. Markmið stjómmálaflokka á auðvitað að vera að búa þegnunum réttlátt og gott þjóðfélag. Því miður er því ekki þannig farið á Islandi. Flestir stjómmálaflokkar hafa fallið í þá gryfju að hygla aðeins útvöldum hópum og búa þeim sem ákjósanlegustu lífsskilyrðin á kostnað heildarinnar. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn hyglað bændastétt- inni og Sambandsveldinu gegnum árin og Alþýðubanda- lagið hyglað verkalýðsstéttinni. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið talsmaður flestra hagsmunahópanna og hyglað verslunarstétt jafnt sem bændastétt auk fámennum auð- mannahópi. Kvennalistinn hefur einbeitt sér að því að hygla konum á kostnað heildarinnar. Alþýðuflokkurinn hefur einn reynt að miða pólitík sína við hagsmuni heildarinnar. Þar af leiðandi hefur Alþýðu- flokkurinn ekki haft hið fasta bakland sérhagsmunahóp- anna sem aðrir stjómmálaflokkar treysta á. Fylgi Alþýðu- flokksins hefur því skotist upp og niður, allt eftir því hve pólitík hans hefur náð eyrum almennings. ÞROSTUR OLAFS- SON, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, seg- ir í grein í MORGUN- BLAÐINUá laugardag- inn að deilan um bú- vörulagafrumvarpið standi um lífskjöral- mennings í landinu, ekki um lagakróka. Deilan snýst um hvort nú skuli vikið af braut forsjárhyggju og mið- stýringar og í staðinn stjórnað með almenn- um og gagnsæjum reglum, segir Þröstur. Deilan stendur um matarverð „Deilan stendur meðal annars um það, að hve miklu leyti eigi að stýra og vemda framleiðslu með boðum og bönnum og hvort segja eigi neyt- endum hvað þeir eigi að éta og við hvaða verði, eða hvort nýta á það svig- rúm sem skapast hefur með gerð alþjóðlegra samninga þannig að al- menningur fái notið ábata af þeim ávinningum sem samningamir væntanlega leiða af sér. Hún snýst um matarverð“, segir Þröstur. Hann segir að með því að setja almennar reglur og leggja á almenn gjöld geti framleiðendur tekið ákvarðanir í ljósi raun- vemlegra markaðsað- stæðna og neytendur not- ið ávaxta af eðlilegri og héilbrigðri samkeppni. Á að ræna neytendur ávinningnum? „Ef við lögleiddum nú ákvæði um framtíðarskip- an matvælainnflumings á þann hátt að tryggt væri um næstu framtíð að inn- fluttar matvörar væm allt- Hinn almenni kjósandi á íslandi gerir sér alltof litla grein fyrir hagsmunum sínum. Þannig er neytendavakningin fyrst nú að hefjast á Islandi, meðan neytendahreyfingin er margra áratuga gömul í nágrannalöndunum. Sérhagsmuna- pólitík flokkanna hefúr villt um fyrir almenningi, haldið upplýsingum niðri, svínað á mannréttindi almennings og búið fólki gerviheim í lokuðu landi hafta og banna undir gunnfánum þjóðemisstefnu, sjálfstæðis og nauðsyn vemd- arstefnu fyrir íslenska framleiðslu. Almenningur hefur keypt þessi rök. Sennilegasta skýringin á því að almenningur hefur látið blekkjast af þessu lýðskmmi sérhagsmunaflokkanna, er sú að Island er ungt lýðveldi. Sjálfstæðisbarátta Islands er skammt undan í tíma og aðeins hálf öld frá því að ísland varð sjálfstætt lýðveldi með eigin forseta. Þjóðernistiifinning íslendinga er óðum að þroskast. Það verður æ erfiðar fyrir pólitíska lýðskmmara að slá ryk í augu fólks með þjóðemistali. Við gemm nefnilega best að varðveita sjálfstæði íslands og fullveldi með auknum sam- skiptum við aðrar þjóðir, íjúfa áratugalanga einangmn landsins og hafa hagsmuni allra íslendinga fyrir augum. af og í öllum tilvikum dýrari en innlendar, vegna himinhárra tolla, væmm við að ræna neytendur ávinningi alþjóðlegra samninga", segir Þröstur Olafsson. Hann bendir á að samkomulag stjómar- flokkanna frá í desember hafi falið í sér að haldið skyldi óbreyttu fyrir- komulagi á innflutnings- málum þannig að inn- flutningur landbúnaðar- vara yrði áfram háður leyfum landbúnaðarráðu- neytis innan skuldbind- inga okkar samkvæmt frí- verslunarsamningnum. Þau mál sem snúa að framkvæmd GATT- samningsins skyldu bíða og verða til úrlausnar í nefnd fimm ráðuneyta, sem forsætisráðherra skipar. Fæstir hafa skilið nokkuð Grein Þrastar er afar skýr, ÞRÖSTUR ÓLAFSSON: „Deilan stendur meðal annars um það að hve miklu leyti eigi að stýra og vernda framleiðslu með boðum og bönnum og hvort segja eigi neytendum hvað þeir eigi að éta og við hvaða verði, eða hvort nýta á það svigrúm sem skapast hefur með gerð alþjóðlegra samninga þannig að almenningur fái notið ábata af þeim ávinningum sem samningarnir væntan- lega leiða af sér. Hún snýst um matarverðu, segir Þröstur. Hann segir að með því að setja almennar reglur og leggja á almenn gjöld geti framleiðendur tekið ákvarðanir í ljósi raunverulegra markaðsaðstæðna og neytendur notið ávaxta af eðlilegri og heilbrigðri samkeppni.66 þegar hann tekur til um- ræðu málefni sem mæt- ustu menn hafa viður- kennt að þeir skilji ekki til fullnustu. Fjölmiðlar hafa fæstir skilið út á hvað málið gengur en hafa dengt yfir viðskiptavini sína fréttaflutningi sem er fjarri kjama málsins. Mönnum hefur af þeim fféttum einfaldlega ekki dottið í hug að málið snertir hagsmuni íbúa landsins á áþreifanlegan hátt. Þröstur segir búvöradeil- una ekki snúast um meg- instefnuna í landbúnaðar- málum. Milli stjómar- flokkanna sé fullt sam- komulag um stefnumörk- un í því efni og tilboð ís- lands í samningum um GATT sé unnið í fullu samstarfi flokkanna og feli í sér skuldbindingar um breytta starfshætti og opnari markaði með mat- vörur en hér hefur verið. Stjómarflokkunum' séu ljósar þær kvaðir sem þetta hefur í för með sér og séu þeir meðvitaðir um þá erfiðleika sem aðlögun íslensks landbúnaðar að breyttum háttum hafi í för með sér. Ennfremur séu báðir flokkamir sammála um að þessi breyting ger- ist með þeim hætti að markmiðum hennar verði náð með sem minnstum áföllum, þannig að ávinn- ingur samninganna komi ffamleiðendum matvöra og neytendum í hag. Lagakrókar skipta lítlu Þröstur bendir á að stund- um megi skilja sem svo á fréttum að kjami deilunn- ar sé hvort forræði verð- jöfnunargjalda á landbún- aðarvörar ætti að vera í fjármálaráðuneytinu eða í landbúnaðarráðuneytinu. Segir hann að svo sé í raun ekki. Útreikningur slíkra gjalda sé einungis tæknilegt atriði. Litlu skipti hvar þeir útreikn- ingar séu gerðir, séu laga- reglur um þau skýrar og þannig tryggt að þeim verði ekki beitt til ójafn- aðar. Þröstur gerir lítið úr þrasi um orðalag lagatextans. Það sé vissulega mikils virði að lagatexti sé vand- lega unninn, en slíkt leysi þó engan vanda. Ágrein- ingurinn standi um efnis- atriði sem lagatextinn á að endurspegla, - en ekki um orðalag hans. Raunverulegt viðskiptafrelsi En um hvað snýst búvöra- deilan? Þröstur Olafsson segir að hún snúist rneðal annars um viðskiptastefnu. GATT-samningurinn skuldbindur okkur ekki aðeins til að leyfa inn- flutning og lækka tolla, heldur einnig til að fylgja viðskiptastefnu sem gefur raunveralegu viðskipta- frelsi tækifæri til að dafna og færa neytendum hvar- vetna um heim þann ábata sem þeir eiga skilið, segir Þröstur. Hann segir deil- una nú standa um það ekki hvað síst hvemig við uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart viðskipta- löndum okkar, - og gagn- vart neytendum. Deilt sé um hvort við ætlum til ffambúðar að halda uppi viðskiptabönnum, en upp- fylla formleg lágmarks- skilyrði með skömmtun- um og leyfisveitingum en svíkjast um að skapa það viðskiptaumhverfi sem okkur ber skylda til og þjónar til lengdar best hagsmunum okkar sjálfra. Skattar eru ekki geðþóttaákvörðun Þröstur Ólafsson bendir á að samkvæmt stjómar- skránni verði skattar ein- ungis lagðir á með lögum. Það tilheyri löngu liðinni tíð að gjöld séu lögð á þegnana að geðþótta vald- hafa eða með óljósum reglum framkvæmda- valdsins. Deilan standi meðal annars um það hvort Alþingi eigi að framselja í hendur fram- kvæmdavaldsins og hags- munaaðila skattlagningar- vald og gjaldtökuheimild- ir langt umfram það sem þekkst hefur. Bendir Þröstur á að fram- varpið sem ríkisstjómin lagði fram í byijun febrú- ar haft byggst á sam- komulaginu frá í desem- ber og sé það nægjanlegt til að framkvæma það með viðunandi hætti. Breytingartillögur for- manns landbúnaðamefnd- ar, Egils á Seljavöllum, hafi hinsvegar boðað veigamiklar efnislegar breytingar sem bijóti gegn samkomulaginu og marki stefnu sem ekki standist gagnvart GATT- samningnum og gangi auk þess þvert á grand- vallarsjónarmið eðlilegrar og fijálslyndrar viðskipta- og verðlagsstefnu og brjóti þarmeð eina af meginreglum skattlagn- ingar. Fijálslynd umbóta- stjóm geti ekki samþykkt slíkar breytingartillögur sem stangist á við grand- vallareðli stjómarstefn- unnar. Þröstur segir í lok greinar sinnar að þessi deila hafi staðið of lengi, brýnt sé að stjómarílokkamir nái við- unandi lendingu sem allra fyrst. Segist hann bjart- sýnn á að sú lending takist fljótlega. Of mikið sé í húfi ef það mistakist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.