Alþýðublaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 8
ÍS A i T I líl UM AÐSKILWAD RlKlS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Björgvin s: 95-22710 Ikl. 17-19) J 'saíTTí UM ADSKILNAÐ RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Björgvin s: 95-22710 (kl. 17-191J 33. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR 7TT Betra að vinna und- ir stjórn konu Á sama tíma og Bandaríkjamenn telja að betra sé að hafa karlmann sem yfirmann, - segir Gallup á Islandi allt aðra sögu eftir könnun sína. Fleiri íslendingar vildu nefnilega konu sem yfirmann en karl. Tæplega 20% aðspurðra vildu konu sem yfirmann, en aðeins 14% karlmann. Flestum, eða rúmlega 66% fannst það ekki skipta máli hvors kyns yfinnaðurinn væri, segir í Stjómun, tímariti Stjórnun- arfélags íslands. I Bandaríkjunum vildu 39% karl sem stjómanda, en 22% konu. ---------------------------► KONUR stjóma á Borgarspítala, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarfram- kvœmdastjóri og Sigríður Snœbjömsdóttir, hjúkrunarforstjðri. Kirkjuvika í Bústaðakirkju Um helgina hófst Kirkjuvika í Bústaðakirkju og stendur hún út vikuna. Auk hefð- bundins kirkjustarfs verður sitt hvað við að vera í kirkjunni á næstu dögum, tónleik- ar, erindi, hjónakvöld, unglingakvöld og fleira. í gærkvöldi var mættur til viðræðna við unga fólkið sjálfur Evrópumeistarinn í þolfimi, Magnús Scheving, sem ræddi um Heiibrigða sál í hraustum líkama. f kvöld ræðir séra Sigurbjörn Einarsson biskup um Bœnina. Annað kvöld eru Kirkjutónleikar klukkan 20.30, Karlakór Reykjavíkur ásamt tónlistarfólki úr sókninni. Einsöngvari er Elín Huld Árnadótt- ir, organisti Guðni Guðmundsson, óbóleikari Guðrún Másdóttir og víóluleikari Vigdís Másdóttir. Á fimmtudagskvöld fjallar séra Birgir Ásgeirsson um Samskipti karls og konu á heimilum klukkan 20.30 og á föstudag verður AA-fundur í kirkjunni. Lýkur Kirkjuvikunni á sunnudag á Æskulýðsdaginn. Hemmi Gunn mætir þá í bamamessu og spjallar við bömin. Minnispeningar - Forsetamynt f dag hefst sala á Forsetamyntinni sem svo er kölluð, minnispeningum, sem Seðlabanki Islands gefur út í til- efni af 50 ára afmæh lýðveldisins. Á peningunum, sem em þrír, era mynd- ir af fyrrverandi forsetum íslands á annarri hlið, en á hinni hliðinni er skjaldarmerki Islands. Upplag er tak- markað við 9 þúsund af hverjum MINNISPENINGARNIRemívönduðumöskj- peningi, þar af em allt að 3 þúsund í um. Áþeim em myndirafSyeini Björnssyni, As- sémnninni gljásláttu með mattri geiri Asgeirssyni og Kristjáni Eldjám. mynd og allt að 6 þúsund í venjulegri sláttu. Verðið er 7.800 krónur fyrir gljáslegnu peningana, en 5.200 fyrir hina venju- legu. Einnig er hægt að kaupa staka peninga á 2.900 og 1.900 krónur. Ágóði rennur í Þjóðhátíðarsjóð. Hugleiðsludagar - ókeypis námskeið Boðið er upp á ókeypis námskeið í hugleiðslu á Hugleiðsludögum, dagana 2. til 6. mars. Hugleiðsla á að vera leið til að efla einstaklinginn sem og að stuðla að sjálfs- þroska, auk þess sem hún virðist geta komið að gagni í meðferð sjúkdóma. Frekari upplýsingar í símum 39282 og 626634. Leikhúsin í góðum málum Leikhúsin í Reykjavík og á Akureyri þurfa ekki að kvarta yfir aðsókn. ÖIl hafa þau valið þann kostinn að velja til sýninga verk sem almenningur vill skoða, ef til vill nokkuð á kostnað „listræns metnaðar" sem svo er kallaður. Á Akureyri er Barpar sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar við miklar vinsældir í Þorpinu, og Góðverkin kalla hafa fengið fína aðsókn, en verða senn að víkja fyrir stórsýningunni Óperudraugn- um. Ijeikfélag Reykjavíkur sýnir Evu Lunu stöðugt fyrir fullu húsi, og Elín Helena gerði heldur en ekki vel á litla sviðinu. Þjóðleikhúsið gerir það Iika gott, ekki síst með Gauragangi, þar er uppselt út þennan mánuð. TÍMARIT STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS GAURAGANGUR íÞjóðleikhúsinu. Uppselt útþennan mánuð! 1993 - Mesta rækjuveiði frá upphafi: s U tflutnings ver ðmæti rækj Uafurða nam 9,6 milljörðum á síðasta ári Verðmæti rækjuafurða hefur aukist um 25 % frá árinu 1992. Rækjuafurðir að niðursoðinni rækju meðtalinni eru nú um það bil 12,4% af heildarverðmæti sjávarafurða VERÐMÆTI útflutningsfram- leiðslu rækjuafurða á síðasta ári nam 9,6 milljörðum króna fyrir liðlega 23.700 tonn. Verðmæti rækjuafurða hefur aukist um 25% frá árinu 1992. Rækjuafurðir að niðursoðinni rækju meðtalinni eru nú um það bil 12,4% af heildarverðmæti sjávarafurða og hef- ur það hlutfall líklega aldrei verið hærra. Samkvæmt bráðabirgatölum Fiskifélags íslands var rækjuafli á síð- asta ári 51.526 tonn og er þetta mesti rækjuafli íslandssögunnar. Afli úthafsrækju ífá upphafi þessa kvóta- árs til 16. febrúar síðast hðinn var 16.100 tonn samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Aflaheimildir úthafsrækju ársins eru um 49 þúsund tonn svo ónýttar heimildir ársins eru um 32.900 tonn. Þessu til viðbótar má ætla að um það bil þrjú þúsund tonna veiði verði utan kvóta þannig að heildarveiðiheimildir gætu num- ið nálega 36 þúsund tonnum. Viðunandi kvótastaða Ætla má að afli úthafs- rækju á tfmabilinu frá miðj- um febrúar út kvótaárið á síðasta ári hafí numið um það bil 30 þúsund tonnum. Því má ætla að kvótastaða það sem eftir lifir kvótaársins sé vel viðunandi, segir í Frétta- bréfi Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda. I Fréttabréfinu segir að verðþróun skelflettrar rækju undanfarin misseri hafi verið skelfileg. Talið er að ein af ástæðum verðlækkunarinnar sé vaxandi eldi rækju einkum í Asíu og Suður-Ameríku. Því sé áríðandi að skapa kaldsjávarrækju þá ímynd að neytandinn sé reiðubúinn til þess að greiða hærra verð fyrir isrækju. I undirbúningi er RÆKJA. Rœkjuafurðir að niðursoðinni rœkju meðtalinni eru nú um það bil 12,4% af heildarverðmœti sjávurafurða. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason markaðsátak í þessa veru. hana en eld- Framkvæmdastjóri Félags rækju- og samnorrænt hörpudiskframleiðenda er Pétur Bjamason. Debetkortin,- þrælörugg en óvíða tekin. Falsaðar ávísanir valda miklum skaða: 60 þúsund í FÖLSUÐUM TÉKKUM HJÁ KJÖTIOG FISKI „Viðskiptin með debetkortin [eru] stöðugt að aukast. Peningarnir yfirfærast af reikningi viðskiptamanns yfir á okkar reikning strax. Þetta er auðvitað þrælöruggt, eitthvað annað en viðskipti með ávísanir,“ segir Björn Sveinsson kaupmaður „í SÍÐUSTU viku varð ég fyrir því að tapa 60 þúsund krónum í viðskiptum, þegar ég fékk falsaða tékka í einum sjö afgreiðslum. Þetta er mér tapað fé“, sagði Björn Sveinsson, kaupmaður í Kjöt og flski í Mjóddinni. Hann segir að faísaðir tékkar komi í skorpum eins og núna hefur gerst. Bjöm segir að það færist mjög í vöxt að falsaðir tékkar komi í kassann, en síðasta vika hafi ef til vill verið óvenju slæm. „Þetta fólk stendur framan við nefið á afgreiðslu- fólkinu á kössunum með persónuskiiríki og tékkhefti, skilríkin stolin og fölsuð, og tékk- heftið stolið“, sagði Bjöm. Kjöt og fiskur er þó ein þeirra verslana sem tekið hefur upp staðgreiðsluviðskipti með kreditkortum. Björn sagði að það færi ekki á milli mála að sú tækni muni koma sér vel, þegar hún verður útbreiddari. „Mín reynsla er hreint út sagt frábær og viðskiptin með debetkortin stöðugt að auk- ast. Peningamir yfirfærast af reikningi við- skiptamanns yfir á okkar reikning strax. Þetta er auðvitað þrælömggt, eitthvað ann- að en viðskipti með ávísanir. Eg tel það al- gjört kjaftæði að setja lyrir sig einhvem lít- ilsháttar kostnað af kortunum og tel að þau eigi mikla framtíð fyrir sér“, sagði Bjöm. Samkvæmt upplýsingum Visa Islands bjóða þrjár matvömverslanir í Reykjavík upp á viðskipti með debetkort, Hagabúðin, Kjöt óg fiskur og 10-11 búðimar, en auk þess verslunin Kjarabót á Selfossi. Auk þess em allar búðir á Eskifirði með móttöku debetkorta, nema bensínstöðvamar, - og helmingur verslana í Mosfellsbæ. Um lOþúsund viðskiptavinirhafafengið sér debetkort á tveim mánuðum. Vinningstölur 26. febr. 1994 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING d 5 af 5 0 2.198.312 |0| +4af5 2 190.915 |04af5 97 6.790 H 3 af 5 3.091 497 Aðaltölur: 3^(4 8 28 37 BONUSTALA:1 (38; Heildarupphæð þessa viku: kr.4.774.999 UPPLÝSINGAR. SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.