Alþýðublaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 5
t Þriðjudagur 1. mars 1994_____________________* " ■Tón Baldvin Hannibalsson: ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Orðsending til Shimon Peres vegna blóðbaðsins í Hebron SÍÐASTLIÐINN sunnu- dag sendi Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra Shimon Peres, utanríkisráð- herra Israels, svohljóðandi orðsendingu: „Ég vil leyfa mér að lýsa megnri andúð og hryggð yfir því miskunnarlausa blóðbaði sem átti sér stað fyrir tilstilli ísraelsks öfgamanns í bænahúsi í Hebron síðastliðinn föstudag. Um heim allan hefur fólki hryllt við þessu óskiljanlega ódæðis- verki. Ég fmn mig ennfremur knú- inn til að taka undir þær áhyggj- ur, sem margir hafa látið í ljós, vegna hugsanlegra áhrifa þessa hörmulega atburðar á friðarvið- ræðumar í Mið-Austurlöndum. Grípa verður til allra tiltækra ráðstafana til að koma í veg fyr- ir frekari stigmögnun átaka og tryggja að sarriningaviðræðum fsraels og Frelsissamtaka Pal- estínumanna um sjálfsstjórn Palestínumanna á hemumdu JÓN BALDVIN: „Ég vil leyfa mér að lýsa megnrí andúð og hryggð.” svæðunum verði fram haldið. í þessu samhengi, vil ég lýsa stuðningi við þau fyrstu skref sem felast í aðgerðum þeim sem ríkisstjóm ísraels hefur boðað að verði gripið til í því skyni að afvopna og koma böndunt á herskáa ísraelska landnema á hemumdu svæðun- um. Ég vona að ríkisstjóm yðar geri allt sem í hennar valdi stendur, á næstu dögum og vik- um, til að koma í veg fyrir að illvirki af því tagi sem átti sér stað síðastliðinn föstudag end- urtaki sig.“ Ný sýning á húsi Hæstaréttar HÚS HÆSTARÉTTAR einsog fyrirhugað er að byggja það. Á þessari skemmtilegu mynd aflíkani af húsinu má sjá að útum gluggann blasir við svœðið þar sem áœtlað er að húsið rísi. Sýning á teikningum, lík- ani, ljósmyndum og ýmsu öðru, sem tengist fyrirhug- aðri nýbyggingu Hæstaréttar Islands á Lindargötu 2, hefur verið opnuð á jarðhæð Hverf- isgötu 4-6. Á sýningunni gef- ur að líta skýringarmyndir og upplýsingar um aðdraganda þess að ákveðið var að byggja nýtt hús fyrir Hæstarétt, til- lögur og hugmyndir sem bár- ust í hönnunarsamkeppnina, greinargerðir um aðra bygg- ingarstaði sem til greina komu og ýmislegt fleira. Þá er ítarlega gerð grein fyrir því ferli sem leiddi til þess að byggingarleyfi hefur nú verið gefið út og útboð jarðvinnu farið fram. Það er byggingamefnd Hæstaréttarhúss sem gengst fyrir sýningunni á vegum dómsmálaráðuneytisins og í samvinnu við arkitekta hússins, Studio Granda. Mikil umræða hefur skapast um húsið og stað- arval þess og virðist sú umræða að nokkru leyti byggð á ókunn- ugleika. Er vonast til að sem flestir noti þetta tækifæri til að meta með eigin augum áhrif hússins á nágrenni sitt og kynn- ast verkinu og undirbúningi þess af eigin raun, segir í ífétt byggingar- nefndar. Fáar íslensk- ar nýbyggingar, eða byggingar- staðir, hafa fengið jafn ítar- lega umfjöllun og fyrirhuguð nýbygging Hæstaréttar Is- lands. Allir til þess bærir aðil- ar hafa fjallað rækilega um málið og sam- þykkt fram- gang þess á öll- um stigum. Á sýningunni eru Ijósmyndir, uppdrættir og upplýsingar sem sýna glöggiega að hið nýja hús Hæstaréttar fellur vel inn í það umhverfi sem því er ætlað, segir byggingamefnd hússins. Nýja húsið undirstrikar formfegurð'og notagildi þeinn bygginga sero fyrir em á svæð- inu án þess að bera þær nokkm sinni ofuriiði. Sýningin verður opin virka daga klukkan 14 til 20 og um helgar klukkan 12 til 18. Virka daga klukkan 17 verða flutt er- Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason indi um nýbygginguna. Að- gangur er ókeypis en sýning- unni lýkur sunnudaginn 13. mars. HvítirEnglar Fundur Hvítra Engla verður haldinn í Litlu Brekku við Bankastræti fímmtudaginn 3. mars klukkan 19 til 21. Mætum hressar! - Nefndin. FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR * Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - boðar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 5. mars 1994. Fundurinn verður haldinn á Hótel Holiday Inn í Reykjavík og hefst klukkan 10.15. Dagskrá auglýst síðar. Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum, en ef til atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn atkvæðisrétt. - Formaður. STUTTFRETTIR Fyndræn kosningabarátta RÖSKVU... RÖSKVA vakli athygli á sér íár sem endraneer meö frumiegum áróðursbrijgðum í kosmttg- um stúdenta við Háskóla íslands. Eitt herbragðið var útgáfa póstkorta ísanta dúr og það sem hér er meðfylgjandi. Efkortið prentast vel má sjá að á þvt stendur „í ár kjósa allir Röskvu ncma Sveinn og A ndrí. þvíþeir eru i klandrí". tr Farvís-Afangar velur Einar Bollason ferðafrömuð ársins 1993 Tímaritið FARVÍS-ÁFANGAR hefur valið Einar BoIIason, framkvæmdastjóra /s- hesta (íslenskra hestaferða hf, ferðafrömuð ársins 1993. Einar er landskunnur hestamaður sem liefur mtt brautina lyrir hestaleigu og skipulagðar hestaferðir sem valkost í ferðaþjónustunni. í áratug hefur hann ásamt sumstarfsfólki unnið að upp- byggingu fyrirtækisins. Fyrsta ferðalagið var farið með þrjá hestaferðamenn árið 1983. en fjöldinn komst í tjögur þúsund á sfðasta ári. Þetta er í fjórða skipti sem tíma- rittð FARVÍS-ÁFANGAR stendur að vali þessu. Tímaritið er eina sinnar tegundar á landinu en útgáfa ritsins hófst árið 1988. Ritstjóri erÞórunn Gestsdóttir. Hagkaup og Bónus vinsælustu fyrirtækin Hagkaup er vinsælasta fyrirtæki landsins í þriðja sinn í könnun Frjálsrar verslunar. Hagkaup fékk 117 atkvæði, en 844 voru spurðir í könnuninni. Bónus, sem er að hálfu eign Hagkaups, fékk einu atkvæði minna, 116 atkvæði, og hreppti annað sætið, kom úr því fjórða. Sól hf sent var f efsta sæti í fyrra. datt niður í það fjórða. Kvenfjandsamlegt Verslunarráð? Engin kona mun sitja í aðalstjóm Vcrslunatráðs íslands á næsta ári, en hinsvegar 19 karlar frá öllum helstu mektaríýrirtækjum landsins. Einar Sveinsson, forstjóri Sjó- vár-Almennra trygginga hf, var endurkjörinn fonnaður Verslunarráðsins en næst- ílest atkvæði hlutu Kristinn Björnsson, Skeljungi hf, Hörður Sigurgestsson, Eim- skip, Sigurður Gísli Pálmason, Hagkaupi hf, og Einar Benediktsson, Olís hf. í varastjóm sitja tvær konur, þær Jenný Stefanfa Jensdóttir,iP/astos hf, og Margrét Theódórsdóttir, Tjarnarskóla. Kristín Blöndal Hjá þeim Málverkasýning Kristínar Blöndal stendur Jtessa dagana í galleríinu Hjá þeim að Skólavörðustíg 6B. Kristín sýnir sjö verk unnin í ýmis efni. Opið alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og laugardaga frá 10 til 14. Kristín er á sama tíma með sýningu á veitingahúsinu Á nœstu grösum & Laugavegi 20. Hressó gefur út bók Senn verður lífseigasta og oft á tíðum vinsælasta kaffihús borgárinnar sextugt, Hressó eða Hressingarskálinn, eins og hann reyndar heitir. I tilefni afmælisins gef- ur kaffihúsið út veglega afmælisbók undir ritstjóm skáldsins Ara Gísla Bragasonar. Höfundar á öllum aldri em hvattir til að senda Ijóð, smásögur eða prósa í prófarka- lesnu formi til ABC, afmœlisrit, hox 1147,121 Reykjavtk. Bókin kemur út í tengsl- um við þriggja daga bókmenntahátíð sem haldin verður í tilelrii afmælisins dagana 27.-29. apnl næstkomandi. Pennavinur í íran Ardeshir Shasvari, ungur háskólanenii í Iran, biður blaðið að útvega sér pennuvin. Hann segist hafa áhuga á hinum ýmsu málum. Nú er bara að skrifa. Utanáskriftin er: Mr. Ardeshir Shasvari, Nr. 243 - Block nine, Zibashahr 14879, Teheran, lran. Ingveldur á Iðavöllum Síðastliðið föstudagskvöld fmmsýndi Leikdeild Unginennafclags Biskupstuitgna fimm ára gamlan skopleik með söngvum, Ingveldi á Iðavallum. Þetta er aldamóta- rómantík í fisléttum dúr og Jéttfríkuö lýsing á Iífinu f sveitinm árið 1906, þegar sæ- sími e/ að koma til landsins. Leikritið sömdu þær Ingibjiirg Hjartardóttir og Sig- rún Óskarsdóttir, en Árni Hjartarson samdi sönglögin fyrir leikfélagið Hugleik. Leikritið verður sýnt á Flúðum í kvöld, þriðjudagskvöld. Leikendw i lngunni á IðavöUum, - jislittum skopleik úr sunitlenskri(?) sveit upp úr alda■ mótum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.