Alþýðublaðið - 09.03.1994, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 09.03.1994, Qupperneq 1
Miðvikudagur 9. mars 1994 38.TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk ÞREFALDUR 1. vinningur Búvörumálið: Aldrastaðiðtilaðveita landbúnaðarráðherra hdmild - til að leggja gj öld á aDar landbúnaðarvömr, segir í séráliti Gísla S. Ejnaræonar, tiiDtrúa Alþvðullokksins í landbúnaðamdnd Alþingis FRUMVARP ríkis- stjórnarinnar í búvörumál- inu þrengdi ekki heimildir landbúnaðarráðherra til álagningar verðjöfnunar- gjalda frá því sem var ákveðið með búvörulaga- breytingunni í desember. Þvert á móti voru þær heldur auknar. Það hcfur aldrei staðið til að vcita landbúnaðarráðherra hcimild til að leggja gjöld á allar landbúnaðarvörur. Breytingar sem Egill Jóns- son formaður landbúnað- arnefndar Alþingis lagði til í nefndinni gengu þvcrt á samkomulag stjórnar- tlokkanna um að tryggja óbreytt ástand í innflutn- ingi landbúnaðarvara til bráðabirgða fram til gildis- töku nýs GATT-samnings. Gísli S. Einarsson alþing- ismaður og fulltrúi Alþýðu- flokksins í landbúnaðamefnd skrifaði ekki undir nefndar- álit Egils Jónssonar og félaga hans um búvörufrumvarpið og nefndin margklofnaði raunar. Gísli mun leggja fram sér- álit þar sem fram koma þau atriði sem ekki verður á fall- ist í áliti Egils Jónssonar. Meginatriði sérálits Gísla S. Einarssonar em þessi: Fmmvaip ríkisstjómarinn- ar þrengdi ekki heimildir landbúnaðarráðherra til álagningar verðjöfnunar- gjalda frá því sem var ákveð- ið með búvörulagabreyting- unni í desember. Þvert á móti voru þær heldur auknar. Aldrei hefur staðið til að veita landbúnaðarráðherra heimild til að leggja gjöld á allar landbúnaðarvömr og vömr unnar úr þeim. Ekki er rétt að breytingar- tillögur rikisstjómaiflokk- anna feli ekki í sér efnislega breytingu á því forræði land- búnaðaiTáðherra á verðjöfn- unargjöldum á innfluttum landbúnaðarvömm sem var byggt á við breytingu á bú- vömlögunum síðast liðinn desember. Þær em nokkuð útvfkkaðar miðað við þau lög, en þrengdar miðað við skilning formanns landbún- aðarnefndar. Það er á misskilningi byggt að núgildandi GATT- samningur heimili innflutn- ingstakmarkanir á öðmm vömm en hrámjólk og kinda- kjöti. Rangt er að í fmmvarpi ríkisstjómarinnar hafi ekki falist hámark á verðjöfnunar- gjaldaheimildum landbúnað- arráðherra. Alit formannsins er vill- andi að svo miklu leyti sem gefið er í skyn að með fmm- varpinu sé veitt heimild lil að leggja gjöld á landbúnaðar- vömr eða landbúnaðarhrá- efni sem ekki er framleitt hér á landi. Það er rangt að frumvarpið heimili að miða verðjöfnun- argjöld við inntlutningsverð, sem em undir skráðu heims- markaðsverði, áður en þrír mánuðir em liðnir frá því að slíkur innflutningur fyrst átti sér stað. Það er með öllu óvíst hvori verðjöfnunargjaldaheimildir frumvarpsins standist nýja GATT- samninginn. Vmnuvdtendasámbandið: StyðurSighvatíaftiámi flutuin^jfifnunar á olíu FRAMKVÆMDA- STJÓRN Vinnuveitenda- sambands íslands lýsir ein- dregnum stuðningi við fyr- irhugað frumvarp SighvaLs Björgvinssonar viðskipta- ráðherra um að afnema lög um flutningsjöfnun á olíu og allar lögbundnar tálm- anir við samkcppni olíufé- laga um viðskipti. Stjórnin telur ótvírætt að lög um flutningsjöfnunarsjóði og innkaupajöfnun olíu valdi miklu um hærra verðlag á olíuvörum hér á landi en erlendis þar sem lögin girða fyrir samkeppni milli olíufélaga og útrýma allri hvatningu til hagræðingar á olíudreifíngu. í ályktun framkvæmda- stjórnar VSI segir að verð á olíu og bensíni sé til jafnaðar mun hærra hér á landi en í nálægum löndum og munur- inn hvað mestur í stórkaup- unt til skipa. Forsenda fyrir auknum umsvifum í þjón- ustu við skip á Norður- Atl- antshafi sé samkeppnishæft olíuverð en opinber afskipti haldi verðinu uppi svo mikil viðskipti fari forgörðum. Síðan segir í ályktuninni: „Vinnuveitendasamband- ið telur ótvírætt, að lög um flutningsjöfnunarsjóð og innkaupajöfnun olíu og bensíns númer 81 frá 1985 valdi miklu um hærra verð- lag olíuvara hér á landi, þar sem lögin girða fyrir sam- keppni milli olíufélaga og út- rýma allri hvatningu til hag- ræðingar í olfudreifingu. Þar sem félögin þurfa hvort sem er að greiða nær 1 krónu af hverjum lítra gasolíu til að jafna flutningskostnað og er skylt að bjóða sama verð um allt land, án tillits til flutn- ingskostnaðar, sölumagns eða annarra aðstæðna, þá eru hagsmunir hvers einstaks fé- lags af því, að leita hag- kvæmra lausna ekki fyrir hendi. Umrædd ákvæði um opin- bera verðstýringu og greiðslumiðlun flutnings- kostnaðar eiga sér ekki hlið- stæðu í nálægum löndum. A hinn bóginn er verðlag þar til jafnaðar mun lægra, þannig að sá tilgangur laganna að tryggja íbúum í dreifðum byggðum olíuvörur á lægra verði en ella, tryggir einung- is óhagræði í olíudreifingu og öllum hærra verð en eðli- leg samkeppni myndi leiða til.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.