Alþýðublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA -Fjmmtudagur 10. mars 1994 himbihiiihiib HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Hjálp til þeirra sem höllustum fæti standa s Olafur Ólafsson landlæknir bendir á ýmsa heilsufarslega kvilla sem fylgja atvinnuleysi í grein sem hann skrifar í Al- þýðublaðið í gær. Þar kemur fram að í stórum dráttum virðist mega skipta atvinnulausu fólki í tvo hópa. Annar hópurinn missir ekki kjarkinn þó á móti blási en heldur áfram barátt- unni og lætur seint bugast. Hinn hópurinn virðist ekki hafa sama þol. Eftir að hafa ítrekað sótt um starf án árangurs missa sumir kjarkinn, sjálfsöryggið og sjálfsbjargarneistann sem allflestum er gefínn og draga sig smám saman í hlé. Ýmsar breytingar koma fram í fari manna, menn hætta jafnvel að heimsækja vini og vandamenn, fara ekki á mannamót, ganga síður um fjölfamar götu og kaupa inn í matinn þegar fáir eru á ferli. Nokkur hluti þessa fólks hættir að sækja um vinnu og þiggur jafnvel ekki þau störf sem því eru boðin. Þessar upplýsingar landlæknis sýna enn eina hlið á því alvar- lega vandamáli sem víðtækt atvinnuleysi er. Það er ekki nóg með að fólk missi það öryggi sem atvinna og fastar tekjur skapa heldur á það einnig á hættu að verða fyrir heilsutjóni. Mikið og viðvarandi atvinnuleysi hefur lengi verið við lýði hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar. Sums staðar hefur fólk á miðjum aldrei fengið að stunda vinnu eftir að skólagöngu lauk. Atvinnuleysinu hafa fylgt mikil þjóðfélagsleg vandamál sem erfítt hefur reynst að ráða bót á. Síðustu áratugi hefur vart verið hægt að tala um atvinnuleysi hérlendis og við höfum meira að segja flutt inn vinnuafl. Nú er atvinnuleysi hins veg- ar mikið á mælikvarða okkar fslendinga og opinberar spár benda ekki til að mikil breyting verði til batnaðar í náinni framtíð. Það er afar áríðandi að við bregðumst við þessu ástandi á rétt- an hátt. Auðvitað skiptir mestu að reyna með öllum ráðum að draga sem mestu úr atvinnuleysinu. Hins vegar er ekki hægt að sjá fram á neina slíka uppsveiflu á næstu misserum þannig að atvinnuleysið hverfi. Fjöldi fólks býr við mikið ijárhags- legt óöryggi eftir að hafa misst vinnu. Atvinnuleysisbætur duga skammt þegar fólk er án atvinnu mánuðum saman. í mörgum tilvikum hafa Ijölskyldur orðið að selja ofan af sér húsnæði og í sumum tilvikum hefur fólk átt fullt í fangi með að afla sér matar. Það er mikilsvert að samfélagið láti sér annt um málefni atvinnulausra og veiti þeim tiltækan stuðning. Hið mikla atvinnuleysi sem nú heijar hefur komið okkur í opna skjöldu. Menn vonuðu að hér yrði aðeins um tímabund- ið ástand að ræða. Svo hefur ekki orðið. Ríkisstjómin hefur nú samþykkt tillögu Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra um skipan starfshóps sem ætlað er að fara yfir þjónustu- og öryggiskerfi atvinnulausra og þá einkanlega atvinnulausra með böm á framfæri. Starfshópur- inn á að kanpa sérstaklega réttindi atvinnulausra með tilliti til bótakerfis almannatrygginga, íjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, starfsmenntunar og námsframboðs. Þá er starfshópum ætlað að samræma og leggja fram tillögur til úrbóta er tryggi betur framfærslumöguleika þeirra sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi. Athuga ber sérstaklega hvort unnt sé að nýta bótakerfi hins opinbera þannig að það nýtist betur þeim sem höllustum fæti standa. Ennfremur á starfshópurinn að huga að hvemig beita megi frekari vinnumarkaðsaðgerðum fyrir at- vinnulausa einkum ófaglærða og unga fólki og þá sem hafa búið við Iangvarandi atvinnuleysi. Félagsmálaráðherra hefur þegar gengið frá skipan starfs- hópsins og er ætlast til að hann skili tillögum eigi síðar en l. maí næst komandi. Jóhanna Sigurðardóttir hefur með þessum hætti gengið fram fyrir skjöldu til að ná fram úrbótum á hög- um atvinnulausra. Þetta er í samræmi við þá stefnu sem Al- þýðuflokkurinn hefur jafnan haft að leiðarljósi og miðar að hjálp til þeirra sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Bjöm Bjamason al- þingismaður er farinn að kenna sagnfræði. Sagnfræðikennslan fer fram á síðum Morgun- blaðsins og helstu nem- endur hans em jafnaðar- menn. Kennsluel'nið sem Bjöm hefur valið sér er ekki af verri endanum: Fortíð Alþýðuflokksins. Það hefur lengi verið vitað, að Bjöm er mikill áhugamaður um fortíð og fortíðarhyggju. Það þurfti því ekki að koma nokkmm manni á óvart þegar Bjöm skrif- aði sína fyrstu sagn- fræðiritgerð í Morgun- blaðið fyrir nokkm um Alþýðuflokkinn, flokk sem hafi stutt landbún- aðarstefnu Framsóknar- flokksins - að vísu fyrir sextíu ámm, en engu að síður stutt stefnuna sem flokkurinn nú berst gegn. I huga Bjöms er þetta stefnuleysi og þversagn- ir í pólitískri stefnu Al- þýðuflokksins. Gott og vel. Hver var í skóla hjá hverjum? Birgi Hermannssyni, aðstoðarmanni umhverf- isráðherra, varð það á að skrifa grein í Morgun- blaðið og mótmæla því að stefna Alþýðuflokks- ins í landbúnaðarmálum væri ekki stefnuföst og bent á það að flokkurinn hafí barist gegn landbún- aðarkerfmu undanfarin þijátíu ár. Þetta hefði aðstoðar- maðurinn ekki átt að gera. Bjöm kom nefnilega með nýja sagnfræðiskýr- ingu í Morgunblaðinu í gær. Og nú sagði sagn- fræðiprófessorinn í mál- efnum Alþýðuflokksins sem svo, að Alþýðu- flokkurinn hafl ekki að- eins verið landbúnaðar- flokkur, heldur einnig haftaflokkur. Hins vegar hafi flokk- urinn verið þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga í Stjómmálaskóla Sjálf- stæðisflokksins á Við- reisnarárunum og rataði þá úr villu og þoku for- tíðarstefnu sinnar. RÖKSTÓLAR: „Og nú sagði sagnfræði- prófessorinn í málefnum Alþýðuflokksins sem svo, að Alþýðuflokkurinn hafí ekki aðeins verið landbúnaðarflokkur, heldur einnig haftaflokkur. Hins vegar hafi flokkurinn verið þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins á Viðreisnarárunum og rataði þá úr villu og þoku fortíðarstefnu sinnar. Eflaust lásu Gylfí Þ. Gíslason og fleiri þessa sagnfræðiskýringu Björns með mikilli athygli.46 Eflaust lásu Gylfi Þ. Gíslason og fleiri þessa sagnfræðiskýringu Bjöms með mikilli at- hygli. Það hefur nefnilega alltaf verið álit krata, að jafnaðarstefnan hafi tek- ið miklum breytingum í lok sjötta áratugarins ekki síst vegna hinna miklu breytinga sem áttu sér stað á jafnaðarstefn- unni í Þýskalandi og víð- ar. Gylfi Þ. var helsti boð- beri þessarar stefnu á Is- landi og helsti arkitekt- inn að stefnu Viðreisnar- stjómarinnar. Þannig hafa menn tal- ið að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi gengið í Stjóm- málaskóla Alþýðu- flokksins en ekki öfugt. Kennarinn gerist ódæll nemandi Hafi Bjöm rétt fyrir sér, og Alþýðuflokkur- inn hafi gengið í Stjóm- málaskóla Sjálfstæðis- flokksins, er ljóst að nemandinn hefur tekið kennaranum langt fram og haldið í æðra nám meðan að kennarinn hélt áfram í staðnaðri gmnn- skólakennslu. Hafi hins vegar Bjöm rangt fyrir sér, en alþjóð rétt fyrir sér, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi farið í stjómmálakennslu hjá Alþýðuflokknum, er Ijóst að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið slæmur nemandi og í raun enn með falleinkunn í ýms- um fögum eins og til dæmis búvörufræðum, neytendamálum og frjálsri samkeppni. En gefum okkur að Bjöm hafi rétt fyrir sér. Stjómmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins hefur þá menntað Alþýðuflokk- inn og ýmsa aðra vænt- anlega. Er þar með sagt að Stjómmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins hafi ver- ið góður skóli? Hver er skýringin á því að nemendum fækk- ar jafnt og þétt í Stjóm- málaskóla Sjálfstæðis- flokksins? Hvers vegna hafa flestir Reykvíkingar snú- ið baki við kennslunni og aðhyllst stjómmála- skóla R-listans? Ekki skyldi það vera vegna þess að nemend- um í Reykjavík er farið að leiðast kennslugögnin í neytendafræðum og burðarþolsfræði Ráð- hússins? Eða þá ofriki kennar- anna, svo ekki sé talað um skólastjórans? Horfum yfir landið allt. Er það nokkur furða að nemendurnir gefist upp á skóla sem kennir bara uppáhaldsnemend- um kennarans en lætur hina éta það sem úti frýs. Hver tekur mark á skóla sem boðar sam- keppni meðal nemend- anna en er í raun búinn að ákveða hverjir hljóta öll verðlaunin við af- hendingu námsskírtein- anna? Það er því ljóst að ef Stjómmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins á ekki að missa síðustu nemend- uma úr skólanum, verð- ur hann að breyta náms- stefnu sinni og vera í takt við tímann. Það er gamli nemand- inn, Alþýðuflokkurinn, búinn að skilja fyrir löngu. Eða fyrir svona þijátíu ámm. Og nú er nemandinn að reyna að kenna gamla kennara sínum landbún- aðarfræðin. Það hefur gengið brös- uglega. Kennarinn vill alls ekki vera í nemendahlut- verkinu, er uppstökkur og ódæll í tímum, skróp- ar í skólanum og svindl- ar á prófum. Að sjálfsögðu á að gefa slíkum nemanda falleinkunn. Eða bara reka hann úr skólanum. En af því að gamli kennarinn neitar að vera nemandi og neitar að læra er sennilega best ráðið að bfða og sjá hvort hann taki ekki út þroska með tímanum. SagnfræðiprófesSor Sjálfstæðisflokksins er altént kominn frá Hriflu- Jónasi fyrir sextíu ámm að Viðreisninni fyrir þrjátíu ámm. Það em strax bata- merki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.