Alþýðublaðið - 10.03.1994, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1994, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BÆKUR Fimmtudagur 10. mars 1994 Útdráttur ór bók Ólafo BiörnMonar: SKREKXIIMNNÁLL ÓLAFUR BJÖRNSSON Inngangur Frá 3. júní 1983 var ég formaður Samlags Skreiðarframleiðenda. Þegar ég tók þetta starf að mér var ég búinn að vera í varastjóm um skeið og vissi þvf vel að samstaða félaga var langt frá því að vera sem skyldi. Mér var ljóst að ekki myndi auðvelt að ráða bót þar á, en þar sem allir stjómarmenn hétu að standa saman um að dn'fa félagið upp, gerði ég mér vonir um að það mætti takast. Raunin varð önnur og dæmi em um að stjómarmenn hafi gengið á undan í „lauslætinu“. Fljótlega eftir að ég tók við hafði ég samband við ýmsa aðila, sem vom utan Samlagsins, og ég taldi eiga þar heima, með viðtölum og bréfaskriftum. Þótt erindinu væri vel tekið af flestum varð árangurinn sorglega lítill. Nokkrir smærri framleiðendur gengu þó í Samlag- ið. Eftir langar viðræður gekk stærsti framleiðandinn, á þessum tíma, B.U.R., seinna Grandi hf. í Samlagið, með því skilyrði að fá einn mann í stjóm. Af þeim varð ekki sá fengur sem vænst var, því eftir sem áður seldu þeir hveijum sem var. I hönd fór erfíðasta tfmabil sem yfir skreiðarframleiðendur hefur gengið. Efnahagur Nígeríu var að hrynja. Um áramótin 1983/84 gerði herinn byltingu. Lokað var á öll viðskipti íbúmanna, sem höfðu ver- ið helstu kaupendur á skreið. Innflutningur á skreið var bann- aður. Sumarið 1984 vom miklar rigningar, maur kom í skreiðina hjá mörgum og víða bjalla til viðbótar. Við þetta urðu menn enn áljáðari í að losna við birgðir sínar, sem hjá mörgum vom mjög miklar og geymslur vfða slæmar. I stað þess að mæta þessum erfiðleikum með samstöðu, fór sundmng vaxandi. Hver þóttist þurfa að bjarga sér og á það spiluðu braskarar bæði hér- lendis og erlendis. Fjöldafundir framleiðenda skor- uðu á banka og stjómvöld að sker- ast í leikinn líkt og gert var þegar saltfiskverð hmndi upp úr 1930. Ekki var hlustað á það, heldur látið reka á reiðanum. Meira að segja héldu stjómvöld áfram að hirða sér- stakan gengismun af skreið til 1. janúar 1986. Á mörkuðunum undirbauð hver annan. Jafnvel tilraun japanska risafyrirtækisins Sumiotomo, til að selja allar birgðimar var, að ég full- yrði, vísvitandi eyðilögð. Gerð vom hver mistökin af öðmm, sem koma hefði mátt í veg fyrir með samstöðu. Sárast af öllu var að horfa upp á hvað öðmm, sem koma hefði mátt í veg fyrir með sam- stöðu. Sárast af öllu var að horfa upp á hvað margir af þeim sem maður hélt að mætti treysta, bmgð- ust hrapallega. Vafalaust hafa mér orðið á ýmis mistök, en í öllu sem máli skiptir tel ég mig hafa unnið samkvæmt sam- þykktum stjómarinnar, sem nær undantekningarlaust vom gerðar samhljóða. Þess utan hef ég haft ná- ið samráð við fleiri eða færri stjóm- armenn um úrlausn mála eftir því sem mögulegt var að koma við. Alla nákvæma dagbók hef ég haldið í áratugi. Á fundum, eða strax eftir þá, hef ég punktað niður það helsta. Sama gildir um símtöl. Fljótlega fór ég að taka símtöl sem mér fannst að gætu skipt máli upp á band. Skýrslur um það sem gerst hefur á ferðalögum hef ég haft tilbúnar strax eftir heimkomu hverju sinni. Bæði vegna þess að mér finnst þetta nokkur fróðleikur og einnig hins að ég vil gera hreint fyrir mínum dyr- um, hef ég tekið saman úrdrátt úr öllu þessu og sett í þennan annál. Áður var ég búinn að gera 42 ein- tök af þessum annál fyrír stjórnar- menn og þá sem helst koma við sögu. Margir hafa lýst áhuga á að fá eintak af annálnum. Nú hef ég haft tíma til að vinna hann betur en áður, auk þess sem hann nær nú til loka starfsemi Samlagsins. Keflavík, 7. nóvember 1993. Ólafur Björnsson. m 1983 Aðalfundur Samlags Skreiða- framleiðenda var haldinn á Hótel Sögu 3. júní 1983. Talsverðururgur var í mörgum því Samlaginu hafði gengið illa að selja fram að því. Is- lenska umboðssalan eða Sameinað- ir framleiðendur höfðu selt talsvert og margir töldu Bjama Magnússon, forsvarsmann þeirra, hafa beitt und- irboðum og jafnvel fleiri brögðum. Sambandið sótti á í skreiðarvið- skiptum og sumum fannst það hafa náð grunsamlega góðum árangri við helsta kaupanda Samlagsins, Nana Kalu, sem skipt hafði við Samlagið nær eingöngu, allt frá því það hóf starfsemi sína 1953. Talsvert var um að Samlags- menn seldu í gegnum aðra, einkum Bjama Magnússon. Mikið var kvartað yfir mismunun milli manna og landshluta varðandi úthlutun í afskipanir. Skýringamar á því vom ekki teknar gildar. Fyrir fúndinn og þó einkanlega á honum var rætt við mig um að ég gæfi kost á mér í aðalstjóm en ég hafði verið í varastjóm. Eg ræddi þetta við Benedikt Jónsson, fráfar- andi formann. Hann sagði ljóst að margir vildu breyta til og ekki væri verra að ég gæfi kost á mér en hver annar. Kosning fór svo að Benedikt féll úr aðalstjóm og nýir í hana komum við Eiríkur Tómasson. Að venju var haldinn fundur í nýrri stjóm strax eftir aðalfundinn. Svo fór að ég féllst á að verða formaður. Gísli Konráðsson var áfram varaformaður og Ólafur B. Ólafsson ritari. Á stjómarfundinum var ákveðið að við Bragi Eiríksson fæmm sem fyrst til Nígeríu, en stjóm Samlagsins hafði frestað ákvörðun um ferðalag til aðalfund- ar. Sendiherrann Einar Benedikts- son og Stefán Gunnlaugsson, sem var verslunarfulltrúi við sendiráðið, vom á fömm þangað. Sambandsmennimir, Magnús Friðgeirsson og Ragnar Sigurjóns- son vom famir af stað og talið var víst að Bjarni Magnússon væri í startholunum. Efnahagur Nígeríu fór harð- versnandi og möguleikar á að selja þeim skreið þar með minnkandi. Hér vom yfir 200 þúsund pakkar af óseldri skreið og annað eins af hausum. 8. júní héldum við Bragi til London, efúr tilheyrandi bólusetn- ingar og sprautur. Þar fengum við áritun í vegabréfin og að kvöldi þess 10. héldum við til Lagos. Flug- vélin sem tók um 380 farþega var alveg full. Við komum til Lagos um kl. 6 næsta morgun. Hinir vom komnir á undan okkur, nema Bjarni sem kom tveimur dögum seinna. Fyrsta ferð mín til þessa furðu- lands varð mér um margt reynslu- og lærdómsrík. Það fyrsta sem við tók var hit- asvækja og löng biðröð. Heima- menn mddust framfýrir okkur. Þeg- ar loksins kom að mér var úrskurð- að að of stutt væri liðið frá því ég fékk sprautu við gulusótt. Eg var leiddur afsíðis. Þeir sögðust líklega verða að senda mig heim með sömu vél. Engar nimr (svo heitir gjald- miðillinn þeirra) hafði ég og strang- lega hafði ég verið varaður við að flíka öðmm peningum. Eftir nokk- urt þjark hugkvæmdist mér að rétta þeim kampavínsflösku, sem ætluð var gjöf til höfðingja. Þetta þótti þeim svo rausnarlegt að þeir sáu um að ég komst klakklaust í gegnum það sem eftir var í flugstöðinni. Bragi beið mín úti. Við tókum bíl. Á leiðinni á hótel- ið, Eko Holiday Inn, um 30 km leið, vomm við stoppaðir sjö sinnum af einhvers konar herlögreglu. Bragi sá um að leysa þau mál, en alls stað- ar varð að borga eitthvað. Eg hafði oít farið í söluferðir fyrir SIF en nú fékk ég að kynnast muninum á því að standa saman og keppa aðeins við sölumenn annarra þjóða og hinu að þurfa ekki síður að slást innbyrðis um hugsanlega kaupend- ur, bjóðandi sömu vömna, jafnvel frá sömu framleiðendum. Hver elti hinn til líklegra kaupenda. Allir vom í feluleik. Við bjuggum allir á Eko, sem var nýbyggt hótel á góðum stað með góða og vel þrifna sundlaug. Mat- urinn var varasamur og verðlag mjög hátt, t.d. 1/2 lítri af vatni sem var drekkandi á USD 5, auk greiðslu fyrir að útvega það. En þetta var eina hótelið sem búandi var á í Lagos. Þess var vel gætt, en stranglega var varað við að fara út af lóðinni eftir að dimmdi. Gestir sem komu í viðskiptaer- indum vom faldir sem best íyrir keppinautunum svo þeir næðu ekki tali af þeim. Nana Kalu, sem var með áform um að kaupa af okkur og Sambandinu, máttu ekki báðir ræða við samtímis. Við Bragi og Sambandsmennimir heimsóttum hann til Aba hvor í sínu lagi. Að lokum höfðu allir rætt við flesta hugsanlega kaupendur, sem greinilega kunnu að nýta sér stöð- una og leituðu að sjálfsögðu stíft bestu boða. Eftir margra daga eltingarleik náði Bragi fundi Dapo Mohamed, forstjóra NNSC, sem var nokkurs konar innkaupastofnun ríkisins. Bragi var vel kunnugur honum og hann tók okkur méð miklum smeðjulátum. Gengið var frá sölu við hann á skreið fyrir 2 milljónir dollara. Seinna kom í ljós að af þessari sölu fékk braskari í USA, B. Butler umboðslaun sem hann hefur trúlega skipt með forstjóranum. Marga furðufugla hittum við í þessari ferð og flesta þeirra þekkti Bragi. Einn þeirra var dr. Fola, sem síðar kemur við sögu. Efúr þessa ferð var mér enn ljós- ari en áður nauðsyn þess að sam- eina framleiðendur. Eg sneri mér að því að fá menn sem stóðu utan Samlagsins til þess að ganga í það, en árangurinn varð lítil. Farið var að bera á maur og bjöllu í skreiðinni, og ekki bætti það ástandið. Svo fór að ég sinnti litlu öðru en störfum fyrir Samlagið. Á stjómar- fundi 13. september var mælst til þess að ég gerðist starfsmaður Sam- lagsins. Eg sló til enda trúði ég þá að með því að geta einbeitt mér að málefnum Samlagsins með stuðn- ingi góðra manna myndi takast að þjappa mönnum saman. Ég gerði mér jafnvel vonir um að opna mætú augu stjórnvalda svo að þaðan kæmi hjálp. Allt brást þetta hrapallega. Áfram var haldið að taka svo kallaðan gengismun af því litla sem seldist á stórlækkuðu verði. Vanda- mál skreiðarframleiðenda voru rak- in fyrir ráðherrum og sjávarútvegs- nefndum Alþingis. Allt kom fyrir ekki. Þessi þriðja mesta útflutningsgrein okkar var nokkuð sem allir virtust vilja leiða hjá sér. Ráðamenn vom famir að ganga úr vegi fyrir mér. Matsmenn brugðust yfirleitt af raunsæi við maurunum og bjöll- unni, en fulltrúi SGS, sem sá um út- tekt á skreiðinni fyrir stjómvöld í Nígeríu blés málið út sem mest hann mátú. Sambandið hafði séð um alla flutninga fyrir Samlagið og tekið 18 dollara á pakkann og jafnvel meira í stöku úlfellum. Þegar farið var að skoða þau mál kom í Ijós að Eim- skip gat látið sér nægja 15 dollara á pakkann á gámum og mun lægra í heilum formum. Við sömdum því við þá. Um miðjan júlí samdi Bragi um sölu á skreið og nokkm af hausum fyrir 3 milljónir dollara til S.M. Ok- eka í Enugu með milligöngu OTT í Bremen. Þegar ábyrgðin kom var Hannes ekki sáttur við hana. For- svarsmenn OTT, Mr. Kunot og Mr. Braun komu til Islands út af þessu. Bragi fór með þá í Landsbankann og þaðan komu þeir með það að ábyrgðin væri í góðu lagi. Þar með var afgreitt í hana, þótt Hannes hefði sínar efasemdir. Engar at- hugasemdir gerði ég, enda lítið kominn inn í þau mál. Maurinn var orðinn svo víða að allt varð að frysta áður en það var tekið út. Allir töldu algjört innílutnings- bann yfirvofandi í Nígeríu. Freist- ingin var því mikil að losna við skreið. Bjama Magnússyni tókst að selja mikið af smærri keilu. Hann sótti fast á menn og að vanda reynd- ust margir lausir á kostunum. Stjóm Samlagsins samþykkti, að ef aðrir útflytjendur hefðu sölur á ásættanlegu verði, þá mætti af- greiða til þeirra, ef greiðslur fæm í gegnum Samlagið. Með þessu var ætlunin að draga úr undirboðum og jafna afskipanir. Eftir nokkurt stapp náðist sam- komulag við Bjama um að ef hann léti meðlimi Samlagsins í friði, myndum við afgreiða til hans, hefði hann sölur sem við gætum sam- þykkt. I framhaldi af þessu fór nær öll smærri keila og nokkuð af hausum um haustið með þokkalegu sam- komulagi. Að vrsu með meiri af- slætti en við höfðum áður sam- þykkt. Skárra þótti að vinna með honum en að fara að undirbjóða hann. Kaupendur vom Indverjar, sem Bjami og Sambandið höfðu verið að slást um. Um miðjan október staðfesti Nana Kalu kaup á 50 þúsund pökk- um af hausum sem áttu að skiptast jafnt milli Samlagsins og SÍS. Nokkru seinna kom hann sjálfur með ábyrgðina. Sambandið gerði kröfu um að fá flutninginn en varð að samþykkja að bjóða hann út. Samningar tókust við Skipafélagið Víkur um USD 12 pr. pk. Það var miklu lægra en aðrir buðu. Hval- víkin fór með mest af þessu. Ekki nýtti Sambandið sér að láta helm- inginn af því sem komst í Hvalvík- ina, svo allur hluti Samlagsins fór með henni. Stöðugt vom að koma upp kaupahéðnar sem töldu sig geta selt meira eða minna magn af skreið. Flestir reyndust þar þó spákaup- menn. Annað slagið fóm þó smá sendingar. Þrýstingur frá framleiðendum jókst stöðugt. Mér varð æ Ijósara að staða Sam- lagsins var vonlítil. Að hanga leng- ur á verði en aðrir, þýddi einfald- lega að selja seinna en þeir. Ég ræddi þetta við marga vini mína og allir vom þeir mér sam- mála um að Samlagið gæti ekki gengið á undan með undirboð, hvað sem það kostaði. Verst var hvað lítið var hægt að treysta á sam- stöðu Samlagsmanna. Mest af því sem við afgreiddum til Bjama Magnússonar var merkt F.M.C. Þar kom að Sambandið fór að biðja um smáýsu í þetta merki ffá okkur og fékk hana. Ég vissi að fulltrúi þessa kaupenda var staddur á íslandi og spurði Braga hvort hann þekkti hann ekki. Bragi sagð- ist þekkja hann vel og féllst á að hafa samband við hann. Hann reyndist tilbúinn til þess að koma og ræða við okkur. Fullyrt var að hann keypti með 20% afslætti af því lágmarksverði, sem þá átti að gilda. 27. október kl. 9 kom Mr. Maha- devan Lakshmiram, fulltrúi Fareast Marcantile Co. Ltd., á skrifstofuna til okkar. Ég sá strax að þennan mann hafði ég hitt með Braga í London. Við spurðum hvers vegna hann vildi ekki skipta við Samlag- ið. Hann hlyti að vita að hinir væru að fá skreið frá okkur fyrir hann. Harin sagði okkur ekki bjóða sömu kjör. Við sögðumst geta fallist á 20% afslátt eins og hinir. Það sagði hann ekki nóg, því auk þess yrði að semja um flutningsgjöld. Ekkert bannaði að hafa þau USD 19 á pakka þótt þau væm í reynd USD 14 til 15. Með því var mögulegt að veita auka afslátt 4 til 5 dollarar á pakka, sem hann fengi greidda strax og lán væri fengið fyrir flutn- ingnum, þótt greiðslufrestur væri á skreiðinni. Við sögðumst vilja hug- leiða þetta. Þá sagði hann að það væri ekki nóg, smákeila og ýsa væm að verða uppumar og nú ætluðu þeir að fara að kaupa smáufsa með 25% af- slætti. Næst hringdi ég í nokkra stjómarmenn og bar málið undir þá. Þeir vom sammála um að þessu skyldum við ekki sleppa. Upp úr hádegi höfðum við samband við Mr. Laksmiram og sögðumst ganga að 25% afslætti á smáufsa og 19 dollara í flutning. Hann sagði þá að leyfi sem hann hefði fyrir 20 þús- und pk. væri á Noreg. Því gæti hann ekki breytt og svo myndi hann taka þetta hjá Samlaginu. Næsta morgun færi hann til London að ganga frá þessu og mánudaginn 31. yrði allt klárt. Næsta dag, 28 október gaf Atli Freyr, Bjama leyfi til þess að veita 27% afslátt, þótt við og Sambandið mótmæltum. Með það flaug Bjami til London daginn eftir og við heyrðum aldrei meir frá Mr. Laksmiram. Ut af þessu gerði ég mikið upps- teit í ráðuneytinu og víðar. Það breytti engu, leikurinn hélt áfram. Bjama tókst ekki að afgreiða þessa sendingu fyrir áramót. Þá féllu öll leyfi úr gildi. 7. desember vom þeir sem taldir vom í forsvari fyrir útflutning á skreið boðaðir á fund Einar Bene- diktssonar, sendiherra í London. Erindið var að kynna Mr. M. Ikenze og frú fyrir okkur. Sambandsmenn höfðu mælt með Mr. Ikenze sem ræðismanni lyrir Island í Nígeríu. Fyrri ræðismaður hafði látist fyrir rúmu ári, eftir langa sjúkdómslegu. Þessi hjón komu vel fyrir: Ikenze sagðist hafa starfað sem ritstjóri, einhvers konar talsmaður í utanrík- isráðuneytinu o.fl. Hann talaði mik- ið um þau góðu sambönd sem hann hefði við æðstu menn í Nígeríu og áhuga sinn á að treysta sambönd landanna. Bjami Magnússon harm- aði að ekki skyldi hafa tekist að fá Ibm, sem var nígerískur stórútgerð- armaður með meim, til þess að taka þessa stöðu. Bragi hafði enga lillögu. Þar sem Sambandsmenn mæltu ákveðið með Ikenze og Einari leist vel á hann lýstum við okkur samþykka því að hann yrði ræðismaður, enda mál að skipa nýjan. 20. desember kom Gunnar Ás- geirsson stórkaupmaður á skrifstof- una til okkar með franskan mann, General Louis Cinqin. Erindið var að ræða skreiðarviðskipti. Þau vom tengd því að ríkið keypti þyrlu, sem stóð til að kaupa, af fyrirtæki Frakkans. Við tókum erindinu fagnandi og tjáðum gestunum að ekki myndi standa á að afgreiða skreið upp í kaupin ef af þeim yrði. Generállinn sagði sitt fyrirtæki í sambandi við alþjóðlegt fiskdreif- ingarfyrirtæki, sem sjá myndi um skreiðina. Fram kom að þeir töldu æskilegt að við kæmum áhuga okk- ar á þessum viðskiptum á framfæri við stjómvöld hér. Við lofuðum að gera það og töluðum við Albert Guðmundsson íjármálaráðherra strax næsta dag og fleiri, sem við töldum geta haft áhrif á málið. Herinn í Nígeríu gerði byltingu um áramótin og við tók herstjóm, íjandsamleg Ibumönnum, sem frá upphafi vom aðal skreiðarkaupend- umir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.