Alþýðublaðið - 22.03.1994, Qupperneq 1
Stefnuyflrlýsing Reykjavíkurlistans:
Aukin atvinna og
opnara stjórnkerfi
- eru meðal þeirra inála sem Reykjavíkurlistinn leggur áherslu á.
Slagorðið er: OPIN OG LÝÐRÆÐISLEG BORG - heimili - atvinna - skóli
REYKJAVÍKUR-
LISTINN kynnti stefnu
sína á opnum fundi í
Súlnasal Hótel Sögu á
iaugardaginn. 6-700
manns sóttu fundinn og
gríðarlega góð stemmning
skapaðist. Nokkrir fram-
bjóðendur fluttu ávörp og
þar á meðal Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgar-
stjóraefni listans. Meðal
stefnumála Reykjavíkur-
listans er að setja á stofn
embætti umboðsmanns
borgarbúa, gera sóknar-
áætlun í samvinnu við
verkalýðsfélög og at-
vinnurekendur til að
skapa störf fyrir atvinnu-
lausa og stofna atvinnu-
þróunarsjóð sem láni með
hagstæðum kjörum til
nýrra verkefna. Vinna á
að einsetningu allra
grunnskóla í Reykjavík á
næstu 4-6 árum, stöðva
einkavæðingu þjónustu-
fyrirtækja borgarinnar
og færa rekstur SVR í
fyrra horf.
Reykjavíkurlistinn býður
fram undir kjörorðinu OP-
IN OG LÝÐRÆÐISLEG
BORG - heimili - atvinna -
skóli. Með því vill listinn
leggja höfuðáherslu á þá
grundvallarþætti sem öðr-
um fremur stuðla að velferð
einstaklinga í nútíma borg-
arsamfélagi. Það er stefna
Reykjavíkurlistans að
styrkja þessa þætti með því
að bæta úr biýnni þörf fyrir
betri og sveigjanlegri þjón-
ustu við reykvískar fjöl-
skyldur, stuðla að aukinni
atvinnu, vinsamlegra um-
hverfi, opnara stjórnkerfi og
lýðræðislegri stjórnarhátt-
um.
-Sjá
stefmi-
yfirlýsingu
Reykja-
víkur-
listans
á baksíðu.
íkSs
imi
Hér má sjá togarann Rex i „hcimalwfn" á Skagaströná áður rn
liann lagöi upp í liina örtagaríku ferí) á Hatton-Rnckali sraulið.
Togarinn hét áður Arnar HV og við hlið hans iiggur gamli Hjör-
lcifur RE. sem ná lieitir Fishenmn. Báðir eru togararnir skráð-
ir i Umassol á Kýpur. Fishennan hefur verið selditr og hyggjast
nýir eigendur senda hann á reiðar i Smugunni. Rex var hins
i egar tekinnfyrir meintar ólöglegar veiðar um Itelgiiia og hefur
verið fairður til liafnar i Skotlandi. Ólíklegt þykir að íslcnsk
stjðrnvöhlgeti iwkkuð aðliafst ímálinu, þar sem Rcx siglir und-
ir svokölluðuin lieiilifána. Alþýðubtaðsmynd
Nóatún ódýrara en
Brugsen í Danmörku
- segja svínabændur um verðið á afurðum sínum
sem þeir hækka að nýju þar eð verðið sé
komið undir framleiðslukostnað
VERÐ Á svínakótilett-
um í verslunarkeðjunni
Brugsen í Danmörku var
fyrir helgina 826 krónur
kílóið, - en í Nóatúni kost-
aði kílóið þó ekki nema
779 krónur þann 24.
febrúar, segja fulltrúar
svínabænda. Þeir eru að
hækka verðið frá sér úr
250 krónum kflóið í 260
krónur. Kemur það heim
og saman við það sem
Júlíus Jónsson, kaupmað-
ur í Nóatúni, sagði í Al-
þýðublaðinu fyrir helg-
ina.
Benda bændur á að verð
á svínakjöti hefur verið
mjög lágt í febiúar og mars.
Segja megi að fram hafi far-
ið stórútsala, því verðið hafi
verið undir ffamleiðslu-
kostnaði.
Hafi verð til bænda verið
35% lægra en á sama tíma í
fyrra. í janúar síðastliðnum
fengu bændur 280 krónur
fyrir kílóið, en það fór síðan
niður í 241 krónur í febiúar
og 230 krónur í marsbyrjun.
„Að undanförnu hefur
verðið á svínakjöti hér á
landi í mörgum tilfellum
verið undir neytendaverði f
svínakjötsframleiðsluland-
inu Danmörku", segja
bændur.
Þeir segja þokkalegt jafn-
vægi á framboði og eftir-
spum á svínakjötinu.
Verð i lausasölu kr. 140 m/vsk
Félagsmálanefnd Alþingis:
Aðstoð við fólk í
greiðsluerfiðleikum
FÉLAGSMÁLANEFND
Alþingis, sem Rannveig Guð-
mundsdóttir stýrir, hefur
lagt frani tvær þýðingar-
niiklar breytingartillögur á
frumvarpi um félagslegar
íbúðir, skyldusparnað og
fleira sem nefndin hefur haft
í meðlörum. Tillögurnar fela
það í sér að heimilt verður að
l'resta greiðslum af húsnæðis-
lánum, hjá fólki sem á við
greiðsluerfiðleika að etja, og
að svokallað 20 próscnta lán
til kaupa á almenmmi kaup-
leiguíbúðum verði lengt úr 5
árum í 25 ár. Tillögurnar eru
fluttar í samráði við félags-
málaráðherra og fjármála-
ráðherra.
Félagsmálanefnd leggur til
að Húsnæðisstofnun ifkisins
fái heimikl til þess að fresta af-
borgunum af húsnæðislánum
hjá þeirn einslaklingum sem
orðið hafa fyrir vemlegri tekju-
skerðingu vegna atvinnuleysis,
minnkandi atvinnu, alvarlegra
veikinda eða annarra óviðráð-
anlegra aðstæðna. Settar verða
reglur um þessi atriði en talað
er unt að greiðslum verði frest-
að í allt að þrjú ár.
Nefndin leggur einnig til að
svokallað 20 prósenta lán til
kaupa á almennum kaupleigu-
ibúðum verði lengt tir 5 árum í
25 ár. Þetta mun létta greiðslu-
byrði lántakenda í þessu kerfi
vemlega. Atriði þetta var
GVÐMUNDSDÓTTIR,
reyndar í upphafiegum tillög-
um Alþýðuflokksins um kaup-
leiguíbúðir, en náði ekki frarn
að ganga á sínum tíma.
Rannveig Guðmundsdóttir.
formaður félagsmálanefndar
Alþingis, segir það nauðsyn-
iegt að koma til móts við fólk i'
gneiðsluerfiðleikum eins og
áslandið sé í þjóðfélaginu í dag.
Ef ékkert verði að gert éigi
þetta l'ólk það á hættu að missa
eignir sfnar og standa hreinlega
eftir á götunni. Rannveig mun
mæla fyrir þessum tillögum á
Alþingi í dag.
Rannveig sagðist búast við
hraðri afgreiðslu breytingartil-
lagnanna og að frumvarpið
sjáltt verði strax að lögum þar
sem félagsmálanefndin standi
einhuga að baki þvf.