Alþýðublaðið - 22.03.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
UMRÆÐA
Þriðjudagur 22. mars 1994
miYBiBimm
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140
Veiðilögsagan og
sjálfstæði Islands
Að undanfömu hefur gætt ákveðinnar ólgu í umræðum
um Evrópska efnahagssvæðið og Evrópusambandið eft-
ir að Norðurlöndin þijú, Noregur, Svíþjóð og Finnland
hófu endasprettinn að Evrópusambandinu. Margir hafa
viljað túlka fyrirhugaða og sameiginlega inngöngu
Norðurlandanna þriggja í ESB sem hið glataða tækifæri
íslands að komast í Evrópusambandið. Að mati margra
verður erfíðara fyrir ísland að biðja um inngöngu eftir að
hin Norðurlöndin em gengin inn og ísland verði sett á
hillu með „óæskilegum" meðlimum Evrópulanda. Þau
sjónarmið hafa einnig heyrst, ekki síst frá stjómarand-
stöðunni með formann Alþýðubandalagsins í broddi
fylkingar, að EES-samningurinn verði nánast að engu
orðinn eftir að flestöll EFTA-ríki, önnur en ísland, séu
orðin ESB- ríki.
Báðar þessar staðhæfíngar em rangar. I fyrsta lagi held-
ur EES-samningurinn velli, þótt EFTA-ríki önnur en fs-
land gangi í ESB. EES-samningurinn breytist einfald-
lega í tvíhliða samning íslands við ESB fari svo að öll
EFTA-ríkin nema ísland gangi í ESB. EES-samningnum
verður ekki rift gagnvart íslendingum. Megininntak
EES-samningsins gagnvart íslendingum og hagsmunum
þeirra er það, að íslendingar njóta flestra þeirra kosta
sem evrópsk samvinna felur í sér án þess að afsala sér
forræði yfir auðlindum sínum. Það er enginn tilviljun að
íbúar Norður- Noregs berjist gegn aðild Noregs að ESB.
Þeir vita og skilja hvað slík aðild þýðir fyrir hagsmuni
norskra sjómanna og norskan sjávarútveg, þó svo að for-
vígismenn ESB í Bmssel hafí verið tilbúnir að gefa eftir
á því sviði. Þess vegna er EES- samningurinn lífsnauð-
synlegur fyrir okkur: Hann rýfur einangmn okkar, fellir
niður tolla á okkar mikilvægustu útflutningsafurðum og
lækkar erlendar vömr til innlendra neytenda án þess að
skerða forræði íslendinga yfir eigin auðlindum. Það er
kjami málsins.
Það er engin ástæða fyrir íslendinga að rjúka upp til
handa og fóta þótt frændþjóðir okkar á Norðurlöndum
telji hagsmunum sínum best borgið í ESB. Aðild íslands
að ESB er ekki á dagskrá á líðandi stundu. Það er hins
vegar full ástæða til að kanna hvað hugsanleg aðild ís-
lands að ESB færði íslendingum. Án slikrar könnunar
og óvilhallrar athugunar vita landsmenn lítið hvað aðild
að Evrópusambandinu snýst um. Það er hins vegar
ótímabært að sækja um aðild að ESB bara vegna þess að
hin Norðurlöndin hafa gert það.
/
I umræðunni um hugsanlega aðild íslands að ESB verða
menn fyrst og fremst að horfa á sérstöðu íslands. Auð-
lindir okkar em fáar en þær em sterkar. íslenskt þjóðfé-
lag á afkomu sína undir fískveiðum komið. Ef við afsöl-
um okkur veiðilögsögu okkar vegna aðildar að ESB er-
um við í raun búin að afhenda sjálfstæði okkar. Þess
vegna skiptir norska fordæmið okkur miklu máli. í
könnunarviðræðum við Bmssel þarf að undirstrika teng-
ingu veiðilögsögunnar og sjálfstæðis þjóðarinnar sem
lýðveldis. Verði þessi sérstaða íslands ekki virt höfum
við ekkert í ESB að gera. Miklu nær væri því í framtíð-
inni að gera viðskiptasamning við Bandaríkin og Evrópu
og halda forræði yfir auðlindum okkar.
HEVRT, SÉÐ & HLERAÐ:
Einn nemandi skólans fór upp á
sviðið meðan Páll Óskar var að
skemmta og ætlaði að fækka þar
fötum en honum var vísað niður áð-
ur en til þess kom. Haraldur Finns-
son, skólastjóri í Réttarholtsskóla,
segir að eftir á að hyggja hafi valið
á skemmtikraftinum ekki verið
heppilegt.
„Þetta var ekki stórhneykslanlegt
en það má segja að sýning hans hafi
verið á ystu mörkum þess sem er
rétt að bjóða unglingum á þessum
aldri upp á.“”
- segir í baksíðufréttinni, Jíggjandi
skemmtun í grunnskóia“ í Tímanum,
laugardaginn 19. mars.
Of seint fyrír
knattspyrnumenmna að hætta
við Japansferð með Davíð______________
„Með nákvæmlega sama hætti og forsætisráðherra tilkynnti ekki um för
sína til Briissel þangað til það var of seint fyrir utanríkisráðherra að fara
með, lét forsætisráðherra þess ekki getið að hann færi með knattspymulið-
inu til Japans fyrr en það var of seint fyrir knattspymumennina að hætta við
ferðina. Með þessum hætti getur forsætisráðherra skotist til útlanda án þess
að gera ferðalöngum sínum aðvart, vegna þess að forsætisráðherra fer þeg-
ar honum hentar en ekki þegar hinum hentar.“
- skrifar DAGFARI í pistilinn „Fer Davíð í markið?“ í DV, mánudaginn 21. mars
Jón Baldvin áhrifamesti
stjórnmálamaður Islendinga
næstliðin5ti!6ár...
„Jón Baldvin Hannibalsson hefur
verið áhrifamesti stjómmálamaður
Islendinga næstliðin 5 til 6 ár. I
samskiptum við aðra flokksforingja
má segja að hann hafi vafið þeim
um fingur sér. Jón Baldvin er kænn
og harðsækinn. Hann hefur fært sér
oddastöðu sína vel í nyt.“
- skrifar INGVAR GÍSLASON, fyrrver-
andi ráðherra, í greininni „Er fullveldið
einskis viröi" í DV, mánudaginn 21.
mars.
Fyrst kom grínistinn,
svo litlausi bjúrókratinn
og nú-
fyrirmynaarfaðirinn...
„Það er sagt að þú sér mjög já-
kvæður:
„Ég er mjög jákvæður og geri
mér far um að hugsa jákvætt. Ég vil
ekki gera mér þá vitleysu að hlaða í
mig neikvæðum upplifunum eða
tilfinningum."
Þín ímynd byggist á því að þú
sért fyrirmyndarfaðir. Afhverju?
„Ég lít ekki á mig sem fyrir-
myndarföður. Ég vil einungis gera
betur og hef áhuga á að finna leiðir
til að sameina annasamt starf og
ánægjulegt fjölskyldulíf.“”
- segir borgarstjórinn ÁRNISIGFÚS-
SON í opnuviðtaii DV, iaugardaginn, 19
mars.
Páll Óskar tælir
unglingspilta til að
fletta sig klæðum, mmmm...
„Nokkrir foreldrar sem eiga böm
í Réttarholtsskóla eru óánægðir
vegna skemmtiatriðis á árshátíð
skólans síðastliðið fimmtudags-
kvöld. Á árshátíðinni flutti Páll
Óskar Hjálmtýsson söngatriði og
telja margir að tilburðir hans og
hreyfingar á sviðinu hafi engan
veginn verið við hæfi á skemmtun
13 til 16 ára unglinga.
Dante sendi alla helstu
föðurlandsvini samtíðar
sinnar til helvítis...
„Bandaríski gagnrýnandinn H.L.
Menckens var einskonar páfi á ár-
unum fyrir kreppuna...Mér þykja
þær athugasemdir Menckens
skemmtilegar að Dante hafi sent
alla helstu föðurlandsvini samtíðar
sinnar til helvítis, Cervantes hafi
eyðilagt Spán með lýsingum sínum
og lofsungnar hetjur Shakespeares
hafi allar verið útlendingar, en trúð-
amir og fíflin Englendingar; Goet-
he hafi verið hliðhollur Napóleon,
enginn hafi verið skeinuhættari
kristninni en hinn sannkaþólski Ra-
belais og Irinn Swift, sem doktor
Johnsen var lítt hrifinn af að sögn
Boswells, hafi fyrst gengið ffá Imm
en síðan Bretum og haft á prjónun-
um fyrirætlanir að ganga frá öllu
mannkyni í ritum sínum!! En til
þess entist honum víst ekki til aldur,
þótt afkastamikill hafi verið.“
- skrifar ritstjórinn MATTHÍAS JO-
HANNESSEN í Hclgispjalli sínu í Morg-
unblaðinu, sunnudaginn, 20. mars.
Að sie við að þurfa
borea 25 dollara fyrir
tvöfalaan viský á Taniti...
„Við hugsuðum okkur að eftir
allt næturlífið í Panama þá yrðum
við að skoða það líka á Tahiti, en
það var nú ekki andskotalaust,
vegna þess að maður þurfti að
borga 25 ameríska dollara fyrir einn
tvöfaldan viský á bamum, ótrúlegt
en satt. Maður lét sig nú samt hafa
það að fá sér nokkra. Eftir tvo daga
á Tahiti var haldið af stað til Nýja
Sjálands.
Það er orðið ljóst að það verður
lítið annað að gera í þessum sfðasta
áfanga ferðarinnar en skyldustörfin
sem em að þrífa klósett og sturtur á
hveijum degi, skipun ffá Tomma
skipstjóra."
- skrifar GUÐNIÁRNASON í greininni
„Hclfór um höfm þrjú með Baldri EA“ í
Bæjarpóstinum á Dalvík þriðjudaginn
15. mars.
Séra Pálmi Matthíasson
sýnir gamla íþróttatakta
og hleypur uppi þjóf...
„Þjófnaður var ffaminn í Bú-
staðakirkju um hábjartan dag í gær
þegar maður um þrítugt gekk þar út
með hljómflutningsgræjur undir
hendinni. Þegar þetta uppgötvaðist
hljóp Pálmi Matthíasson, sóknar-
prestur í Bústaðakirkju, þjófinn
uppi og náði góssinu af honum en
þjófurinn hljóp í burtu. Síðdegis í
gær hafði ekki náðst til mannsins en
vitað er hver var á ferðinni.“
- scgir í baksíðufrétt DV, laugardaginn
19. mars.
ísland um alla framtíð
eina EvrópuJjjóðin utan
samtaka Evrópuþjóða...
„Stór-Þýskaland er hið rísandi
stórveldi Évrópu. Það mddi Norðu-
landaþjóðunum veginn inn í Evr-
ópusambandið og það er og verður
öflugasti talsmaður djarfra ákvarð-
ana um að nýta sér tímabundinn
veikleika Rússlands með því að
breyta ESB í allsheijarsamtök evr-
ópskra lýðræðisþjóða, bæði á sviði
efnahags- og vamarmála. Þegar svo
stór tíðindi em að gerast, hvaða
hlutskipti ætlar þá eyþjóðin í norðri
sér? Ætlum við um alla framtíð að
verða eina Evrópuþjóðin utan sam-
taka Evrópuþjóða? Ætlum við að
neita okkur um alla framtíð, um
þegnrétt okkar í samfélagi Evrópu-
þjóða?“
- skrifar GUÐLAUGUR TRYGGVI
KARLSSON hagfræðingur í greininni
„Evrópusambandið - tveir kostir“ í DV,
mánudaginn 21. mars.
Við erum í gíslingu
íþróttafélaganna, segir
formaður SUJ_____________________
„I beinu ífamhaldi af umræðunni um kynjakvótann að þá er það alveg ljóst
að helsta vandamálið sem Alþýðuflokkurinn glímir við varðandi uppstill-
ingu fólks á lista em bannsett prófkjörin. Það em prófkjörin sem búa til
karlalistana, það em prófkjörin sem valda því að ungt og efnilegt fólk nær
ekki inn á listana. Við emm í gíslingu íþróttafélaganna. Ef ungur maður eða
ung kona hefur ekki aðstöðu til að keyra heilu rútumar af íþróttakrökkum inn
í prófkjörin þá á hann eða hún bara einfaldlega engan séns. Það sýndi sig í
þeim prófkjömm sem fóm ffam í febrúar.. .Menn halda að prófkjörin séu
lýðræðisleg en þau em það einmitt alls ekki. Þau firra flokkinn ábyrgð á
ffamboðslistum sínum og því gefst kjósendum ekki tækifæri í kosningum til
þess að umbuna honum eða refsa fyrir hans eigin verk og ákvarðanir. Þetta
er orðinn hreinn skrípaleikur."
- segir MAGNÚS ÁRNIMAGNÚSSON, fonnaður SUJ, í AlþýðublaðsviðtaB,
fdstudaginn 1S. mars.