Alþýðublaðið - 22.03.1994, Síða 8

Alþýðublaðið - 22.03.1994, Síða 8
S II T UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Bjórgvin s: 95-22710 (kl. 17-19) MPY9UBU9IÐ ÍS A 1 T Í il UM AÐSKILNAD RlKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda vBjörgvin s: 95-22710 (kl. 17-19) J Þriðjudagur 22. mars 1994 45. TÖLUBLAÐ — 75. ÁRGANGUR Stefmjyfirlýsing Reykjavíkurlistans Glæsileg höfuðborg er stolt hverrar þjóðar. Gæði hennar felast ekki einungis í fallegu yfir- bragði, glæstum húsum og steyptum akbraut- um, heldur fyrst og fremst í aðbúnaði og líðan þeirra sem borgina byggja. Þar eiga ailir að vera jafn réttháir, ungir og aldnir, konur og karlar, sjúkir og heilbrigðir. Reykjavík getur vissulega státað af nýlegum glæsibyggingum sem sumar hverjar hafa kom- ið óþyrmilega við sameiginlega sjóði borgar- búa. Á sama tíma er atvinnuleysi í borginni meira en nokkru sinni fyrr og félagsleg þjón- usta hefur hvergi nærri undan. Utgjöld borgar- innar vegna gæiuverkefna Sjálfstæðisflokksins á liðnum ámm hafa farið vaxandi og skuldir hennar aukist gríðarlega. Við þessar sérstöku aðstæður hafa fem stjómmálasamtök í Reykjavík - Alþýðubanda- lagið, Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og Kvennalistinn - gert með sér kosninga- bandalag við borgarstjómarkosningamar vorið 1994. Kosningabandalagið mun leita eftir stuðningi borgarbúa til þess að fá meirihluta í kosningunum þannig að unnt verði að vinna eftir nýjum áherslum í Reykjavík eftir nær samfellda áratuga stjóm Sjálfstaeðisflokksins. I því skyni er boðinn fram sameinaður Reykja- víkurlisti fyrmefndra stjómmáiasamtaka og annars áhugafólks um breytta stjómarhætti f borginni. Reykjavíkurlistinn býður fram undir kjör- orðinu OPIN OG LÝÐRÆÐISLEG BORG - heimili - atvinna - skóli, og vill með því leggja höfuðáherslu á þá grundvallarþætti sem örðum fremur stuðla að velferð einstakling- anna í nútfma borgarasamfélagi. Það er stefna Reykjavíkurlistans að styrkja þessa þætti með því að bæta úr brýnni þörf fyrir betri og sveigj- anlegri þjónustu við reykvískar fjölskyldur, stuðla að aukinni atvinnu, vinsamlegra um- hverfi, opnara stjómkerfí og lýðræðislegri stjómarháttum. í starfi sínu mun Reykjavíkurlistinn leitast við að hafa hugmyndir félagshyggju, kven- frelsis og umhverfísvemdar að ieiðarijósi og leggja áherslu á eftirfarandi markmið: Valddreifíng og annað viðmót Það er markmið Reykjavíkurlistans að auka valddreifingu í borginni þannig að fmmkvæði borgarbúa fái notið sín. Stjómkerfi borgarinnar verði fært til nútímahorfs, gert lýðræðislegra, ábyrgara og skilvirkara en nú er. Þessum markmiðum hyggst Reykjavíkur- listinn ná með eftirfarandi hætti: ★ Með því að setja á stofn embætti umboðs- manns borgarbúa. ★ Með því að koma á skýrri hverfaskiptingu borgarinnar með það fyrir augum að íbúamir geti haft raunveruleg áhrif á nánasta umhverfi sitt og þá þjónustu sem veitt er í hverfinu. ★ Með því að auka rétt borgarbúa til að greiða atkvæði um einstök borgarmál. ★ Með því að koma á meiri samvinnu við félagasamtök og safnaðarstarf í hverfunum. ★ Með því að auka hlut kvenna í embættis- mannakerfinu og vinna að því að jafna stöðu kynjanna í fyrirtækjum og stofnunum borgar- innar. ★ Með því að auka upplýsingaskyldu borg- arstjómar og stjómkerfis borgarinnar vemlega frá því sem nú er, með það fyrir augum að gera borgarfulltrúa og embættismenn ábyrgari gagnvart borgarbúum. Atvinna, Já takk Það er markmið Reykjavíkurlistans að gera Reykjavík að miðstöð nýsköpunar og þróunar í atvinnumálum og stuðia þannig að fjölbreyttu atvinnulífi í framtíðinni. Unnið verði markvisst að því að draga úr vanda þeirra sem eru at- vinnulausir. Þessum markmiðum hyggst Reykjavíkur- listinn ná með eftirfarandi hætti: ★ Með því að gera sóknaráætlun í samvinnu við verkalýðsfélög og atvinnurekendur í Reykjavík um hvemig örva megi hjól atvinnu- lífsins í borginni, skapa störf fyrir þá sem eru atvinnulausir eða styrkja þá til náms sem gæti bætt stöðu þeirra á vinnumarkaði. ★ Með því að örva nýsköpun í atvinnumál- um, með samræmdu og skipulögðu stuðnings- kerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. ★ Með því að stofna atvinnuþróunarsjóð sem iáni með hagstæðum kjömm til nýrra verkefna sem líklega em til að skapa störf til frambúðar. ★ Með þvf að móta innkaupa- og útboðs- stefnu sem taki mið af innlendri framleiðslu. ★ Með því að skapa störf fyrir ungt fólk svo að starfsorka þess og menntun komi sem fyrst að notum í atvinnulífinu. ★ Með því að samhæfa krafta þeirra sem vinna að ferðamálum í borginni og gera borg- ina að gestgjafa á alþjóðlegan mælikvarða. ★ Með því að styrkja stöðu Reykjavíkur og stuðla að sátt um hana sem höfuðborg allra landsmanna, sem eflir samvinnu þeirra en ekki sundrungu. ★ Með því að stuðla að iaunajöfnun milli karla og kvenna í þjónustu borgarinnar, til dæmis með því að vinna að starfsmati í sam- vinnu við samtök launafólks. ★ Með því að leggja áherslu á virka vinnu- miðlun þar sem atvinnulaust fólk nýtur athygli og umhyggju. Börnin- framtíð þjóðarinnar Það er markmið Reykjavíkurlistans að búa vel að bamafólki og leggja sitt af mörkum til að skapa öryggi og góðar ytri aðstæður í dag- legu lífi fjölskyldnanna. Foreldrar fái stuðning til að takast á við hlutverk sitt og skólanum verði sköpuð skilyrði til að sinna því uppeldis- og fræðsluhlutverki sem hann á að gegna í nú- tímaþjóðfélagi. Þessum markmiðum hyggst Reykjavíkur- listinn ná með eftirfarandi hætti: ★ Með því að vinna markvisst að því að tryggja öllum börnum, sem á þurfa að halda, aðgang að leikskóla þann tíma dags sem for- eldrar em utan heimilis. Möguleikar á mis- munandi rekstrarformi og dvalartíma verði auknir. ★ Með því að endurskoða fyrirkomulag og eftirlit með dagvistun á einkaheimilum með það fyrir augum að gera hana ömggari og betri kost fyrir þá sem það kjósa. ★ Með því að vinna að einsetningu allra gmnnskóla í Reykjavík á næstu 4-6 ámm og að skóladagurinn verði samfelldur. Lengd við- vera og/eða skóladagheimili standi þeim böm- um til boða, sem á þurfa að halda. ★Með því að skipta borginni upp í nokkur skólahverfi með skólanefnd skipaðri fulltrúum viðkomandi hverfis. ★ Með því að byggja upp aðgengilega fjöl- skylduráðgjöf þar sem sérstök áhersla verði lögð á þjónustu við íjölskyldur bama og ung- menna. ★ Með því að koma á virku samstarfi allra þeirra sem vinna að málum barna og unglinga með fyrirbyggjandi starf í huga. ★ Með því að borgaryfirvöld leggi sitt af mörkum til markvissrar uppbyggingar list- náms, starfs- og verknáms í framhaldsskólum borgarinnar. Virðing á öllum æviskeiðum Það er markmið Reykjavíkurlistans að stuðla að auknum jöfnuði í h'fskjörum borgar- búa þannig að ytri aðstæður komi ekki í veg fyrir að þeir geti lifað með reisn. Aðstoð ein- staklinga og ijölskyldur miðist við að hjálpa jreim til sjálfshjálpar. Þessum markmiðum hyggst Reykjavíkur- listinn ná með eftirfarandi hætti: ★ Með þvf að félagsleg þjónusta og að- hlynning standi öldruðum til boða þegar þörf erá. ★ Með því að bæta úr brýnni jrörf fyrir þjón- ustu við aldraða hjúkrunarsjúklingar og leggja áherslu á uppbyggingu hjúkrunarheimila. ★ Með því að beita sér fyrir auknu framboði á leiguíbúðum, kaupleiguíbúðum og búsetu- réttaribúðum í borginni. ★ Með því að taka upp náið samstarf við fé- lög og samtök sem vinna að húsnæðismálum í borginni. ★ Með því að leggja áherslu á uppbyggingu og aukningu forvamarstarfs í heilsugæslu og félagslegri þjónustu, ekki síst með tilliti til þess að efla vamir gegn vímuefnum. ★ Með því að bæia þjónustu við fatlaða og gera hana að eðlilegum þætti í félagsþjónustu borgarinnar. ★ Með því að gera áætlun um aðgengi fatl- aðra í samvinnu við samtök fatlaðra. Vistvæn höfuðborg norðursins Það er markmið Reykjavíkurlistans að Reykjavíkurborg taki forystu í umhverfismál- um hér á landi. Skipulag mannvirkja, borgar- hverfa og allrar starfsemi taki mið af náttúm- legu umhverfi, virði sögu borgarinnar og stuðli að umferðaröryggi og góðri þjónustu í öllum íbúðarhverfum. Þessum markmiðum hyggst Reykjavíkur- listinn ná með eftirfarandi hætti: ★ Með því að varðveita svæði þar sem em sérstæði náttúm- eða menningarverðmæti og auðvelda fólki aðgang að jreim til gagns, ánægju og vellíðunar. ★ Með því að gefa öryggissjónarmiðum meiri forgang en verið hefur við hönnun um- ferðarmannvirkja og stefna markvisst að þvf að fækka umferðarslysum. ★ Með þvi' að leggja aukna áherslu á bættar aðstæður fyrir gangandi og hjólandi vegfar- endur og efla og endurbæta almenningssam- göngur. ★ Með því að auka ræktun í borgarlandinu og gera áætlun um umönnun lands. ★ Með því að endurskoða aðferðir við sorp- og skólpförgun með það að markmiði að auka endumýtingu og endurvinnslu og að nýta líf- rænan úrgang til landbóta. Borgarlíf - menmngarlíf Það er markmið Reykjavíkurlistans að efla list- og verkmenningu í borginni og styrkja Reykjavík sem miðstöð íslensks menningar- lífs. Borgin á að stuðla að nýsköpun í menning- armálum og styðja framtak og menningarvið- leitni áhugamanna og hópa. Borgarumhverfið á að hvetja fólk til þátttöku í menningarh'fi og er því kleift að stunda íþróttir og útivem sem eðlilegan þátt í daglegu lífi. Þessum markmiðum hyggst Reykjavíkur- listinn ná með eftirfarandi hætti: ★ Með þvf að búa öllum aldurshópum að- stöðu til skapandi tómstundastarfs í hverfum borgarinnar. ★ Með því að styrkja menningarhlutverk skólanna og koma á auknu samstarfi milli þeirra og annarra menningarstofnana borgar- innar. ★ Með því að móta menningarstefnu í sam- ráði við samtök listamanna. ★ Með því að styrkja stöðu handfðar og hönnunar í borginni, meðal annars með því að auka veg listiðnaðamáms. ★ Með því að efla almenningsiþróttir og stuðla að þvf að aðgangur almennings að íþróttamannvirkjum í Reykjavík verði greiðari en nú er. ★ Með þvf að fela ftjálsum félagasamtökum aukin verkefni á sviði íþrótta- og tómstunda- mála. ★ Með því að fela unglingum aukna ábyrgð á uppbyggingu og rekstri tómstundastarfs í þágu jreirra. Ábyrgð í fjárraálum og framkvæmdum Það er markmið Reykjavíkurlistans að stöðva braðl og vanhugsaðar skyndiákvarðanir í fjármálum borgarinnar og heQa endurreisn borgarsjóðs. Snúið verði af braut kostnaðarsamra gælu- verkefna en jress í stað verði ákvarðanir um verklegar framkvæmdir byggðar á jrörfum borgarbúa fyrir nýja eða bætta þjónustu. Þessum markmiðum hyggst Reykjavíkur- listinn ná með eftirfarandi hætti: ★ Með því að standa vörð um tekjustofna Reykjavíkur gegn síendurteknum árásum rík- isvaldsins og vinna að auknu sjálfstæði sveitar- félaga til tekjuöfíunar. ★ Með því að endurskoða rekstur og stjóm- kerfi borgarinnar með það fyrir augum að gera hvort tveggja hagkvæmara og skilvirkara en nú er. ★ Með því að setja skýrar reglur um fram- kvæmdir á vegum borgarinnar þar sem kveðið verði á um hvernig staðið skuli að framathug- un, áætlanagerð, verklegri framkvæmd og skilamati. ★ Með því að bjóða út allar nýframkvæmd- ir sem og allt viðhald þar sem þvf verður við komið. ★ Með því að stöðva einkavæðingu þjón- ustufyrirtækja borgarinnar og færa rekstur SVR í fyrra horf. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, oddviti Reykjavíkurlistans og borgar- stjóraefni, Jyrir utan höfuðstöðvar listans á Laugavegi. Alþýðublaðsmyndir/Einar Ólason PÉTUR JÓNSSON, BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR og GUNNAR GISSUR- ARSON glaðbeitt á kosningaráðstefnu Reykjavíkurlistans sem haldin var ígœr. Félagarnir INGVAR SVERRISSON (t.h.) og ARTHUR MORTHENS á kosn- ingaráðstefnunni ígœr; Jafnaðarmenn sem koma úr sitthvorum flokknum. Vinningstölur laugardaginn: 19. mars 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 5af 5 1 2.107.789 g+4af5 3 122.158 3 4af 5 118 5.357 El 3af 5 3.724 396 Aðaltölur: 24 27 BÓNUSTALA: (so) Heildarupphæð jtessa viku: kr.4.581.093 UPPLÝSINQAR, SÍMSVARIS1-6S 1611 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXtAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.