Alþýðublaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 12. apríl 1994 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 PALLBORÐIÐ: Bolli Runólfur Valgardsson Einn af toppmönnum Eimskips spurð tíl málamvnda Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Oheppileg tillaga dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hefur gert að tillögu sinni á ríkisstjómarfundi að keypt verði björgunarþyrla fyrir Land- helgisgæsluna af gerðinni Super-Puma. Hér er um átta ára gamla þyrlu að ræða sem flogið hefur verið innan við 400 tíma og jafn- ast það á við ársnotkun. Kaupverð þyrlunnar með afísingarbún- aði mun losa um 700 milljónir króna og er gert ráð fyrir því að ef farið verði að tillögum dómsmálaráðherra verði samið við fyrir- tækið Eurocopter um kaupin. Alþýðublaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að kaup á nýrri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sé löngu tímabær. Hér er hins vegar um miklar upphæðir að ræða og engin ástæða til að rasa um ráð fram þótt kaupum á nýrri þyrlu verði hraðað eftir megni. Óvæntar breytingar á starfsemi bandaríska vamarliðsins hér á landi hafa einnig sett strik í reikninginn. Björgunarsveit vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur verið veigamikill þáttur í björgunarstarfí hérlendis í áratugi. I umræð- unum um framtíð vamarstarfsemi Bandaríkjahers á Islandi hafa komið upp ýmsar hugmyndir um rekstur björgunarsveita - með- al annars að íslendingar komi að rekstri björgunarsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hefjast viðræður á næstu missemm um þau mál. Það hefur hins vegar vakið athygli að dómsmálaráðherra hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni, að ekki sé vænlegt að bíða niður- stöðu þeirra viðræðna. í setningarræðu Björgunar ’94 í mars síð- astliðnum ítrekaði dómsmálaráðherra þessa skoðun sína og taldi að ekkert væri að vanbúnaði að framkvæma ályktun Alþingis um málið. Það var nokkuð athygl- isverður umræðuþáttur í Sjónvarpinu á þriðjudags- kvöldið var, 5. apríl, at- hyglisverður fyrir tvennt og ber annað hærra en hitt. Þættinum stýrði Oli Bjöm Kárason og var um- ræðuefnið arðsemi og stjómun fyrirtækja hér á landi, rekstrarumhverfi þeirra og fleira. Ekki um nein fíflalæti að ræða Gestir Ola voru aðal- lega Þórarinn Viðar, sem fyrir engum þarf að kynna, og Pétur Blöndal talnagúrú. Þátturinn var skemmtilegur á að horfa því þama tóku bæði Þór- arinn og Pétur flugið í um- ræðuefninu, vom alltaf sammála, sögðu hver öðr- um sögur, skelltu á lær sér og hlógu að öllu saman. Vel að merkja, þama var ekki um nein fíflalæti að ræða, umræðuefnið var athyglisvert og komst vel til skila til áhorfenda. Og það sem meira er, ég held að þeim félögum, Pétri og Þórami, hafi rat- ast rétt orð á munn varð- andi neikvætt rekstrarum- hverfi fyrirtækja á of mörgum sviðum og of al- menn neikvæð viðhorf fólks til atvinnulífsins, sem að sögn Pétur er arf- leifð gamla tímans þegar Danir réðu hér allt öllu og svindluðu á landslýð eins og þeir mögulega gátu. Gesturinn sem gleymdist Gallinn við þáttinn var bara sá að í honum var einn jæstur að auki, Hjör- dís Asberg, forstöðumað- ur starfsþróunardeildar Eimskips hf., sem fékk nánast aldrei að tjá sig um eitt eða neitt. í þau fáu skipti sem það henti var það til að svara spumingu Ola Bjamar um það hvort hún væri ekki sammála Þór- ami Viðari og Pétri um hitt eða þetta. Þama gafst þáttastjóm- andanum kærkomið tæki- færi til þess að spytja einn af toppmönnum Éimskips spjömnum úr varðandi langvarandi hagsæld skipafélagsins. „Fyrir utan þann dónaskap sem þátta- stjórnandinn sýndi einum af gestum sínum með því að stýra umræðunum ekki betur en raun bar vitni, sýndi hann henni lítilsvirðingu með fárán- legum spurningum, sem voru þess eðlis að ætia hefði mátt að hún hefði alls ekkert að segja.“ Hjördísi sýnd lítilsvirðing Eimskip er eitt fárra ís- lenskra fyrirtækja hér- lendis sem meðal annars hefur haft bolmagn til þess að gegna því nauð- synlega hlutverki að vera brimbijótur fslenskra fyr- irtækja til nýsköpunar í at- vinnulífinu. En Hjördís var ekki spurð. Fyrir utan þann dóna- skap sem þáttastjómand- inn sýndi einum af gestum sínum með því að stýra umræðunum ekki betur en raun bar vimi, sýndi hann henni lítilsvirðingu með fáránlegum spumingum, sem vora þess eðlis að ætla hefði mátt að hún hefði alls ekkert að segja. Svo var hins vegar ekki og er miður að hafa ekki fengið að heyra meira af sjónarmiðum Hjördísar. Höfundur er varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reylcjavík og starfar við kynningar- og markaðsstörf í Reykjavik. Það hlýtur einnig að vekja athygli að dómsmálaráðherra hefur gert að tillögu sinni að ríkisstjómin festi kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna á þeim dögum er utanríkisráðherra er staddur í opinberri heimsókn í Kína og Japan. Björgunarmál Landhelgisgæslunnar með tilliti til þróunar vam- arsamstarfs íslands og Bandaríkjanna og framtíð björgunarsveita vamarliðsins, hlýtur að teljast samstarfsverkefni dómsmálaráðu- neytis og utanríkisráðuneytis. Sú ákvörðun dómsmálaráðherra að leggja fram tillögu um þyrlukaup að utanríkisráðherra fjar- stöddum er því afar óheppileg og slæm fyrir ríkisstjómarsam- starfið í heild. s A tímum öflugra íjarskipta er heimurinn hins vegar Jítill. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur greint fréttastofu Ríkisútvarpsins frá því að nýtt tilboð hafi borist frá Bandaríkjun- um um þrjár Sikorsky-þyrlur, sömu gerðar og núverandi þyrlur björgunarsveitar vamarliðsins, ásamt búnaði og þjálfun. Utanríkisráðherra hefur réttilega bent á, að ekki sé hægt að hafna slíku tilboði án frekari athugunar. Viðbrögð dómsmálaráð- herra við þessari frétt em vægast sagt einkennileg, en hann lýsti því efnislega yfir í útvarpsviðtali um helgina, að íslendingar hefðu verið að bíða eftir svari frá Bandaríkjunum í rúmt ár og því væri engin ástæða til að bíða lengur. Það var ekki á dómsmála- ráðherra að heyra, að hann teldi ástæðu til að kynna sér hið nýja tilboð sérstaklega. Þetta em afleit vinnubrögð. Almenningur híýtur að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir velji besta og hagkvæmasta kostinn þegar mikil ríkisútgjöld em ann- ars vegar. Allir em sammála um björgunarþyrlumálum þjóðar- innar verði komið í höfn sem fyrst. Ef ljóst er hins vegar að ódýr- ari og betri tilboð em í boði eða að samningaviðræður íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð vamarliðsins færi landsmönn- um hagstæða kosti með tilliti til björgunarmála, þjálfunar og þyrlukaupa, hlýtur það að vera krafa skattgreiðenda að ráða- menn þjóðarinnar sýni stillingu og dómgreind áður en þeir leggja málið endanlega fyrir Alþingi til samþykktar. 'PtMi, fuMi! ?W en enfót <%cl túnifa, „AýuzM ISr íitáim" í Mfóim. Atfvmju CfeUm uiici cf&it „xrÐ" eictMý úula&t... ? Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.