Alþýðublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Atta þúsund manns á atvinnuleysisskrá - sfðasta virkan dag marsmánaðar sem er yflr 6% af mannafla á vinnumarkaði. Búist við að atvinnuleysi minnki eitthvað í apríl víðast hvar á landinu SÍÐASTA virkan dag marsmánaðar voru 7.989 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu. Að meðaltali voru 7.870 manns á atvinnu- leysisskrá í mars sem jafn- gildir 6,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaöi og er fjölgun um 450 manns frá febrúar. Ekki eru horfur á að verulega dragi úr atvinnu- leysi í apríl en búist við að það minnki eitthvað víðast hvar á landinu og verði 5,5 til 6% í mánuðinum. Vinnumálaskrifstofa félags- málaráðuneytisins segir að síð- ustu I2 mánuði hati um 6.070 manns að meðaltali verið at- vinnulausir eða 4,7% en árið 1993 voru um 5.600 manns að meðaltali atvinnulausir eða 4,3%. í marsmánuði vom að meðaltali 4.007 karlar skráðir atvinnulausir og 3.863 konur. Miðað við áætlaðan mannafla á vinnumarkaði jafngildir þetta 5,5% atvinnuleysi hjá körlum og 7,5% hjá konum. Það em að meðaltali um 450 fleiri atvinnu- lausir en í febrúar en l. 180 fleiri en í mars í fyrra. Versnandi ástand í mars Atvinnulausum Ijölgar í heild að meðaltali um 6% frá febrúarmánuði en hefur fjölgað um 18% frá mars í fyrra. Und- anfarin 10 ár hefur atvinnuleysi minnkað um 0,6% að meðaltali frá febrúar til mars. Atvinnu- ástandið er farið að vera mjög slæmt f marsmánuði og hefur nú aukist þrjú ár í röð frá febrú- armánuði en aukningin nú er þó hlutfallslega minni en undan- farin tvö ár. Breytingamar nú koma fyrst og fremst frarn í auknu atvinnuleysi á höfuð- borgarsvæðinu og Vestljörð- uni. Atvinnuleysi eykst þannig hlutfallslega mest á Vestljörð- urn, höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi en batnar mest á Austurlandi, en litlar breytingar eru á öðrum atvinnusvæðum. Atvinnuleysið er nú minna á Suðumesjum og á Austurlandi en í mars í fyrra. Að meðaltali er um 59% at- vinnulausra á höfuðborgar- svæðinu og 41% á landsbyggð- inni. A Norðurlandi eystra em 12% atvinnulausra að meðal- tali, 7% á Suðurlandi, 6% á Vesturlandi, 5% á Suðumesj- um, 4% á Austurlandi og á Norðurlandi vestra og 3% em á Vestíjörðum. Litlar breytinjgar á atvinnustigmu Ekki er útlit fyrir að vemlega dragi úr atvinnuleysi í apríl. At- vinnuleysi minnkar jafnan nokkuð milli mars og apríl, þegar ýmsir atvinnuhópar koma úr árstíðabundnu at- vinnuleysi. Nokkuð hefur þó dregið úr þeirri árstíðarsveiflu undanfarin ár meðal annars vegna veiðibanns í apríl en þorskveiðibannið nú er frá 11. til 25. apríl. Þá er kvótastaðan víða farin að hafa áhrif, en á móti vegur ágæt veiði sumra annarra tegunda eins og úthaf- skarfa í aprílmánuði. Ataks- verkefni em nú víða að fara í gang og ætti það að létta eitt- hvað á atvinnuleysinu einkum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem veiðibannið hefur þar minni áhrif. Búast má við þvf að atvinnu- leysi minnki eitthvað í apríl- mánuði víðast hvar á landinu og geti orðið á bilinu 5,5 til 6,0% í mánuðinum. Atvinnu- ástand gæti skánað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu, Austur- landi og Suðurlandi en ef til vill síður á Vestfjörðum, Vestur- landi, Norðurlandi vestra og Suðumesjum. Meiri óvissa ríkir um Norð- urland eystra vegna atvinnu- ástandsins á Akureyri. At- vinnulausum í lok aprílmánað- ar ætti að fækka nokkuð miðað við lok marsmánaðar. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: 86 milljona rekstrarhagnaður - varð árið 1993 miðað við 26 milljónir árið áður. í lok ársins hafði eigið fé sparisjóðsins aukist um 116 milljónir á árinu eða um 18,9% REKSTRARAFKOMA Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis var mjög góð á síð- asta ári. Rekstrarhagnaöur eftir skatta er 86 milljónir króna miðað við 26 milljónir árið áður. I lok ársins var eig- ið fé sparisjóðsins 731 milljón króna og hafði aukist um 116 milljónir á árinu eða um 18,9%. Samþykkt var að greiða stofnfjáreigendum 15% arð af stofnfjáreign sinni. Aðalfundur Sparisjóðsins var haldinn síðast liðinn föstu- dag þar sem Jón G. Tómasson stjómarformaður og Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri gerðu grein fyrir starfsemi sjóðsins og rekstri. I máli þeirra kom fram að árið 1993 var mjög hagstætt fyrir sparisjóð- inn. Heildarinnlán hans þegar verðbréfaútgáfa er meðtalin námu 7.085,6 í árslok 1993 og hækkuðu um 767 milljónir á ár- inu eða um 12,1%. Þessi aukn- ing var mun meiri en meðaltals- aukning innlána og verðbréfa- útgáfu hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum, sem var 6,7%. Hlutur sparisjóðsins af heild- arinnlánum innlánsstofnana auk verðbréfaútgáfu jókst úr 3,7% í 3,9%, en af heildarinn- lánum sparisjóða auk verð- bréfaútgáfu jókst hann úr 20,5% í 20,8%. Sparisjóðurinn er eins og áður stærsti spari- sjóður landsins. Heildarútlán sparisjóðsins vom í árslok 1993, án afskrifta- reiknings útlána, 5.655 ntilljón- ir króna og höfðu þá aukist um 467 milljónir króna eða 9%. Út- lán sparisjóðsins skiptist að jöfnu milli einstaklinga og fyr- irtækja þeirra. Sem fyrr segir var rekstrarafkoman mjög góð á árinu og vom 108 milljónir lagðar til hliðar á afskriftareikn- ing útlána til að mæta hugsan- legum skuldatöpum. Eigið fé sparisjóðsins var 731 milljón króna í árslok. Eig- infjárhlutfall sparisjóðsins sam- kvæmt nýju BlS-reglunum var 13% í árslok en var 12,1% árið áður. Sparisjóðurinn er langt yfir 8% lágmarksmörkum. Fækkun starfsfólks I árslok 1993 vom stöðugildi við sparisjóðinn um 81,7 og fækkaði þeim um 8,5 á árinu. Þessi fækkun varð í kjölfar end- urskipulagningar og hagræð- ingar á öllum afgreiðslustöðum sparisjóðsins. Fækkunin átti sér stað jafnt og þétt alll árið og fólst fyrst og fremst í því að leit- ast var við að ráða ekki nýtt fólk í stað þeirra sem hættu á árinu. Á árinu var tekin ákvörðun um að gera Sparisjóð Reykja- víkur og nágrennis að reyklaus- um vinnustað og tók þessi ákvörðun gildi 1. janúar síðast liðinn. Á aðalfundinum vom spaii- sjóðnum settar nýjar samþykkt- ir í samræmi við ný lög um við- skiptabanka og sparisjóði er tóku gildi á liðnu ári. Sam- kvæmt þeim er endunnatsverð hvers stofnljárhlutar í spari- sjóðnum miðað við sfðustu ára- mót 25.535 krónur. Hver stofn- fjáreigandi má eiga mest fimm hluti. Stofnfjáreigendur em nú 200 talsins og allir úr hópi við- skiptavina sjóðsins. Þeir eiga alls um 700 stofnfjárhluti að verðmæti um 17,4 milljónir króna. Samþykkt var að greiða stofníjáreigendum 15% arð af stofnfjáreign sinni. í ráði er að fjölga stofnfjáreigendum all- vemlega á næstunni. Stofnfjáreigendur kjósa þrjá stjómarmenn og borgarstjóm Reykjavfkur tvo. I stjórn næsta starfsár vom endurkosnir þeir Jón G. Tómasson, Hjalti G. Kristjánsson og Gunnlaugur Snædal. Borgarstjóm kaus Hildi Petersen og Sigurjón Pétursson. Hið 20 þúsund manna Samband ungra evrópusinna þingar á íslandi: Islandsdeild Sambands ungra eyrópusinna var stoftiuð í gærkvöldi ÞESSA dagana þingar hópur ungs fólks úr Sam- bandi ungra evrópusinna (JEF) á íslandi. Samband þetta telur yfir 20 þúsund manns og deildir þess eru staðsettar í 26 Evrópu- löndum. Island varð síðan í gærkvöldi 27. landið til að koma upp „útibúi“ frá Sambandinu þcgar stofn- fundur Islandsdeildar Sambands ungra evrópu- sinna var haldinn á Hótel Loftleiðum. Dágóður hópur fólks sótti fundinn. Á fundinum í gærkvöldi var stjómarkjör og heimild- ir greindu frá því áður en Alþýðublaðið fór í prentun að nær ömggt væri að Eiríkur Bergmann Einarsson stjómmála- fræðinemi yrði kjörinn for- maður deildarinnar Það er vel við hæfi því Eiríkur hefur um árabil ver- ið í ffamvarðasveit hins evrópusinnaða Sambands ungra jafnaðarmanna. Þess má geta að þing Sambands ungra evrópu- sinna hér á landi hefur yfir- skriftina „Evrópa - Banda- ríkin. Hvað aðskilur og hvað sameinar". Ungir jafnaðarmenn hér á landi höfðu fmmkvæðið að þessu þingi Sambandsins og stóðu fyrir stofnfundinum í gærkvöldi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.