Alþýðublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ uHmun Miðvikudagur 20. apríl 1994 GUÐMUNDUR ÁRNJ: í gegnum árin hefur það verið nokkrum tilviljunum háð hvemig verk hafi skipst á milli stóru sjúkrahúsanna. Oft hefur þetta helgast af lœknum sem komið hafa úr sétfrœðinámi erlendis. I kringum þá hefur þróast sértœkar deildir og þá jafnvel sambœrilegar deildir á fleiri en tveimur sjúkrahúsum. Ekki fer á milli mála að það má skipa þessum málum betur en verið hefur. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Þetta kom fram á fundi Guð- mundar Ama Stefánssonar heil- brigðisráðherra með fréttamönnum þar sem hann kynnti ákvörðun sína um verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Með þessum ákvörðunum dregur úr líkum á að dýr hátækniþjónusta sé að nauð- synjalausu byggð upp á fleirum en einum stað. Þá er um leið lagður gmnnur að markvissari uppbygg- ingu undirsérgreina og jafnframt er ákveðið hvemig standa eigi að ákvörðun um nýja starfsemi á sjúkrahúsunum. Guðmundur Ami Stefánsson sagði meðal annars á fundinum að f gegnum árin hafi það verið nokkr- um tilviljunum háð hvemig verk hafi skipst á milli stóm sjúkrahús- anna. Oft hafi þetta helgast af lækn- um sem komu úr sérfræðinámi er- lendis. I kringum þá hafi þróast sér- tækar deildir og þá jafnvel sam- bærilegar deildir á fleiri en tveimur sjúkrahúsum. Ekki fari milli mála að það megi skipa þessum málum betur en verið hefur. Bamalækningar verða framvegis að stærri hluta á Ríkisspítölum. Bamadeild verður opnuð á Borgar- spítala með legurúmum auk göngu- deildaraðstöðu. Samtímis verður lögð niður bamadeild Landakots. Með tilkomu nýs bamaspítala á Landspítalalóð skal fara fram end- urmat á sérhæfðri þjónustu við böm og samvinnu bamadeildar Borgar- spítalans og bamaspítalans. Bráðavöktum skipt Almennum bráðavöktum verður skipt jafnt milli Ríkisspítala og Borgarspítala. í geðlækningum verða 2/5 vakta á Borgarspítala en 3/5 á Ríkisspítölum. Sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu skulu auka samvinnu sín á milli, þróa sérgrein- ar og taka upp nýjungar eftir því * Guðmundur Ami Stefánsson heilbrigðisráðherra: Bamaspítalí byggður á Landspítalalóð Ráðherra hefur ákveðið starfssvið og verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu NÝR barnaspítnli sem verður miðstöð barnalækninga verður byggður á lóð Landspítala sam- kvæmt ákvörðun Guðmundar Arna Stefánssonar heilbrigðis- ráðherra og er stefnt að því að hann taki til starfa 1997. Kostn- aður við spítalann er áætlaður 600 milljónir króna og mun ríkið greiða um helming byggingar- kostnaðar. sem hagkvæmast er hverju sinni. St. Jósefsspítali í Hafnarfirði verður sérgreinasjúkrahús með lyf- lækningadeild, einkum íyrir heilsu- gæsluumdæmi Hafnarfjarðar og Garðabæjar og handlækningadeild með áherslu á valaðgerðir í almenn- um skurðlækningum, bæklunar- lækningum, háls-nef- og eyma- lækningum, kvensjúk- dómalækningum og lýtalækningum. Til bráðabirgða gilda þau ákvæði að heil- brigðisráðherra heimilar Borgarspftala og St. Jós- efsspítala, Landakoti að þróa áfram samstarf og samvinnu með fyrirhug- aða sameiningu fyrir augum. Tekur heilbrigð- is- og tryggingamála- ráðuneytið á síðari stig- um sameiningarvinn- unnar ákvörðun um ffekari nýtingu húsnæð- is St. Jósefsspítala í sam- ráði við hlutaðeigandi aðila og í samræmi við þróunina. Hagkvæmni- athugun sem taki til sjúkrahúsa á höfuðborg- arsvæðinu skai fara fram. Augndeild skal fyrst um sinn starfrækt á St. Jósefsspítala, Landa- koti, en flytjast á Land- spítala þegar aðstaða skapast þar. Langur aðdragandi áramótum 1994 er bráðavöktum skipt jafnt milli Borgarspítala og Landspítala. Þau átök sem urðu milli sjúkrahúsanna um skiptingu bráðavakta kölluðu á að gengið yrði formlega frá verkaskiptingu sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæð- inu. I því skyni var í febrúar 1993 skipuð undir stjóm heilbrigðis- og Uyggingamálaráðuneytisins sam- vinnunefnd Háskóla Islands, Land- spítala og Borgarspítala. Hlutverk nefndarinnar var að gera tillögur um samvinnu sjúkrahúsanna og verkaskiptingu. Síðar bættust full- trúar St. Jósefsspítala, Landakoti, í nefndina. Nefndin skilaði áliti og tillögum til heilbrigðisráðherra, Guðmundar Ama Stefánssonar, í lok nóvember 1993. Hefur síðan verið unnið að því að útfæra tillögur nefndarinnar og leggja gmnn að samkomulagi hlutaðeigandi stofnana um verka- skiptinguna. Var tekin sú ákvörðun að láta auglýsinguna ná jafnframt til St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, en gerður hefur verið skriflegur sam- starfssamningur milli Hafnarfjarð- arspítala og Ríkisspítala. Víðtækt samkomulag náðist í nefndinni um öll meginatriði. Guð- mundur Ámi Stefánsson heilbrigð- isráðherra byggir ákvörðun sína um verkaskiptingu á niðurstöðu nefnd- arinnar. Ákvörðun heilbrigð- isráðherra að ákveða með auglýsingu verka- skiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu á sér langan aðdraganda. Þegar á sjöunda ára- tugnum urðu umtals- verðar umræður um verkaskiptingu sjúkra- húsa án þess að ákvörð- un væri tekin. Um miðj- an áttunda áratuginn skipaði þáverandi heil- brigðisráðherra sam- vinnunefnd sjúkrahúsa er meðal annars var ætl- að að gera tillögur um flokkun sjúkrahúsa og verkaskiptingu. Tillögur nefndarinnar leiddu ekki til fiess að niðurstaða fengist. Með lögum var síðan sett á stofn Sam- starfsráð sjúkrahúsa árið 1990 sem í eiga sæti fulltrúar sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins. Fljótlega varð þó ljóst að ráðið væri ekki heppi- legur vettvangur fyrir tillögugerð um verka- skiptingu. Stjómaði ráðuneytið viðræðum milli Borgarspítala og St. Jósefsspítala um sameiningu þessara tveggja stofnana og lágu niðurstöður af þeim við- ræðum fyrir 1991. Við fjárlagagerðina fyrir árið 1992 var ákveðið að fækka bráða- sjúkrahúsum í Reykja- vík úr þremur í tvö. Vom bráðavaktir fluttar frá Landakoti á Borgar- spítala. Rökin vom þrengri staða ríkissjóðs og rík þörf á að hagræða í rekstri sjúkrahúsa. Á árinu 1993 átti sér síðan stað nokkur tilfærsla á vöktum frá Borgarspít- ala til Landspítala og frá imxmM New York Stock Iixchange á okkar heiniavclli NY SYN FYRIR ÍSLENSKA FJÁRFESTA Vertu á heimavelli en fjárfestu í erlendum verðbréfasjóðum Fjárfestingarfélagið Skandia hefur bent á nýja möguleika fyrir íslenska fjárfesta °g tryggt þeim aðgang að alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Viðskiptavinir Skandia eiga þess nú kost að kaupa hlut í erlendum verð- bréfasjóðum sem fjárfesta um allan heim. Skandia er fjölþjóðlegt fyrirtæki með umtalsverða reynslu á alþjóðlegum peningamarkaði. Nýttu þér þekkingu og faglega ráðgjöf starfsfólks Skandia við val á erlendum verðbréfasj óðum. Nú gefst einnig tækifæri til að kaupa ein- stök hlutabréf í arðbærum, erlendum fyrirtækjum með litlum tilkostnaði. Erlendar fjárfestingar eru eðlileg viðbót við umsýslu íslenskra fjárfesta. Kynntu þér möguleikana sembjóðast! Mm Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf. ...greiðir götu þína á alþjóðlegum verðbréfainarkaði Löggilt verðbréfafyrirtæki • Laugavegi 170, sími 61 97 00 • Útibú: Kringlunni, sími 68 97 00 • Akureyri, sími 1 22 22 • Fjárfestingarfélagið Skandia hf. er alfarið í eigu Skandia-samsteypunnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.