Alþýðublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. apríl 1994 AFKOMA ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Góð tíðíndí fyrir íslenskan iðnað: Afkoma Jámblendifélagsins batnaði um 712 milljónir - á milli áranna 1992 og 1993. Framleiðslan jókst uni 15 þúsund tonn í fyrra og hagnaður nam 146 milljónum króna. Þetta eru algjör umskiptí eftir taprekstur og skuldasöfnun síðustu ára Afkoma, míkr. ' Söluverð, Nkr. pr. tn. co O: Menska jámblendifélagið: Söluverð og afkoma árin 1984 til 1993 HAGNAÐUR af rekstri íslenska járnblendifélagsins á síðasta ári var 146 millj- ónir króna en árið áður var tap á rekstrinum sem nam 567 milljónum. Afkontan hefur því batnað um 712 milljónir króna á einu ári og snúist til hins betra eftir þrjú erfið ár. Rekstrargjöld lækkuðu um nærri 1% en framleiðslan jókst um 15 þúsund tonn. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu doktors Stefáns Olafssonar stjómarformanns Jámblendifélagsins á aðal- fundi þess á dögunum. Hér er um mikil umskipti að ræða í rekstrinum því árin 1990 til 1992 einkenndust af miklum taprekstri og skuldasöfnun. Rekstrartekjur á síðasta ári vom 2.581 milljón króna sem er um 41% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöld vom 2.192 milljónir og höfðu þau lækk- að um nærri 1% frá árinu 1992 þrátt fyrir hátt í 30% aukningu á framleiðslumagni milli áranna, en það er um 15 þúsund tonna aukning. Fjár- magnsgjöld, einkum vaxta- gjöld, vom áfram mikil, eða um 154 milljónir króna og af- skriftirnámu 155 milljónum. Hagnaður af reglulegri starfsemi varð 234 milljónir. Frá því dragast síðan sérstak- ar greiðslur til ELKEM fyrir heimildir til að selja afurðir umfram samningsbundið magn samkvæmt markaðs- samningi fyrirtækjanna, alls tæpar 59 milljónir króna. Það gerði fyrirtækinu hins vegar kleift að fullnýta því sem næst framleiðslugetu verksmiðj- unnar. Auk þess vom afskrif- aðar tapaðar kröfur og eignar- hlutar í öðmm fyrirtækjum nær 30 milljónir. Heildarskuldir fyrirtækis- ins í árslok vom um 2.175 milljónir króna og vom lang- tímaskuldir þar af 1.473 millj- ónir. Skuldimar höfðu lækk- að um nærri 288 milljónir króna frá fyrra ári. Eiginfjár- hlutfall félagsins var komið niður í 20% í lok 1992 en hafði hækkað í 36,9% í árslok 1993. Inn í þær tölur kemur aukið hlutafé eigenda, um 389 milljónir, sem greitt var í nóvember í fyrra. „Að öllu samanlögðu er því óhætt að segja, að mjög ánægjuleg umskipti hafi orðið í afkomu Islenska jámblendi- félagsins á árinu 1993. Þótt starfsemin skili nú hagnaði er enn of snemmt að fullyrða að kreppan sé að baki, þar eð skuldabyrði er mikil og fyrir- tækið nýtur tímabundins af- sláttar af orkuverði, sam- kvæmt sérstökum samningi við Landsvirkjun. Auk þess er það skjól sem atvinnugreinin býr nú við á mörkuðum í Am- eríku og Evrópu einungis tímabundið og allnokkurri óvissu háð,“ sagði Stefán Ol- afsson. Lækkun kostnaðar Veigamestu þættimir í urn- skiplum í reksui eru árangurs- rík framkvæmd endurreisnar- áætlunar, bætt nýting á fram- leiðslugetu og batnandi ytri skilyrði. Endurreisnaráætlunin fól í sér hagræðingu á öllum svið- um rekstrarins, meðal annars með samningum við við- skiptavini um lækkun kostn- aðar við aðfóng hvers konar, fækkun starfsliðs um 20%, skuldbreytingu og aukningu hlutafjár. Lækkun kostnaðar við hráefni og annað skilaði um 150 milljónum króna í spamaði, sérstakur samningur við Landsvirkjun fól í sér spamað við orkukaup sem nam rúmum 130 milljónum og fækkun starfsliðs ásamt með kauplækkunum og fríð- indamissi sparaði um 90 milljónir. Alls er spamaður- inn því um 370 milljónir og lætur nærri að heildarlækkun framleiðslukostnaðar á hvert tonn sé um 20%. Að stómm hluta er þessi kostnaðarlækk- un varanleg, en raforkuverð mun hækka með hækkandi verði afurðanna samkvæmt sérstökum samningi við Landsvirkjun. Aukning á framleiðni Þrátt fyrir mikla fækkun vinnuafls tókst að halda full- um afköstum, í reynd um 94% af metframleiðslu verk- smiðjunnar á einu ári. Það sýnir glögglega hversu mikil aukning varð á framleiðni vinnuaflsins á árinu. Segja má að margt hafi lagst á eitt til að gera þessa framleiðniaukn- ingu vinnuaflsins mögulega, en mestu skiptir þó líklega hið tæknilega þróunarstarf sem unnið var í verksmiðjunni frá 1984 og elja og velvilji starfs- liðsins við framkvæmd end- urreisnaráætlunarinnar og reksturinn eftir að fimmtung- ur starfsliðs hafði látið af störfum. Bætt nýting framleiðslu- getunnar byggði á því að vel tókst til með tæknilega rekst- urinn þrátt fyrir nokkur tækni- leg vandamál fyrri hluta árs- ins. Sérstakt samkomulag var gert við ELKEM um kuup á umframsölurétti afurða. Fyrir það greiddi Jámblendifélagið tæpar 60 milljónir sem reynd- ist hagkvæmt vegna þeirra lækkunar á framleiðslukostn- aði sem fylgir betri nýtingu lramleiðslugetunnar. Betri ytri skilyrði Betri ytri skilyrði má rekja til vemdaraðgerða í Banda- ríkjunum og Evrópu, sem einkum beindust gegn fram- leiðendum í Sovétríkjunum fyrrverandi, Kína og Suður- Ameríku. Lagðir vom á þessa aðila undirboðstollar allt að 100% þar eð sannað þótti að þeir byðu vöm sína á óeðli- lega lágu verði. Þessi aðgerð átti í fyrstu einnig að bitna á Jámblendifélaginu því á vör- ur fyrirtækisins var lagður 6,8% tollur af Evrópusam- bandinu í desember 1993 en hann féll síðar niður þegar ís- land gerðist aðili að EES 1. janúar 1994. Verðhækkunaráhrif vemd- araðgerðanna komu fyrst fram í Bandaríkjunum, en í Evrópu gætti þeirra að marki undir lok ársins í fyira. A heildina litið varð verðhækk- unin á árinu þó frekar lítil. Af- urðaverð sem skilaði sér til fé- lagsins varð að jafnaði um fjögur þúsund norskar krónur á tonn en það er lægra raun- verð en fengist hefur frá því fyrirtækið tók til starfa að kreppuárunum 1991 og 1992 undanskildum. Það er því ljóst að verðhækkun afurð- anna á hlutfallslega lítinn þátt í bættri afkomu fyrirtækisins, en á þessu ári mun fyrirtækið hins vegar að öllum líkindum njóta umtalsverðs bata af þessum vemdaraðgerðum. Óleystur vandi Á heildina litið er sá vandi sem fyrir var í kísiljámfram- leiðslu í heiminum enn að mesti óleystur. Eftir að fram- leiðendur í Sovétríkjunum fyrrverandi og Kína juku sölu sína á vestrænum mörkuðum svo um munaði féll verð af- urðanna gífurlega ffá og ineð 1990. Ekki er við því að búast að þessir aðilar láti af sókn sinni á þessum mörkuðum með miklu framboði af kfsil- jámi á lágu verði þó vemdar- aðgerðir geri þeim ertiðara fyrir nú um sinn. Utflutningur þeirra á kísiljámi og skyldum afurðum hlýtur þó í framtfð- inni að verða háður þróun markaðsvæðingar og hag- vexti heima fyrir. Á meðan ekki má búast við minnkandi framboði ffá Ukraínu, Khaz- akstan, Rússlandi og Kína, má segja að ríflega 10 kísil- jámverksmiðjum sé ofaukið á vestrænum mörkuðum, að mati markaðsmanna. Víðast em framleiðendur því neyddir lil að búa við verulega skerta nýtingu á framleiðslugetu sinni, allt niður í 50-70%. Þrátt fyrir það er enn að bæt- ast við ný framleiðslugeta í Suður- Áffíku, Venezuela, Bhutan og Iran. Búist er við afar litlum vexti í stálframleiðslu á heimsmarkaði sem er helsta notkunarsvið kísiljáms. Framleiðendur kísiljáms verða þvf að búa sig undir áframhaldandi eríiðleika enda dregst notkun kísiljáms við stálframleiðslu frekar saman. Orkuverðið ræður Orkuverð ræður víðast miklu um arðsemi kísiljám- framleiðslu. Samkvæmt ný- legu mati á orkukostnaði til kísiljámframleiðenda er með- alverð í Bandaríkjunum um 24 US mill, í Noregi er verð afar breytilegt en að jafnaði talið vera nærri 11 mill, í Brasilíu nærri 29 mill og í Sovétríkjunum fyrrverandi er það talið vera innan við 1 mill. Hér á landi er verðið nærri 11 rrúll samkvæmt gildandi samningi við Landsvirkjun, en með sérstöku samkomu- lagi, meðal annars um teng- ingu orkuverðs og markaðs- verðs fyrir kísiljám, lækkaði verðið í um 8 mill á árinu 1993. Orkuverðið fór hækk- andi undir lok ársins og áfram er búist við hækkun orku- verðs til Jámblendifélagsins á jressu ári. Almennt er frekar reiknað með að orkuverð fari áfram hækkandi á Vestur- löndum. Skilyrði fyrir kísiljámfram- leiðslu á íslandi ráðast fyrst og fremst af því hversu hag- stætt verð er á orkunni hér- lendis, hversu umhverfsivæn orkuframleiðslan er og hversu vel tekst til með skipulag og stjómun verksmiðjunnar. Einn stærsti ókosturinn við staðsetningu slíkrar fram- leiðslu hér á landi er fjarlægð ffá mörkuðum, bæði fyrir nauðsynleg aðföng og fýrir seljanlegar afurðir og þar af leiðandi verður flutnings- kostnaður hlutfallslega mikill. Hagkvæmni í orkuframleiðsl- unni þarf að geta yfirunnið óhagræðið af flutningskostn- aðinum. Til að bæta samkeppnis- hæfni enn lfekar og tryggja framtíð kísiljámframleiðsl- unnar á íslandi er því ljóst að stjórnendur og starfslið allt verða sífellt að beita ftmstu hagkvæmni og útsjónarsemi í rekstrinum. Árangurinn sem nú er að koma í ljós er ótví- rætt merki þess að starfsliðið allt á Grundartanga er vand- anurn vaxið, sagði Stefán Ól- afsson í ræðu sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.