Alþýðublaðið - 04.05.1994, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 04.05.1994, Qupperneq 1
Miðvikudagur 4. maí 1994 66.TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk ÞREFALDUR 1. vinningur MMDIimiBIII Formaður BSRB sakar Stöð 2 og DV um pðUMain klíkuskapíráðniugumjlinnaniiíiogtréttafluöiiiigi: , jónarhom einnar klíku, einnar fjolskyldu4 4 ElíiiIIirst,íÍTéttastjóriStöð\ar2,fliugarmáls('>knáhciKliu- Ogmundi Jómis'ivni, formanni liSRB. GuðmundurMagnússon, fréttastjóri DV:, ,Þetta eru einhverjir órar í manninum4 ‘ ÖGMUNDUR JÓNASSON: Ummceli hans um ráðningu fréttastjóra á Stöð 2 og DV hafa vakið hörð viðbrögð Elínar Hirst, fréttastjóra Stöðvar 2, og Guðmundur Magnússon, fréttastjóri D V, segist ekki vita h vert Ögmundur sé að fara með þessum ummœlum sínum. Morgunblaðsritstjórarnir fengu einnig á baukinn hjá Ögmundi í l.maí-rœðu hans. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „FJÖLMIÐLAHEIM- URINN á íslandi er ekki að stækka eða verða víðsýnni. Hann er að minnka. Ög ég fullyrði að meginstoðir lýð- ræðisins eru í hættu vegna skoðanaeinokunar. Frétta- flutningur og skoðanaskipti þrengjast sífellt og ég vara við því þröngsýna pólitíska sjónarhorni sem allir stærstu fjölmiðlar landsins skoða umhverflð frá.“ Þessi orð lét Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, falla í 1. maí-ræðu sinni er hann veittist harkalega að ís- lenskum fjölmiðlum, eink- um DV og Stöð 2 fyrir pólit- ískan kfíkuskap við ráðn- ingu yfirmanna og frétta- flutning sem Ögmundur nefndi „sama gamla sjónar- hornið, sjónarhorn eins flokks, einnar klíku, einnar fjölskyldu.“ Fréttastjóri Stöðvar 2 mun fara fram á opinbera afsökunarbeiðni frá formanni BSRB og íhugar málsókn ef Ög- mundur Jónasson biðst ekki afsökunar á ummæl- um sínum í garð Stöðvar 2. Ritstjórar Morgunblaðsins fengu einnig sinn skammt frá Ögmundi sem hann sakaði um að senda atvinnulausu fólki hrokafullu kveðju í for- ystugrein á baráttudegi verka- lýðsins: „Við vitum líka hvar tals- menn mismunar og misréttis er að finna. Þeir sitja til dæm- is á ritstjórastóli Morgun- blaðsins og skrifa leiðara ein- sog þann sem birtist í dag á degi verkalýðsins," sagði Ög- mundur í ræðu sinni. Hann vitnaði í leiðara Morgunblaðsins þar sem því var haldið fram að búast megi við að meirihluti þjóðarinnar vilji fremur sætta sig við eitt- hvert atvinnuleysi heldur en að kalla yfir sig nýtt óðaverð- bólgutímabil. „Svona tala Thatcher, Hay- ek, Hólmsteinn og Friedman og hvað þeir nú allir heita og svona skrifar Morgunblaðið á degi verkalýðsins. En vitið þið að mánaðarlaun þess ntanns sem sendir þessa hrokafullu kveðju til atvinnu- lauss fólks á Islandi eru á við 15 verkamannalaun?" í ádrepu sinni á Stöð 2 og DV sagði Ögmundur meðal annars: „Og þegar þeir ráða frétta- stjóra og aðra stjóra á fjöl- miðlana, nú síðast á Stöð 2 og DV þá er dyggilega haldið við prinsippið um ár fjölskyld- unnar, ár klíkunnar, ár einka- vinanna. Sama gamla sjónar- homið, sjónarhom eins flokks, einnar klíku, einnar fjölskyldu." Guðmundur Magnússon, nýráðinn fréttastjóri, DV sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að hann vildi ekki ann- að um þetta mál segja en að hann vissi ekki hvert Ög- mundur væri að fara með þessum ummælum sínum. „- Þetta em einhverjir órar í manninum," sagði Guðmund- ur. Elín Hirst fféttastjóri Stöðvar 2 sagði í samtali við Alþýðublaðið að hún hefði tjáð formanni BSRB óánægju sína með ummæli hans í ræð- unni: „Þettaeru dylcjur og ekkert annað. Eg bað Ógmund um að rökstyðja ummæli sín en lítið fór fyrir þeim rökstuðn- ingi. Ég hef haft samband við lögfræðing íslenska útvarps- félagsins þar sem ég tel að vegið sé að mannorði mínu sem fréttamanns. í fyrstu mun ég fara fram á opinberri af- sökunarbeiðni frá fonnanni BSRB. Verði hann ekki við þeirri beiðni mun ég íhuga málsókn á hendur Ögmundi Jónassyni fyrir meiðyrði,“ sagði Elín Hirst fréttastjóri Stöðvar 2 í samtali við AI- þýðublaðið. Aðstoð við skipaiðnaðinn: TÓriLflMlP 0UL flSKPlfT1TRPÖÐ tlflSlkÓLflbf Ól fimmtudaginn 5.maí, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Valery Wyanskíj c ! f nISSKR Wolfgang Amadeus Mozart: A\ Sinfónía nr. 40 í g rab Johannes Brahrrís: Sinfónía nr. 2 í D dúr 11 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS sí™ Hljómsveit allra íslendinga 622255 SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA og iðnaðarráðherra hafa náð fram aðgerðum til að örva skipaiðnað innanlands. Fiskveiðisjóður mun veita hærri lán til meiriháttar við- gerða og endurbóta á fískiskipum ef verkið er framkvæmt hér innan- lands og lánstími verður lengdur. Iðnlánasjóður mun bjóða lán til endurbóta og viðhaldsverkefna í skipaiðnaði sem getur numið allt að 20% af samningsupphæð. Á fundi ríkisstjómarinnar 1. febrú- ar var ákveðið að ráðuneyti iðnaðar- og sjávarútvegs hæfu sameiginlegar viðræður við Fiskveiðisjóð og Iðn- lánasjóð í því skyni að finna leiðir til þess að örva skipaviðgerðir innan- lands. I framhaldi af viðræðunt sent sjáv- arútvegsráðherra og iðnaðarráðherra áttu með fulltrúum sjóðanna um lána- fyrirgreiðslu til skipaviðgerða innan- lands fékkst niðurstaða frá sjóðunum. Stjóm Fiskveiðisjóðs hefur sam- þykkt að gera eftirfarandi breytingar á reglum sínum um lán til meiriháttar viðgerða og endurbóta á fiskiskipum: Áður en lán er veitt til slíkra verk- efna erlendis skal gengið úr skugga um að leitað hafi verið innlendra til- boða í verkið. Lánshlutfall til slíkra verkefna inn- anlands skal hækkað úr 65% í 70%. Vegna verkefna erlendis verður láns- hlutfall áfram 65%. Þegar um er að ræða lán til inn- lendra verkefna af þessu tagi lengist p! Sjávarútvegsráðherra og iðnadarráð- lierra liafa náð fram aðgerðum til að örva skipaiðnað innanlands. Alþýðublaðsmyndir/Einar Ólason lánstími um tvö ár og lánin verða af- borgunarlaus fyrstu tvö árin. Sjávarútvegsráðherra hefur gefið nauðsynlega reglugerðarbreytingu vegna lánshlutfallsins. Iðnlánasjóður hefur ákveðið að bjóða lán vegna innlendra endurbóta- og viðhaldsverkefna í skipaiðnaði úr útflutningslánasjóði sem geti numið allt að 20% af samningsupphæð gegn viðhlítandi tryggingum. Milljónasektir vegna tafa á bílastæðum? í BYGGINGARNEFND Reykjavíkur hefur kom- ið fram tillaga um að nefndin samþykki að láta sekta eigendur bflastæðakjallara að Hafnarstræti 7 um þrjár og hálfa milljón króna. Flutningsmaður tillög- unnar er Gunnar H. Gunnarsson og hann segir að enn sé ekki búið að klára kjallnrann rúmum áratug- um eftir að húsið var tekið í notkun. Gunnar leggur jafnframt til að eigendur bflastæða- kjallarans verði beittir dagsektum ef kjallarinn verði ekki kominn í rétta notkun 1. júlí næst komandi. Dags- ektimar skuli nema fintm þúsund krónum á dag. Gunn- ar H. Gunnarsson segir að meirihluti byggingamefndar hafi verið áhugalaus um að fylgst væri með því að bfla- geymslur sem sýndar væm á samþykktum teikningum væm ekki teknar til annarra nota. -Sjáblaðsíðu3. fslensku hluthafamir í fslenskít saltfélagjmi hf.: Björgunaraðgerðir ekki ftillreyndar „SKOÐUN okkar er sú, að ekki hafi verið full- reynt hvort bjarga mætti fyrirtækinu á greiðslu- stöðvunartímabilinu. Þess vegna viljum við leggja áherslu á að þessi ákvörðun um gjaldþrot sé á ábyrgð fulltrúa AKZO í stjórn fyrirtækisins og áskiljum okkur allan rétt til að gera þá ábyrga fyrir öllu tjóni sem þetta kann að valda." Þannig hljóðar niðurlag bókunar fulltrúa íslensku hluthafanna í Islenska saltfélaginu hf. við stjómarsam- þykkt félagsins að setja félagið í gjaldþrot. Fram- kvæmdastjóri Islenska saltfélagsins og fúlltrúar minni- hlutaeigenda telja það hafa verið ranga ákvörðun að knýja fram gjaldþrot félagsins. - Sjá blaðsíðu 4.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.