Alþýðublaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 2
2 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ flhlllllllflllll HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Jepparónar og vélsleðavillimenn Alþýðublaðið greinir frá því í frétt í dag að helstu náttúru- perlur landsins eins og Landmannalaugar, Þórsmörk og Snæ- fellsskáli séu að breytast í svínastíur og heimkynni ofurölvi ökuþóra á jeppum og vélsleðum. Það er einkum á helgum sem svonefndir villimenn heimsækja unaðsreiti á hálendinu og breyta þeim í vígvöll svallveislna. Þetta ástand hefur við- gengist furðulengi án íhlutunar löggæslumanna. Afskiptaleysi löggæslunnar og vegalengdir frá byggðum er einmitt ein meginástæða þess að dauðadrukknir ökuþórar hafa litið á hálendið sem svæði utan réttar og laga. Hið villta vestur hálendisins er orðið athvarf vélsleðavillimanna og jepparóna sem njóta þess að fá útrás fyrir lægstu eðlishvatir sínar í skjóli óbyggðanna. Því miður eru þessir menn og konur ekki ein um að gista há- lendið. Innlendir ferðalangar jafnt sem erlendir sækja hálend- ið heim og verða illilega fyrir barðinu á hálendishyskinu sem eirir engu og veður ofurölvi yfir holt og hæðir á drynjandi tor- færutröllum og vélsleðum eða heldur nætursvall með tilheyr- andi barsmíðum og öskrum fram á morgun. Jepparónamir og vélsleðavillimennimir em ekki sú land- kynning sem ísland þarfnast. Þeir em heldur ekki sá félags- skapur sem heiðvirða ferðalanga fýsir í. Hálendishyskið telur sig utan við lagaramma þegar það er komið í óbyggðir. Að það sé sjálfsagt að þeysa dauðadmkkinn um á snjóbreiðum hálendisins, oftast í villtum kappakstri. Hálendishyskið telur sig hafið yfir almenna mannasiði og umgengisreglur. Að það sé ekkert sjálfsagðara en að skilja eftir umbúðir, saur, matar- leifar og viðlegubúnað líkt og hráviðri. Forráðamenn ferðafélaga hafa talið ástæðu til þess að fara í sérstakar hreinsunarferðir á hálendið í sumarbyijun til að taka til eftir jeppaskrílinn og vélsleðapakkið áður en heiðvirðir ferðalangar leggja land undir fót og gista náttúruperlur lands- ins. Það er löngu tímabært að einhver löggæsla fylgist með hinu villta vestri hálendisins. Gilda ekki almenn lög á hálendi ís- lands? Er ekki jafn refsivert að aka um dauðadmkkinn utan vega sem á vegum? Og njóta venjulegir ferðalangar engrar lagavemdunar í sæluhúsum eða öðmm mannabústöðum á há- lendinu fyrir ofstopalýð sem heldur fyrir fólki vöku um nætur og jafnvel ógnar ferðalöngum með ofbeldi og misþyrming- um? Eins og fram kemur í frétt Alþýðublaðsins hefur aukin gæsla við ákveðin svæði leitt af sér mun betri umgengni. Hálendis- hyskið forðast þá staði sem gæsla er á eins og heitan eldinn. Hyskið er nefnilega ekki að sækjast eftir náttúmfegurð eða heilbrigðri útivem heldur því einu að gæla við lægstu frum- hvatir sínar. Löggæslan, björgunarsveitimar og félagasamtök jeppaeig- enda og vélsleðamanna eiga hér mikið verkefni fyrir höndum. Ekki verður öðm trúað en að það sé sameiginlegt kappsmál þessara aðila og allra ferðalanga að stórminnka slys og mannsdráp á hálendinu vegna ofurölvunar og gáleysislegs aksturs. Það hlýtur einnig að vera markmið allra ferðafélaga og ferðalanga að tryggja mannlegt og heilbrigt samneyti ferðamanna á hálendinu jafnt sem annars staðar. Við viljum sækja ísland heim í friði og spekt og með mann- legri reisn. Þess vegna er það aðkallandi að útrýma ofstopa, frekju og fylleríi jepparónanna og vélsleðavillimannanna. KOSNINGAR Fimmtudagur 5. maí 1994 ROKSTOLAR Hitastígíð hækkar í borgarstjómarkosnir^unum: NaMeynd með lögum Við teljum sigurlíkur aukast ef mótframboðin verða gerð nafinlaus með öllu, segir talsmaður Sjálfstieðisllokksins í höfuðstaðnum Meirihluti sjálfstæðis- manna í Reykjavík náði miklum áfangasigri er þeim tókst að sannfæra yfirkjörstjóm í Reykja- vík um það væri bannað að nota nafn Reykja- víkurlistans á kjörseðl- inum. Nú beijast sjálf- stæðismenn fyrir því að öll mótframboð verði gerð nafnlaus með lög- um. Tíðindamaður Rök- stóla tók einn af tals- mönnum Sjálfstæðis- flokksins tali vegna þessarar óvæntu at- burðarásar. Aróður og hefð - Lítið þið á dóm yfir- kjörstjómar sem sigur? - Já, óneitanlega mik- inn sigur. Það hefði ver- ið skelfilegt ef nafn Reykjavíkurlistans hefði staðið efst á kjörseðlin- um? - Hvers vegna? - Það hefði verið áróður á kjörstað. Það verður að fylgja lögun- um. - En stendur ekki nafn Sjálfstæðisflokks- ins efst á kjörseðlinum? - Það er allt annað. Það er hefð, svaraði tals- maður Sjálfstæðis- flokksins. Reykja- víkurlisti á kjörseðli og í auglýsingum - En mér skilst að R- Iistinn megi kalla sig Reykjavíkurlista á aug- lýsingum? - Já, það var eins og okkar maður í yfirkjör- stjórn.. .fyrirgefðu, for- maður yfirkjörstjómar sagði strax: Að yfirkjör- stjóm hefði ekki vald til að íjalla um heimild R- listamanna að nota Reykjavíkurlistanafnið opinberlega. - Þannig að þeir mega nota nafnið opinber- lega? - Já, því miður. Það hefði verið best að út- rýma nafninu alveg. Þá hefðu framboðsflokkar R-listans þurft að nota flokkanöfnin sín. - Og hvað hefði gerst þá? - Þá hefðu allir haldið að hver flokkur hefði boðið fram fyrir sig og borgarbúar mglast alveg í ríminu og kosið D-list- ann, sagði talsmaður sjálfstæðismanna glott- andi. Lög- fræðinga- þing Sjálf- stæðis- flokksins - Hvað gerist næst? - Næst gerist það að við munum einbeita okkur að fá nafnið Reykjavíkurlistinn gert útlægt úr öllum auglýs- ingum og opinberri um- ræðu, sagði talsmaður Sjálfstæðisflokksins ákafur. - Og hvemig ætlið þið að haga þeirri bar- áttu? - Fyrst og fremst með því að kalla saman sér- stakt lögfræðingaþing Sjálfstæðisflokksins til að finna lagalegan flöt á því að banna nafn Reykjavíkurlistans. - Hvað eru margir lögfræðingar í Sjálf- stæðisflokknum? - Mér skilst að það séu á bilinu 20 til 25 þúsund lögfræðingar í flokknum ef handmkk- aramir em taldir með. - Það ætti því ekki að vera erfitt að kalla sam- an sérstakt löggjafarþing flokksins? - Nei, nei, ég vona bara að Alþingi hafi lok- ið störfum svo aðallög- fræðingamir nái að taka þátt í þessum ráðagerð- um okkar. - En telurðu að það sé lagalegur flötur á því að banna nafn Reykja- víkurlistans? - Hvað heldur þú að löggjöf sé eiginlega? Löggjöfin almennt er lagalegur rammi sem ákveður hvað má og hvað má ekki. Ramminn er síðan beygður og teygður í túlkun af sér- staklega háskólamennt- uðum mönnum og kon- um svo hann passi hverju sinni fyrir þá túlkun sem við á, svar- aði talsmaðurinn hneykslaður. Réttingar- menn lög- gjafans Þar sem við vorum nú komnir út í hálærðar júr- ídískar umræður, var auðvitað engin leið að hætta. - Sjáðu til, sagði tals- maðurinn. Lögfræðingar eru ekki annað en rétt- ingarmenn. Eins og bíla- réttingarmenn rétta stell- ið eftir árekstur, rétta lögfræðingar Iögin eftir túlkun. Maður fær alltaf straumlínulagaðan bíl eftir réttingu. Eins fær maður alltaf straumlínu- löguð lög eftir túlkun lögfræðinga. Þeir einir skilja lögin sem beygja þau. Þess vegna er nauðsynlegt að allir þingmenn séu lögfræð- ingar. Það er afleitt að hafa menn og konur á þingi sem ekki eru lög- fræðimenntuð. Þau kunna ekki að setja lög þannig að auðveldlega megi beygja þau, rétta þau af og túlka. Þetta er eins og að framleiða leir sem ekki er hægt að hnoða og forma. Slíkur leir myndi ekki seljast lengi. - Nema sem sement, sagði undirritaður til að segja eitthvað gáfulegt. Sollusveitin Talið barst aftur að Reykjavíkurlistanum. - Af hverju fer nafnið Reykjavíkurlistinn svona í taugamar á ykk- ur? - Nafnið fer ekkert í taugamar á okkur. Það er fyrst og fremst fram- boðið sem fer í fínu taugamar á okkur. Hvemig heldur þú að það sé að liggja undir í skoðanakönnunum í hvert einasta sinn frá degi til dags? - Hvað keinur það nafninu við? - Jú, það er auðveld- ast að útrýma bara nafn- inu. Þegar maður er laus við nafnið er maður laus við framboðið. Ef þeir neyðast til að skipta um nafn tveimur dögum fyrir kosningar og verða að kalla sig Sameining- arframboðið eða Sollu- sveitin, þá kýs þá eng- inn. -Nú? - Vegna þess að þá halda allir að þetta sé eitthvað nýtt framboð og enginn nennir að gefa því gaum. Allir setja x við D! sagði tals- maðurinn glaðhlakka- legur. Dæmið gæti snúist við - En hvað ef spilið snýst nú í höndunum á ykkur? spurði ég. - Hvað áttu við? spurði talsmaðurinn og það brá fyrir ótta í aug- um hans. - Til dæmis ef Reykj- avíkurlistinn kærir nafn Sjálfstæðisflokksins og segir það ekki vera al- vöm stjómmálaflokk heldur mismunandi hagsmunasamtök undir einni stjórnmálaregnhlíf. Segjum svo að sú túlkun verði viðurkennd og Reykjavíkurlistinn fari fram á að nafn Sjálf- stæðisflokksins verði strikað út af öllum kjör- seðlum og öllum aug- lýsingum og bara alls staðar? sagði ég. - Það mun okkar maður í yfirkjör- stjórn.. .fyrirgefðu for- maður yfirkjörstjómar aldrei samþykkja, sagði talsmaðurinn ákafur. - En segjum að þetta gerðist? - Jaaa.. .þá yrðum við að skipta um nafn, það er alveg ljóst. Við sjálf- stæðismenn höfum alltaf verið því fylgjandi að leikreglum sé fylgt og munum ekki hika við að leiðrétta okkar eigin mistök ef þau verða túlkuð svo af yfirvöld- um, sagði talsmaðurinn hátíðlega og rétti úr bak- inu. - Hvað mynduð þið þá kalla flokkinn? spurði ég. - Ég er ekki reiðubú- inn að svara þeirri spurningu á þessari stundu, svaraði talsmað- urinn. - Hvað með Þursa- flokkinn? spurði ég sak- leysislega. Talsmaðurinn svaraði með því að snúast á hæli og skundaði á brott.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.