Alþýðublaðið - 05.05.1994, Síða 3

Alþýðublaðið - 05.05.1994, Síða 3
Fimmtudagur 5. maí 1994 FRÉTTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 (a) S Ríthöfundasamband Islands: Logar í deílum Þráinn Bertelsson formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Hjörtur Pálsson og Ingibjörg Haraldsdóttir berjast um formannsstöðuna. Bullandi óánægja með úthlutun úr Launasjóði rithöfunda RITHÖFUNDASAM- BAND Islands logar í deilum eftir síðustu út- hlutun úr Launasjóði rit- höfunda. Deilurnar hafa haft mikil áhrif á fram- boð tU stjórnar Rithöf- undasambandsins til næstu tveggja ára á aðal- fundi sambandsins sem haldinn verður 28. maí næstkomandi. Þráinn Bertelsson núverandi formaður Rithöfunda- sambandsins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér en þess í stað bjóða bæði Ingibjörg Haralds- dóttir og Hjörtur Pálsson sig fram til formanns. Þá hefur Sveinbjörn Bald- vinsson núverandi vara- formaður ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur en þrír aðrir bjóða sig fram til varaformanns: Hilmar Jónsson, Krist- ján Jóhann Jónsson og Ólafur Haukur Símon- arson. Fjöldi félaga er afar óánægður með síðustu út- hlutun úr Launasjóði rit- höfunda og krefst skýrari reglna við ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum. Ut- hlutanir undanfarinna ára hafa verið mjög til um- ræðna og deilna í Rithöf- undasambandinu og var meginástæða þess að fé- lagsmenn stokkuðu upp í stjóm sambandsins á síð- asta aðalfundi en þá var Þráinn Bertelsson kosinn formaður. Jafnframt var valin ný úthlutunarstjóm Launasjóðs; Ingvar Gísla- son formaður, Silja Aðal- steinsdóttir og Guðrún Nordal. Deilt hefur verið mjög á að ekki gætti breiddar við úthlutun og sömu rithöfundar sætu nær einráðir að fjármunum sjóðsins. Uthlutun nýju stjómar- innar í ár þótti hins vegar ekki víkja mikið frá úthlut- unum fyrri ára og hefur nú valið miklum úlfaþyt með- al félaga Rithöfundasam- bandsins. Hámarki náðu deilurnar er Steinunn Jó- hannesdóttir kærði úthlut- unamefnd Launasjóðs rit- höfunda til Kærunefndar jafnréttismála á þeim for- sendum að allir leikrita- höfundar sem fengu verk sín sett á svið stóm stofn- analeikhúsanna á líðandi leikári nema hún. Þráinn Bertelsson for- maður Rithöfundasam- bandsins skrifaði stjóm sambandsins bréf 11. apríl síðastliðinn þar sem hann spyr þeirrar spumingar hvort hugsanlegt sé að setja leiðbeinandi reglur sem mættu verða til þess að auðvelda fulltrúum rit- höfunda í úthlutunamefnd starfið eða gera það mark- vissara. I bréfi sínu segir Þráinn að það hafi komið sér á óvart hversu margir rithöfundar líti á úthlutun úr Launasjóði sem viður- kenningu eða uppörvun fremur en íjárhagslegan stuðning. Þráinn segir enn- fremur í bréfi sínu að hann hafi margoft verið spurður að því af félögum í Rithöf- undasambandinu hvaða forsendur úthlutunar- nefndin gæfi sér við vinnu sína og hvaða aðferðum hún beitti til að komast að réttlátri niðurstöðu. A aðalfundinum verður hart barist um formanns- sætið. Samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins er Hjörtur Pálsson frambjóð- andi þeirra félaga sem kusu Þráinn Bertelsson síðast sem formann. Ingi- björg Haraldsdóttir er sam- kvæmt sömu heimildum fulltrúi „hægri“ arms Rit- höfundasambandsins og þeirra höfunda sem standa næst útgáfufélagsins Máls og menningar. Auk kosninga til for- manns og varaformanns verður tekist á um sæti meðstjómanda og vara- manns. I framboði til með- stjómanda em þau Guðjón Friðriksson og Kristín Ómarsdóttir. Til vara- manns gefa kost á sér Ey- vindur P. Eiríksson, Krist- ín Ómarsdóttir (ef hún nær ekki kjöri sem meðstjóm- andi), Rúnar Ármann Art- húrsson og Steinunn Jó- hannesdóttir. Ljós og harður gæðaviður: gegnheilt 10 mm stafaparket kr.\ 1799,- staðgreitt OPIÐ FRA KL. 10-18 MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA Parket húsið I! Suðurlandsbraut 4a sími 685758 MM ÍH M Bjöm Tore Godal utanríkisráðherra Noregs um aðildina að Evrópusambandinu: Breytum engumeð því að vera áhorfendur „HEIMSHLUTI okkar er í mótun. Ný Evrópa er í augsýn og við erum hluti af þessari Evrópu. Þess vegna verðum við að taka þátt í að móta hana og taka ábyrgð á okkar eigin framtíð. Ný heimssýn og víðsýni tekur við af einangrun og þröngsýni. Við breytum ekki heiminum með því að einangra okkur, standa álengdar eða vera áhorfendur. Verkalýðshreyfingin hefði aldrei náð fram markmiðum sínum með því að víkjast undan ábyrgð, sagði Björn Tore Godal, utanrík- isráðherra Noregs í ræðu sem hann flutti í Pors- grunn í Noregi við 1. maí hátíðahöldin þar. Ráðherrann sagði að nú stæðu Norðmenn frammi fyrir því að taka ákvörðun um aðild að Evrópusam- bandinu. Margir væru í vafa um hvort rétt væri að ganga í sambandið. Godal sagði að þetta væri vafi sem hann ætti auð- velt með að skilja. Hann hefði verið í hópi þeirra sem greiddu atkvæði gegn aðild að Efnahagsbanda- laginu árið 1972. Nú liti hann þetta öðrum augum því heimurinn í dag væri annar en heimurinn í gær. Fjöldi aðildarlanda Evrópusambandsins hefði fjór- faldast frá árinu 1972. Múrinn væri fallinn og þjóð- ir Austur-Evrópu réðu sér sjálfar. Þær hölluðu sér að lýðræðisríkjum Evrópu. Tvö ríki Austur-Evrópu hefðu sótt um aðild að Evrópusambandinu og fleiri mundu fylgja í kjölfarið. Bjöm Tore Godal sagði Evrópusambandið vera mikilvægasta samband Evrópuríkja á pólitískum vettvangi. Átök milli aðildarríkja Evrópusam- bandsins væm jafn óhugsandi og átök milli frænd- þjóðanna á Norðurlöndum. í Evrópusambandinu hefði verið byggt upp samstarf skref fyrir skref með því að ná málamiðlun í ágreiningsmálum og skapa gmndvöll sem þyldi það pólitíska reiptog sem jafn- an ætti sér stað í öllum lýðræðisríkjum. „Nú stendur Evrópusambandið frammi fyrir erf- iðasta en jafnframt mikilvægasta máli sem til kasta þess hefur komið. Það er að byggja brú sem tengir hin nýju lýðræðisríki í austri við bandamenn okkar í vestri. Við getum tekið þátt í þessu starfi með því að samþykkja aðild að ESB. Að öðmm kosti mun Evrópusambandið halda áfram við að móta sam- starfið í austur án þess að við getum haft þar nokk- ur áhrif,“ sagði Bjöm Tore Godal utanríkisráðherra Noregs.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.