Alþýðublaðið - 05.05.1994, Side 4

Alþýðublaðið - 05.05.1994, Side 4
4 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRAUTAGANGA Fimmtudagur 5. maí 1994 PALLBORÐIÐ: Sigrún Ó. Marinósdóttir Krossferð kvenkyns sveitar- ómaga á íslandi anno 1994 Opið bréf til Húsnæðisnefndar Reykjavíkur Tilefni skrifa minna eru einstaklega ómakleg mála- gjöld sem umsókn mín hlaut í „Húsnæðisnefnd Reykjavíkur“. Eg er þriðji ættliður Reykvíkinga, - afar mínir og ömmur í báða ættleggi, bjuggu og lifðu í Reykjavík frá því fyrir aldamótin síð- ustu. Aldrei hef ég þurft að biðja Reykjavíkurborg nokkurrar bónar, enda ekki þurft á því að halda fyrr, sem betur fer. En ég er ein þeirra sem „missti heils- una“, - hvert veit ég ekki. En 75% öryrki er ég talin frá júlí ’92, - þó svo ég reyni að vinna meira af vilja en getu til 13. janúar 1993. - en þá var ég tekin úr „umferð“ vegna lélegs heilsufars. Er ég nú háð níu tegundum lyfja, - lyrir mér liggja fleiri aðgerðir og á ég þó nokkrar að baki. En ekki hef ég hugsað mér að rekja 50 ára sjúkdómssögu mína hér. Kemur engum við nema mér, íjölskyldu minni og þeim ágætu lækn- um, sem reyna að bæta það sem bætanlegt er og eftir er af líffærum í mínum „ve- sæla“ líkama. Tekin úr umferð Vegna þess að ég var „tekin úr umferð vinnu- markaðarins" og verð að lifa á örorkubótum þeim sem okkur öryrkjum er ætl- að að lifa á, - varð ég að selja ágæta íbúð mína á „Melunum" fyrir ári. - Hef síðan orðið að leita mér húsaskjóls á hinum ómann- eskjulega leigumarkaði okkar Islendinga. - Hef ég lifað og starfað langdvöl- um á erlendri grund, bæði á meginlandi Evrópu og Englandi, og hvergi er jafnt ótrúlega grimmilegt „leigu- húsnæðiskerfi“ og hér á þessu landi okkar, Islandi. Það er ótrúlega erfitt fyr- ir meðal ,Jónuna“ að hafa öruggt húsaskjól fyrir sig og sína, þegar eitthvað bját- ar á, - hvort sem er vegna heilsubrests eða annarra or- saka. Þetta land, ísland, er svo kalt í tvöfaldri merk- ingu þess orðs, því miður. Vanþroskuð þjóð Islendingar eru hvorki félagslega eða andlega þroskuð þjóð, þessi þjóð sem nýskriðin er út úr torf- bæjunum, þar sem enginn fullvaxta maður eða kona gátu staðið upprétt. En við höldum að við séum svo einstök meðal þjóða heims- ins. Hvers vegna, er mér hulin ráðgáta. Við reynum að lifa á „- fomri frægð", - það er að segja á þeim íslendinga- sögum, sem voru skrifaðar fyrir margt löngu. Víst eru þær góðar og merkar bók- menntir, - en við verðum að fara að hætta að lifa á þessari nú svo fomu frægð. Tíminn líður og aldimar hverfa hver af annarri, - en íslendingar geta ekki sýnt þann manndóm að búa vel að sjúkum, öldruðum eða bömum í þessu svokallaða „velferðarþjóðfélagi". * Omannleg nefnd Og þar er komið að aðal- efni þessa bréfs, en þessi hér persóna, sem er 75% öryrki vegna veikinda, varð að sækja um í hinu félags- Iega kerfi Reykjavíkur- borgar. Sú nefnd heitir „Húsnæðisnefnd Reykja- víkur“ og er til húsa að Suðurlandsbraut 30. Ekki em mannlegu gildin höfð í hávegum þar, - því miður. Ekki skiptir miklu máli hvemig málum umsækj- enda er háttað, eða hvort þeir hafi lagt eitthvað til þjóðarbúsins í gegnum tíð- ina. Eg hef unnið hjá „Rík- inu“ í 19 ár og á mörgum öðmm vinnustöðum, bæði hér og erlendis, frá því ég gat unnið fyrir mér, borgað mínar skyldur og skatta og lagt mitt fram til framfara þeirra, sem orðið hafa á ís- landi undanfarna áratugi. Endemis bjálfaskapur Finnst mér ekki til of mikils mælst að mér sé rétt hjálparhönd þegar á bjátar, - en hvílíkur endemis bjáifaskapur að halda að þannig virki „kerfið“. Hef ég ýmislegt lært af sam- skiptum mínum við það og er ekki verri manneskja eft- ir, ef eitthvað er, þroskaðri og raunsærri. Því miður það er ekki gott að búa hér á þessari eyju í Norður- Atlantshafi, - ekki er þar fýrst og fremst veðrinu um að kenna, þó svo virkilega leiðinlegt sé, nei, það er fýrst og fremst okkar „spilltu stjómarhátt- um“ í öllu kerfmu um að kenna. Það er ekki gott að vera manneskja á Islandi í dag, hvorki fyrir börn, gamalmenni eða sjúklinga. Þú rekst alls staðar á veggi, - þú skal ekki halda stolti þínu. Þú skalt skríða og biðja um náð og miskunn, - þá kannski gætir þú feng- ið einhverja hjálp. Én þann- ig er ég ekki gerð, - stoltið er mér meðfætt og verður ekki af mér tekið. Eg skríð ekki fyrir nein- um, hversu fínan „titil“ hann/hún kann að hafa. Ég geri ekki greinarmun á fólki eftir stöðu þess í þjóð- félaginu, - heldur hvernig það vinnur sína vinnu, hver sem hún er. En þannig gerð manneskja fær engu fram- gengt í „kerfmu“, - því hef ég svo sannarlega komist að í þrengingum mínum nú undanfarin ár. Öruggt húsaskjól En þessi hér kona á son, sem er ijórtán ára gamall. Hann hefur verið í umsjón föður síns, sem er vel menntaður, á góða íjöl- skyldu og er heilsuhraust- ur. Fannst mér það skipta meira máli en mínar tilfinn- ingar gagnvart þessum syni mínum þegar við skildum fýrir tólf árum. Trúði því helst að ég myndi ekki lifa mörg ár í viðbót, alltaf svona veik og kvalin. vann þó alltaf fulla vinnu og rúmlega það, - en það var líka lítið annað sem ég gat gert, - því kraftar mínir leyfðu ekki meira. Þessi sonur minn, nú Qórtán ára, er auðvitað oft hjá mér og þá fær hann bæði að borða og sofa. Fað- ir hans þarf oft að ferðast vegna starfa sinna og þá er þessi sonur rninn auðvitað hjá mér. Hann þarf að eiga öruggt húsaskjól hjá þess- ari móður sinni, sem illu heilli er sú eina sem hann á. Hvar er skilningurinn? Tók ég þetta fram í um- sókn minni til „Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur" og varð að senda alls konar plögg, meðal annars frá fyrrverandi eiginmanni mínum, þess efnis að drengurinn væri oft hjá mér, móður sinni. En ekki komst það inn í sálartetur nefndarmanna „Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur“. Síðastliðinn föstudag, fékk ég bréf frá þeim, þar sem mér er úthlutað eins herbergis íbúð frá því fyrir árið 1985 og gæti fengið hana, ef vildi, 1995. - Hvemig þetta fólk í þessari nefnd gat komist að þessari niðurstöðu er mér algjör- lega óskiljanlegt. Auðvitað tek ég ekki slíku boði. - Það vill svo vel til að ég tala og skrifa nokkur tungumál, þannig að ég get unnið mér inn smá auka- pening með til dæmis þýð- ingum. Svo þótt ég sé ör- yrki, þá þarf ég ekki að taka slíku niðurlægjandi tilboði frá „Húsnæðisnefnd Reykjavíkur". En hvar er mannúðin? Hvar er skiln- ingurinn á högum fólks, - sem hefur orðið fyrir þeirri þungbæru reynslu að „missa heilsuna" þeim að forspurðu? Engum sýnd miskunn Ég vona aðeins að ekkert þessa fólks í þessari „nefnd“ eigi eftir að þurfa að leita á náðir „kerfisins“. Því þar er engum miskunn sýnd. Þú verður að nota vini, vandamenn og kunn- ingja í háum embættum til að fá eitthvað út úr þessu ,kerfi“. - Það veit ég með vissu og var reyndar sagt, áður en ég sótti þama um aðstoð. En ég vildi ekki hlýta þeim ráðum, þó marga þekki í svokölluðum „háum embættum“. Vildi fá þetta í gegn á mínum eigin verðleikum. En góðir íslendingar, - ekki svo mikið sem láta ykkur detta í hug, að þann- ig gangi hlutimir fyrir sig í „íslenska kerfmu“, sem er svo rotið, - að það er ekki einu sinni reynt lengur að hylja ósómann. Svo ég bið ykkur, kæm landar mínir hvar á landinu sem þið bú- ið, notið öll þau sambönd, sem þið mögulega getið, - ef þið þurfið að leita á náð- ir hins íslenska kerfis. - Annað er bara bjálfaskap- ur. - Heiðarleiki borgar sig ekki í dag, - hann þykir hreint og beint hlægilega hallærislegur í viðskiptum hins opinbera. Minnisvarðar Það þykir mér þó einna verst að formaður Húsnæð- isnefndar Reykjavíkur er Hilmar Guðlaugsson, 4. maður á Iista Sjálfstæðis- fiokksins til borgarstjómar- kosninga hér í vor. Ég hélt í einlægni eftir viðtal mitt við hann, að þar færi ágætasti maður, þó svo hann hefði álpast til að ganga í lið Sjálfstæðis- llokksins. En ég styð auð- vitað Reykjavíkurlistann, eins og hver einasta mann- eskja hlýtur að gera, sem getur hugsað skýrt og sér hlutina hér í Reykjavík í sínu rétta „ljósi“, - sú týra Sjálfstæðisflokksins er nú heldur orðin dauf og birtan þaðan nánast engin, ef þá nokkur. Þeir hafa byggt sér minnisvarða á eina fallega, náttúmlega stað Reykja- vfkur, - í Tjörnina. Ekki lasta ég þar húsa- meistarana, en staðarvalið gat ekki verið verra. Þessi minnisvarði mun verða þeim fiokki til ævarandi skammar. Enda kemur maður ekki svo með út- lending til höfuðborgarinn- ar, sem ekki undrast þessa staðsetningu, - sérlega þó þeir sem höfðu séð Tjöm- ina okkar áður en umhverfi hennar var spillt svo hrap- allega. Niðurlægjandi viðskipti Já, viðskipti mín, þessa kvenkyns ómagans á Is- landi í dag, vom ótrúlega smánarleg, niðurlægjandi og mannskemmandi og öll- um þeim til skammar sem í nefndinni sitja og úthluta að eigin geðþótta eftir ein- hverju „mannfyrirlitningar- legu kerfi“. Verði þeim að góðu. Þar er meðal annars einhver Guðrún, sem var svo ótrúlega dónaleg við mig í símann að ekki er prenthæft. Þar varð hún sjálfri sér virkilega til skammar og ætti að reyna að stunda betri mannasiði framvegis við umsækjendur í þessu „Húsnæðiskerfi Reykja- víkur“. Mæli ég með því að hún fari á námskeið í ein- hverjum þessara „skóla“, sem reyna að kenna Islend- ingum framkomu sem al- mennt er nefnd kurteisi og gerir öllum gott, sem þann- ig koma fram við annað fólk, hvort sem er þeim skylt eða óskylt. Legg ég til að þessari Guðrúnu verði fengið eitt- hvað annað starf en að sitja í Húsnæðisnefnd Reykja- víkur, - því þangað sækja aðeins þeir sem þurfa virki- lega á hjálp að halda og síst af öllu þjösnaskap og geð- vonsku einhverra illa inn- rættra nefndarmanna. Að njóta valdsins Vonandi njóta nefndar- menn „Húsnæðisnefndar Reykjavíkur" valdsins, sem þeim er veitt, - en oft hlýtur þeirn að líða illa, vegna þess hversu oft þau misnota þetta „vald“ gagn- vart blásaklausu fólki, sem þarf á hjálp að halda. Er þetta yfirleitt fólk, sem vildi helst af öllu geta séð fyrir sér og sínum, en af mismunandi ástæðum hef- ur verið kippt undan þeim möguleikanum á að til dæmis vinna fýrir sér vegna sjúkdóma eða ann- arra ástæðna. Munið þetta við næstu úthlutun nefndarmenn og - konur í „Húsnæðisnefnd Reykjavíkur“!!! Alþýðublaðsmynd /EinarÓlason

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.