Alþýðublaðið - 05.05.1994, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.05.1994, Síða 5
Fimmtudagur 5. maí 1994 JAFNAÐARMENN AKUREYRI - Helga Stefanía Haraldsdóttir skrifar: Ef eitthvað kemur nú fyrir! Eru öryggismál bæjarbúa og úrbætur í málum slökkvi- liðsins einkamál ráða- manna? Mér hefur fundist öll um- fjöllun um slökkvilið og starfsmenn þess fremur nei- kvæð og að ráðamenn bæj- arins skorti skilning á þeim málefnum sem heitast brenna og þurfa úrlausnar hið fyrsta. Við hugsum ekki mikið um málefni slökkviliðsins og öryggismál almennt dags daglega. Það er ekki fyrr en eitthvað kemur fyrir hjá okkur sjálfum eða hjá ein- hverjum nákomnum, að við gerum okkur ljóst hversu mikilvægt er að þessi mál séu r' góðu lagi. Á slökkvistöðinni eru þrír menn á vakt í einu. Ef tveir fara út í sjúkrabíl er einungis einn maður eftir til að sinna þeim neyðartilfellum sem upp kunna að koma. Á dag- vinnutíma virka daga eru þó slökkviliðsstjóri og eldvam- areftirlitsmaður yfírleitt til taks, ef á þarf að halda. Ef brunaútkall verður á öðrum tíma sólarhrings eða um helgar, fara allir þrír vakt- mennimir út og er stöðin þá mannlaus um tíma, eða þar til eldvamareftirlitsmaður eða annar starfsmaður stöðvarinnar kemur. Aðrir eru boðaðir á eldstað. Vegna mannfæðar er ekki hægt að fara með sjúkrabíl á „Ráðamenn bæjarins skortír skilning á þeim málefhum sem heitast brenna og þurfa úr- lausnar hið fyrsta.u eldstað, það er sjúkrabílinn er ekki mannaður þann tíma sem líður frá útkalli þar tii næstu menn mæta á stöðina. Eftir hverju er verið að bíða? Slysin gera ekki boð á undan sér. Það er hræðilegt til þess að hugsa, að sú staða kæmi upp, að slökkviliðið væri á leið á eldstað og upp kæmi hjartatilfelli eða alvarlegt slys þar sem hver mínúta er dýrmæt, og sjúkrabíllinn stæði inni á mannlausri stöð- inni, engum til gagns. Það má því ljóst vera að nauð- synlegt er að fjölga um tvo menn á hverri vakt. Þröngur húsakostur gömlu slökkvistöðvarinnar kom í veg fyrir að hægt væri að fjölga í liðinu, en í fyrra- haust var tekin í notkun ný og glæsileg slökkvistöð sem gerbreytti öllum aðstæðum. Nauðsynlegt er að auka þjálfun slökkviliðsmanna, bæði í slökkvistörfum og slysahjálp. Það eru gerðar miklar kröfur til þessara manna. Þeir verða að vera vel á sig komnir bæði líkam- lega og andlega og tilbúnir að takast á við hvað sem er. Bæta þarf einnig þjálfun varaliðsins og sjá til þess að þar fari fram nauðsynleg endumýjun. Brýn þörf er á að bæta tækjakost slökkviliðsins og ber þar hæst kaup á nýjum slökkvibíl. Forystubíll slökkviliðsins er að verða 40 ára gamall. Þjónustusvæði slökkviliðs Akureyrar er mjög stórt, það nær vestur á Öxnadalsheiði, út á Greni- vík og fram allan Eyjaijörð. Til samanburðar má geta þess að Slökkvilið Hafnar- fjarðar fékk fyrir nokkram áram fjölgun í sínu liði úr þremur mönnum í fimm. Þá hafa jteir stuðning, bæði frá slökkviliðinu í Reykjavík og slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli ef stórbranar verða, en slökkvilið Akureyrar hef- ur engan slíkan „stóra bróð- ur“ að leita til ef vanda ber að höndum. I samvinnu við slökkvilið Akureyrar þyrfti að æfa við- brögð við hættuástandi á sjúkrahúsi, elliheimilum, skólum, hótelum og fjöl- mennum vinnustöðum. Starfsfólk þessara staða þarf að æfa rétt viðbrögð og hvað hver á að gera, til dæmis ef eldur kemur upp. Rétt við- brögð skipta þar höfuðntáli. Akureyringar! Vinnum saman að því að koma ör- yggismálum okkar í gott horf. Höfundur er húsmóðir. Hún skipar 12. sæti A-lista Alþýðuflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum 28. maí 1994. Lögmannsstofa Hreins Pálssonar hrl. Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Sími 96-11542. Myndriti: 96-11878. Samband ungra jafnaðarmanna: Áríðandi fundarboð! Mikilvægur fundur framkvæmdastjórnar Sambands ungra jafnaðarinamia verður haldinn laugardaginn 7. maí, klukkan 12.00. Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Athugið! Fundurinn er opinn öllum áhugasömum ungum jafnaðarmönnum. Fjölmennum. Stjórnin. Hvítir Englar ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 (a) REYKJAVÍKUR LISTINN it Hverfamiðstöðvar opnaðar ik Um síðustu helgi voru opnaðar þrjár glœsilegar hverfamiðstöðvar Reykjavíkurlistans. Allar verða þœr opnar fram til kosninga á virkum dögum frá klukkan 16 til 22 og um helgar frá klukkan 13 til 20: ÁLFHEIMAR 74 (GLÆSIBÆR) - fyrir gamla austurbœinn. ÞÖNGLABAKKI1, III. HÆÐ (MJÓDD) - jyrir Breiðholtshverfin. HÖFÐABAKKI1,1. HÆÐ * - fyrir Grafarvog og Arbœ. k Viðtalstímar frambjóðenda * Hafið augun opin fyrir viðtalstímum frambjóðenda Reykjavíkurlistans sem eru á milli klukkan 16 og 18 alla virka daga. I dag, miðvikudaginn 4. maí, munu Sigfús Ægir Arnason (16. sœti) og Steinunn Valdís Óskars- dóttir (7. sœti) taka á móti gestum og gangandi í kosningamiðstöðinni. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ * Sigfús Ægir Arnason (16. sœti) * Steinunn Valdís Oskarsdóttir (7. sœti) FÖSTUDAGUR 6. MAÍ Arni Þór Sigurðsson (5. sœti) Birna Kr. Svavarsdóttir (21. sæti) k Kosningamiðstöðin kr Kosningamiðstöð Reykjavíkurlistans er að Laugavegi 31 (nánar tiltekið á 1., 2. og 3. hœð gamla Alþýðubanka- hússins). Gestir eru velkomnir í heim- sókn hvenœr sem er, hvort heldur til að taka þátt í starfinu og láta skoðan- ir sínar í Ijós eða bara til að sýna sig og sjá aðra. I kajfiteríu á jarðhœð er boðið upp á súpu og salat í hádeginu og það er heitt á könnunni allan dag- inn. Síminn í kosningamiðstöðinni er 15200 og myndsendirinn 16881.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.