Alþýðublaðið - 05.05.1994, Page 6

Alþýðublaðið - 05.05.1994, Page 6
6(a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ 47. flokksþing Alþýðuflokksins, Jafnaðarmanna- ✓ flokks Islands Með vísan til 29. ög 30. greinar flokkslaga Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - er hér með boðað til 47. flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands sem samkvæmt ákvörðun flokksstjórnar verður haldið dagana 10. til 12. júní 1994 í Iþróttahúsinu í Keflavík. Með vísan til 16. til 19. greinar flokkslaga er því hér með beint til stjórna allra Alþýðuflokksfélaga að láta fara fram kosningu aðal- og varafulltrúa á flokksþing, svo sem nánar er mælt fyrir í flokkslögum. Með vísan til 18. greinar flokkslaga er því hér með beint til aðildarfélaga að kosningar fari fram á tímabilinu 5. maí til 5. júní næstkomandi. Félagsstjómum er skylt að tilkynna kjör fulltrúa að kosningum loknum til skrifstofu Alþýðuflokksins (Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík, sími 91-29244), sem veitir allar nánari upplýsingar. Með vísan til 21. greinar flokkslaga skulu kjördæmisráð Alþýðuflokksins í öllum kjördæmum hafa lokið kosningu fulltrúa sinna í flokksstjórn fyrir reglulegt flokksþing. Með vísan til 24. og 25. greinar flokkslaga skulu stjórnir allra félaga hafa sent flokksstjóm skýrslu um starfsemi félagsins á kjörtímabilinu, félagaskrá miðað við áramót og greiðslu félagsgjalda samkvæmt þeirri skrá. Dagskrá flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands verður auglýst síðar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður. MERKI Fimmtudagur 5. maí 1994 Merkjasala hjartasjúkra Stjóm IANDSAMTAKA HJARTASJÚKIJNGA hefurákveðiö að efna til merkjasölu dagana 6. og 7. maí og valdi 'kjörorðið „VINNUM SAMAN VERNDUM HJARTAГ. Merkið sem seU verður er rauða hjartað á prjóni til að stinga í barminn og kostar 300 krónur. Það er sama verð og fyrir tveim- ur árum en ágóða verður varið til kaupa á Holter- tölvufyrir Landspítalann. Á myndinni er Sigurður Helgason formaðiir samtakanna að afhenda Guð- inundi Árita Stefánssyni heilbrigðisráðherra fyrsta merkið. Með þeim á myndinni eru Sigurveig Hall- dórsdóttir, Rúrik Kristjánsson og Emil Sigurðsson. Þaö tekur aöeins einn ■ ■ ■virkan aö koma póstinum þínum til skila Með næturflutningum á pósti fimm sinnum í viku milli Reykjavíkur og Akureyrar, myndast samfellt flutningsnet fyrir póst um Norðurland, Vesturland og höfuðborgarsvæðið. Með samtengingu þessara svæða við bíla er flytja póst um Suðurland og Suðumes geta 80-85% landsmanna nýtt sér þessa bættu þjónustu. Markmið okkar er að póstsendingar, sem póstlagðar em íyrir kl. 16:30 á höfuðborgar- svæðinu og póstleiðunum, verði komnar í hendur viðtakenda næsta virkan dag. Til annarra staða tryggjum við að pósturinn fari ætíð með fyrstu mögulegu ferð. Notaðu hraðan og ömggan flutning Póstsins fyrir þínar sendingar. POSTUR OG SIMI Viö spörum þér sporin 11 ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.