Alþýðublaðið - 05.05.1994, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 05.05.1994, Qupperneq 8
8 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÞVIIIIKIMIIB Fimmtudagur 5. maf 1994 „VIÐ VONUMST til að geta opnað Sjávar- dýrasafn Hafnarfjarðar á sjómannadaginn, 5. júní. Sjávardýrasafnið í Vestmannaeyjum hefur um langa tíð verið rekið við góðan orðstír og er okkur góð fyrirmynd. Safn af þessu tagi fyrir- finnst hvergi á höfuð- borgarsvæðinu og er löngu tímabært að koma því af stað. Stað- setning sjávardýrasafns miðsvæðis í Hafnarfirði er tilvalin þar sem mik- ill fjöldi fer þarna um dag hvern. Sjávardýra- safnið verður staðsett í húsnæði þar sem Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar var. Við ætlum að halda stofnkostnaði og rekstr- arkostnaði í lágmarki ásamt því sem ekki verður farið af stað fyrr en gengið hefur verið frá öllum lausum end- um. Við ætlum að láta þetta ganga upp,“ sagði Jón Eggert Guðmunds- son líffræðinemi í stuttu spjalli við Alþýðublaðið í gær. Jón Eggert og tveir fé- lagar hans, þeir Vigfús Eyjólfsson viðskipta- fræðinemi og Hörður Sverrisson verkfræðing- ur, eru nú á fullri fart við að undirbúa opnun Sjáv- ardýrasafns Hafnarljarðar og hafa til að mynda boð- ið tólf traustum fyrirtækj- um með markvissa stefnu í umhverfismálum að íjármagna stofnkostnað eins búrs eða fleiri með því að leggja fram 100 þúsund krónur. Til að fyr- irtækin fái sitt fyrir stuðn- inginn verða útbúnir plattar með nöfnum þeirra sem settir verða á hliðar búranna. Á plattan- um mun koma fram hver umhverfisstefna viðkom- andi fyriitækis er og ætti þannig að vera góð kynn- ing. „Hafnarfjarðarbær hef- ur nú þegar sýnt málefn- inu mikinn áhuga og var til að mynda samþykkt á fundi bæjarstjórnar að styðja safnið um 100 þús- und krónur. Á morgun (í dag) ætlum við síðan að Þau eru á okkar vegum. Styðjum við bakið á þeim. ► Munið gíróseðlana 9BB Rauöi kross Islands Rauöarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722 ATHAFNASKÁLD í Hafnar- firöi (taliö frá hœgri); Jón Egg- erí Guðmundsson líffrœðinemi, Vigfús Eyjólfsson viðskipta- frœðinemi og Hörður Sverrísson verkfrœðingttr. Fyrir aftan þá má sjá vamtanlegt húsnœði safnsins að Vesturgötu 13 í Hafnarfirði. A milli sín lialda þeir á uppdrœtti framkvœmd- inni. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason fara á fund forráðamanna bæjarins og leita eftir frekari stuðningi. Helst vomrn við að vona að þeir gætu ef til vill hjálpað okkur með leiguna á hús- næðinu að einhveiju leyti,“ sagði Jón Eggert. Að sögn hans verður byrjað á því að tiyggja stofnfjármagn áður en farið verður út í fram- kvæmdir og em góðar lík- ur á að það takist, með að- stoð vilviljaðra aðila ein- sog Hafnarfjarðarbæjar og umhverfissinnaðra fyrirtækja. Aðgangseyrir mun verða stærsta tekjulind safnsins að sögn Jóns Eggerts og einnig er hugsanleg leiga á aðstöðu til rannsókna og verk- efnavinnslu nema við Há- skóla íslands. Stærsti gestahópurinn verður böm og unglingar sem væntanlega munu koma allsstaðar að af höfuð- borgarsvæðinu. Sam- vinna við aðila í ferða- þjónustu og annarskonar fyrirtæki sýnist einnig vænlegur kostur fyrir safn af þessu tagi. „Það hafa margir hlegið að okkur fyrir bjartsýnina og kallað okkur ofurhuga en við emm hvergi bangnir og emm sann- færðir um að rekstrar- gmndvöllur er fyrir safni sem þessu. Aðilar tengdir Hafnarfjarðarhöfn, Há- skóli íslands útgerðarfyr- irtæki og sjómenn hafa verið mjög hjálpfús við undirbúninginn og eins höfum við verið í sam- bandi við Hafrannsókna- stofnun sem hefur sýnt þessu verkefni áhuga. Þetta á að geta gengið upp ef allir þessir aðilar leggj- ast á eitt með okkur og skynsemin er höfð í fyrir- rúmi,“ sagði Jón Eggert Guðmundsson að lokum. Baldur Valgeirsson, framkvœmdastjóri lðnþróunarféiags Norðuríands vestra, Ingólfur Margeirs- son úr Þjóðhútíðarnefnd, og Svanhildur Guðjónsdóttir, framkvœmdastjóri Saumastofunnar Hof- sósi. Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason Ungir og kraftmiklir athafnamenn: Stefiia að opnun Sjávardýrasafns Hafnarfjarðar á sjómannadaginn Bandaríska myndlistarkonan Dana Roes sem opnar sýningu í Listamiðstöðinni Straumi næstkomandi laugardag: Mun eyða hálfri ærinniá / Islandi „Ég varð einfaldlega að fara til Islands. Ég hafði kynnt mér land og þjóð lítillega í Banda- ríkjunum og því meiri þekkingu sem ég öðlast á landinu og sögu þess, því heillaðri varð ég. Ég var viss um að landið myndi hafa mikil áhrif á listsköpun mína, „ segir bandaríski listmálarinn Dana Roes við Alþýðublaðið. Dana hefur dvalist á íslandi í boði Fullbright- stofnunarinnar frá því í september á síðasta ári en hverfur aftur til Bandaríkjanna í sumar. íslending- um gefst kostur á að kynnast listaverkum hennar og þeim áhrifum sem Island hefur haft á list hennar. Dana opnar sýningu á málverkum sínum í Lista- miðstöðinni Straumi í Hafnarfirði næstkomandi laugardag. „Ég veit þó ekki hvort íslendingar sjái bein áhrif af Iandinu beint í verkum mínum,“ segir Dana, „en undiraldan er til staðar.“ Dana segir að umhverfi Islands, myndrænt lands- lagið og hinar opnu víðáttur hafa haft miklu meiri áhrif á sig en sig grunaði. Þannig hafi ísland ekki aðeins staðið undir eftirvæntingum hennar heldur víkkað sjónarsvið hennar og skilning á myndrænni tjáningu. „Ég hef ferðast þrisvar sinnum í kringum landið og vel það í öllum veðmm, og orðið fyrir miklum áhrifum á náttúm þess og fegurð. Það sem einna mest hefur snortið mig em hinar flæðandi línur himins og hafs, lands og veðurs. Hér em mörk nátt- úrannar svo hreyfanleg og myndræn.“ Dana segist ekki hafa skilið við íslands þótt hún haldi aftur til Bandankjanna þar sem hún mun sýna íslandsmyndir sínar í Atlanta síðar á árinu. „Ég er ástfangin af Islandi og Islendingum. Ég hef ákveðið að eyða ævinni sem eftir er að hálfu í Bandaríkjunum og að hálfu á íslandi. Líklegast verð ég sex mánuði á ári á Islandi óg sex mánuði í Bandaríkjunum,“ segir hinn geðuga myndlistar- kona að skilnaði við Alþýðublaðið. Sýning Dönu stendur til 22. maí og er opin dag- lega frá klukkan 14.00 til 18.00. Sýningin opnar laugardaginn 7. maí næstkomandi. Saumastofan Hofcósi 20 ára á 50 ára aíhiæli lýðveldisins: / Islenskur fáni - íslensk fiamleiðsla íslenski fáninn er að- eins framleiddur á einum stað á íslandi - á Hofsósi. Saumastofan á Hofsósi er ekki stór vinnustaður, að- eins þrjár konur en hefur starfað óslitið í 20 ár eða allt frá 1974 er íslenska þjóðin hélt upp á þúsund ára afmæli Islandsbyggð- ar. Saumastofan Hofsós á í mikilli samkeppni við innflutta íslcnska fána. Og á Þjóðhátíðarári þeg- ar íslenska lýðveldið verð- ur 50 ára er full ástæða til að spyrja landsmcnn: Hvort viljið þið kaupa ís- lenskan fána sem fram- leiddur er hérlendis eða þann scm er framleiddur í útlöndum? Svanhildur Guðjónsdótt- ir, framkvæmdastjóri Saumastofunnar Hofsósi, og Baldur Valgeirsson, framkvæmdastjóri Iðnþró- unarfélags Norðurlands vestra, efndu til frétta- mannafundar f Dillonshúsi í Árbæjarsafni af þessu til- efni og kynntu fánafram- leiðsluna á Saumastofunni Hofsósi. Fundinn sóttu einnig Ámi Sigfússon borgarstjóri, Haraldur Sumarliðason, fyrir hönd Samtaka iðnað- arins og Ingólfur Margeirs- son frá Þjóðhátíðamefnd. Var þremenningunum af- hentur íslenskur fáni og þökkuðu fyrir sig með ávarpi. Skilaboðin vom skýr: Flöggum á 50 ára lýð- veldisárinu með íslenskum fána saumuðum á Islandi!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.